7.12.2012 | 22:18
Fara Bandaríkin fram af hengifluginu?
Nú er fókusinn á áhyggjur af Bandaríkjunum, nánar tiltekið á viðræður Demókrata og Repúblikana á Bandaríkjaþingi er tengjast svokölluðu "fiscal cliff". Þrátt fyrir nýjar hagtölur í Bandaríkjunum séu upp á við. Og þrátt fyrir að skráð atvinnuleysi hafi nú minnkað skv. nýjustu tölum þ.e. í 7,7%. Þá dugði það ekki til þess að verðbréfamarkaðir í Bandaríkjunum enduðu vikuna "upp."
Heldur virðist nú óttinn við hið svokallaða "fiscal cliff" ríkjandi.
WSJ - Economy Adds 146,000 Jobs
FT - US fiscal cliff fears knock confidence
Hvað er þetta "fiscal cliff"?
Þetta er algerlega tilbúið vandamál, tilkomið vegna pólit. sundrungarinnar á Bandaríkjaþingi. Ef einhver man svo langt aftur sem haustið 2011. Þá var mikið pólit. drama í gangi. Sem tengdist veitingu bandar. þingsins á heimildum til alríkisstjórnarinnar til að eyða skattfé þjóðarinnar. En þ.e. í verkahring þingsins að veita slíkar heimildir. Og þær gilda alltaf í takmarkaðan tíma. Og þegar útrunnar, þarf að samþykkja nýja.
Repúblikanar hótuðu að blokkera veitingu slíkrar heimildar - nema að Obama samþykkti mjög "drakonískan" niðurskurð, sem hefði gersamlega eyðilagt hans tilraunir til að auka á velferð fátækra og verr settra Bandaríkjamanna.
Fyrir rest þ.e. fyrir áramót 2011-2012. Náðu deildir þingsins samkomulagi, um að fresta vandanum tja fram undir lok næsta árs; sem er núna!
Demókratar neyddust til að gefa eftir þó ívið meir, þ.e. samþykktu að við upphaf nk. árs þ.e. í jan. 2013, myndu koma til framkvæmda sjálfvirkar útgjaldalækkanir + skattahækkanir en það felst í því að tímabundnar skattalækkanir Bush stjórnarinnar falla niður, samanlagt af hagfræðingum talið vera um 5% af þjóðarframleiðslu Bandaríkjanna. Sem þá skellur á hagkerfinu v. upphaf ársins - ef ekki næst samkomulag fylkinga um aðra útkomu.
- Þetta er hið svokallaða "fiscal cliff" sem eins og útskýrt, er pólit. gerningur.
- Fjöldi hagfræðinga óttast, að útkoman verði snöggur viðsnúningur hagkerfisins yfir í samdrátt!
- Þannig að bandar. hagkerfið hefji nk. ár í efnahagssamdrætti.
Að auki óttast margir, að sá samdráttur - muni víxlverka mjög neikvætt yfir á heimshagkerfið, ekki síst Evrópu. Og jafnvel, framkalla eina netta "heimskreppu."
Umræðan um útgjöld alríkisins er þörf - en ekki má drepa gullgæsina!
Þetta tengist allt deilu um halla á sjóði alríkisstjórnarinnar, og skuldasöfnun alríkisins.
Að auki tengist þetta öðrum vanda, sem er framreiknaður vaxandi útgjaldavandi tengdur kerfunum "Medi-Care" og "Medic-Aid" sem eru prógrömm sem fjármögnuð eru af alríkinu og fylkjunum í sameiningu.
Mörgu leiti mjög gagnleg prógrömm, því í þeim felast millifærslur af skattfé allra landsmanna, þannig að þó aldraðir eða fatlaðir búa í fátækum svæðum tiltölulega - þá fá þeir sem greiðslur úr þessum prógrömmum, gjalda þess ekki ef þeir búa í fátæku fylki eða á tiltölulega ílla stöddu svæði. Auðvitað þurfa menn að komast inn í viðkomandi kerfi. Mér skilst að þú sért ekki sjálfvirkt inni í þeim. Þarft sjálfur að óska aðildar, ganga í gegnum þá skriffinnsku sem því tilheyrir. Að auki, einungis bandar. ríkisborgarar hafa þennan rétt. Þessi kerfi hjálpa samt mörgum. Þó augljóst sé af hverjum þeim sem til Bandar. koma, að margir falla milli stafs og hurðar.
- Vandinn er sá - - að bæði þessi kerfi eru, vanfjármögnuð.
Að auki, virðist sem að fyrri ríkisstjórnir hafi lofað upp í ermina á skattborgurum, framreiknað muni kostnaður stöðugt aukast.
Og þar með útgjaldahalli alríkisins, nema auðvitað að það komi fljótlega mjög öflugur hagvöxtur sem standi um árabil á eftir - tryggi stöðugt auknar skatttekjur.
- Þannig séð - - er útgjaldaumræðan nauðsynleg.
- Líklega þarf að endurskipuleggja þessi kerfi, og færa réttindi að vilja skattborgara til að standa undir tilkostnaði.
- Á hinn bóginn skiptir miklu máli hvernig akkúrat þetta er leyst!
- Það þarf líka að taka tillit til stöðu hagkerfisins - - sem virðist á uppleið.
- En sá uppgangur er ekki það sterkur - - að hann sé ekki unnt að drepa.
Skv. fréttum virðist hagkerfið á uppleið!
Tölurnar um minnkað atvinnuleysi eru þó smá villandi ef marka má Wall Street Journal:
- The unemployment rate, which comes from a different survey than the government's payrolls count, fell to 7.7% from 7.9%, the lowest since December 2008but largely for the wrong reasons.
- Roughly 350,000 Americans left the labor force in November, lowering the rate, partly due to bad weather keeping Americans from working.
- The ranks of the long-term unemployedthose without a job for 27 weeks or morefell only slightly to 4.8 million from 5 million.
Þetta er áhugavert, nánast eins og að fellibylurinn Sandy, hafi dregið úr mældu atvinnuleysi. Með því að lama atvinnulífið á New York svæðinu. Sem er ein af stóru efnahagsmiðjum Bandaríkjanna.
Á hinn bóginn, fjölgaði störfum um 146 þúsund miðað við 80 þúsund, sem var spáð.
Að auki rétt að muna að fjölgun starfa mánuðinn á undan var 171 þúsund.
Á móti kemur: "But some analysts were quick to point out that the report was not as robust as it seemed as job gains in the previous two months were revised down by a total of 49,000."
Sem segir, að aukning í október hafi í reynd verið í kringum 150þ. í stað 171þ. sem segir eiginlega, að Sandy hafi nánast engin áhrif haft, fyrst að störfum fjölgar um mjög svipað.
Nema auðvitað, að Sandy hafi komið í veg fyrir enn meiri fjölgun.
----------------------------------
Þetta er ekki beint blússandi vöxtur. En a.m.k. er þarna hagvöxtur þó líklega sé hann ekki mikið meiri en milli 1,5-rúml. 2%.
En það auðvitað, sýnir af hverju margir hagfræðingar óttast það.
Að ef það skellur á snöggt 5% af þjóðarframleiðslu högg á hagkerfið, frá pólitíkusunum á Capitol Hill Washington.
Að þá verði umsnúningur yfir í samdrátt!
En einungis ef menn reikna með því, að hagvöxtur sé á leiðinni í umtalsverða aukningu inn í fyrstu mánuði nk. árs frá einkahagkerfinu, geta menn efast um að útkoman verði "nettó" samdráttur.
Þ.e. auðvitað umdeilt. Varlegt að treysta á að "þetta verði í lagi."
- Mér sýnist augljóst, að það verði að nást samkomulag, sem mildar eða a.m.k. dreifir "fallinu" yfir lengri tíma.
- Svo höggið verði ekki það mikið næsta ár, að hagkerfið kaffærist.
- Sennilega væri ásættanlegt, að hagvöxtur verði e-h sambærilegur við nýja hagsspá Bundesbank fyrir Þýskaland fyrir 2013, þ.e. 0,4%: Germany's Central Bank Cuts Forecasts
Niðurstaða
Það væri virkilega hrikalegt ef allt fer á versta veg á Bandaríkjaþingi. En ugg sækir að mönnum. Því ef e-h er, varð aukning á bilinu milli fylkinga. Miðjumönnum fækkaði. Öfgamönnum fjölgaði.
Sem virðist minnka líkur á hagstæðu samkomulagi.
Ég reikna með því að það verði "brinkmanship" milli aðila á næstunni.
Á hinn bóginn hefur Obama þannig séð ekkert að óttast. Enda er hann ekki í framboði aftur.
------------------
En mér lýst ekki á ástandið í Evrópu. Ef Bandaríkin detta yfir í samdrátt á útmánuðum nk. árs. Þá yrði veruleg aukning í samdrætti innan Evrópu. Hún gæti dottið aftur í snögga dýfu. Eins og átti sér stað í kjölfar hruns Leahmans fjárfestingabankans. Nema nú. Er ekkert svigrúm fyrir "stimulus" pakka. Af því tagi sem voru notaðir 2009 til að halda hagkerfunum frá því að detta þá í hyldjúpa kreppu.
Víxlverkunin við evrukreppuna er þá myndi eiga sér stað - - myndi sannarlega geta framkallað "heimskreppu." Alveg eins og fj. hagfræðinga óttast.
Það gæti síðan haft - eer - mjög áhugaverðar afleiðingar!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.12.2012 kl. 02:31 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning