Áhugavert að bera saman Romney vs. Obama, og Kerry vs. Bush!

Kosningin 2004 gefur áhugaverðan samanburð, en þá stóð sitjandi forseti í Bandaríkjunum síðast á undan frammi fyrir að tryggja sér annað kjörtímabil. Það sem er áberandi við fyrstu skoðun, er að Kerry fékk töluvert hærra hlutfall svokallaðra kjörmanna en Romney náði fram í keppni við Obama.

Aftur á móti virðist atkvæðahlutfall yfir landið vera svipað í báðum kosningum milli sitjandi forseta vs. áskorandans.

Það má einnig velta fyrir sér, af hverju Romney tapar.

Úrslit kosninganna 2004: United States presidential election, 2004

Úrslit 2012: Obama Wins a Second Term

Nominee

 George-W-Bush.jpegJohn F. Kerry.jpg
George W. BushJohn Kerry

 

ElectoralCollege2004.svg

 

Kjörmannakosning:

  1. Bush, 286.
  2. Kerry, 251.

Atkvæði:

  1. Bush, 62.040.610 eða 50,7%.
  2. Kerry, 59.028.444 eða 48,3%

Kosningin 2013

[image]

Mjög hugguleg fjölskylda sem Obama á, og síðan er hann ekki neitt ljótur sjálfur.

Eins og sést, þá lítur kortið af Bandaríkjunum töluvert svipað út í megindráttum.

Kjörmannakosning:

  1. Obama, 332 (Flórída féll Obama í skaut, svo fj. kjörmanna fór í 332 í stað 306).
  2. Romney, 206.

Atkvæði:

  1. Obama ca. 50%.
  2. Romney ca. 48%. 

Bush vann sem sagt 2004 með einungis með 35 kjörmönnum fleiri.

Obama vinnur 2012 með forskot upp á  126 kjörmenn.

  • Í reynd virka fylkin í Bandaríkjunum eins og einmenningskjördæmi, þegar kemur að forsetakjöri.
  • Romney getur endað með nærri sama hlutfall atkvæða og Kerry, þó hann hafi fengið mun verri útreið í kjörmannakjörinu, sem er þ.s. ræður úrslitum.

 

Af hverju tapar Romney?

Þetta var kosning sem hefði vel átt að vera vinnanleg, réttar sé að segja að henni hafi verið tapað frekar en að forsetinn hafi unnið. En þetta er í reynd enginn stórsigur - ef maður skoðar atkvæði greidd yfir landið sem heild. Þ.e. hvernig kerfið virkar sem skapar þ.s. fljótt á litið virðist jafnvel stórsigur, en kosning í mörgum fylkjum fór líklega naumlega Obama í vil t.d. 49 á móti 51. Þá falla öll önnur atkvæði greidd dauð. Sá sen vinnur fær alla kjörmenn þess fylkis. Það skiptir ekki máli hve lítill munurinn er, þó það sé einu atkvæði sem munar.

Sökudólgurinn er að mínu viti - Teboðshreyfingin. Hún hefur alltof mikil áhrif innan Repúblikanaflokksins um þessar mundir - vegna áhrifa hennar, neyddist Romney "augljóslega gegn betri vitund" til að taka harða afstöðu í tilteknum málum, sjá umfjöllun: Why Mitt Romney lost.

Það var svo gersamlega augljóst, að Romney meinti ekkert af því í raun og veru, og myndi leitast við að fjarlægjast sem mest hann mætti, þau loforð.

En á sama tíma, skapar hvorttveggja höggstað á hann:

  1. Obama gat íjað að því að Romney væri öfgamaður, og vitnað beint í ummæli Romney er hann var að berjast fyrir útnefningu Repúblikana.
  2. Síðan, gat hann einnig höfðað til efasemda um "karakter" Romney, að ekkert væri að marka nokkuð sem hann segði - - þ.e. enginn gæti vitað hver hann væri, jafnvel ekki hann sjálfur

Romney var í reynd hrakinn inn í þessar ógöngur, fyrir tilstuðlan ofuráhrifa Tehreyfingarinnar, þ.e. hann varð að tala gegn betri vitund, til að öðlast útnefningu.

Síðan, skapar það stöðugt óvissu um það, hvernig hann hefði reynst í embætti, þó svo hann hafi sem ríkisstjóri verið hófsamur stjórnandi, átt góð samskipti við þingið í sínu fylki, þá í báðum flokkum.

Efasemdir sem hitt framboðið nýtti sér út í ystu æsar.

Málið er einnig, að margir málsmetandi menn, tóku undir þær - þ.e. að Romney yrði hugsanlega tilneyddur til að standa við eitt og annað, þó svo hann hafi lofað því gegn betri vitund. 

A.m.k. væri óvissa, hvort hann yrði að gera slíkt, eða hvort hann - eins og margir bjuggust við, myndi meira eða minna, gefa öfgaliðinu innan Repúblikana flokksins langt nef, þegar hann væri orðinn forseti.

Það má sjálfsagt segja, að ef hann hefði svikið það, þá hefði hann líklega átt nærri því eins erfitt með að fá stuðning þingmanna Repúblikana, og Obama hefur. Verið eins ólíklegur og Obama virðist, að ná nokkru fram. Sem gæti einmitt leitt hann inn á þá braut, að standa við ívið meira - en hann sjálfur teldi í reynd rétt að framkvæma, til halda einhverri lágmarkssátt við þinglið Repúblikana. Neyddist - eins og ímsir málsmetandi menn hafa bent á - að framkvæma gegn betri vitund a.m.k. sum þeirra loforða.

------------------------------

Sjálfsagt mun einhver segja, að Romney hafi grafið undan sjálfum sér, með því að "flipp/floppa" en, ef hann hefði verið raunverulega harður hægri maður.

Þá hefði hann, átt enn minni möguleika, að sækja inn á miðjuna - til að ná til allra þeirra sem ekki eru fastir kjósendur Repúblikana. 

Ég er að meina, að slíkur frambjóðandi, sem hefði komið hreint fram sem harður hægri maður, hefði fengið enn minna fylgi.

Því slík afstaða, hafi ekki stuðning miðjunnar í Bandaríkjunum, og enginn frambjóðandi geti unnið, sem ekki nær henni með sér.

------------------------------

Repúblikanaflokkurinn, þurfi nú að taka sér tak, eins og Demókrataflokkurinn gerði á sínum tíma, er hann hafði fengið Reagan og Bush eldri í röð, en Clinton kom þá loks til skjalanna - sem atvinnulífs sinnaður Demókrati. Náði til sín miðjunni.

Repúblikana flokkurinn, sé að láta Teboðshreyfinguna, ekki einungis toga sig af miðjunni, heldur frekar langt til hægri frá henni.

Á meðan, muni frambjóðendur flokksins eiga á brattann að sækja í forsetakjöri, eins og var um frambjóðendur Demókrataflokksins um hríð, er sá flokkur leitaði um tíma of langt til vinstri frá miðju.

Demókratar tók sér tak, og fyrir rest komu fram með öflugann miðjusinnaðan frambjóðanda, sem hafði betur.

Repúblikanar, þurfa að gera slíkt hið sama innan sinna raða, svo þeir eigi betri möguleika eftir 4 ár.

 

Niðurstaða

Þó svo Obama segi að þetta verði betra en nokkru sinni, þá held ég að Obama verði mjög veikur forseti seinna kjörtímabilið - megni til v. pattstöðunna á þingi, sem enn er til staðar. Obama hafi meir unnið vegna þess, að hann er ekki frambjóðandi Repúblikana, en út á það að vera Obama. Svo mikið hafi orðstír Obama dalað, síðan hann var sjálfur kosinn í fyrsta sinn fyrir 4 árum.

Repúblikunum tókst ekki að hagnýta sér þ.e. óvinsældir Obama. Vegna þess, þó svo margir séu ósáttir við Obama, líst mönnum enn verr á Repúblikana - eins og stefna flokksins er þessa stundina. Þetta verða Repúblikanar að laga, að flokkurinn hafi slíkt óorð á sér, að það dragi úr möguleikum frambjóðenda flokksins á landsvísu, fyrir það eitt að vera Repúblikani.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er eitt sem er ekki rétt hjá þér í pistlinum. (tek ekki afstöðu til annars er kemur þar fram) Eftirfarandi er ekki rétt:

,,en kosning í mörgum fylkjum fór líklega naumlega Obama í vil t.d. 49 á móti 51."

það eru bara örfá ríki þar sem munurinn er lítill. Eitthvað 3-4 ríki. Ohio, Virginia og Florida.

Í flestum öðrum ríkjum þar sem Demókratar unnu er munurinn umtalsverður. 6-10% og sumsstaðar miklu meira eins víða á Norðausturhorninu og Kaliforníu oþh.

það er þetta sem er svo athyglisvert við kosningarnar. Úrslitin ráðst í raun á örfáum lykilríkjum sem öll athyglin beinist að. Eilífar skoðanakannanir eru - og munurinn í flestum ríkjum er svo mikill að frabjóðendurnir snerta þau varla heldur einblína á örfá lykilríki.

Hið sama gildir svo um ríki sem Repúblikanir vinna. þeir vinna með umtalsverðum mun í sínum ríkjum nema Norður-Karólínu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.11.2012 kl. 01:04

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hægt að sjá þetta hérna: (ef linkur virkar svona beint. Hægt að renna pendli yfir ríkin.)

http://www.politico.com/2012-election/map/#/President/2012/

Í fljótu bragði sýnist manni að Repúblikanar, að mealtali, vinni jafnvel sín ríki með heldur stærri mun. En sennilega eru ríki sem Demókratar vinna oft fjölmennari og þannig jafnast það út og munurinn verði þannig lítill í heildar prósentunni.

Athyglisverðast, finnst mér, er þessi að megninu til harða skipting í Repúblikanaríki og Demókrataríki.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.11.2012 kl. 01:12

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég sagði ekki Ómar að það hefði verið regla, að kosningin hefði farið naumt í ríkjum sem Obama vann.

Aftur á móti, ef það væri svo að munurinn á kjörmönnum væri í samræmi við muninn á atkvæðum greiddum frambjóðendum til handa, þá ætti að muna mun meir á greiddum atkvæðum á landsvísu.

Það voru nokkur vafafylki. 

Úrslit í þeim fóru naumt.

Svo er fj. fylkja sem hvor flokkur um sig nánast á. Sennil. stærri hlutinn heilt yfir.

Já, þ.e. áhugavert að það skuli vera svo, að stór fj. fylkja er ákveðið á bandi annarrar fylkingarinnar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.11.2012 kl. 02:07

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

OK, kannski of sterkt að segja að það hafi verið mörg fylki þ.s. úrslit voru naum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.11.2012 kl. 02:09

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband