Kemur Björt Framtíð í stað Samfylkingar?

Það áhugaverða við fylgissveiflu Bjartrar Framtíðar vs. Samfylkingar er, að það er lítill munur á kosningafylgi Samfylkingar og núverandi mældu fylgi Samfylkingar + Bjartrar Framtíðar. Þetta er auðvitað akademísk spurning. En formaður Bjartrar Framtíðar, segir flokkinn enn eiga mikið inni. Hann óttist ekki að flokkurinn sé að toppa of snemma. Nú, ef það væri rétt hjá honum hvorttveggja, þá ætlar hann flokknum að höggva enn dýpra í knérunn fylgis Samfylkingar framað kosningum.

Ég velti því fyrir mér eina ferðina enn - - hvenær ætlar Samfylkingin að bregðast við þeirri ógn við sína fylgislegu stöðu, sem tilkoma Bjartrar Framtíðar virðist vera?

Samfó hlýtur að fara að bregðast við þessu, með þeirri klassísku aðferð, að fara að svara þessari keppni.

Tjá sig við kjósendur, að Samfó sé helsti flokkur aðildarsinna, að aðildarsinnar eigi að kjósa Samfó.

Óttast ekki að toppa of snemma

Björt Framtíð á meira inni

VG ekki verið minni í tíu ár

Samfylking: kosningafylgi 2009 var 29,8%. Skv. ofangreindri skoðanakönnun, er fylgi Samfylkingar + Bjartrar Framtíðar 31,4%. Munar aðeins 1,6%. Samfylking tapar 7 þingmönnum miðað við þessa stöðu og fengi 13. Björt Framtíð fær 9 menn, en skv. frétt er mjög lítill munur á einum þingmanni Samfylkingar og Bjartrar Framtíðar. Þyrfti mjög litla fylgissveiflu til eða frá.

Vinstri Hreyfing Grænt Framboð: tapar 8 þingmönnum, fengi aðeins 6. Væri á ný orðinn smáflokkur.

Í heild tapar ríkisstjórnin 15 þingmönnum. Áhugavert er að skv. þessu væru samanlögð þingsæti Bjartrar Framtíðar, Samfylkingar og VG: 26.

Þannig að meirihlutinn tapast samt, þó BF sé bætt við.

Sjálfstæðisflokkur: Væri sigurvegari þessara kosninga, með 26 menn sem væri 10 í viðbót. Skv. því væri sá flokkur með pálmann í höndunum og myndi geta valið á milli 4. flokka, til meirihlutamyndunar.

Framsóknarflokkurinn: Hann virðist standa ca. í stað. Heldur sínu. Fær sama fjölda þingmanna áfram. Skv. því virðist ekki svo að BF sé að taka mikið fylgi frá framsókn. Nema auðvitað, að Framsókn hafi tekist að sækja sér annað fylgi í stað einhvers sem fór frá Framsókn yfir til BF. Kannski þessi 1,6% munur.

 

Niðurstaða

Mér finnst magnað hve Samfylking lætur sókn Bjartrar Framtíðar í fylgisgrunn flokksins yfir sig ganga. Nýr formaður hlýtur að bregðast við þessari stöðugu sókn BF. En augljóst er að BF og Samfó keppa um nákvæmlega sama fylgið. Eins og ég hef áður nefnt. Virðist Guðmundur Steingrímsson, vera orðinn hættulegasti pólitíski andstæðingur Samfylkingar. Samfylking hlýtur í kosningabaráttunni, að hegða sér skv. því.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er enginn munur á Samfylkingu og Bjartri Framtíð. Stefnan hefur verið tekin á Brussel-toppinn, og ekki er nokkur vilji né virðing borin fyrir almennings-skoðun á Íslandi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.1.2013 kl. 05:29

2 Smámynd: Guðmundur Björn

Sameina þessa tvo flokka í BorgríkisFlokkinn. 

Guðmundur Steingrímsson hefur verið þingmaður NV-kjördæmis sl. fjögur ár.  Held að hann geti ekki bent á kjördæmið á korti hvað þá landsbyggðina.

Guðmundur Björn, 3.1.2013 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband