2.12.2012 | 20:34
Merkel útilokar ekki afskrift skulda Grikklands - George Osborne segist ætla skattleggja ríka!
Mér fannst þessar tvær fréttir eftirtektaverðastar í hinni tiltölulegu lágdeyðu um þessar mundir.
Merkel prepared to consider Greek losses
Osborne promises tax squeeze on the rich
Ummæli Angelu Merkel!
"If Greece one day handles its revenues again without taking on new debt, then we must take a look at the situation and assess it, - not going to happen before 2014-2015, even if Greeces adjustment programme was on track."
Þessi ummæli eru óttalegur brandari!
En af þeim mætti skilja að afskrift komi ekki til greina, ef prógrammið bersýnilega er ekki að ganga upp.
En allir vita, að þessar skuldir tapast - - ef Grikkland verður gjaldþrota.
En kannski á þetta vera "veik" tilraun, til þess að hengja upp einhvers konar "agn" fyrir framan grísk stjórnöld, að ef þau "standa sína plikt" þá geti það hugsanlega verið, að þeim verði launað.
En stjv. Þýskalands hafa hingað til virst líta málin einfaldlega þannig, að þegar mál virka ekki sem skildi þ.e. gíska hagkerfið fellur hraðar en reiknað var með - halli reynist meiri - það tekst ekki að fylgja línunni sem lögð hefur verið fram; þá sé það ekki áætluninni að kenna, heldur grískum stjv.
Það séu ávallt þeirra mistök eða skortur á dugnaði við að fylgja, sem sé vandinn.
Ákveðin tegund af "trúarbrögðum" sem útleggjast þannig, að stjv. Þýskalands virkilega halda að ef grísk stjv. skera nógu hratt niður og nægilega harkalega, þá skapist tiltrú á stöðu Grikklands á markaði, og fjárfestar snúi til baka til Grikklands; og gríska hagkerfið fari af stað á ný.
Áætlunin sé "rétt" - þannig að ef hallinn er of mikill áfram, svo skuldir halda áfram að hlaðast upp, fjárfestar halda áfram að sér höndum, peningar halda áfram að yfirgefa Grikklands; þá sé það sönnun fyrir því, að enn eina ferðina séu grísk stjv. ekki að standa sig - - ekki þess að áætlunin sé röng.
Þetta skapar þessa áhugaverða deilu - eftir því hvoru megin línunnar viðkomandi er.
- Þeir sem aðhyllast hagfræði Angelu Merkel, þeir vita alltaf hverjum það er að kenna ef dæmið gengur ekki upp; þ.e. þeim sem eiga að fylgja "planinu."
- Á sama tíma, er vaxandi hópur sem ekki aðhyllist þessa hagfræðikenndu sýn á veruleikann, sem túlkar þetta gríðarlega ólíkt - þ.e. að hagfræði módelið sjálft sé klikkað.
Það virðist engin leið að sætta þessi sjónarmið.
Því þ.s. einn sé sem sönnun þess að módelið sé að virka, sér hinn sem sönnun þess að það sé klikkað.
Þetta er eins og deila tveggja hópa um "guðfræði."
Ummæli George Osborne!
"George Osborne has promised a new tax squeeze on the rich and a further clampdown on welfare spending, ahead of next weeks Autumn Statement."
Þetta getur reyndar verið svolítið klókt.
Breska ríkisstjórnin er í mjög miklum útgjaldavanda, meiri halli en sá sem Mariano Rajoy er að glíma við á Spáni.
Það hefur einnig verið áhugaverð deila í Bretlandi, milli breskra krata - sem vilja ekki að skorið sé niður heldur að breska ríkið farið í "stimulus" þ.e. að framkvæma fyrir lánsfé, til að koma hagkerfinu af stað.
En tiltekinn hópur hagfræðinga með Krugman í fararbroddi, bendir á að aldrei hafi verið svo ódýrt fyrir breska ríkið að skulda.
Segir að niðurskurðarstefnan í Bretlandi sé að skaða hagkerfið, sé hluti beinlínis af vandanum.
En hagvöxtur sl. 2 ár hefur verið mjög lítill, breska hagkerfið eiginlega cirka í ástandi stöðnunar.
Á sama tíma, hefur hallinn á breska ríkinu haldist mikill - þrátt fyrir framkvæmdan niðurskurð.
-----------------------------
OK, ég hef stutt þann niðurskurð sem Osborne hefur framkvæmt, en halda ber til haga að sá stefnupakki sem er í gangi, er ekki alveg sá hinn sami í Bretlandi.
Og sá sem þýsk stjv. halda að ríkjunum í S-Evr., og að auki vilja fá önnur aðildarlönd evru inn á.
- Meginmunurinn er sá, að Bretland hefur enn sitt eigið breska pund.
- Sem þíðir að Bretland enn hefur eigin seðlabanka.
- Og þ.e. ástand sem bresk stjv. og "Bank of England" hafa verið að nýta.
Bank of England, hefur allt - allt aðra peningamálastefnu, en Seðlabanki Evrópu.
Og það er lykilatriði.
Bank of England, hefur verið að praktisera þ.s. ECB er bannað, þ.e. að aðstoða ríkið við fjármögnun hallarekstrar - þ.e. fjármagna ríkið.
Að auki, hefur Bank of England, stutt við hagkerfið með "peningaprentun."
Sem ECB hefur ekki verið að gera.
-----------------------------
Þ.e. eiginlega vegna þess, að "Bank of England" styður við hagkerfið, meðan breska ríkisstjórnin sker niður.
Sem niðurskurðarmódelið breska er að ganga upp.
Meðan, að niðurskurðarmódelið í Evrópu er ekki að því, vegna þess að ECB er ekki að ástunda prentun, til að auka peningamagn í umferð til að vega upp á móti samdráttartilhneygingum sérstaklega í S-Evr.
- Punkturinn sem verður að muna, er að þegar ríkið sker niður.
- Þá minnkar það þarmeð heildarumfang hagkerfisins.
- Nema e-h annar þáttur komi inn á móti.
- Þetta hefur "Bank of England" gert með peningaprentun. Viðhaldið peningamagni meðan ríkið dregur sig til baka.
- En meðan að í S-Evr. vegna þess að ECB fylgir þýska módelinu, sem bannar það að stjv. séu aðstoðuð við fjármögnun eigin skulda, og að auki bannar prentun til að vega gegn hjöðnunartilhneygingum; þá er ekkert sem mildar samdráttinn - en einkahagkerfi meðan það sjálft er enn í samdrætti getur ekki komið til skjalanna.
Það sem þetta þíðir, er að "Bank of England" hefur viðhaldið innan Bretlands mjög lágu vaxtaumhverfi, ekki bara tryggt stjv. mjög hagstæð lánskjör, heldur tryggir "Banks of England" að vextir eru að auki mjög - mjög lágir, um þessar mundir innan hagkerfisins.
Á Bretlandseyjum.
Og það einmitt er algerlega krítískt atriði, í skuldakreppu.
En augljóst ætti öllum, að í ástandi þ.s. skuldaerfiðleikar eru útbreitt vandamál, þá mildar það mjög kreppuna - - ef seðlabankinn sem starfar innan þess peningakerfis, heldur vöxtum og vaxtaumhverfi útlralágu.
- Til sbr. er það ekki síst sú staðreynd, að vextir og markaðsvextir hafa hækkað mjög - mjög mikið í S-Evr.
- Sem er að magna upp kreppuna þar þ.e. halla ríkissjóðanna, sem kallar á meiri niðurskurð því enn frekari niðursveiflu og flr. töpuð störf, ásamt því að neytendur draga enn frekar úr neyslu því þeirra eigin skuldabyrði hefur einnig aukist m.a. v. hærra vaxtaumhverfis sem einnig er sjálfstætt samdráttaraukandi og er viðbótar ástæða þess að störf tapast, fyrirtæki glíma einnig v. sambærilegan vanda þ.e. dýrari lán á sama tíma og tekjur þeirra eru í minnkun.
Seðlabanki Evrópu hefur ekki gert neitt sambærilegt við aðgerðir "Bank of England" eða "Federal Reserve" sem hafa báðir viðhaldið últra lágum vöxtum innan eigin hagkerfa.
Sem hefur bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi, minnkað þann samdrátt sem annars hefði átt sér stað.
Og að auki, flýtir fyrir viðsnúningi.
Eða, að viðsnúningur verður - eftir minni samdrátt.
- Ekkí síst v. þess, að lágu vextirnir tryggja - - allt aðra skuldaþróun en á sér stað í S-Evr.
- Þ.e. skuldirnar hækka a.m.k. minna hratt eða jafnvel ekki, í umhverfi últra lágra vaxta, þó hagkerfið sé statt í mjög litlum hagvexti eða nær engum.
-----------------------------
Það þarf ekki um að efast, að ef Bretlandeyjar hefðu fylgt peningastefnu evrusvæðis, þá væri Bretland í ef e-h er, verri vanda en Spánn.
En þá hefði samdráttur orðið mun meiri, sem þíðir að skuldir væru í dag hærri miðað við þjóðarframleiðslu, v. þess hagkerfið væri þá minna.
Sem þíddi að greiðslubyrði væri meiri bæði v. þess að tekjur ríkisins væru minni sem og að vextir væru líklega miklu mun hærri bæði til almennings og ríkisins.
- Það er ástunduð ákveðin "hreintrú" innan Seðlabanka Evrópu, sem upprunnin er frá Þýskalandi.
- En þ.e. merkileg, að Bretland og Bandaríkin sem eiga skv. ímyndinni vera hin hreinræktuðu lönd hins harða kapítalisma, þar hafa seðlabankarnir ástundað inngrip til þess að stuðla að miklu mun lægri vöxtum - en markaðurinn hefði ákveðið við sambærileg skilyrði.
- Meðan að ECB hefur þá almennu stefnu, að grípa ekki inn í ákvarðanir markaðarins um vexti.
- Af því leiðir það ástand - - að vextir hafa hækkað mjög mikið í S-Evr., þ.e. orðinn er nú til umtalsverður munur á vaxtaumhverfi milli S-Evr. og N-Evr.
- Sem magnar kreppuna í S-Evr.
- Meðan að lágvaxtaumhverfið, sem markaðurinn hefur tekið ákvörðun um að viðhafa í N-Evr, hvetur til peningaflótta.
- Þó það virðist öfugsnúið - því skv. markaðsfræðum, ættu peningar að sækja í hærri vexti.
- En þarna virðist ráða meir um ákvörðun þeirra sem eiga peninga, óttinn - hinn vaxandi ótti, að S-Evr. sé ekki lengur öruggt svæði til að varðveita peninga.
Áhugavert að frjálshyggjulöndin eru sennilega þau sem stödd eru á evrusvæði.
En þ.e. einmitt kenning frjálshyggju, að markaðurinn hafi rétt fyrir sér.
Og að auki, frjálshyggjuhagfræðingar eru almennt á móti afskiptum ríkis eða stofnana í eigu þess af ákvörðunum sem teknar eru á markaði.
ECB virðist alveg fylgja frjálshyggjumódelinu - skv. því.
Niðurstaða
Ég er 100% viss að hin nýja áætlun um Grikkland mun ekki ganga eftir. En einnig 100% viss, að þegar það gerist. Þá munu "hreintrúarliðarnir" sem syngja í kringum Angelu Merkel í kór, básúna það eina ferðina enn. Að sú útkoma sé grískum stjv. sjálfum að kenna.
Meðan að við hér á Íslandi getum einungis horft á aðfarirnar með skelfingu. Fegin að við sjálf ösnuðumst ekki inn í evruna á sínum tíma.
En þá er algerlega öruggt tel ég, að Ísland væri statt í alveg sambærilegum vanda og Grikkland, og héðan væri líklega enn verri fólksflótti en hefur átt sér stað sl. 4 ár.
---------------------------
George Osborne segist ætla að skattleggja ríka og samtímis skera meir niður.
Það sennilega er pólitískt klókt, því þá í öðru fallinu framkvæmir hann það sem gagnrýnendur hans á vinstri væng vilja gera.
Og samtímis sker meir niður, sem þeir sömu gagnrýnendur eru andvígir.
Það getur þítt að málið í heild renni auðveldar í gegn.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.12.2012 kl. 11:19 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
Nýjustu athugasemdir
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Þó ég muni ekki fyrir hvað Obama fékk friðarverðlaun Nóbels Þá ... 18.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Huh? Nei, flóttamannastraumurinn er hluti af Cloward-Piven plan... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Grímur Kjartansson , - það hefur verið sannað að HAMAS hirti dr... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: USAID gat á engan hátt gert grein fyrir hvert allir þessir fjár... 17.2.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.2.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 517
- Frá upphafi: 860912
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 465
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar Björn og takk fyrir góðar greinar, þá er störukeppninni um spán lokið.
http://www.mbl.is/frettir/erlent/2012/12/03/spann_oskar_eftir_adstod_fra_esb/
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 3.12.2012 kl. 18:34
Nei. Þetta er annað mál. Á sl. ári var Spáni boðið allt að 100ma.€. til að endurfjármagna banka. Skilyrðin um það lán lágu fyrir og voru þegar umsamin.
En hvaða upphæð væri tekin, kemur þá fyrst í ljós nú. Eftir að spænsk stjv. eru búin að skoða málið vendilega - sem dæmi voru tvö óháð matsfyrirtæki látin gera hvort sitt matið á endurfjármögnunarþörfinni.
Síðan þau fyrirtæki skiluðu af sér sl. sumar, er spænska ríkið greinilega búið að taka sér dálaglegan tíma, til að íhuga fjármögnunarþörfina.
-------------------
Þetta er sem sagt, ekki já við tilboði Mario Draghi.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 3.12.2012 kl. 20:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning