23.1.2013 | 23:22
Svigrúm Breta til samninga um nýjar undanþágur er líklega takmarkað!
Rétt er að muna þegar svokallaður "Stability Pact" var frágenginn, lokamánuði 2011. Þá beitti Cameron neitunarvaldi. En það neitunarvald stöðvaði ekki málið. Heldur bjuggu aðildarríki evrusvæðis til nýjan sáttmála sem fékk þetta nafn. Og þau ríki sem vildu aðild - fyrir utan að það var álitin skilda fyrir aðildarríki evru - var velkomið að taka þátt. Fyrir rest, var það einungis Tékkland, sem eins og Bretland tekur ekki þátt í "Stöðugleika Sáttmálanum."
Ég tek fram, að mín skoðun er að sá sáttmáli sé sennilega ekki góður fyrir stöðugleika, vegna þess hve hann stíft neyði svokallaða "proc cyclical" efnahagsstefnu upp á aðildarríki hans - þ.e. niðurskurð í efnahagslegri niðursveiflu. Þetta gengur gegn jafnvægisstjórnunarhugsun, þ.e. að viðhafa halla í hallæri, en afgang í góðæri.
"Pro cyclical" stjórnun, að mínu mati magnar frekar sveiflur í stað þess að tempra þær, þannig að kenna sáttmálann við stöðugleika, sé rangnefni. En hvað um það.
- Punkturinn er sá - - að hin löndin geta endurtekið þennan leik.
- Að búa til nýjan sáttmála - ef þeim finnst aftur, Bretland ætla að vera hindrun.
Mín tilfinning er sú - að meðan þjóðirnar eru uppteknar af því, að semja um þá nýju sáttmála sem eiga að tryggja framtíð evrunnar, þá verði það klárt ekki vel séð að Bretar séu að leitast við að, semja sig frá hinum ýmsu atriðum sem felast í því að tilheyra ESB.
- Ég á þá við, að þolinmæðin gagnvart slíku - geti verið lítil.
- Þannig, að árangur Cameron af þeim viðræðum sem hann segist ætla að standa fyrir - verði líklega takmarkaður; líkur á að hann nái ekki því fram sem flokksmenn hans vilja.
Þetta sést einnig af viðbrögðum!
"Guido Westerwelle, German foreign minister, said "Germany wants the United Kingdom to remain an active and constructive part of the European Union... But cherry picking is not an option," Westerwelle told reporters. - ""Europe isn't the sum of national interests but a community with a common fate in difficult times.""
"Laurent Fabius, French foreign minister, said: A referendum would be "dangerous for Britain itself," - If you join a [football] club, you cant say you want to play rugby." - "The other day I was in a meeting with British businessmen and I said: Listen, if Great Britain decides to leave Europe, we will roll out the red carpet for you, Mr Fabius said."
"Carl Bildt, the Swedish foreign minister...: Flexibility sounds fine, but if you open up to a 28-speed Europe, at the end of the day there is no Europe at all. Just a mess."
"Mrs Merkel, the German Chancellor - ""Germany, and I personally, want Britain to be an important part and an active member of the European Union,"" - ""We are prepared to talk about British wishes but we must always bear in mind that other countries have different wishes and we must find a fair compromise. We will talk intensively with Britain about its individual ideas but that has some time over the months ahead.""
"The most positive European reaction came from the Netherlands with Mark Verheijen, Europe spokesman for the governing Liberal party, saying Mr Cameron would find a partner there. We want a Europe that remains limited to its core tasks. Hes framing the debate sharply, he said."
----------------------------------
Það er sennilega ekki undarlegt að Angela Merkel sé diplómatísk í svari, en hún virðist líta á Bretland að vissu leiti sem mótvægi við Frakkland innan ESB.
Að einhverju leiti hefur Þýskaland, verið að beita Frakklandi og Bretlandi gegn hvoru öðru til skiptis, stundum náð málum í gegn með stuðningi Frakka - stundum með stuðningi Breta.
Áhrif Frakklands myndu aukast, ef Bretland fer.
Merkel, vill þannig séð - halda í Breta.
En sennilega ekki, á hvaða verði sem er.
Það sem ég sé fyrir mér!
Ég er alveg viss um að kreppan í Evrópu er ekki nándar nærri búin - það sé einungis spurning um tíma, hvenær leikir æsast á ný.
En þessa stundina virðist ekkert brjóta þetta "goldylocks moment" - t.d. seldi spænska ríkið mikið magn ríkisbréfa í einni sölu, í sl. viku. Sú stærsta einstaka af þessu ári, og verðið var hagstætt - tiltölulega.
Enn liggur ekki fyrir lokauppgjör sl. árs - svo þ.e. ekki enn vitað hvernig gekk síðustu mánuði sl. árs á Spáni, en þegar eru komnar vísbendingar þess, að Þýskaland hafi verið í 0,5% samdrætti síðustu 3 mánuði sl. ár. Sem er dýpri samdráttur en sama tímabil árið þar á undan, en þá var 0,3% samdráttur.
Það eru vísbendingar frá flr. löndum, að samdráttur hafi aukist lokamánuði sl. árs - en Spánn er ekki enn kominn fram með sínar niðurstöður.
Enn því ekki ljóst, hver halli spænska ríkisins raunverulega var á sl. ári.
Þessa stundina trúa fjárfestar því, að spænsk stjv. séu að "ná tökum á ástandinu."
En þ.e. að sjálfsögðu ekki staðföst trú.
----------------------------------
- David Cameron ætlar að bjóða upp á þjóðaratkvæðagreiðslu 2017 eða 2018.
- Þar sem kosið verður um það hvort Bretland verður áfram meðlimur að ESB eða ekki.
Það er áhugavert að velja þetta tímabil, þ.e. eftir 4-5 ár. En manni finnst líklegt, að þá ætti að liggja fyrir einhverskonar niðurstaða um það, hvaða átt Evrópusambandið er að þróast.
Sumir segja að Cameron sé hræddur við United Kingdom Independence Party eða UKIP. Sem berst hatrammri baráttu, fyrir því að Bretland yfirgefi ESB. Og hefur skv. skoðanakönnunum verið að höggva e-h inn í raðir fylgis Íhaldsflokksins.
Sumir aðrir, segja að Cameron hafi náð að fresta óþægilegu máli, ítt því inn í framtíðina.
- Eitt í þessu, að ég er viss, að Cameron vill halda Bretlandi inni í ESB.
- En þá er það einnig spurning - hvaða ESB það verður?
En það er ljóst, að Bretland með vissum hætti, hefur verið leiðtogi ríkjanna - fyrir utan evru.
Nýlega er lokið samningum um svokallað "Bankabandalag" þ.s. ríkjunum fyrir utan virðist hafa verið tryggð þau áhrif sem þau vildu.
----------------------------------
En ég á samt dálítið erfitt að sjá fyrir mér - að sú regla sem þau náðu fram.
Að hvorttveggja hópur ríkjanna fyrir utan, og hópurinn 17 - verði hvor um sig að mynda meirihluta um mál.
Geti haldið áfram, í gegnum allar þær breytingar á sáttmálum sambandsins, sem þá þarf að klára.
- Þetta er dálítið stór spurning - hvort að virkilega, muni ríkin 17 halda áfram að sætta sig við, jafnan rétt ríkjanna 10 til áhrifa.
- Ég verð að segja, að ég er dálítið skeptískur á það.
- En það er þó líklega, enn erfiðara að sjá ESB sjálf hanga saman - ef sú regla bregst.
- Því eitt er víst, að ríkin sem verða fyrir utan, munu ekki sætta sig við að verða "áhrifalaus."
Í þessu samhengi er rétt að skoða kröfur Breta.
Þeirra besti séns til að ná einhverju fram - er að flétta það inn í þetta heildarsamningaferli.
En á sama tíma, er þolinmæði ríkjanna 17 líklega ekki endalaus - - og einnig, það má vera að ef Bretar gæta ekki að sér; að hin ríkin fyrir utan, semji um lausn framhjá Bretum - ef þeir ganga lengra en þeir komast upp með.
Þá gæti endurtekið sig - það sem gerðist, þegar "Stöðugleika Sáttmálinn" var búinn til, þ.e. nýr sáttmáli án aðildar Breta.
- Eins og ég sagði - Svigrúm Breta er takmarkað.
- Það getur verið - að það sé ekki nægilegt, til að sætta Breta við áframhaldandi aðild.
Niðurstaða
Eru Bretar á leið út úr ESB? Kannski. David Cameron ætlar ekki að leiða Breta úr sambandinu. Á hinn bóginn, má vera að hans eigin flokkur - bindi hendur hans að nægilegu marki, og á sama tíma, gefi aðstæður Breta innan ESB Cameron ekki heldur nægilegt svigrúm. Svo að þegar á hólminn er komið, - geti Cameron ekki boðið upp á það samkomulag. Sem dugar til að "Já - ég vil halda Bretlandi innan ESB" verði ofan á í atkvæðagreiðslunni eftir 4 eða 5 ár.
Verður það hræðileg útkoma fyrir Breta? Líklega ekki. Í reynd, er ég þeirrar skoðunar. Að aðild að ESB skipti ekki mjög miklu máli, frá efnahagslegu tilliti.
Þetta sé meir pólitískt bandalag aðildarríkjanna - í von um að sameiginleg rödd, hafi meiri áhrif. Þannig séð, visst hræðslubandalag - þ.e. hræðslu við það, að rödd Evrópu verði of mjóróma, ef hún er drifin af einstökum löndum.
Meintur efnahagsskaði - sé upp blásinn. Líklega óverulegur - ef hann þá mælist yfirleitt. ----------------------------------
En nær öll aðildarlönd ESB eru einnig meðlimir að Heims Viðskiptastofnuninni. Sem tryggir markaðsaðgang - hvort sem er. Því fylgja einhverjir tollar. En ekki slíkir að það hafi truflað viðskipti Japana eða Kínverja eða S-Kóreumanna, o.s.frv. Og mjög sambærilegar reglur um viðskipta- og markaðsfrelsi.
Munurinn á þeirri stöðu og því sem tollabandalagið veitir, sé ekki lengur krýtískt mikilvægur. Því alþjóðlegt tollaumhverfi, sé orðið miklu hagstæðara en það var, er tollabandalagið var stofnað.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning