Nýjasta hugmyndin í Brussel, að búa til fjárlög til eins árs, fyrir 26 lönd!

Sápuóperan í kringum fjárlagadeiluna er að fara á nýtt stig, skv. frétt Financial Times. En að sögn blaðsins, þá hefur þeirri hugmynd skotið upp. Að leggja til hliðar umræðuna um ný fjárlög til 7 ára. En þess í stað, einbeita sér að ná fram fjárheimildum fyrir 2013. Þar sem að sögn blaðsins, embættismenn í Brussel séu farnir að óttast, að afstaða Breta sé of ósveigjanleg. En þeir hafa krafist harðari niðurskurðar en nýjar tillögur Framkvæmdastjórnarinnar leggja til. Tillögum sem ríkisstj. Frakklands hefur mótmælt, en af annarri ástæðu - þ.e. vegna niðurskurðar á fjárlögum til landbúnaðar og framlaga til jaðarsvæða.

Sjá frétt:  EU makes budget plans without UK

Það er óneitanlega nýstárleg hugmynd, að búa til fjárlög án eins aðildarríkisins, þ.e. Bretlands.

"The alternative budget being considered in Brussels would be done on an annual basis, which – under EU rules – requires qualified majority votes."

Skv. embættismönnunum, sé það tæknilega mögulegt, því samþykkt fjárlaga til eins árs, sé á grunni reglunnar um vegin meirihluta, svo tæknilega sé unnt að samþykkja fjárlög til eins árs - án Breta.

"But one problem is that the revenue component of the budget requires unanimous approval of members states."

Nema, að þegar kemur að því samþykkt heimilda til handa Framkvæmdastjórninni, til að leggja gjöld á aðildarlöndin. Þá þurfi þau öll að samþykkja.

Galli við þessar hugmyndir er einnig, að ríkisstjórn Svíþjóðar hefur heimtað niðurskurð. Þó afstaða Breta sé metin ívið harðari. Það er alls ekki víst, að það verði einungis Bretar sem beita neitunarvaldi.

Forseti Frakklands, talar á þeim nótum, að framlög til landbúnaðar - verði að verja, umfram allt.

Fundurinn á mánudag 19/11, getur því reynst vera dramatískur.

En það á að gera atlögu að því, að ná samkomulagi.

Einhver þarf augljóslega að gefa eftir.

 

Hvað ef svo ólíklega vildi til, að samstaða næðist milli 26 ríkja, en ekki 27?

Fyrst að reglan kveður á um samþykkt allra ríkjanna, þ.e. þegar kemur að því að samþykkja rétt Framkvæmdastjórnarinnar til að leggja á gjöld, fyrir samþykktum kostnaði.

Þá er erfitt að sjá út, hvernig það væri yfirleitt mögulegt, að ganga framhjá neitunarvaldi Bretar. Ef það væri einungis þeirra neitun, í veginum.

Það var sannarlega búinn til nýr sáttmáli á sínum tíma, utan um svokallaðan "Stöðugleika Sáttmála." Sem Þjóðverjar löggðu höfuðáherslu á að ná fram.

En þ.e. stigsmunur á milli þess, að búa til nýjan sáttmála utan um - nýjar reglur.

Og að búa til nýjan sáttmála, utan um grunnstarfsemi ESB - þá sem fyrir er.

Tja, kannski komast menn að því að það sé virkilega mögulegt.

En þá eru menn komnir mjög langt með að, íta Bretlandi alla leið út úr ESB.

Ef það er ekki lengur hluti af fjárlögum ESB, sem væntanlega þíddi að Bretar hættu að borga til sambandsins. Sem væri óneitanlega nýstárleg staða.

 

Niðurstaða

Það virðist liggja þrúgandi örvænting yfir, fyrst að menn í Brussel eru farnir að ræða svo örvæntingarfullar lausnir. Fylgjumst áfram með þessari nýju sápuóperu í Brussel. En það verða örugglega áhugaverða fréttir um það, hvað gerðist eða þá gerðist ekki, síðdegis á morgun mánudag 19/11.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband