Norður/suður klofningur veldur hruni viðræðna um fjárlög ESB

Það er íjað að því í umræðu hérlendis, að hrun viðræðna aðildarríkja ESB um fjárlög sambandsins, sé fyrst og fremst Bretum að kenna. En réttar virðist að um Norður vs. Suður klofning sé að ræða. Það er, löndin sem halda uppi sjóðum sambandsins - "nettó greiðendurnir" - þau vilja spara útgjöld til Framkvæmdastjórnarinnar. Vandinn er þá sá, að megnið af þeim útgjöldum fer til örfárra málaflokka þ.e. landbúnaðar og styrki til byggðaverkefna.

Löndin sem njóta þeirra styrkja einna helst, þau á móti krefjast þess að minna sé til ekki neitt skorið af því kerfi.

EU budget talks collapse over €30bn gap

Skv. tillögu Herman Van Rompuy var gert ráð fyrir fjárlögum að heild upp á rétt innan við 1.000ma.€.

Það sem munar á milli aðila virðist í því samhengi ekki svo ógnar stórt.

30 er eftir allt saman einungis 3% af 1000.

Forseti Litháen - kom með gráglettið svar :

"Dalia Grybauskaite - “The atmosphere was surprisingly good because the divergence in opinions was so large there was nothing to argue about.”"

Financial Times vill meina að megin hindrun samkomulags, hafi verið stirðleikinn milli Angelu Merkel og François Hollande.

Sem passar ekki við fullyrðingar þeirra sem segja, David Cameron það vera að kenna. Að viðræðurnar fóru út um þúfur.

Skv. frásögn Financial Times, þá var samhljómur að megni til milli afstöðu leiðtoga Þýskalands, Svíþjóðar og Bretlands.

Meðan að forseti Frakklands hafi farið fyrir hinum hópnum, ásamt leiðtogum Ítalíu og Spánar.

  • Spurning hvort þ.e. að þróast Norður vs. Suður brotalína innan ESB? 
  • Sem sambandið hugsanlega brotnar um, síðar.

 

Niðurstaða

Það verður forvitnilegt að sjá, hvernig það kemur út fyrir sambandið að hafa engin samþykkt fjárlög. Þegar næsta ár gengur í garð. En viðræðum var slegið á frest fram yfir nýárið.

Ég held að þetta sé alveg nýtt, að sambandið hafi engin gild fjárlög við upphaf árs.

Það hugsanlega getur sett sjóðakerfið tímabundið í frost. Sem þá væntanlega skapar þrýsting á S-Evr. ríkin, að falla frá andstöðu sinni við niðurskurð útgjalda.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

http://www.mbl.is/frettir/erlent/2012/11/23/leidtogar_esb_nadu_ekki_saman/

Samkvæmt þessari frétt þá eru þetta fjárlögin 2014 - 2020 sem um er rætt.

Sigríður Jósefsdóttir, 24.11.2012 kl. 00:11

2 Smámynd: Ómar Gíslason

esb er furulegt batterí önnur höndin vil fá meiri greiðslur frá aðildarríkjum en hin höndin krefst þess að ríkinn skeri niður aukakostnað. Svona hugsun gengur ekki upp, enda er esb úr öllum takti við raunveruleikan.

Besti niðurskurður aðildarríkja esb er að segja sig úr þeim og nota það fjármagn heima fyrir en ekki einhverja spillta pólitíkusa í Brussel.

Hér kemur góð ræða frá Nigel Farage frá því 21. nóv 2012 http://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=ZLHumBqtfb8

Ómar Gíslason, 24.11.2012 kl. 12:06

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sigríður - eiginlega bæði. Fjárheimildir nk. árs eru enn óafgreiddar einnig. Sjálfsagt verður umræða um þann hluta tekinn aftur upp á næsunni. En þ.e. ekki unnt að útiloka, að því verði einnig frestað til janúar. En um þær stóð mjög svipuð deila um sparnað vs. andstaða v. sparnað.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 24.11.2012 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband