Þetta kemur fram í áhugaverðri fréttaskýringu Financial Times, en afstaða samningamanna Þýskalands á þeim fundi sem lauk á miðvikudag án árangurs, virðist að eftirfarandi aðgerðir séu "ólöglegar": að lækka vexti á lán Grikklands þegar veitt að því marki sem var lagt til fyrir fundinn, að skera af höfuðstól lána Grikklands og að "gróða" Seðlabanka Evrópu af skuldabréfum Grikklands sé skilað.
Þeir virðast einungis til í að ræða að lána Grikklandi 10ma. til þess að gríska ríkið kaupi aftur eigin ríkisbréf á markaði.
En skuldabréf Grikklands ganga kaupum og sölum á markaði á háum afföllum - - en vandinn við þetta er sá, að þau bréf munu óhjákvæmilega hækka nokkuð í verði ef væntingar um aukna eftirspurn eftir þeim eru skapaðar á markaðinum, auk þess að í dag er nú stærri hluti skulda Grikklands í eigu opinberra aðila.
Í reynd sýnist mér, að ríkisstjórn Þýskalands sé með öllu að hafna því, að nokkur hinn minnsti kostnaður falli á opinbera aðila þ.e. aðildarríkin og Seðlabanka Evrópu. En neitun um að kostnaður falli á "ECB" kemur til að í reynd er stór hluti þeirra bréfa í eigu "Bundesbank" sem starfar sem eining innan "ECB." Svo sá kostnaður í reynd "lendir" að umtalsverðum hluta á þýskum skattgreiðendum.
Það verður mjög fróðlegt að sjá, hvernig í ósökupunum það stendur til á næsta fundi á nk. þriðjudag, að pússla saman "3. Björgun Grikklands" þannig að hún gangi upp?
German doubts force EU rethink on Greece
- "The main stumbling block was Berlins refusal to back illegal cuts to the interest rates on bilateral loans to Greece or return the profits from the European Central Banks purchases of Greek bonds, said people involved in the talks."
- "Berlins demand that any new measures must not represent a fiscal transfer to Greece which the German government sees as illegal means that the degree of support given will vary country by country."
- "But during the meeting Mr Schäuble made clear those rates would amount to an illegal fiscal transfer because the rates were below the borrowing costs of the Germanys KfW development bank, which issued the loans.
- According to one person familiar with the proceedings, Mr Schäuble also said that, because the Bundesbank retained half the profits from its Greek debt holdings, it would be impossible for Germany to pass on all the upside to Greece."
Þeir virðast hafa tekið þá "stórmerkilegu afstöðu" að ekki sé "löglegt" að gefa eftir raunvirði skulda Grikklands í opinberri eigu.
Þá skipti einu, hvort sú lækkun raunvirðis sé framkv. með því að lengja bilið á milli greiðsludaga án þess að bætt sé við þær upphæðir sem greitt er, eða ef vextir eru lækkaðir nægilega til að dæmið gangi upp, eða ef þ.e. formlega skorið af höfuðstól lánann.
- Ég get ekki séð að "endurkaupa" prógramm, sé líklegt að skila nokkrum umtalsverðum árangri í því að lækka skuldabyrði Grikklands.
En þ.e. þegar búið að skera svo mikið af virði lána í eigu einkaaðila, og vel yfir helmingur skulda Grikklands er í eigu opinberra aðila nú, og eins og ég sagði, að "endurkaupa prógramm" myndi að sjálfsögðu hafa áhrif á virði bréfanna á markaði og draga úr því sem "fræðilega" er unnt að ná fram með slíku prógrammi.
Eins og einn kallaði það, "sýndarmennska" og ég er sammála því.
AGS hlýtur fljótlega að draga sig til baka!
En AGS hefur verið að heimta að skorið sé af skuldum Grikklands eða raunvirði þeirra lækkað með öðrum hætti. En að sögn AGS, verði AGS ekki mögulegt að taka þátt í prógrammi sem skv. þeirra mati, gengur ekki upp.
Skv. mati AGS, verða skuldir Grikklands 2020 144% og 133% 2022.
AGS heimtar að skuldir Grikkland séu lækkaðar í 120% framreiknað miðað við 2020. Þó vísbendingar séu um, að AGS sé ef til vill til í að teygja sig í að miða við 2022.
Það verður ekki séð betur af afstöðu ríkisstjórnar Þýskalands, en að kröfu AGS sé með öllu hafnað.
Svo AGS hlýtur þá, að þvo hendur sínar af gríska prógramminu - - svo að kostnaður af áframhald prógrammi, fellur þá líklega allur á Evrópuríkin sjálf.
Nema auðvitað, að andstaða AGS hafi einungis verið í "nösunum" á þeim.
Niðurstaða
Það virðist stefna í það að "3. björgun Grikklands" verði jafnvel verra klúður en þær tvær fyrri. Vegna afstöðu ríkisstjórnar Þýskalands, sem þverneitar að láta nokkurn hinn minnsta kostnað falla á skattgreiðendur Þýskalands, hvernig sem sá kostnaður kemur fram þ.e. í gegnum eign "Bundesbank" á ríkisbréfum Grikklands eða í gegnum eign þýska ríkisins á lánum útistandandi sem Grikkland skuldar því með beinum hætti, eða með því að niðurgreiða vaxtakostnað Grikklands að nægilegu marki - sem myndi fara niður fyrir eigin fjármögnunarkostnað þeirrar innlendu þýsku stofnunar þaðan sem lánsféð til Grikklands í eigu þýska ríkisins var sókt, þannig að þá þyrfti þýska ríkið að borga e-h með þeim lánum.
Endurkaupa prógramm er ekkert annað en "sýndarmennska" ef það verður niðurstaðan, enn eitt prógrammið sem mjög bersýnilega getur ekki gengið upp.
Hvernig er þá unnt, að halda áfram að krefjast þess, að Grikkir taki á sig miklar fórnir, til að tryggja áframhald endurgreiðsla?
Réttast væri fyrir Grikkland að fara "argentísku" leiðina, og rétta fram fingurinn til Angelu Merkel - - svo hennar ríkisstjórn falli í kosningunum nk. haust.
En ástæða harðlínuafstöðu hennar ríkisstjórnar, virðist tengjast þingkosningunum nk. haust, með öðrum orðum, skammtíma pólit. reikningur - - þessu fólki er greinilega gersamlega skítsama um fórnir milljóna Grikkja.
Skammarlegt dugar eiginlega ekki!
---------------------------------
Pælið í því til samanburðar, að við upphaf 10. áratugarins hófu Bandaríkin svokallað "Brady Bond Plan" þ.s. Bandaríkin gengust í ábyrgðir fyrir skuldir fj. ríkja aðallega í S-Ameríku. Þ.e. gefin voru út ný bréf, sem bankar og aðrir eigendur skulda þeirra landa samþykktu að taka við. Á móti, voru vextir mun lægri auk þess að í fj. tilvika var höfuðstóll umtalsvert lægri. Þetta gerðu Bandaríkin af gríðarlegum rausnarskap.
"Countries that participated in the initial round of Brady bond issuance were Argentina, Brazil, Bulgaria, Costa Rica, Dominican Republic, Ecuador, Mexico, Morocco, Nigeria, Philippines, Poland, Uruguay and Venezuela."
Berið þetta saman við hina ótrúlega skammsýnu meðferð ríkisstjórnar Þýskalands á Grikklandi, sem er meðlimaríki í Evrópusambandinu, sem skv. aðildarsinnum er "velferðarklúbbur" þjóða. En, til sbr. fóru hin "vondu" Bandaríki, margfalt betur með skuldug ríki víða um heim, þó flest þeirra hafi verið í S-Ameríku.
Í kjölfarið komust flest þeirra landa, aftur á fæturna og losnuðu úr þeirri skuldakreppu sem þau höfðu þá verið í, um nokkurn árafjöld. Þetta batt enda á skuldakreppu S-Ameríku ríkja. Ef aðildarsinnar hefðu rétt fyrir sér með eðli ESB, þá ætti meðferðin á Grikklandi að vera betri, en ekki "miklu" verri.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.11.2012 kl. 00:57 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning