5.11.2012 | 21:09
Mun Grikkland hanga í limbói fram til jóla eða jafnvel áramóta?
Reuters var með áhugaverða frétt á mánudag um Grikkland, sbr: Euro zone decision on Greece unlikely on Nov 12. Reuters hefur þetta að sögn eftir háttsettum embættismanni frá Brussel, sem var viðstaddur G20 fund fjármálaráðherra G20, sem haldinn var fyrir skömmu.
- ""The November 12 meeting will not be the final stage. We're not so much under the gun as it may seem," the official said,"
- ...adding that Greece could meet its financial obligations without further financial assistance until the end of November or even early December."
- ""A deal is still likely in November, but not necessarily on November 12," the official said.
- ""There will be no deal until there is a deal on all the different strings of the package. We will not disburse the next tranche until all details are in place"".
- "A second European official told Reuters the threat of Greece missing the repayment of a 5 billion euro treasury bill falling due on Nov. 16 had been exaggerated.""
Mér finnst liður 2 í reynd áhugaverðasti hlutinn, en þetta er algerlega á svig við fullyrðingar grískra stjv. - að peningurinn væri búinn fyrir lok nóvember.
Á hinn bóginn, sagði Der Spiegel í september frá áhugaverðum hlut, nefnilega að Seðlabanki Evrópu hafi síðan mitt sl. sumar, verið að halda Grikklandi á floti með trixi.
Nefnilega því trixi, að gríska ríkinu er heimilað að gefa út 6 mánaða skuldabréf, sem "gjaldþrota" grískir bankar kaupa - - en það sé þeim gert kleyft með því að útibú Seðlabanka Evrópu í Aþenu, heimili þeim að nota þau bréf sem veð á móti neyðarlánum svokallað "emergency liquidity assistance" sem enn sé veitt af því útibúi, annars væri gríska bankakerfið löngu fallið.
Þeir peningar komi frá Seðlabanka Evrópu óhjákvæmilega, þó svo að ECB síðan sl. vor hafi bannað grískum bönkum að fá svokölluð neyðarlán, því grísk ríkisbréf séu ekki lengur nothæfur pappír.
Þessi skammtímabréf eru augljóslega einungis biðleikur, meðan deilan um það hvort Grikkland verður enn inni í evru eða ekki, fær einhverna endanlega niðurstöðu.
Þetta gerir þó afstöðu ECB mjög áhugaverða, því einn hluti deilunnar um hvernig á að fjármagna áframhaldandi veru Grikklands innan evru, sníst um kröfu AGS um það að - skuldum Grikklands verði nú komið í sjálfbært horf.
Annars taki AGS ekki frekar þátt í björgun Grikklands, en það felur í sér kröfu um niðurskurð skulda Grikklands, og þ.s. nú er megnið af þeim skuldum í eigu "þrenningarinnar sjálfrar" þ.e. aðildarríkjanna, ECB og AGS.
Og AGS neitar alltaf að taka þátt í afskriftum, og ECB hefur nú nýlega ítrekað þá afstöðu að sama gildi um skuldir Grikklands í eigu ECB, af því að afskrift væri "fjármögnun skulda aðildarríkis sem væri bannað skv. lögum um ECB" - en þó er það ECB sem greinilega heldur Grikklandi á floti þessa síðustu mánuði.
Þannig, að það séu þá skattgreiðendur í öðrum aðildarríkjum evrusvæðis, sem verði að blæða.
----------------------------------
Sjálfsagt er þetta trúverðug lýsing, sem fram kemur í þessum ummælum.
Kannski að deilan um Grikkland muni halda áfram fram í desember, eins og hann gaf í skyn sem hugsanlega útkomu.
En þá því ekki fram að áramótum, svo er það spurning þegar kemur að því að 6 mánaða bréfin sem tekin voru í sumar, falla á gjalddaga. Mun þá ECB heimila aðra slíka útgáfu?
Af hverju gildir þá ekki bannið um "að fjármagna aðildarríki" í því tilviki?
Skýringin á þessum kleyfhugaskap er auðvitað, að ECB hefur engan tilgang ef þ.e. engin evra.
ECB er því einnig að róa lífróður.
Ekki síður en Grikkland sjálft.
Niðurstaða
Þó svo að kosningarnar í Bandaríkjunum hafi í augnablikinu fókus heims fjölmiðla, en það ræðst á þriðjudag 6. einhverntíma seint um næstu nótt á eftir hugsanlega, hvort Obama heldur áfram sem forseti eða Romney verður næsti forseti.
En á sama tíma, er Grikkland að róa lífróður, verður að fá tiltekna fjármögnun. Er að því er virðist einungis haldið uppi af skammtímafjármögnun í gegnum "trix" Seðlabanka Evrópu, sem lætur sem svo sé að ekkert óeðlilegt sé í gangi.
Bara útibú Seðlabanka Evrópu í grikklandi, að veita svokallað "E.L.A" til grískra banka, en þeir fyrir það fé kaupa þau krítísku 6 mánaða bréf sem grísk stjv. hafa verið að gefa reglulega út síðan sl. sumar, annars væri Grikkland í reynd þegar fyrir mánuðum síðan, fallið út úr evrunni.
Auðvitað, hefur það útibú enga aðra peninga en þá sem höfuðstöðvar ECB veita því, en öfugt við t.d. "Bundesbank" útibú ECB í Þýskalandi sem á nóg af lausafé, þá gildir annað um útibúið í Aþenu.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning