4.12.2012 | 23:35
Spenna magnast upp fyrir mikilvæga ráðstefnu ESB ríkja um bankasamband!
Það eru skýr merki um það, að aðilar séu að setja fram sínar kröfur. Ef mætti orða það þannig - ferli sem á ensku er kallað "positioning." Á þessari stundu er engin leið að vita fyrir víst. Hvort um er að ræða raunveruleg ófrávíkjanleg skilyrði, eða afstöðu sem sett er fram í samningaskyni.
Á hinn bóginn hefur nú um hálft ár staðið yfir grundvallardeila um hið fyrirhugaða bankasamband.
Í reynd - tvær grundvallardeilur.
- Ein deila milli aðildarríkja evru og ríkja utan evru.
- Önnur deilda milli aðildarríkja evru innbyrðis.
David Cameron sem dæmi, lýsti því yfir að beiting neitunarvalds, væri möguleiki ef samkomulag er ríkisstjórn Bretlands telur ásættanlegt, næst ekki fram.
Rétt að halda til haga, að Cameron er ekki einn um hituna. Forsætisráðherrar Tékklands, Svíþjóðar, Ungverjalands og Póllands. Taka að miklu leiti undir sambærileg sjónarmið.
Síðan er það hin deilan, sem er í megindráttum Suður vs. Norður deila innan evrusvæðis. En í málum fer fjölgandi þ.s. til staðar er grundvallarágreiningur milli svokallaðs Suður hóps og Norður hóps.
Britain threatens to veto EU bank supervisor
Schäuble puts brake on bank union plan
David Cameron - "The UK supports a eurozone banking union led by the ECB. We would like it to be strong and effective but it cant be to the detriment of the single market, - With much of the EUs banking sector outside the eurozone, clearly this does raise issues of compatibility between the banking union and the single market. But we do hope that these issues can be resolved. - Nothing is agreed until everything is agreed, said the British minister"
Wolfgang Schäuble - "It would be very difficult to get an approval from German parliament if you would leave the supervision for all the German banks, - Nobody believes that any European institution would be capable of supervising 6,000 banks in Europe maybe not in this decade, to be very frank. - "He suggested that creating a sufficient firewall within the ECB to separate its banking and monetary role would require a change in EU treaties a step that could cause years of delay."
Deila ríkjanna utan við evru vs. ríkja innan evru!
Cameron orðaði þetta frekar fínt, að málið snerist um það hver stjórnaði hinum sameiginlega evrópska markaði. Það mætti ekki vera þannig, að evrusvæði væri einrátt.
Það sem þetta snýst um, er að ríkin utan evru óttast að hin 17 ríkja blokk evrusvæðis. Ákveði sín á milli hvað skal gera. Keyri máli síðan í gegn í krafti meirihlutaræðis. Eftir að embætti sameiginlegs bankaeftirlits hafi verið sett á fót.
Ríkin utan evru, vilja einhvers konar tryggingu - einhverskonar atkvæðareglu. Sem verndi þeirra hagsmuni. Þannig að reglum um bankamál og fjármálamarkaði, sé ekki algerlega umhverft þvert gegn þeirra vilja.
Ég hef sosum ekki séð skilgreiningu á þeirra kröfum sem er nákvæm.
En það eru ekki óendanlegir möguleikar sbr. "neitunarvald" en þ.e. ekki líklegt til að vera samþykkt af 17. ríkja hópnum, annar fræðilegur möguleiki væri, að ríki utan evru gætu hafnað reglu einhliða þannig að hún gilti þá ekki um þeirra stofnanir.
Sennilega væru Bretar sæmilega sáttir með lausn B.
Miðað við fyrirliggjandi tillögur, þá myndu löndin utan evru. Einungis hafa tillögurétt, rétt til að sitja fundi; en engan atkvæðarétt.
Ástand sem þau telja gersamlega óaðgengilegt.
Deila Þjóðverja og Frakka, Ítala, Spánverja o.flr.
Þjóðverjar vilja bankasamband - sem gerir sem allra, allra minnst.
Schäuble - tjáir þarna afstöðu sem áður hefur komið fram, þ.s. því er hafnað að bankasamband nái yfir alla banka innan evrusvæðis, eða jafnvel ESB.
- Þjóðverjar hafa lagt til, að cirka 20 stærstu bankarnir séu undir hatti sameiginlegrar umsjónar.
- Að auki, vilja þeir ekki stofna - - sameiginlega innistæðutryggingu.
Ef bankasamband verður eins og ríkisstjórn Þýskalands vill hafa það.
Þá verður það gersamlega gagnslaust.
- En innan fjármálakerfis Evrópu, er versti vandinn ekki hjá allra stærstu alþjóðlegu bönkunum.
- Heldur hjá minni svæðisbundnum stofnunum, sem hafa sérhæft sig í húsnæðislánum.
Versti vandinn, er einmitt í þeim málaflokki - og það eru þessar minni svæðisbundnu stofnanir, sem eru meginhættan fyrir fjármálakerfi evrusvæðis og Evrópu.
En margar þeirra hafa verið undir náinni pólit. umsjón, sbr. eins og hér hefur tíðkast, að viðhafa pólitískt skipaðar stjórnir.
Það á alls ekki við um stærri alþjóðlegu bankana.
Á spáni eru svokallaðir "Cajas" meginvandinn, og innan Þýskalands eru það svokallaðir "landesbanken."
Þ.e. svæðisbundnir bankar undir umsjón landanna.
Það hefur í fj. ríkja verið til staðar "þægindasamband" milli pólit. stéttarinnar í héröðunum, og hinna svæðisbundnu banka.
Af því leiðir, að líklega er langsamlega umfangsmesti "huldi vandinn" til staðar í þeim stofnunum, því pólitíkusar hafa beitt þrýstingi að því er virðist í fj. landa, í því skyni að fela sem mest af vandanum.
-------------------------------------
- Þjóðverjar vita að sjálfsögðu hvað þeir eru að gera?
- Að meginvandinn er hjá smærri bönkunum.
Í reynd er þetta deila um það - - hver á að borga.
Þjóðverjar vita, að ef þeir samþykkja allsherjar bankasamband - - mun það kosta þýska skattgreiðendur óskaplegar upphæðir, án nokkurs efa.
Sem er auðvitað ástæða þess - - að líklega er þetta ekki afstaða hjá þýsku stjórninni, sem til stendur að sveigja að einhverju ráði.
Merkel hefur fram að þessu, verið mjög staðföst í því - að lágmarka kostnað þýskra skattgreiðenda.
A.m.k. til skamms tíma.
Líklega hafandi í huga að, til stendur að kjósa í Þýskalandi í sept. 2013.
Þá má fastlega reikna með því, að lítið gerist í þessu bankasambandsmáli - a.m.k. fram yfir þær kosningar.
Þjóðverjar muni blokkera allt - sem kostar þýska skattgreiðendur "augljóslega."
Sem þíðir ekki endilega, að eftir kosningar breytist afstaðan mikið.
Niðurstaða
Það verður forvitnilega að fylgjast með þessu máli. En líklegast virðist að samkomulag ef af verður, verði einungis um grófar útlínur.
Fræðilega getur það gerst, að til bankasambands verði formlega stofnað, en það verði þá beinagrind án kjöts.
Þeirri útkomu verði básúnað um víðan völl, að nú hafi Evrusvæði bankasamband.
En þýska ríkisstjórnin, muni hafa vendilega gætt þess. Að hafa ekkert samþykkt, sem kosti þýska skattgreiðendur eina skitna evru.
Með öðrum orðum, það verði formlega stofnað "kannski" en muni ekki taka til starfa - - fyrr en samkomulag hafi náðst um nánari útfærslu.
Ég verð að segja að þó þingkosningarnar í Þýskalandi, geri ríkisstjórn Þýskalands, enn harðari í afstöðu sinni.
Þá er það í reynd afstaða sem ekki er ný af nálinni - sú ríkisstj. hefur verið gersamlega samkvæm sjálfri sér í því, að samþykkja ekki lausnir sem kosta þýska skattgreiðendur formúgur.
----------------------------
En vandinn er sá, að björgun evrunnar mun kosta gersamlega óhjákvæmilega.
Ef hún fellur, verður það einnig mjög dýrt.
Þjóðverjar geti því ekki sloppið við að borga hvernig sem fer.
Meginspurningin sé - hvaða form sá kostnaður tekur? Hrunkostnaður eða skuldbindingar sem þarf að axla til að halda dæminu uppi.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning