16.11.2012 | 23:08
Mun olíubyltingin í Bandaríkjunum, leiða til drottnunar Demókrataflokksins?
Spurning sem ég læði að. En þ.e. þekkt að ríkjandi stjórnarflokkar græða á því er vel gengur. Eins og fram hefur komið í fréttum vikunnar, þá stefnir í það á þessum áratug. Að Bandaríkin verði mesta olíuframleiðsluþjóð heimsins. Innan tveggja áratuga er það a.m.k. hugsanlegt að Bandaríkin verði sjálfum sér næg um orku.
---------------------------------------
US energy is changing the world again
Daniel Yergin tekur fram nokkrar staðreyndir um orkubyltinguna sem er að eiga sér stað:
- "US oil output has risen 25 per cent since 2008..."
- "IEA estimates it will increase a further 30 per cent by 2020, to 11.1m barrels per day."
- " US petroleum imports have fallen from 60 per cent of consumption in 2005 to 42 per cent today."
- "In a decade, shale gas has risen from 2 per cent of US natural gas production to 37 per cent."
- "The US has overtaken Russia as the worlds largest natural gas producer..."
- "The development of shale gas and oil involves long supply chains, with substantial sums being spent across the country." - "...more than 1.7m jobs have been created."
- "It is these jobs that have made Mr Obama and many state governors supportive of shale gas and tight oil(owing to the density of rocks from which it is produced)."
- "The other increasingly important impact is on global competition. US natural gas is abundant and prices are low a third of their level in Europe and a quarter of that in Japan."
- "This is boosting energy-intensive manufacturing in the US, much to the dismay of competitors in both Europe and Asia. "
- "Billions of dollars of investment are now slated for US manufacturing because of this inexpensive gas."
- "The US will continue to be an oil importer for a long time but imports will decline sharply..." - "The USs imported oil will increasingly come from the western hemisphere, especially Canada, which already supplies almost 30 per cent of total US oil imports."
---------------------------------------
Það er alveg hugsanlegt, að það skelli kreppa á í Bandaríkjunum á nk. ári. Út af "fiscal cliff" þ.e. sjálfvirkar útgjaldalækkanir (skv. samkomulagi Demókrata og Repúblikana haustið 2011, skv. lögum sem þá voru samþykkt af báðum) samtímis því að skattalækkun "Bush" stjórnarinnar rennur út. Samanlagt skilst mér, að skellurinn sé upp á 5% af þjóðarframleiðslu.
Í dag er hagvöxtur ekki nema á bilinu milli 1,5-2%. Þannig, að þessi í 5% samdráttaraðgerð myndi líklega íta hagkerfinu undir "0" í samdrátt.
Það hefur verið ákveðin spenna á alþjóðamörkuðum út af umræðunni á Bandaríkjaþingi, en Obama hefur nú keyrt umræðuna í fullan gang. Og heimtar sínar lausnir.
Það þarf að nást einhver millileið - því það held ég græðir enginn á því, að keyra svo harðar samdráttaraðgerðir snögglega, einmitt núna.
Sérstaklega, þegar uppsveiflan er "raunverulega" að hefjast.
- En eins og Yergin útskýrir, er mikill uppgangur í olíu- og gasiðnaðinum, í þeim fylkjum þ.s. hin nýju vinnslusvæði eru.
- Þetta sé þegar farið að skila nýjum fjárfestingum, í orkufrekri vinnslu - vegna þess að verð á gasi hefur lækkað verulega, því verðið á rafmagni framleitt af gasorkuverum.
- Þessi tegund af fjárfestingu, komi til með að aukast á nk. árum.
- Þetta muni skapa nýjar skatttekjur fyrir ríkið - það sé ekkert plat.
- Það sé óþarfi að taka mjög harkalegan niðurskurð akkúrat núna, því tekjurnar séu á leiðinni á næstu misserum; þá minnki hallinn á bandar. ríkissjóðnum algerlega af sjálfu sér.
---------------------------------------
Ef aftur á móti, ekkert samkomulag verður. "Fiscal cliff" skellur yfir, bandar. hagkerfið sem heild er keyrt yfir í samdrátt.
Þá sé þó ekki ástæða að ætla, að uppbyggingin sem ég er að tala um að ofan, verði fyrir hnekki.
Heldur, mun þá útkoman líklega verða - - skammvinn kreppa.
- En kreppa á nk. ári í Bandar. getur verið örlagarýk fyrir evrusvæði - - því hún myndi verulega magna kreppuna þar, sem þegar er til staðar.
- Það ofan í, samræmdar niðurskurðaraðgerði sem í gangi eru af ríkisstj. þess svæðis.
- Spurning hvort slík skammvinn kreppa í Bandar. - myndi samt duga til að ganga af vissum gjaldmiðli í Evrópu dauðum?
Ástæða þess að mig grunar að næsti forseti eftir Obama verði Demókrati?
Er einmitt sá uppgangur sem er framundan, og virðist ljóst að mun gæta í vaxandi mæli út það kjörtímabil Obama sem hefst 1. jan. 2013.
Þegar það nálgast lok, á seinni helming ársins 2016, þá ætti sá hagvöxtur að vera búinn að skapa nægilega styrkan viðsnúning. Til þess, að -- allt tal um "hnignun Bandaríkjanna" sé þá rækilega gleymt.
Þá getur staðan verið sú, vegna þess hverjir eru við stjórn.
Að þá standi Demókratar nokkuð með "pálmann" í höndunum.
Demókratar gætu grætt nokkuð rækilega á því, að vera svo heppnir að þetta gerist í þeirra stjórnartíð.
Ég meina, demókratar sem ríkisstjórar, demókratar sem þingmenn, og sá sem Obama mælir með og styður sem næsta forseta; ætti þá að eiga afskaplega góða möguleika á kjöri.
Nema einhver afskaplega lélegur kandídat yrði fyrir valinu.
- Það gæti því verið framundan tímabil, nokkurrar drottnunar flokks Demókrata innan Bandaríkjanna.
Niðurstaða
Ég skal segja eitt, að ég er afskaplega feginn því. Að Bandaríkin eru að vinna alla þessa olíu, vitandi vits að það þíðir, að hagkerfi Bandaríkjanna mun rísa á ný. Sem leiðir til þess, að þau styrkjast hvort tveggja í senn sem hagkerfi og sjálfsögðu einnig sem herveldi. En öflugt hagkerfi og öflugur her, fer saman.
Ekki vegna óskaplegrar dýrkunar á Bandaríkjunum. Heldur vegna þess, að það mun þá þíða. Að Kína mun ekki drottna yfir heiminum.
Heldur verður heimurinn "duopoly" en ekki "monopoly." Hversu slæmir sem menn telja Kana, þá held ég að drottnun Kínverja væri verulega verri.
---------------------------
Evrópa verður að sjálfsögðu ekkert veldi í framtíðinni. Hún er nú stödd í upphafi langvarandi hnignunarspírals. Að flestum líkindum.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er í annað skiptið sem ég heyri að Bandaríkin búi yfir svo miklum olíulindum að þau fari langt í það að verða sjálfum sér nóg um olíu. Hitt skiptið var í kosningabaráttu Reagans 1980 og rættist ekki þá.
Það er alveg nýtt að það séu Bandaríkin, sem allt í einu búi yfir svona mikilli olíu. Hins vegar í þeim gögnum sem ég hef séð talað um mikinn olíuforða í lögsögu Kanada en hins vegar mjög dýrt að ná í hann. En enn sem komið er eru mestu og auðvinnanlegustu olíulindir jarðar við Persaflóa.
Annað mál er með gasið og það kann að lagfæra orkustöðu Bandaríkjanna mikið.
Ómar Ragnarsson, 17.11.2012 kl. 00:47
Frændi, þetta eru ekki olíusandarnir frægu. Það var víst Nixon er fyrst nefndi hugmyndina, að gera Bandar. sjálfum sé nóg þegar olíukreppan hin fyrri skall á. Þ.s. er um að ræða, eru jarðlög sem innihalda olíu en voru áður talin óvinnanleg. "Shale" eða leirsteinslög sem eru lárétt undir jarðlögum. En ný tækni í láréttri borun vs. aðra, að dæla miklu magni af vatni í jarðlögin til að skapa vatnsþrýsting til að opna litlar glufur í viðkomandi jarðlögum. Virðist vera að losa úr læðingi þá olíu og eða það gas, sem fyrir er.
Þetta hefur ímsa galla, sbr. sem við höfum séð við Hveragerði "smáskjálfta," einnig möguleikann á grunnvatnsmengun, svo þarf að gera e-h við allt þetta vant eftir að því er dælt upp aftur í blandi við það hvað annað sem það þá inniheldur. Spurning hvernig þ.e. leyst.
Þetta virðist ekki vera neitt plat.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 17.11.2012 kl. 01:54
Sæll Einar,
Hvað olíuna varðar, þá er ég nú ekki alveg að sjá þessi undur. Framleiðslan hefur aukist jafnt og þétt undanfarin tvö ár og er nú rúmar 6 milljónir tunna á dag (6,147 milljónir tunna á dag í ágúst 2012) Framleiðslan er búin að vera undir 6 milljón tunnum á dag síðan 1999 (sjá http://www.eia.gov/dnav/pet/hist/LeafHandler.ashx?n=pet&s=mcrfpus2&f=m) en var mest í upphafi áttunda áratugarins þegar hún fór yfir 10 milljón tunnur á tímabili. Bandaríkin keyptu 93 milljónir tunna af olíu frá Kanada í ágúst af 338 milljón tunna heildar innflutningi í þeim mánuði (rúm 27%) og það á eftir að aukast. Við kaupum því um 10,9 milljónir tunna inn á dag og framleiðum sjálfir rúmar 6 milljónir. Saman lagt er þetta um 17 milljónir tunna. Fyrir ekki svo mörgum árum þá var notkunin hér um 22 milljónir tunna á dag en það dróg mjög úr olíunotkun eftir kreppuna 2008, enda fór verð á bensíni hér upp fyrir 5 dollara á gallonið þá um haustið (sumarið 2000 var verðið innan við einn dollar á gallon í San Antonio, Texas!)
Fracking er orðin nokkuð umdeild aðferð við að ná upp olíu, a.m.k. þar sem byggð er nálægt vegna smáskjálfta og ekki síst vegna þess að það hafa orðið verulegar breytingar á efri jarðlögum þar sem þessi aðferð hefur verið notuð og jafnvel ollið því að hús hafa hrunið og jarðföll opnast.
Hvað varðar skuldaklettinn þá hafa komið fram þær kenningar hér að repúblikanar vilji að þetta mál leysist ekki en eftir 1. janúar verði þeir tilbúnir til þess að lækka aftur skatta hjá fólki með lágar og meðal tekjur en EKKI lækka þá hjá þeim ríkustu. Þeir vilji heldur að þetta gerist sjálfkrafa og þeir geti svo lækkað skattana aftur hjá hluta almennings frekar en að hækka þá hjá þeim ríkustu og þar með hugsanlega missa verulegan spón úr kosninga askinum, sem kemur jú að verulegu leyti frá þeim sem eiga nóg af aurum. Þetta gerði þeim kleyft að bjarga andlitinu og líta mun betur út.
Hér eru líka uppi vangaveltur um hvort repúblikanar séu komnir í þá stöðu að þeir geti ekki náð forsetakosningu. Þeir hafa verið andsnúnir ýmsum þjóðfélagshópum svo sem ólöglegum (og jafnvel löglegum;) innflytjendum og þessi síðasta kosningabarátta snérist upp í skringilegheit þegar allt í einu andstaða við fóstureyðingar varð að andstöðu við getnaðarvarnir! Það var eins og sú afstaða bara dúkkaði upp allt í einu án þess að menn væru endilega sammála henni en af því hún var komin á blað varð að standa við hana. Þetta fældi fjölda kvenna frá flokknum og sama var að segja um fjöld fólks frá Mexíkó sem er hér löglega eða ólöglega - það valdi að kjósa ekki Mitt Romney, hvort sem það kaus svo Obama eða ekki. Þ.e. það var ekki endilega Obama sem vann fylgi, heldur Romney sem tapaði því. En ef ég man rétt þá fékk Romney fleiri atkvæði en Obama, bara í vitlausum fylkjum svo það skilaði sér ekki í kjörmannaatkvæðum.
Hvernig sem allt veltur, þá verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr skuldarifrildinu næstu mánuði.
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 17.11.2012 kl. 07:52
Það er kannski helsti munurinn nú og 1980, að þá fór Regan fram með fullyrðingar sem ekki voru kannaðar, til að vinna sér atkvæði. Í kosningunum nú var þetta ekki gert, enginn talaði um einhverjar væntanlegar tekjur af olíuvinnslu.
Hins vegar er þessi framleiðsla komin á fulla ferð og þær miklu olíulindir sem rætt er um eru á svokölluðu Bakken svæði sem nær yfir nv. Norður Dakóta, Montana og upp til Saskatchewan í Kanada. Svæðið er um 520.000 km2. Þarna er vinnsla hafin og gengur vel. Varðandi gasvinnsluna, þá er hún meira í mið og austari hluta USA.
Gasvinnslan hefur verið stunduð um nokkurn tíma. Við þessa vinnslu, bæði gas og olíu, er borað niður og síðan lárétt og leirlögin í raun sprengd. Þar sem gasvinnslan er stunduð hafa komið upp vandamál þar sem gasið hefur sloppið út í grunnvatn. Þetta er vandamál sem ekki hefur enn tekist að leysa, en unnið er að lausnum. Á meðan er vinnslunni haldið í lágmarki.
Á Bakken svæðinu (N-D, Mo og Sha) er hinsvegar fyrst og fremst verið að vinna olíu, þó gas finnist þar einnig. Tækni til þess var ekki fullþróuð fyrr en fyrir fjórum árum síðan. Vandamálin þar eru nánast engin og vinnslan gengur vel. Bakken svæðið er talið innihalda 680.000.000 m3 af vinnanlegri olíu og um helmingur þess er innan Norður Dakóta. Hellsta vandamálið við vinnsluna í ND er móttaka alls þess fólks sem þarf við vinnsluna. Þetta er eitt fábýlasta svæðið í USA, fyrir utan Alaska og því þarf að byggja upp alla þjónustu fyrir þennan mikla fólksfjölda sem er að flytjast á svæðið og að sjálfsögðu íbúðahúsnæði fyrir það. Þetta vandamál hefur verið nokkuð og tafið vinnsluna.
Það er því tómt mál að bera þetta saman við kosningaloforð Regans frá því 1980. Í fyrsta lagi vegna þess að þar fór frambjóðandi fram með órökstudd loforð, ólíkt því sem nú gerðist og í öðru lagi vegna þess að þessi vinnsla er þegar hafin, með ágætum árangri.
Gunnar Heiðarsson, 17.11.2012 kl. 08:05
Arnór, nú þegar koma um 2 milljón tunna af olíu á dag frá Bakken og gert ráð fyrir að það verði komið í yfir 9 milljón tunnur á dag áður en langt um líður. Þeir bjarsýnustu tala um að dagsframleiðslan gæti náð allt að 19 milljón tunna, þegar allt er komið á fullt. Aðrir eru varfærari.
Nú eru starfsmannafjöldinn þarna kominn yfir 30.000, sem er ekkert smáræði, eða um 5% fjölgun íbúa ríkisins. Mannaþörfin við vinnsluna er talin vera um 100.000 manns og mun þá fjölgun íbúa ND vera orðin meiri en 16%!!
Það er eiginlega merkilegt hversu lítið virðist vera fjallað um þetta mál í fjölmiðlum í Bandaríkjunum, svo stórt sem það er.
Gunnar Heiðarsson, 17.11.2012 kl. 08:22
"Framleiðslan hefur aukist jafnt og þétt undanfarin tvö ár og er nú rúmar 6 milljónir tunna á dag (6,147 milljónir tunna á dag í ágúst 2012) Framleiðslan er búin að vera undir 6 milljón tunnum á dag síðan 1999!
Þetta er sjálfsagt ennþá "snemma" í ferlinu, áður en svæðistengdur uppgangur, fer að mælast að verðulegu ráði yfir Bandaríkin sem heild. Svæðið þ.s. þetta er í gangi tekur vel eftir því, en víðast hvar sést þess enn engin merki, að eotthvað verulega nýtt sé hafið.
Alþjóða orkustofnunin hefur nú allt í einu tekið undir þetta, að þróunin sé eftirtektarverð. Svo fremi sem þetta sé rétt, að svæðin haldi áfram að styðja hraða aukningu vinslu, þá mun líklega innan kjörtímabilsins almenningur víðar í Bandar. fara að sjá merki um aukin umsvif. Hugsanlega tekur það 2 ár til viðbótar, áður en hagvöxtur fer að verða sýnilegur fyrir dæmigerða millistétt.
Já, Repúblikanar þurfa að endurskoða sín mál, ef þær ætla ekki að festast í því hlutverki að vera flokkur nr. 2.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 17.11.2012 kl. 09:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning