2.11.2012 | 23:57
Economist gefur bæði Obama og Romney falleinkunn!
Economist er eitt af þessum dásamlegu tiltölulega óháðu fjölmiðlum sem til eru erlendis. Tiltölulega segi ég, því enginn er líklega algerlega óháður. Fréttaskýringar þar eru einnig mjög oft ákaflega vandaðar og fróðlegar. Þessi tiltekna - - er það sannarlega, þar taka þeir sbr. á frambjóðendunum.
Þeir treysta sér ekki til að mæla með öðrum hvorum, en segja þó með semingi miklum, að líklegra sé ögn skárr að Obama hafi sigur en Romney.
Það komi helst til, að þeir óttast að Romney, neyðist að ganga of langt til móts við Repúblikanaflokkinn, sem sé í dag - með of mörg órökrétt stefnumál.
Barátta Obama fyrir endurkjöri hafi í reynd verið slök - byggst of mikið á persónulegum árásum á Romney.
Í stað þess, að byggjast á því, hvað Obama vill gera í framtíðinni.
Þetta sé ekki Obama baráttan fyrir 4 árum, þ.s. Obama virtist stíga fram eins og nokkurs konar bjargvættur, nánast nýr messías, með skilaboðin um nýja "von."
Heldur, þreyttur forseti, sem - með því að leggja megináherslu á hve andstæðingurinn sé "vondur" þ.e. alltof ríkur og mikill viðskiptamógúll, til að standa fyrir hinn "almenna mann."
Sé í reynd að segja við kjósendur, þið eigið að velja mig, því ég er ekki Romney.
Í stað þess, að vera að segja við þá, þið eigið að velja mig því ég hef tiltekna verðleika, og/eða vegna þess, að ég ætla að gera þetta - þetta og þetta.
The Economist - Which one?
Sjá einnig:
U.S. Economy Adds 171,000 Jobs
US election hangs on a knife-edge
US economy vulnerable to more than hurricanes
Það getur orðið spennandi kosninganótt þann 6/11 nk.
Það verður kosið í Bandaríkjunum nk. þriðjudag. Miðað við kannanir, þá eru líkurnar miklar á spennandi nótt. Áhugavert er að bera þetta við sigur Bush yfir John Kerry. Sá sigur var í reynd ekki svo sannfærandi ef maður skoðar prósentur greiddra atkvæða þ.e. Bush 50,7% vs. Kerry 48,3%. En annað kemur upp þegar litið er á fylkin, þá vann Bush í 31 fylki meðan að Kerry vann í 19.
United States presidential election, 2004
Niðurstaðan getur með sama hætti orðið "afgerandi" sigur Obama - þó svo að prósentumunur verði lítill heilt yfir litið.
Enda í langflestum fylkjum, fær sá sem vinnur "alla kjörmenn" þess fylkis, þó svo að sigur viðkomandi hafi verið mjög naumur.
Svo naumur sigur í mörgum fylkjum, getur skilað útkomu sem virðist með sama hætti "afgerandi."
Eða þ.s. þeir kalla "landslide."
------------------------------
- Hugsanlega getur það styrkt forsetann á lokametrunum að hann virtist koma sannfærandi fram, í tengslum við náttúruhamfarirnar tengdar fellibylnum Sandy. Öfugt við Bush á sínum tíma, en hamfarir í New Orleans, virtust taka ríkisstjórn hans í bólinu - viðbrögð voru einkar ósannfærandi. Þó blessunarlega fyrir Bush, leið nógu langur tími frá þeim óförum að kosningum.
- Einnig getur styrkt hann, að skv. nýjustu tölum, virðist hagvöxtur örlítið vera að vænkast, sbr. að störfum virðist aftur vera að fjölga hraðar. Atvinnuleysi hefur nú komist niður í 7,9%.
Eitt er þó ljóst - - að það er með engu móti unnt að segja með vissu, að Obama muni hafa sigur nk. þriðjudag!
Það eitt er stórt "fall" miðað við þær væntingar sem gerðar voru til Obama í upphafi.
Það er áhugavert val hjá stjórnendum baráttu hans fyrir endurkjöri, að leggja höfuðáherslu á "neikvæðar auglýsingar."
Þar, auðvitað fylgir hann í fótspor Bush sem á sínum tíma, beitti einkar subbulegum persónuárásum á Kerry, þ.s. svokallaðir "veterans" komu fram, og leituðust við að gera lítið úr framgöngu Kerry sem hermanns í Vietnam, sem leiddi m.a. til þess að hann fékk orðu fyrir í rest.
Ég ætla ekki að gera einhvern nákvæman sbr. á þeim subbuskap og auglýsingum Obama framboðsins, sem virðast fyrst og fremst snúst um Kerry sem of ríkann, og of fjarlægan hinum venjulega manni til að geta verið forseti.
En Bush á sínun tíma, átti mjög erfitt með að koma fram með einhverja "afreka lýsingu." Heldur, var um að ræða, óskaplega röð mistaka tengdum Íraksstríðinu - sem er reyndar stórmerkilegt að Demókrötum tókst ekki að gera sér meira mat úr.
Öfugt við Bush, á Obama ekkert "stóráfall" að baki, eða sögu stórfelldra mistaka eða hrakfalla.
Obama getur vel rökstutt, að ég gerði A og kom í veg fyrir B, sem hefði verið mun verra ástand.
Einhvern veginn er eins og, "neistinn" sé horfinn.
- Valið er á milli þreitts forseta, sem mun litlu áorka, héðan í frá.
- Eða, manns - - sem hefur verður að segjast töluvert geggjaðann flokk að baki sér, sem mun leitast við að toga sem mest í hann.
- Sá hefur að baki sér ríkisstjóratíð þ.s. hann í reynd stóð sig ágætlega, var hófsamur og vel liðinn.
- Stóra spurningin er - - verður hann eins og ríkisstjórinn, eða mun flokkurinn binda hendur hans, og neyða hann til þess að taka of harkalega "niðurskurðarstefnu?"
Valið virðist milli pólit. kyrrstöðu í reynd áframhaldandi pattstöðu.
Eða, ástands sem getur bundið enda á hana, en má vera að leiði fram verri útkomu.
- Bandaríkin standa frammi fyrir útgjaldavanda!
- En öfugt við Evrópu, geta þau raunverulega leyft sér, að fara leið sem myndi fela í sér beggja blands leið, þ.e. hækkun skatta ásamt niðurskurði.
- Því skattar í Bandar. eru umtalsvert lægri - - þ.s. er áhugavert, að þau ættu í reynd að lækka fyrirtækjaskatta, sem merkilegt nokk eru hærri en í Evrópu almennt séð. Á sama tíma ættu þau að hækka tekjuskatta á almenning, en fyrirtækin skaffa störfin svo rökrétt er að þau séu tiltölulega hóflega skattlögð, á sama tíma og almenningur nýtur þjónustu hins opinbera er því rökrétt að standi undir því kerfi að stærstum hluta með sínum sköttum.
- Skattkerfið fyrir fyrirtæki, í reynd mismunar stórum fyrirtækjum á kostnað smærri, því smærri fyrirtækin hafa ekki efni á að hafa "senatora" á launaskrá, sem fá í gegn hagstæðar undanþágur í skattalög. En í Bandar. er skattalöggjöf mér skilst eins og gatasigti, sem veldur því að stórfyrirtæki borga oftast nær mun minni skatt en þau smærri.
- Vandinn er sá, að nýsköpun á sér yfirleitt stað í smærri fyrirtækjum og svokölluðum "start-up."
- Svo, kerfið í reynd er hamlandi á nýsköpun - fyrir fjölgun starfa.
Þessi breyting að lækka skatthlutfallið, en samtímis afnema undanþágurnar, myndi í reynd hækka skatta á stóru fyrirtækin, meðan að skattar myndu lækka á smærri til miðlungs. Leiða líklega á lengri tíma, til fjölgunar starfa ásamt meiri nýsköpun. Hvort tveggja skila meiri hagvexti.
Romney talar reyndar um að afnema "holur" í skattalöggjöf. En ekki hvaða.
Meðan að Obama, hefur fram að þessu, ekki virst hafa haft nokkurn áhuga á því, að einfalda og gera skilvirkari um leið, bandar. löggjöf gagnvart fyrirtækjum.
Stefna hvorugs virðist "sannfærandi."
Það virðist niðurstaðan.
Niðurstaða
Obama með því að leggja litla áherslu á stefnumál, vera með "neikvæða" kosningabaráttu eins og barátta Bush 2004 var, í stað þess að hafa hana jákvæða - - má vera að hafi í reynd veitt Romney sóknarfæri.
Romney hefur í reynd ekki þurft annað en að koma fram, og vera alþýðlegur. Brosa. Til að, grafa undan þeirri "skrímslis ímynd" sem auglýsingar Obama framboðsins virðast hafa verið að draga upp.
Á sama tíma, hefur hann komist upp með að gagnrýna stefnu Obama, og kynna sína eigin. Því áherslan, sé svo lítil hjá hinu framboðinu á að kynna stefnumál og á að, svara yfirlísingum mótherjans.
Þess í stað sé öldum ljósvakans drekkt með "neikvæðum auglýsingum" um Romney.
Sem allir vita að er í reynd ekki skrímsli.
Hvað ef, framboð Obama hefði haft allt aðra nálgun - - á stefnu? Er Obama búinn sjálfur að gefa þá "von" upp á bátinn, sem var hans meginþema síðast? Eða, meinti hann það aldrei?
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning