1.12.2012 | 16:37
Lánshæfi björgunarsjóðs evrusvæðis lækkað!
Rakst á þessa frétt, sem virðist ekki hafa vakið mjög mikla athygli þegar ég var við minn daglega lestur erlendra frétta. En skv. henni hefur eitt þriggja stóru alþjóðlegu lánshæfis-matsfyrirtækjanna, lækkað lánshæfi "ESM" þ.e. hins nýja björgunarsjóðs evrusvæðis.
Skv. Moody's tengist ákvörðunin nýlegri lækkun lánshæfis Frakklands, ásamt því að tekið er tillit til neikvæðra horfa lánshæfismats Þýskalands og Hollands.
Að sögn Moody's sé lánshæfi sjóðsins háð lánshæfi sterkustu ríkjanna sem standa að baki sjóðnum.
Telegraph - Moody's downgrades rescue funds
Bloomberg - EFSF, European Stability Mechanism Ratings Cut to Aa1 by Moodys
BBC - Moody's cuts AAA rating of ESM rescue fund
Forbes - Moody's Axes EFSF And ESM, Blames France
Moody's - Moody's downgrades ESM to Aa1 from Aaa and EFSF to (P)Aa1 from (P)Aaa, maintains negative outlook on ratings
Engin risafelling um eitt þrep!
En það þíðir samt að björgunarsjóðurinn sem er á sameiginlegri ábyrgð aðildarríkja evrusvæðis, telst ekki lengur skv. Moody's standast kröfur sem gerðar eru um fulla einkunn, þ.e. AAA.
Það áhugaverða við þetta - er að skv. þessu má líklega sjá út sennilegt sameiginlegt lánshæfi evrusvæðis.
Þ.e. ekki alveg 3A heldur 2A plús.
Ef við skoðum "Statistical Data Warehouse" Seðlabanka Evrópu, þá standa sameiginlegar skuldir aðildarríkja evru í 91,6%.
Eins og sjá má af myndinni sem ég tók af þeirri síðu. Þá hafa sameiginlegar skuldir hækkað mjög hratt síðustu misserin.
Áhugavert að í sbr. skuldar ísl. ríkið rétt innan við 100%.
Við erum þó að kikna undan því, en þ.s. ekki sést á slíkum yfirlitum - eru ábyrgðir sem ríkin hafa veitt t.d. til "ESM." Sem ekki hafa enn, formlegar orðið að skuldum viðkomandi ríkis. En geta umbreyst þannig.
- En aftur á móti taka lánshæfis-matsfyrirtækin tillit til slíkra ábyrgða.
- Og það gerir markaðurinn einnig að líkindum.
- Að auki eru verulegar ábyrgðir, í tengslum við Seðlabanka Evrópu sjálfan.
- Sem ef falla á ríkin, mun einnig um muna.
Hin formlega skuldastaða ofangreind segir því ekki nándar nærri alla söguna.
- Ef evrusvæði hangir saman!
- Ef aðildarlönd í vanda, komast hjá greiðsluþroti - tekst að greiða sitt upp.
- Þá skipta þessar ábyrgðir ekki miklu máli.
En líkurnar á slæmri útkomu af öðru hvoru tagi, eru "non trivial" þ.e. markaðurinn hlýtur að taka tillit til þeirra, og það komast lánshæfis-matsfyrirtækin ekki heldur hjá að gera.
--------------------------------------
Þetta þíðir að sú aðferð sem hefur verið viðhöfð af aðildarríkjum evrusvæðis:
- Að gefa út sameiginlegar ábyrgðir.
- Gefa lánssjóði heimild að lána út á þær.
Er sjálfstæð ógnun við lánshæfi sem og greiðslugetu þeirra landa sem standa að baki því neyðarlánakerfi.
Þannig, að matsfyrirtækin þurfa að rýna mjög rækilega í stöðu þeirra landa, er standa að baki neyðarlánssjóðnum.
Það sama á við um þá upphleðslu skuldbindinga sem hefur stöðugt átt sér stað innan Seðlabankakerfis Evrusvæðis í gegnum svokallað "Target 2" kerfi, þ.s. lönd í lausafjárvandræðum geta slegið lán innan kerfisins - -> Sem smám saman hefur verið að þróast í að vera leið til að gera að einhverju leiti skuldir landa í vanda, sameiginlegar.
Mig grunar, að það sé mikið til ástæða þess að verið sé að íta löndum í vanda inn í svokölluð "neyðarlán" svo þau dragi sér ekki í eins miklum mæli fé í gegnum Seðlabankakerfið.
Ef það gerist að land verður gjaldþrota innan kerfisins og hættir að greiða eða standa undir sínum skuldbindingum, þá falla þær sem sagt á hin aðildarlöndin skv. hlutfalli eignar innan kerfisins.
- Þ.e. kannski ákveðin kaldhæðni í því, að þrátt fyrir andstöðu betur settu landanna, er hægt og rólega að eiga sér stað, uppsöfnun skulda á sameiginlega ábyrgð af hálfu landanna í vanda.
- Þeir sem segja ekkert að óttast, halda því þá fram - - að löndin í vanda muni borga sínar skuldir.
- En markaðurinn og matsfyrirtækin, taka sitt sjálfstæða mat.
Niðurstaða
Margir hagfræðingar hafa bent á veikleika þess fyrirkomulags að lána ríkjum í vanda út á ábyrgðir veittar til sameiginlegs sjóðs, að fyrirkomulagið sjálft geti ógnað stöðu þeirra landa sem veita ábyrgðirnar. Skapað "eitrunaráhrif" svokölluð.
Ég hef stundum velt því fyrir mér, af hverju ríkin veittu þá einfaldlega ekki ábyrgðirnar beint til landa í vanda, í stað þess að hafa sjóð sem millilið?
En ábyrgðir má allt eins veita í stað lána, þá sjái löndin í vanda sjálf um að sækja sér lánsfé út á þær veittu ábyrgðir, í stað þess að stofnunin þurfi sem milliliður að standa í slíku - - sem bætir við kostnaði þess milliliðar ofan á lántökukostnað landanna í vanda er fá þessi neyðarlán.
Þá hefði fyrirkomulagið verið "veiting neyðarábyrgða" í stað "neyðarlána."
Þá er allt og sumt sem þarf, að hafa sérfræðinganefnd. Sem fylgist með ríkjunum í vanda, og metur hvenær þau standa undir væntingum þannig að rétt sé að veita frekari ábyrgðir.
Lönd sem taka þátt í fyrirkomulaginu, hafi fyrirfram gert ráð fyrir fyrirframáætluðum ábyrgðum, þannig að ákvarðanataka sé ekki tafsamari en nú er.
Kosturinn, að auki sé sá að einungis séu veittar ábyrgðir eftir þörfum. Fyrirkomulagið hefði þá verið minna íþyngjandi fyrir lánshæfi þátttöku landanna.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað ætli það taki mörg ár fyrir Evrópska að átta sig á því að skuldakreppur leysast ekki með því einu að búa til enn meiri skuldir?
Þar til það gerist er staðan jafn spennandi og að horfa á málningu þorna.
Ólafur Eiríksson, 1.12.2012 kl. 17:13
Ekki slæm samlíking.
Sjáðu einnig hagsspána sem ég byrti hér: Dökk hagsspá prófessor Willem Buiter, hjá City Bank!
Skv. því eru ekki góðar horfur á því að Evr. vaxi upp úr feninu. Afskriftir verði að fara fram.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 1.12.2012 kl. 17:27
Afskriftaleiðin virðist vera ófær, annað hvort pólitísk, eða það sem mér þykir líklegra; að hún muni hrinda af stað keðjuverkun sem leggur bankakerfi álfunnar á hliðina. Og þá ýmislegt fleira í leiðinni.
Þegar AGS stakk upp á afskriftaleið fyrir Írland blokkeruðu Bandaríkin málið algjörlega. Evrópumenn eru ekki einir í ráðum, og ekki einir í kreppu. Þeim fjölgar stöðugt sem ekki trúa hagtölum frá BNA lengur. Þar er í raun áralangt samdráttarskeið í gangi.
Ólafur Eiríksson, 1.12.2012 kl. 18:17
Þið eruð nú meiri snillingarnir, þið talið (skrifið) alltaf eins og það séu vanvitar sem ráði ríkjum í Evrópu, skil ekkert í að þeir séu ekki löngu búnir að hafa samband við okkur Íslendinga þar sem við erum jú heimsfrægir fyrir gríðarlegt vit á stjórnun efnahagsmála.
Þorsteinn V Sigurðsson, 1.12.2012 kl. 18:40
Átta mig ekki á því af hverju Evrópskir ráðamenn ættu að vilja hafa samband við "okkur íslendinga" þó svo að við Einar séum að skrafa um ástandið þar. Hvert er samhengið?
Ég held að ráðamenn Evrópu séu all skarpir og blandi ekki saman skoðunum einstaklinga og heilla þjóða í einn graut.
Ólafur Eiríksson, 1.12.2012 kl. 19:21
Ólafur, ef e-h er að marka þá uppbyggingu sem er að eiga sér stað tengda olíu- og gasiðnaðinum í USA, en orkuverð virðist hafa lækkað sérstaklega frá orkuverum sem framleiða rafmagn með því að brenna gas.
Þá getur verið viðsnúningur kannski ekki á þessu ári kannski ekki næsta, en innan kjörtímabils núverandi hjá Obama.
En þessi uppbygging þarf að ná einhverjum lágmarks krítískum massa, svo hún geti farið að lyfta upp heildarhagkerfinu, þrátt fyrir það sem hvílir á því.
Þannig, að verið geti a.m.k. að með hjálp ódýrrar orku vs. hagstæðari fólksfj. þróun, eigi USA töluvert betri möguleika til þess að vaxa upp úr feninu.
En þ.e. mjög takmörkuð innri hagvaxtargeta Evr. sem setur beig að mér, varðandi núverandi skuldastöðu.
Eins og Willem Buiter bendir á, þá á áratugnum frá 1992-2002 varð þrátt fyrir allt, 5% hækkun nettó í Japan á lífskjörum.
Það verði þá útkoman, ef eins og þú segir, afskriftaleið er ófær.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 1.12.2012 kl. 20:19
Þorsteinn v. - vinsamlegast komdu með ábendingu um það hvað akkúrat af því sem við Ólafur vorum að ræða var rangt.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 1.12.2012 kl. 21:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning