21.9.2012 | 01:42
Hvers vegna eiga vesturlönd að vera þolinmóð við múslima?
Það hefur skapast áhugaverð umræða vegna færslu síðustu færslu minnar Hvers vegna er svo gaman að búa til skopmyndir af Múhameð? ég ætla því í framhaldinu að útskýra, af hverju ég er á þeirri skoðun, að það sé ekki skammsýn stefna, að sýna umburðarlyndi gagnvart Íslam, og múslímum innan Evrópu. Þvert á móti sé það, skynsöm og ekki síst - framsýn stefna.
En til þess að skilja af hverju svo er - þarf að teikna upp nægilega stóra mynd.
En fólk þarf að átta sig á því, að meginþungamiðja heimsins er að færast til Asíu.
Þar sem hún var áður fyrr - annað sem þarf að skilja, er að það er mjög mikill akkur í því fyrir Evrópu, og fyrir Bandaríkin, að tryggja friðsöm samskipti til framtíðar við heim múslíma.
Binda með öðrum orðum - varanlegan enda á þau stríð sem háð hafa verið með hléum milli vesturlanda og heims múslíma sl. 1000 ár eða þar um bil.
Í kalda stríðinu, gátu Sovétríkin hagnýtt sér andúð Araba gagnvart vesturveldum.
En nú þegar Kína er vaxandi framtíðarveldi, væri vesturveldum mikill akkur í því, að komast hjá því, að Kína geti hugsanlega með sambærilegum hætti, notfært sér slæm samskipti milli ríkja múslima og vesturvelda - - sér til framdráttar; vesturveldum til tjóns.
Er unnt að endurskapa Miðjarðarhafsmenninguna?
Fyrir daga íslam, áður en þeir náðu undir sig N-Afríku. Hafði um árþúsundir svæðið meðfram Miðjarðarhafi allan hringinn, verið eitt samfellt menningarsvæði. Sannarlega voru þar töluð mörg tungumál. Ríki risu og hnigu. En allt svæðið var í verslunarviðskiptum hvert við annað, hugmyndir og þekking barst greiðlega um.
En þ.s. meira var, svæðið var einnig í verslunarviðskiptum við Indland og Kína. Sú verslun nær einnig aftur árþúsundir. Alla tíð aftur til þess tíma, er hin ævaforna Indusdalsmenning var og hét, með borgum eins og Harappa og Mohenjo Daro.
N-Evrópa var þá frumstætt ættbálkasvæði, ekki þau þróuðu þjóðríki sem til eru í dag. Menning sú sem til staðar var einskorðuð við svæðið við Miðjarðarhaf. Einungis eftir hrun Rómarveldis, fara ríki að byggjast upp í Evrópu norðanverðri.
Þegar V-rómverska ríkið hrundi á 5. öld, skömmu eftir að innrás Húna hafði verið hrundið, sem virðist hafa verið mjög eyðileggjandi. Virðist hafa átt sér stað mjög mikið samfélagslegt hrun.
Sú háþróaða menning sem rýkti í V-Evrópu undir Rómarveldi, leið undir lok. Fjöldi borga fór í eyði, eða þær minnkuðu mjög mikið. Flest ber vitni þess, að það hafi orðið "hrun í íbúafjölda."
Það virðist að hin kristna V-Evrópa hafi einangrast frá umheiminum - að hin fornu verslunartengsl hafi slitnað.
Sem er áhugavert, er að konungar á fyrri hluta miðalda, ólíkt keisurum Rómarveldis eða konungum hinnar fornu Miðjarðarhafs menningar, völdu oftast nær ekki að hafa sitt aðsetur innan borga.
Sbr. að konungar Frakklands, komu sér fyrir utan við París - ólíkt fornu ríkjunum, virðist að menn hafi lítt lagt áherslu á að byggja upp borgir, setja upp glæsilegar byggingar o.s.frv.
Áhugavert, að einna helst var það Kirkjan, sem viðhélt byggingalyst - sem varðveitti þá litlu þekkingu sem ekki glataðist. Meðan höfðingjarnir, virtust einungis hafa áhuga á styrrjöldum.
Á fyrri hluta miðalda, var það meira að segja algengt - að aðalsmenn jafnvel konungar, væru ólæsir og óskrifandi.
Sýnir hið algera hrap í menntunarstigi.
Evrópa var nánast orðin að barbarýi.
Það eiginlega sýnir atburðarás sú sem átti sér stað - þegar fyrsta svokallaða "krossferðin" á sér stað, að evr. barbararnir þeir brenndu og myrtu íbúa þeirra borga er þeir tóku, t.d. íbúa Jerúsalem.
Þetta sennilega sýnir glöggt, hve lágt það menningarstig var - sem Evrópa hafði sokkið í.
Eins ljótir og þeir atburðir voru, hafði þó fyrsta krossferðin mjög mikilvæg áhrif innan Evrópu, þ.e. V-Evr.
En með því að taka það svæði sem kallað er á íslensku "botn miðjarðarhafs" á ensku "the Levant."
Þá komst Evrópa aftur í samband við fornu verslunarleiðirnar!
Þó svo að Evrópumenn hafi ekki ráðið því svæði mjög lengi, þá rofnuðu þau viðskiptatengsl ekki - fyrr en Tyrkir tóku það svæði á fyrri hluta 15. aldar.
Það sem gerðist hafði gríðarleg áhrif á Evrópu, því með þessari opnun verslunarleiðanna á nýjan leik, komst Evrópa aftur í tengsl við þann þekkingarheim er var til staðar utan við Evrópu.
Á þessum tíma - barst þekking á pappír til Evrópu, púðrið barst einnig, en ekki síst vind- og vatnsmyllur bárust einnig frá Kína til Evrópu.
Þetta leiddi til algerrar byltingar í atvinnuháttum, menningarstigi - og auð.
Skv. rannsóknum fornleyfafræðinga - virðist sem að samfelldur efnahagsuppgangur hafi í kjölfar 1. krossferðarinnar hafist í V-Evrópu, sem náði hámarki í "endurreisnartímabilinu á Ítalíu á 15. öld.
Þetta leiddi einnig til mikils auð í löndunum við botn Miðjarðarhafs, því þau voru aðal millimennirnir í viðskiptum Evrópu við Kína og Indland.
Það var stöðugur stígandi í þessu fram undir cirka 1430-1440. Þegar það virðist að kreppa skelli á, en þetta sést m.a. á farmskrám skipa þ.e. magni fluttu, einnig á því að meðalstærð flutningaskipa virðist fara niður - sterk vísbending um efnahagslega niðursveiflu.
Siglingar Portúgala! Grænt sýnir yfirráð Portúgala í tíð John III 1520-1557.
Ástæða - efling Tyrkjaveldis. Sem virðist hafa lagt á svo háan skatt á þessa verslun, að það framkallaði efnahagslega hnignun.
Þetta er líka algerlega klassískt dæmi um afleiðingar of skattlagningar, því í kjölfarið hófst siglingaútrás Evrópu, og cirka 60 árum síðar voru Evrópumenn komnir til Indlands, með því að sigla utan um Afríku.
Fyrir bragðið, þá hrundi verslun múslima á Indlandshafi - sem þeir höfðu þá stjórnað um nokkurra alda skeið, og Tyrkland missti marga spóna úr sínum aski.
- Punkturinn er sá, að þrátt fyrir skömm yfirráð yfir botni Miðjarðarhafs, þá viðhéldust viðskiptin samt í um tvær aldir til viðbótar, þannig að kaupmenn múslíma sáu um að vera millimenn.
- Evrópa vandist því, að fá vörur frá Eyjum v. Indlandshaf "svokölluðum kryddeyjum," postulín og silki frá Kína, og margvíslegan varning frá Indlandi.
- Þessi viðskipti virðast það tímabil hafa gengið árekstralítið.
- Síðan er viðbótar-punktur sá, að þetta tímabil í kjölfar fyrstu krossferðarinnar, markar hið raunverulega upphaf á upprisu Evrópu.
- Engin leið að útskýra þann kraft sem síðar var til staðar á 16. öld, án þess að hafa í huga þær miklu breytingar, og framþróun sem þeim fylgdi innan Evrópu - í kjölfar þess að Evrópa komst aftur í tengsl við Indland og Kína.
Botn Miðjarðarhafs var á þessum tíma auðugt svæði - og það svæði getur vel orðið það aftur.
Í samhengi verslunar og viðskipta innan Miðjarðarhafs, og í framhaldinu viðskipti við Indlandshafssvæðið og SA-Asíu, eru lönd í S-Evrópu mjög miðlæg svæði, t.d. þá er Grikkland ekki afskekkt land, heldur nærri hringiðunni. Þess vegna var það rýkt áður fyrr.
Ef tekst að skapa sæmilega lýðfrjáls samfélög í N-Afríku, og í öðrum löndum múslíma við Miðjarðarhaf, og í framhaldinu skapa uppbyggingu atvinnulífs.
Er það ekki absúrd, að Miðjarðarhafssvæðið geti risið upp á ný.
Ekki er víst að arabíska vorið 2011 leiði til lýðræðisbyltingar!
Aðstæður eftir hrun nokkurra einræðisstjórna eru enn á flökti þ.e. "fluid." Möguleikinn á valdatöku ofsatrúar-afla er til staðar. En ekki útkoma sem er öruggt að muni eiga sér stað.
Í því viðkvæma andrúmslofti, væri það einkar ósnjallt ef Evrópa og vesturlönd, færu að beita sér gegn aðflutningi múslíma til Evrópu og Bandar.
En það væri gríðarlega hagstætt fyrir framtíðina, ef lýðræði myndi ná að skjóta rótum.
Og ef, í kjölfarið tekst að koma af stað, uppbyggingu atvinnulífs.
Á þeirri stundu, sem enn eru vonir um hagstæða útkomu, um hugsanlegt framhald af friðsömum samskiptum, og áfram batnandi.
Væri mjög ósnjallt, að grípa til ráðstafana, sem myndu skapa reiði og úlfúð meðal íbúa múslima landanna við Miðjarðarhaf, nýja andúð gagnvart Evrópu og Bandar.
Atvinnu-uppbygging myndi að sjálfsögðu smám saman stöðva aðflutning frá Suðri. Síðan er annað vert að muna, að þeir sem hafa sest að í Evrópu, þeir hafa samskipti við sitt fólk í sínu fyrra heimalandi, svipað og svokallaðir V-Íslendingar skiptu miklu máli á Íslandi á fyrri hluta 20. aldar, þá er líklegt að þegar atvinnu-uppbygging myndi fara af stað, þá myndu þeir sem hafa lært innan Evrópu margir hverjir snúa til baka til síns heimalands, og gerast þar frumkvöðlar.
Það er nefnilega svo, að ein leið til þess að hópur læri nýja syði, er einmitt að setjast að í öðru landi, og flytjast síðan til baka. Auðvitað myndi bara hluti það gera, áfram yrðu múslímar til staðar í Evrópu.
En í gegnum þessa innflytjendur, berast menningaráhrif til baka, innflytjendurnir einnig þekkja á það hvernig lýðræðið í Evrópu virkar, og geta síðan flutt þá þekkingu aftur til baka til síns fyrra heimalands.
Slík uppbygging múslímaheimsins, myndi styrkja mjög svæðið í heild þ.e. ef maður slær saman Evrópu og svæðinu hringinn í kringum Miðjarðarhafið, og efla vægi þess sem heild - í samkeppni við Asíu.
Þegar Asía var sterk áður fyrr, var Miðjarðarhafssvæðið oft einnig öflug miðja, það getur vel gerst aftur.
Niðurstaða
Við (vesturlönd) eigum að horfa til þess langtímasjónarmiðs, að ná fram varanlegum friði við múslimaheiminn við Miðjarðarhaf, þannig að Miðjarðarhaf geti aftur tekið upp sitt forna hlutverk að vera verslunar- og mennningarmiðja.
Það myndi vera mjög sterkur leikur til framtíðar, þegar Asía verður aftur orðin öflug eins og hún áður var, þá geti hugsanlega í sameiningu Evrópa og sú vagga sem siðmenning okkar spratt úr, verið öflugt mótvægi.
-----------------
Bandaríkin myndu alls ekki tapa á því, þ.s. ef friður næst með þessum hætti, væru bandar. fyrirtæki mjög líkleg að finna leiðir til að græða á þeim uppgangi sem myndi skapast.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:38 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fyrir nærri tvö þúsund árum, lauk rómarríki fyrir tillstilli öfgatrúaðra, sem kölluðu sig kristna. þeir fleigðu okkur inn í hinar mirku miðaldir, og stofnuðu til fleiri fjöldamorða en nokkurt annað samfélag, rómarveldi meðtalið.
Að halda því fram, að maður eigi að sýna umburðarlyndi yfir múslimum, eitthvað frekar en kristnum er frásinna. Það er nær, að reyna að kenna þessu fóllki einhverja skynsemi og fræða það á samtíma sínum. Heldur en að leifa þeim að alast upp í sinni þröngsínni veraldarmynd.
Þið þettað fólk, sem hafið staðið á bak við og hyllt bandaríkjamenn fyrir fjöldamorð á fólki í mið-austurlöndum, ættuð að reyna að sýna skynsemi þess efnis að standa fyrir því sem rétt er. Umburðarlyndi gegn múslimum er frásinna ... þeir haga sér eins og þeir vegna þess, að þeir finna að þeir séu að tapa tangarhaldi á fólki í miðausturlöndum.
Hér í svíþjóð, gekk kona um í kufli alsvörtum frá hvirfli til ylja, og aus hótunum gegn fólki í neðanjarðar sporvögnum í stokkhólmi. Hún gekk fram og tilbaka, kallaði svía svívirðingum, og hrópaði yfir þá hótunum, sem eru all alvarlegar í eðli sínu.
Að segja að maður eigi að hafa umburðarlyndi með þessu, á sama tíma og þetta fólk gengur um með morðæði í huga sínum. Lýtur á vestræna borgara sem óæðri skepnur, af hreinum rasistahug. Er ekkert annað en hrein fáfræði.
Ég myndi taka slíkum orðum með meiri trú, ef menn hér hefðu verið virkir í að mótmæla að Ísland stæði við hlið bandamanna, og borði þeirra á meir en miljón borgurum mið-austur landa. Börn fæðast þar vansköpuð í umvörpum, vegna vopna sem aldrei voru til. Bandaríkjamenn myrtu miljón manns, í hefnd fyrir 5000 manns. Og helltu úr skál reiði sinnar fyrir alla aðra, en þá sem höfðu framið verknaðinn. Og án þess að hafa neinar sannanir fyrir því, hver framdi hann. Fólk sem stóð með slíkum aðgerðum, eru tæplega færir um að dæma í svona tilvikum sem nú.
Allt ofbeldi er ekki hægt að líða. Og það að ætla að gefa eftir þessum morð óða skríl, er alger óhæfa ... slíkt er heigulum hægt í huga. Sem ekki þora að standa fyrir neinu. 50 miljónir manna, gáf líf sitt í heimsstyrjöldinni síðari, til að menn nú gætu átt frelsi. Þessu frelsi vilja menn fleigja á bug ... vegna þess að þeir eru hræddir við örfá ofstækismenn.
Þessum ofstækismönnum, á að vísa héðan á braut ... alveg eins og gert er við alla glæpamenn, sem eru útlendingar og staðnir að glæpaverkum í Evrópu. Sama á að gilda um ofbeldi trúarfólks ...
Það á ekki að veita trúarbrögðum, undanþágu undan lögum ... svo að þessi trúarbrögð geti stundað vændi, ofbeldi, nauðganir, morð og barnaníð.
Að stínga upp á slíku, er alger frásinna.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 21.9.2012 kl. 16:21
Ehem, Bjarne - manneskjan er grimm, þ.e. þ.s. saga aldanna og árþúsundanna sýnir. Grimmdin brýst út í verstu tilvikum þegar heilu borgirnar eru myrtar. Dæmið úr Fyrstu krossferðinni er langt - langt í frá eina skiptið sem slík fjöldamorð fóru fram, sbr. morðæði Mongóla er þeir þurrkuðu Badgad út, eldra moræði þegar helstu borgir Asírýu voru þurrkaðar út, jafnvel enn eldra dæmi er Hittítum var að því er virðist að mestu útrýmt. Svo miklu nýrri, morðæði Pol Pots, morðæði Stalíns, morðæði Maos, enn nýrri sbr. Morðæði Hútúa á Tútsum.
Þetta tengist ekki trúarbrögðum frekar en hugmyndafræði af margíslegu öðru tagi, maðurinn þegar hann fyllist hatri leitar sér gjarnan að ástæðu til að drepa þ.s. hann hatar. Og maðurinn fyllist hatri af mjög mörgum ástæðum.
Og að auki, það er brjóstumkennanlega auðvelt hafa mannfræðirannsónir og fjöldi dæma sýnt að kenna hatur, að instilla það í lítt mótuð ungmenni og gera morðinga úr þeim sbr. aðferðir Pol Pots, aðferðir skæruliðahópa, aðferðir hryðjuverkasamtaka o.s.frv.
Aftur á móti er ekkert sem bendir til þess að múslímar séu grimmari en önnur afbrigði af tegundinni homo sapiens, ég held að moræði styrrjaldanna tveggja í Evrópu, fullkomlega afsanni það - ef þú virkilega heldur að svo sé.
Og ég bið þig, að vinna á þessu augljósa hatri sem þú ert að fyllast gagnvart múslimum, svona ummæli eru ekki heilbrigð.
Eitt sem sagan sýnir er að fátækt getur af sér óstöðugleika og tækifæri fyrir öfgahópa, meðan að þegar dregur úr fátækt fækkar þeim, og samfélög verða stöðugari og almennt mildari. Ég þarf ekki annað en að benda á hvað átti sér stað í Þýskalandi, eftir að kreppan skall á.
Ég sé enga ástæðu að ætla að lönd múslíma virki með öðrum hætti en önnur lönd byggð tegundinni homo sapiens, að þegar atvinnustig batnar, velmegun skánar - minnkar fylgi við haturshópa og öfgasinnaðar trúarskoðanir.
Besta tækifærið til að stöðva eitt skipti fyrir öll ítrekuð stríð við íslam, getur verið framundan, ásamt tækifæri til að endurskapa Miðjarðarhafs Menninguna.
Það væri mjög alvarleg skammsýni, að láta blint hatur skemma fyrir því tækifæri.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 21.9.2012 kl. 22:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning