Verður æðsta ráð kommúnistafl. Kína tekið yfir af harðlínuöflum?

Ambrose Evans-Pritchard vakti athygli á grein í þekktum fjölmiðli í Hong Kong, sjá: Conservatives dominate latest line-up for new Communist Party leadership. Ef þ.s. kemur fram í þeirri umfjöllun er rétt, þá mun æðsta ráð Kommúnistaflokks Kína, í reynd ríkisstjórn Kína. Verða skipuð meirihluta svokallaðra harðlínumanna. Sem þá væntanlega þíðir, að ekki mun verða af því a.m.k. um sinn, að Kína færi sig í átt til aukins frjálsræðið.

  • Þvert á móti, getur verið að "afturhaldskúrs" sé í farvatninu.
  • Ásamt, hertum aga gagnvart fjölmiðlum, gegn netverjum o.s.frv.
  • Harðar verði gengið gagnvart hverjum þeim sem flokkurinn telur ekki verðuga trausts. 

 

Þessi útkoma getur skipt meira máli en niðurstaða kosninga í Bandaríkjunum nk. þriðjudag!

Aukinnar hörku sem gætt hefur innan Kína upp á síðkastið, sem og aukinnar hörku Kína í samskiptum við önnur lönd, ekki síst Japan. Getur verið forsmekkur þess sem er að koma.

Margir hafa varað Kína við því, að landið sé cirka komið í þ.s. kallað er "middle incom trap" þ.e. búið eða nærri sé búið að þurrausa þann hagvöxt sem unnt sé að ná fram með - fyrstu stigum iðnvæðingar.

Næsta stig verði að taka við, og það krefjist þess að Kína og kínv. fyrirtæki, keppi við önnur samfélög, og fyrirtæki annars staðar, í því að vera skilvirk. Í því að vera með bestu tæknina. Og í því, að framleiða sem mest af hæfu fólki, og ekki síst - í því að laða að hæft fólk.

Búið sé cirka að þurrausa það, að vaxa með útflutningi og lágum launum.

Enginn annar en leiðtogi Kína, sá sem er að láta af völdum á næstunni, benti á þetta sjálfur. En mér skilst, að þó ummæli hans hafi fengið mikla dreifingu í fjölmiðlum víða um heim, hafi fjölmiðlar innan Kína þagað um þau þunnu hljóði.

Talið hefur verið, að þau leiðtogaskipti sem nú fara fram, sé lykiltími fyrir framþróun Kína - þ.e. hvort Kína heldur áfram, eða hvort Kína lendir líklega í kreppu sbr. kreppu Brasilíu á 8. áratugnum.

---------------------------

En ný harðlínustefna, mun líklega sannfæra menntaða kínverja um að yfirgefa landið.

Sannfæra, hæfa einstaklinga starfandi fyrir kínv. fyrirtæki erlendis, um að setjast að utan Kína.

Við myndi taka "blóðtaka" sem líklega myndi skaða hagvaxtarmöguleika Kína, með því að skaða getu kínv. fyrirtækja, til að halda í við fyrirtæki annars staðar.

Kína líklega eftir því sem það rekst sífellt harðar á "middle income" vegginn, hagvöxtur minnkar - - og "stimulus" eftir "stimulus" dugar ekki til.

Lendir þá fyrir rest, í sambærilegri kreppu og þeirri, er Brasilía endaði í á 8. áratugnum, eftir að nokkur ár á undan hafði brasilíska hagkerfið vaxið hratt, en þá var herforingjastjórn þar við völd og hafði verið um nokkurt árabil.

Sú stjórn reyndi eins og stjórn kínv. kommúnistaflokksins, að útvega sér vinsældir meðal almennings, með því að - skapa hagvöxt.

En fyrir rest, lenti sá hagvöxtur í vanda, skammtímaúrræði á endanum dugðu ekki, og landið endaði í harkalegri kreppu sem varð að alvarlegri skuldakreppu ríkissjóðs.

Kína gæti einmitt endurtekið næstum því nákvæmlega þá kreppu, en eins og þar, rekur kínv. ríkið enn mikið af "ílla reknum" fyrirtækjum, sem er haldið í gangi í gegnum pólit. tengsl innan valdaflokksins - - með "endalausum lánum" sem ríkið útvegar með því að eiga og reka bankana.

Það hefur ekki haldið svo alvarlega aftur af Kína, fram að þessu - því einkahagkerfið hefur náð að halda uppi nægum hagvexti, með útflutningsleiðinni - þ.e. nægilega ódýr laun.

En þegar sú leið, dugar ekki lengur, eins og nú virðist, en laun eins og í Brasilíu þá hafa hækkað þannig, að samkeppnishæfni í því að framleiða fyrir lág laun, hefur dalað.

Að auki, hefur kreppan á vesturlöndum minnkað kaup vestrænna landa á þeim varningi. Sem hefur skapað töluvert kreppuástand, meðal skuldugra útfl. fyrirtækja.

---------------------------

En harðlínumennirnir, munu líklega, halda áfram að dæla peningum í "ílla reknu" fyrirtækin, sem rekin eru af pólit. tengdum aðilum.

Skuldirnar sem þar eru, halda þá áfram að hlaðast upp - - meðan, að stefnan er ekki að stuðla að því að hagkerfið, nái yfir þann þröskuld að vera full samkeppnisfært.

Ég er að tala um, að hagvöxtur muni líklega halda áfram að dala í Kína, en án þess að verið sé að taka "nauðsynleg skref" svo Kína, geti haldið með hagkerfið inn á næsta þróunarstig.

Á einhverjum tímapunkti, komi "crunch" þ.e. skuldirnar sem búið er að búa til innan kerfisins verði of miklar, og þá verði snöggt "loss of confidence." 

Fræðilega getur þó stjórnin spilað einn lokagambítt, sem er að - setja gríðarlega eign á bandar. ríkisbréfum upp sem "veð" á móti miklu magni af erlendu lánsfé.

Það myndi fræðilega getað, gefið slíku kerfi einhvern viðbótartíma - - en þá verður "crunch"-ið er það á endanum kemur, að skuldakreppu Kína gagnvart útlöndum einnig; og við tekur brasil. ástand.

  • Innan Brasilíu - -leiddi kreppan til hruns herforingjastjórnarinnar, og við tók lýðræði á ný. Og Brasilía síðan hefur verið lýðræðisríki.
  • Brasilía náði síðar meir vopnum sínum aftur, en það tók einn og hálfan áratug, áður en landið var í reynd aftur komið í sæmilega góðan hagvöxt, og búið að losa sig úr verstu viðjum skulda.

 

Niðurstaða

Það þarf ekki að verða, að Kína verði önnur "Brasilía." En hugsanlega, áður en "hrunið kemur" ná umbótamenn innan valdaflokksins vopnum sínum á ný. En ef eins og mig grunar, að harðlínustefna er slæm fyrir hagvöxt. Þá mun vaxandi atvinnuleysi. Auka félagslegan óstöðugleika. Auka tíðni uppþota.

Valdaflokkur Kína eðlilega óttast "uppþot." Því Kína hefur sögu mjög alvarlegra uppreisna. Það er ekki endilega svo, að umbótamennirnir hafi misst öll áhrif, öll völd. Ef þeir geta sannfært flokksmenn, að þeirra stefna sé líklegri til þess að leiða til þess ástands. Að flokkurinn haldi völdum. Þá getur hún, hugsanlega síðar meir náð yfirhönd.

Besta fræðilega útkoman, væri niðurstaðan er varð í Mexíkó. Þ.s. valdaflokkurinn á endanum, heimilaði fullt lýðræði. Og eins og útkoman hefur reynst vera, hefur haldið mjög verulegu fylgi. Sem einn meginstjórnmálaflokkurinn.

Ef kínv. kommúnistafl. myndi ná að sigla landinu milli skers og báru, og alla leið inn í Mexíkóskt ástand, myndi hann líklega einnig halda verulegu fylgi meðal landsmanna. Á hinn bóginn, ef einhverjir ofurharðlínumenn, ná að halda valdataumum. Og, landið líklega lendir í efnahagsvanda.

Þá mun annaðhvort flokkurinn líklega tapa völdum þegar uppreisnin verður fyrir rest, eða að flokkurinn nær því að gera landið aftur að risastóru fangelsi, með því að drekkja uppþotum í blóði. En þá yrði stöðnunin langvarandi.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband