Er Hamas hreyfingin sigurvegari í hinu stutta stríði á Gaza?

Þetta virðast margir Ísraelskir fjölmiðlar meina sbr. grein Der Spiegel: Israeli Press Declares Victory for Hamas. Því er sem sagt haldið fram, að útkoman styrki Hamas.

  • Hamas sé enn við völd á Gaza.
  • Ísrael lét vera að gera innrás á svæðið með landher.
  • Hamas tókst að viðhalda skothríð eldflauga á móti loftárásum Ísraela allan tímann.
  • Ísrael hafi síðan ríkisstjórn Baraks og Netanyahu komst til valda, gersamlega hundsað "heimastjórn" Palestínu undir meirihluta PLO hreyfingarinnar.
  • En með því að hefja skothríð eldflauga yfir á ísraelskt landsvæði, nokkrum vikum áður en ríkisstjórn Ísraels hóf síðustu hrinu árása. Hafi Hamas í reynd tekist að skapa sér stöðu formlegs samningsaðila gagnvart Ísrael. Staða sem áður einungis PLO hafði náð fram.
  • Að auki, kveður friðarsamningurinn á um samþykki Ísraels fyrir því, að hefja viðræður um opnun a.m.k. að hluta landamæra Gaza við Egyptaland. Þó það hljómi ekki sem skuldbindandi ákvæði.

Sjá einnig:

Gaza and Israel begin to resume normal life after truce

Morsi praised for role in Gaza crisis

Gaza ceasefire continues to hold

Gaza declares 'victory' as ceasefire holds, but the most evident triumph is one of survival

Benjamin Netanyahu forced to defend Gaza ceasefire

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/gaza_celebrations.jpg

Eins og sést á myndinni, hélt stjórn Hamas á Gaza þegar "sigurhátíð," þ.s. hreyfingin virðist hafa sannfært a.m.k. góðan hluta íbúa um það að útkoman sé sigur Hamas.

Sem sennilega þíðir, að fylgi við Hamas styrkist a.m.k. um hríð. En hve mikil hreyfing verði í þá átt, getur farið að miklu leiti eftir því. Hver útkoma formlegra friðarsamninga verður.

En Ísraelar samþykktu að ræða opnun landamæra að hluta milli Egyptalands og Gaza. Ljóst er að forseti Egyptalands - sem er mjög vinsamlegur Hamas hreyfingunni, frekar en PLO. Mun þrýsta á að Ísraelar raunverulega, samþykki fyrir sitt leiti "takmarkaða" opnun landamæra við Egyptaland.

Auðvitað, getur Muhamed Morsi, einhliða tekið slíka ákvörðun. Sem má vera að verði hótun sem höfð verði í bakgrunni viðræðna.

Útkoman virðist styrkja Morsi, sem hefur fengið mikið lof fyrir árangur sem sáttasemjari frá forseta Bandaríkjanna og utanríkisráðherra, sem og ríkisstjórnum fjölda ríkja er láta sig Miðausturlönd varða.

  • Í reynd getur það verið sérstaklega vatn á myllu Hamas, hve augljóst það er, að Morsi hefur verið að styrkja sig í sessi.
  • Sem meðlimur "Bræðralags Múslima" sem Hamas tengist einnig, þá er til staðar "hugmyndafræðilegur" skyldleiki að því er virðist, milli hinna nýju valdhafa Egyptalands, og Hamas.
  • Að hafa svo öflugan vin rétt handan landamæranna, getur ekki annað en styrkt Hamas, og það verulega.

Það getur meira að segja verið rétt, að í kringum þessa atburðarás, þá verði Hamas hugsanlega í kjölfarið, öflugasta hreyfing Palestínumanna.

En með augljósum "óformlegum" stuðningi ríkisstj. Morsi við Hamas, þá getur skapast þvílík undiralda að baki Hamas, að fylgi þeirra hreyfingar eflist ekki einungis á Gaza, heldur innan yfirráðasvæðis PLO.

Áhugavert er í því samhengi, hve miklum völdum Morsi er að sanka að sér!

Egypt's President Mursi assumes sweeping powers

Egypt's Morsi grants himself far-reaching powers

  1. "Egypt's president on Thursday issued constitutional amendments that placed him above judicial oversight..."
  2. "Mohammed Morsi also decreed immunity for the Islamist-dominated panel drafting a new constitution from any possible court decisions to dissolve it..."
  3. "Morsi not only holds executive power, he also has legislative authority after a previous court ruling just before he took office on June 30 dissolved the powerful lower house of parliament, which was led by the Brotherhood."
  • ""Morsi today usurped all state powers & appointed himself Egypt's new pharaoh," pro-reform leader Mohamed ElBaradei wrote on his Twitter account. "A major blow to the revolution that could have dire consequences.""

Hann getur sett hvaða lög sem hann vill, hvenær sem hann vill.

Hann getur látið skrifa þá stjórnarskrá sem hans fylgismönnum hentar.

Hann og hans stjórnarathafnir, þar með lagasetningar, eru nú í algeru skjóli frá dómsvaldinu.

  • Öll tékk á völd forsetans og fyglismanna, virðast hafa verið afnumin.
  • Einungis herinn virðist nægilega sterkur til að tékka þau völd, að einhverju marki.

 Og þessi ríkisstjórn sem nú hefur nær alræðisvald í Egyptalandi, er vinsamleg Hamas.

Það verður áhugavert að fylgjast með því, hvernig samningarnir milli ríkisstjórnar Ísraels, Hamas og Egyptalands lyktar.

En hafandi í huga hve vinsamleg stjórn Egyptalands virðist nú Hamashreyfingunni, þá verður sennilega að líta svo á - að ríkisstjórn Ísraels sé í reynd að semja samtímis við þá ríkisstjórn ásamt Hamas.

Egyptaland sé orðinn hinn eiginlegi bakhjarl Hamas. Sem er algerlega ný þróun.

Með þeim öfluga stuðningi, séu góðar líkur á mjög miklum meðbyr með Hamashreyfingunni.

Hver veit, kannski að Vesturbakkinn verði á endanum Hamas svæði, og svæðin sameinist undir Hamas, í hin hófsamari PLO hreyfing smám saman hverfi út úr myndinni.

--------------------------------

Það er sérdeilis áhugavert, að vestræn ríki létu lofinu rigna yfir ríkisstjórn Egyptalands, á sama tíma og þeim er fullljóst, að Egyptaland er á hraðri þróun yfir í að vera "íslamista-ríki."

Samtímis að þeim var ljóst, að Morsi var við það að taka sér nær alræðisvald.

  • Kannski að þetta sýni í reynd, hnignun áhrifa vesturlanda hvað varðar áhrif þeirra á rás atburða.
 

Niðurstaða

Mér sýnist merkilegir hlutir vera að gerast í Miðausturlöndum. Með þróun Egyptalands yfir í að vera "íslamistaríki" þó merki séu uppi þess efnis, að ekki standi til að fylgja fordæmi Írans og taka upp klerkaveldi. Heldur, verði líklega flokkur íslamista þ.e. Bræðralags múslima, ríkjandi stjórnmálaafl í Egyptalandi. Flest bendi til að ný stjórnarskrá verði með sterkum "íslamista" undirtón. 

Egyptaland undir stjórn Bræðralagsins, ætli sér þá að fylgja fordæmi Tyrklands, og íslamista flokks þess lands. Í því að stefna að efnahagslegri uppbyggingu.

Sú þróun að íslamistar, þó það séu frekar hófsamar slíkar hreyfingar, verði ráðandi í tveim stærstu múslímaríkjunum í kring. Hlýtur að hafa áhrif á kringumstæður þær sem Ísrael þrífst í.

Greinilega stendur þeim til hjarta, að efla Hamas hreyfinguna, sem tengist Bræðralaginu hugmyndafræðilegum böndum.

Það virðast góðar líkur á því, að Ísrael neyðist til að gefa eftir "opnun landamæra" gagnvart Gaza svæðinu Egyptalandsmegin.

  • Niðurstaðan virðist sýna - - veikari stöðu Ísraels en áður.

Og það getur verið góðar fréttir - - þeim sem langar að sjá, endanlegan frið saminn milli Ísraels og hreyfinga Palestínumanna. 

En það getur verið, að augljós vinátta ríkisstjórnar Egyptalands og Hamas, ásamt líklega tiltölulega hagstæðum friði, leiði í kjölfarið til vaxandi undiröldu að baki Hamas hreyfingunni meðal Palestínumanna á svæðum Palestínumanna.

Hún gæti því orðið ráðandi afl meðal Palestínumanna - á næstu árum.

Þannig að íslamistar verði ráðandi afl meðal palestínumanna.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 846656

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband