30.11.2012 | 23:09
26% atvinnuleysi á Spáni en 11,7% á evrusvæði
Það hefur nú búið að standast í meira en heilt ár, að í hvert sinn sem EUROSTAT kemur með nýjar atvinnuleysistölur, þá hafa þær hækkað frá síðasta mánuði um 0,1%. Nú eina ferðina enn stendur atvinnuleysi í hærri tölu en mánuðinn á undan, þ.e. 11,7% í stað 11,6% mánuðinn áður.
EUROSTAT bendir sjálft á, að fyrir akkúrat ári var atvinnuleysi 10,4% á evrusvæði.
Ekkert bendir til þess, að þessi stöðuga aukning sé við það að nema staðar.
Sjá: Euro area unemployment rate at 11.7%
Takið eftir stöðu verstu landanna:
- Spánn 26,2% sbr. f. ári síðan 22,7%.
- Grikkland 25,4% sbr. f. ári síðan 18,4%.
- Portúgal 16,3% sbr. f. ári síðan 13,7%.
Þetta er ótrúleg aukning á einu ári í Grikklandi, um 7%.
Meðan, að atvinnuleysi á Spáni hefur aukist um 3,5%.
Sem segir áhugaverðan hlut, nefnilega það að atvinnulausir á Spáni geta orðið 30% á nk. ári.
Sennilega einnig í Grikklandi.
Atvinnuleysi ungra er nú:
- Spánn 55,9%.
- Grikklandi 57%.
Svakalegar tölur, þegar það nálgast að 60% ungra séu án vinnu.
Líkur á að útvega sér atvinnu, þegar þær eru þetta litlar. Hljóta að vera mjög hvetjandi fyrir "flótta úr landi."
Þessi lönd hljóta að leka ungu fólki í leit að atvinnu í stríðum straumum.
Spurning hvort að það fari að byggjast upp, hreysahverfi í kringum Þýskar og Austurríska borgir?
En í Bandar. á 4. áratugnum, þá voru hreysahverfi í jaðri stórborga, þegar atvinnuástandið var hvað verst.
Til samanburðar í bestu löndum:
- Austurríki 4,3%.
- Þýskaland 5,4%.
- Holland 5,5%.
Atvinnuleysi ungra:
- Þýskaland 8,3%.
- Austurríki 8,5%.
- Holland 9,8%.
Þessi 3 lönd virðast í nokkrum sérflokki innan evrusvæðis. Með áberandi minnst atvinnuleysi.
Meðan, að Grikkland og Spánn. Þau hafa áberandi mest.
Eins og sjá má, er 3. mesta atvinnuleysið í Portúgal um 9% minna en í Grikklandi.
Það er samt helmingur landanna með atvinnuleysi í 10% og þar yfir, sem verður að teljast mikið.
Niðurstaða
Grikkland og Spánn, hljóta að vera að nálgast ástand félagslegs óstöðugleika. En sagan sýnir að þegar atvinnuleysi nær 30% þá fer örbyrgð að vera mjög áberandi í samfélögunum. En þ.e. mjög erfitt að halda uppi svo miklum fjölda manna án atvinnu. Sem þíðir, að bætur eru skornar niður. Sem leiðir til örbyrgðar ástandsins.
Þ.e. það ástand. Sem getur valdið þeirri hættu sem sást stat í Weimar lýðveldinu. Að samfélagslegar öfgar, nái í vaxandi mæli fótfestu. Þá meðal þess fjölda, sem sé enga von um betra líf.
Og leiðist til að hlusta á boðskap reiðinnar, þeirra sem hvetja til ofbeldis og fantaskapar.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning