Það getur reynst mjög erfitt fyrir Angelu Merkel, að veita Spáni "milt" björgunarprógramm!

Tvær áhugaverðar bloggfærslur hjá aðilum sem fylgjast með þýskum fjölmiðlum, gefa sterka vísbendingu um að, viðbrögð þýsks almennings við fréttum frá sl. fimmtudag séu sterk neikvæð. Sl. fimmtudag samþykkti stjórn Seðlabanka Evrópu að bjóða ríkjum innan evrusvæðis í vanda, upp á kaup Seðlabanka Evrópu á þeirra ríkisbréfum án takmarkana - að gefnum tilteknum skilirðum. 

Umræðan í Þýskalandi virðist þó ekki fókusa á þau skilirði, sem eru töluvert erfið í reynd. Heldur á það, að kaup án takmarkana hafi verið samþykkt. Blásið sé upp sá ótti, að til standi að gera allar skuldir ríkja í vanda innan evrusvæðis að sameiginlegum skuldum allra, þar á meðal þjóðverja - með snjallri bakdyraleið. Að auki, sé verið verið að skapa í augum almennings í Þýskalandi sannfæringu þess efnis, að mikil verðbólga sé framundan, ef málið verði ekki stöðvað.

  • Það virðist að þó svo að yfirmaður "Bundesbank" hafi orðið undir í atkvæðagreiðslu í stjórn Seðlabanka Evrópu, virðist honum vera að takast að vinna almenningsálitið innan Þýskalands á sitt band.
  • Þetta getur bundið mjög hendur Angel Merkel, þegar kemur að því að ríkisstjórn Spánar fer með formlegum hætti, að leita eftir því að semja um björgunarpakka.
  • Með öðrum orðum, getur barátta Jens Weidmann, yfirmanns "Bundesbank" leitt til þess, að evrukrýsan þurfi að taka nýja dýfu - áður en yfir líkur.

Weidmann is winning the debate on policy

Carthaginian terms for Italy and Spain threaten Draghi bond plan

  • Með því að eitra huga Þýsku þjóðarinnar gagnvart því, sem þarf að gera ef evran á að geta lifað af.
  • Tryggir Weidmann líklega það, að áður en yfir líkur þurfa hlutir á nýjan leik - að fara alveg að bjargbrúninn, áður en loka samkomulag geti verið mögulegt.
  • Og ekki bara það, honum getur hugsanlega tekist að drepa evruna.

En ríkisstjórn Spánar sem lítur á björgunarprógrömm Írlands og Portúgals "sem hræðileg" fordæmi, vill tryggja að ef Spánn fer í björgun, þá verði það mun sársaukaminna prógramm.

Helst vill ríkisstjórn Spánar komast hjá því að þurfa að afhenda efnahagslegt sjálfstæði sitt til aðildarríkja evru, þ.e. hinna aðildarríkjanna - sem þýðir til Þýskal. einna helst.

Það er ekki síst einnig vegna þess, að það væri pólitískt séð mjög eytruð pilla, Mariano Rajoy veit, að það mun vera nær öruggt, að ef hann samþykkir sambærilegt prógram fyrir Spán, og t.d því sem Portúgal býr við eða Írland.

  • Þá nær hann ekki endurkjöri síðar meir - en einnig veit hann, að ef krafan um stífann niðurskurð verður eins hörð, og á þau tvö ríki.
  • Þá mun spænska hagkerfið spírala enn hraðar niður, og það líklega einnig mun triggja að hann geti ekki náð endurkjöri.
  • Þannig, að möguleika hans á endurkjöri - standa og falla með því, að honum takist, að ná fram mun vægari meðferð fyrir Spán.

En barátta Weidmanns, er líklega á sama tíma - að þrengja mjög möguleika ríkisstjórnar Þýskalands, til slíkrar eftirgjafar.

  • Þess vegna, virðist mér líklegt - að viðræður Spánar og aðildarríkjanna muni dragast á langinn.
  • Og þegar þær tafir verða ljósar, þá muni markaðurinn bregðast á ný neikvætt við.
  • Spennan muni aftur hlaðast upp - vaxtkakrafa Spánar og Ítaliu hækka stig af stigi.
  • Fjármagnsflótti aftur aukast frá S-Evr.

Enn frekari hagkerfisskaði verða á Evrópu, út af óvissunni - - en hún skaðar t.d. fjárfestingar, því aðilda halda að sér höndum þegar þeir vita ekki, hvað mun gerast í náinni framtíð. Geta ekki framreiknað.

  • Hætta er á því, að ríkisstjórn Spánar þurfi að bíða með samninga, þar til að evran er aftur mjög bersýnilega stödd á barmi hengiflugsins á ný.
  • Svo að, Merkel geti hugsanlega komið eigin fólki til að skilja, að þjóðverjar verði að færa fórnir til að evran lifi af.

Auðvitað veit ég ekki hve mikið bakbein Mariano Rajoy forsætisráðherra Spánar hefur, þó hefur hann ekki virst vera "gufa." Mig grunar, að hann muni klárt bíða töluvert lengur með að segja "já" við björgunarprógrammi.

Engin leið er þó að vita fyrr en á reynir, hvort hann hefur taugar til að - láta hlutina fara fram á barm hengiflugsins, svo hugsanlega það skapist möguleiki á að nægur þrýstingur hafi myndast, til að hann vinni fullnaðarsigur í málinu.

Þ.e. prógramm án verulega erfiðra skilyrða, en ef hann hefur ekki það sterka bakbein, mun Spánn lenda í sama niðurspíralnum óttast ég og Grikkland.

Og það mun enda ílla fyrir bæði Spán og Evrópu.

 

Niðurstaða

Umræðan innan Þýskalands virðist mjög erfið um tilboð Mario Draghi frá sl. fimmtudegi. En tilboð það er eins og áður hefur komið fram, skilyrt því að land hafi samþykkt formlegt björgunarprógramm. Seðlabanki Evrópu lofaði því, að hann myndi kaupa einungis svo lengi sem land stendur að fullu og öllu við sitt björgunarprógramm.

Það þíðir auðvitað að hver skilirðin akkúrat eru sem viðkomandi land nær að semja um, þegar það samþykkir björgun - - er lykilatriði.

Ef ríkisstjórn Spánar hefur ekki bakbein, verða þau eins slæm og þau sem hin löndin 3 hafa lent í. Sem þíðir gríðarlega harkalegar samdráttaraukandi niðurskurðaraðgerðir. 

En Spánn með þegar 25% atvinnuleysi, mun líklega lenda í upplausnarástandi ef atvinnuleysi eykst um mörg prósent til viðbótar.

Ég á við, að það sé algerlega krítískt að prógrammið sé miklu mun mildara í niðurskurði, honum sé dreift á mun lengri tíma sem sagt "not frontloaded." Hagkerfið fái frið til að rétta við sér, áður en megnið af niðurskurðinum komist til framkvæmda.

Spánn er í svo viðkvæmu ástandi, að harkalegur niðurskurður getur tel ég vel mögulega, framkallað sambærilegan niðurspíral og þann sem Grikkland er í.

Það myndi ekki enda vel. Ef endirinn á að vera betri, þarf Mariano Rajoy að hafa sterkt bakbein, og þora að láta málin fara aftur alla leið út á blábrúnina. Jafnvel, að vera tilbúinn til að taka skrefið alla leið og segja "bæ - bæ evra" ef ljóst verður, að þó hann sé að reyna allt þá sé ljóst að honum takist ekki að vinna það fram sem til þarf svo Spánn geti haldist innan evru.

 

Kv


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband