25.1.2013 | 23:49
Versta kreppa í Bretlandi í 180 ár!
Þetta er dálítið stór fullyrðing, en skv. umfjöllun Daily Telegraph. Er núverandi efnahagsárangur í Bretlandi sá lakasti sem finna má stað innan tímabilsins eftir að Viktoría drottning komst til valda árið 1830. Það á við, lakasti efnahagsárangur allt það tímabil, á friðartímum.
"Economists from the Royal Bank of Scotland said the last four years have produced the worst economic performance in a non post-war period since records started being collected in the 1830s."
Britain is experiencing 'worse slump than during Great Depression'
Warning of triple dip and risk to credit rating
Britain slides back towards recession
En skv. nýjum efnahagstölum var enginn hagvöxtur þegar árið 2012 er skoðað sem heild. Og síðustu 3 mánuði sl. árs, var samdráttur upp á 0,3%. Breska hagkerfið stefnir því á 3. samdráttarskeiðið í þessari kreppu.
Hagkerfið sé smærra en það var 2011, og 3,3% neðan við hámarkið 2008.
"Output in Britains factories fell by 1.5pc in the quarter and by 1.8pc in 2012 the first annual decline since 2009."
"Michael Saunders, UK economist at Citi, warned of a triple-dip and stagflation, adding that in terms of GDP per head the UK is even underperforming versus Japans lost decade."
Það er orðið að viðmiði, hvernig Japan gekk á fyrstu árum 10. áratugarins, eftir hrunið þar síðla vetrar 1989.
Vandinn sem blasir við Bretlandi er sá, að fátt bendir til þess að hagkerfisstöðnunin taki enda í bráð!
- Bretland er með "0" vexti.
- Þ.e. stöðugt verið að prenta peninga.
- En þrátt fyrir það er enginn hagvöxtur.
Það er því útlit fyrir að deilurnar um það - hvað skal gera. Muni magnast.
Ein leið sem vaxandi fjöldi radda halda á lofti, er að ríkið hætti alfarið - sparnaðarstefnu sinni.
Og taki upp eyðslustefnu - - skiljanlega virðist þetta fljótt á litið galin hugmynd.
En þ.s. verið er að tala um, er að gera þetta með þeim hætti - að aðgerðin sé fjármögnuð af seðlabankanum, þ.e. ríkið gefi út skuldabréf sem keypt eru jafnharðan af "Bank of England."
Þeir hagfræðingar sem halda þessu á lofti, telja þetta ekki valda verðbólgu - - meðan eftirfarandi helst enn rétt: Að almenningur sé enn að spara við sig, minnka skuldir. Og fjárfesting atvinnulífsins sé enn í lágmarki, það sé einnig enn að fókusa á skuldalækkun. Ef þetta tvennt á við, sé eyðsla ríkisins fjármögnuð með prentun, einungis að fylla upp tómarúm eða slaka sem sé til staðar.
Þetta er umdeilt atriði.
Bendi á eftirfarandi umfjöllun um kenningar eins af þessum hagfræðingum:
Bretland á leið í kreppu aftur - - á breska ríkisvaldið nú að eyða peningum?
- Það sem veldur þessari stöðnun er - að almenningur er mjög skuldsettur.
- Og atvinnulíf er það einnig á sama tíma.
- Þannig að neysla og fjárfesting er hvorttveggja í senn, í lamasessi.
- Við svo bætist, að ríkið er að leitast við að draga úr útgjöldum, á sama tíma.
Það má kalla 3. höggið í sama knérunn - - ef "Bank of England" væri ekki að prenta á fullu, væri hagkerfið líklega í verulega kröftugari samdrætti!
Hvernig er Bretland í samanburði við Spán?
Það eru vísbendingar uppi, að hallinn á breska ríkinu geti endað yfir 8% sem hann var 2011, en skv. vísbendingum sem má sjá - Public Sector Finances, November 2012 - virðist hafa hallað heldur á ógæfuhliðina seinni part sl. árs, í sbr. v. árið á undan. En lokauppgjör 2012 er ekki enn komið fram.
Skv. - UK budget deficit worsens, credit rating at risk - var hallinn 8% 2011.
Mér skilst að fyrirtæki skuldir milli 110 og 120% af þjóðarframleiðslu í Bretlandi, en almenningur í kringum 100%. Heildarskuldir hagkerfisins ca. 500%. - Total UK Debt - sem er nokkru yfir heildarskuldastöðu Íslands, sem ég heyrði 2011 að væri ca. 330%.
Skv. Global Finance - Total Debt in Selected Countries Around the World
Eru heildarskuldir Spánar ca. 370% meðan að heildarskuldir Bretlands séu um 500%. Áhugavert hve Írland er svakalega ílla statt skv. þeim staðli.
Það sem muni milli Bretlands og Spánar, hef ég heyrt - að sé ekki síst. Að bankakerfið á Spáni skuldi verulega mikið minna - en það breska. Þrátt fyrir allt. Að auki, þó skuldugur sé skuldastaða almennings á Spáni þó samt ívið lægri sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, sama um fyrirtæki.
Skv. EUROSTAT: Euro area and EU27 government debt nearly stable at 90.0% and 85.1% of GDP respectively
Eru opinberar skuldir á Spáni aðeins lægri en í Bretlandi, munar ca. 10% af þjóðarframleiðslu. Ég hef einnig heyrt þær vera 10% hærri en það, má vera að enn sé ekki verið að gera ráð fyrir skuldaaukningu Spænska ríkisins v. fyrirhugaðrar bankabjörgunar.
OK, opinberar skuldir á svipuðu róli.
Enn er ekki vitað hver ríkishalli Spánar verður skv. lokauppgjöri sl. ár, en árið á undan var hallinn þar einnig á sbr. róli v. Bretland.
Og mig grunar að eins og í Bretlandi, sé slök efnahagsframvinda líklega - að draga úr getu ríkisstj. Spánar til að ná fram þeim markmiðum sem stefnt er að, um lækkun halla. En það á enn eftir að koma í ljós.
Bæði Spánn og Bretland, eiga nú í vandræðum með eitt af eigin svæðum þ.e. Katalónía hótar að yfirgefa Spán og í Bretlandi hóta Skotar að yfirgefa sambandið við Bretland.
-------------------------------------------
Það sem er mikið skárra er atvinnuástand í Bretlandi þ.s. 7,8% vs. 26,02% skv. nýjustu tölum.
Að auki, eru vextir mun lægri í Bretlandi - sem dregur skiljanlega úr skuldavanda.
Þar af úr þeim samdrætti sem annars yrði, af þess völdum.
Efnahagsástandið er ívið verra þ.e. þó kyrrstaða sé slæm, er verra að hafa samdrátt.
Hvernig væri Bretland ef það hefði verið í evrunni?
Það er auðvitað engin leið að sanna það 100%. En það gekk alvarleg bankakreppa yfir á Bretlandseyjum 2009. Ef Bretar hefðu ekki eins og þeir gerðu, getað endurfjármagnað bankana með aðstoð eigin seðlabanka. Hefði fjárhagslega áfallið lent mun harkalegar á ríkisvaldinu en það gerði.
Mig grunar samt sem áður - að Bretland hefði getað lent í því það ár. Að þurfa "neyðarlán" til að aðstoða við þá fjármögnun. En 3 risabankar voru í reynd yfirteknir af ríkisvaldinu. Dælt í þá peningum.
En seðlabankinn í reynd fjármagnaði þá endurfjármögnun, breska ríkið seldi ekki skuldabréf á alþjóðamörkuðum - til að afla sér fjármagns. En annað hefði verið uppi, ef Bretland hefði verið í evru.
- Þá eins og kom fyrir írsku bankana 2010, hefðu þessir 3 bankar fengið á sig lokun frá ECB, og ríkið orðið að veita "neyðaraðstoð" - en þá með því, að skuldsetja sig fyrir veittu fjármagni.
- Breska ríkið líklega, hefði þurft að taka alla endurfjármögnunina í skuld.
Bretland hefði þá líklega verið fyrsta landið í vandræðum á evrusvæði 2009 - - ekki Grikkland 2010.
Og það hefði verið miklu mun alvarlegra mál - - að svo stórt land hefði lent í vandræðum svo snemma í ferlinu, þegar ekki var enn búið að búa til neyðarlánasjóði - né nokkuð af þeim ferlum sem til eru í dag.
- Hætt við því, að breska ríkið hefði lent í því að fá á sig, stighækkandi vaxtabyrði.
- Það hefði myndvarpast yfir á þjóðfélagið, eins og átti sér síðar stað í S-Evr.
- Og mun hærri vextir innan hagkerfisins, hefðu margfaldað skuldavanda heimila - fyrirtækja; og magnað einnig vanda ríkisins.
- Sem einnig hefði magnast enn frekar, vegna þess að aukinn skuldavandi heimila og fyrirtækja, hefði einnig magnað samdrátt - - og að auki gert atvinnuástand mun verra.
Ég sé fyrir mér sbr. hjöðnunarástand er varð í Grikklandi, og hugsanlega atvinnuleysi nær 20% en þeim tæpum 8% sem er reyndin í dag.
- Það hafi skipt þetta miklu máli, að Bretland gat fjármagnað bankana að mestu án skuldsetningar ríkisins.
- Einnig það, að "Bank of England" hefur stöðugt tryggt mjög - mjög lága vexti, til ríkisins með kaupum á ríkisbréfum, en einnig bönkunum stöðugan aðgang að fjármagni, á mjög lágum tilkostnaði, þannig lágmarkað þeirra tilhneigingu að hækka lántökukostnað og kostnað núverandi skuldara.
- Lágir vextir aðila innan hagkerfisins - - hafi ekki síst verið lykilatrið um það, að kreppan hafi þó ekki hingað til orðið enn verri!
Niðurstaða
Það er hin óskaplega skuldastaða Bretlandseyja. Sem framkallar það ástand stöðnunar sem er til staðar. Þó svo að vextir séu últralágir. Og seðlabanki Bretlandseyja sé að dæla stöðugt peningum inn í hagkerfið.
Þrátt fyrir þessa lágu vexti. Eru vísbendingar uppi um, að það skuldir almennings og fyrirtækja. Séu einungis að lækka - hægt. En ef vextirnir væru ekki það lágir, væru skuldirnar hjá almenningi og fyrirtækjum líklega í hækkunarferli.
Það má líklega treysta "Bank of England" með það, að viðhalda áfram því lágvaxtaumhverfi sem er til staðar á Bretlandseyjum. Þannig að hæg skuldalækkun aðila þ.e. almennings sem og fyrirtækja, geti haldið áfram.
En meðan þær eru enn svo háar sem þær eru. Þá verði neysla í lamasessi. Og það sama muni eiga við um fjárfestingu.
Þetta geti tekið mörg ár til viðbótar, að losa um þá stíflu. Yfir sama tímabil, sé erfitt að sjá að ríkið geti lækkað að nokkru umtalsverðu ráði. Þann halla sem er til staðar. Því hagkerfisstöðnun muni áfram ríkja.
Þannig að skuldastaða ríkisins muni líklega hækka töluvert - áður en lækkandi staða almennings og fyrirtækja, fer að skila því að hagkerfið taki við sér. Ekki fyrr en það á sér stað, sá viðsnúningur - muni ríkið geta farið að lækka aftur skuldir.
----------------------------
Samhliða þessum líklega margra ára stöðnun sem virðist framundan. Er útlit fyrir að umræða um róttækar aðgerðir í líkingu við þ.s. hagfræðingurinn Krugman leggur til, muni ekki líða hjá.
Sú umræða getur reyndar haldið áfram að magnast. Eftir því sem stöðnunin stendur yfir í flr. ár.
Þessa stundina er ég á báðum áttum með það, hvort það sé rétt að grípa til slíkra aðgerða eða ekki.
- Evrusinnar eru oft að hníta í Breta fyrir að hafa ekki farið inn - spurning hvort þeir ættu þess í stað ekki að vera fegnir því, að það gerðu þeir aldrei? En það má vel vera, að hrun Bretlands sem mig grunar að hefði átt sér stað ca. 2009, hefði þá pent tekið sameiginlega gjaldmiðilinn með sér niður í fallinu.
- Þannig séð sé evran í betri málum án Breta, og Bretar í betri málum án evrunnar.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.1.2013 kl. 10:59 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning