Sumir telja sig sjá fyrstu merki um vonarneista á evrusvæði!

Der Spiegel birti á fimmtudag pistil, sem vitnar í frétt útgáfu Financial Times í Þýskalandi, en þar var um helgina birt rannsókn á aðstæðum hagkerfa ríkja í vanda innan S-Evr., og telja skírsluhöfundar sig sjá fyrstu merki um viðsnúning, að aðgerðir séu farnar að skila árangri: .

Þeir enda að sögn Der Spiegel á mjög bjartsýnum nótum, að hagvöxtur sennilega snúi til baka á nk. ári.

Að evrusvæði gæti í framtíðinni orðið mikilvægt hagvaxtarsvæði.

Crisis-Hit Countries May Have Turned the Corner

"The study by the Association of German Chambers of Industry and Commerce (DIHK), commissioned by the Financial Times Deutschland newspaper, showed that the countries in crisis are becoming more competitive, based on two key indicators."

  • "According to the study, unit labor costs have fallen significantly in Greece, Ireland and Spain. Labor costs particularly fell in Greece, dropping by about 15 percent since 2010, according to the study."
  • "Deficits in national current accounts -- the difference between the value of exports and imports of goods and services -- are also shrinking in most countries. The report revealed that Greece reduced its current account deficit by 54 percent between 2008 and 2011. The country's exports have regained the level they had in 2007, even though the Greek economy has contracted by 27 percent since then."
  • "Spain and Portugal cut their current account deficits by 50 and 40 percent, respectively, between 2008 and 2011, according to the study. Italy managed to reduce its trade deficit to almost zero in the first half of this year as a result of rising exports and falling imports."
  • "The DIHK believes that efforts to make euro-zone countries more competitive will start to bear fruit in 2013. Likewise, the organization expects the euro zone to see growth of 0.7 percent in 2013, up from a 0.2 percent contraction in 2012, and predicts that Europe could even be a driver of global growth in the coming year. The expected uptick is also likely to benefit German exporters, the DIHK said, as 59 percent of German exports go to other EU countries."

Best að taka tillit til þess hverjir semja þessa greiningu - þ.e. aðilar á vegum Viðskiptaráðs Þýskalands, sem er nokkuð sambærilegt við það, að Samtök Atvinnulífsins hér, myndu vinna slíka könnun.

  • En þessar ályktanir eru að sjálfsögðu - alltof bjartsýnar.
  1. Málið er, að þó í vissum skilningi séu það góðar fréttir að viðskiptahalli þjóðanna í S-Evr. hafi minnkað, - - t.d. að hann sé helmingi minni í Grikklandi og Spáni, en hann var við upphaf kreppu; þá er það ekki nóg.
  2. En þessar þjóðir allar eru í dag með umtalsvert hærri skuldastöðu nú en við upphaf kreppu, mikið af henni við banka í öðrum löndum.
  3. Til að greiða uppsafnaðann skuldavanda við aðila utan eigin hagkerfa, þurfa öll þessi lönd - afgang af utanríkisviðskiptum, sem er nægilega stór - svo erlendar skuldir þeirra verði sjálfbærar.
  4. Það er t.d. ekki nóg fyrir Ítalíu, að ná viðskiptahalla í "0" heldur þarf Ítalía hagnað eða afgang af utanríkisviðskiptum, sem þíðir að Ítalía þarf enn að lækka laun töluvert, hagræða umtalsvert meira, framkalla töluverðan viðbótarsamdrátt í innlendri neyslu - - sama um öll hin löndin í vanda - - þetta bendir miklu frekar til þess að kreppan sé komin cirka í hálfleik, frekar en að hún sé við það að taka enda.
  • Annað sem vert er að hafa í huga, er að það er verið að ná þessari hagræðingu með "beinum launalækkunum" og það er samdráttaraukandi - þangað til að útflutningur nær að vaxa nægilega ásmegin, til að taka af slakann. En það mun taka tíma að gerast - töluvert meiri tíma en þessir ágætu Þjóðverjar telja. Þ.s. eins og ég sagði, það þarf í öllum þessum löndum umtalsverðan afgang af viðskiptum.
  1. Þá finnst mér sérkennileg ályktun að Þýskaland græði á því, vegna þess að þegar laun lækka þá dregur það úr eftirspurn innanlands í þessum löndum - sem þíðir minni innflutning, ergo - minna flutt inn til S-Evr. af þýskum vörum.
  2. Að auki, er minnkun eftirspurnar í þeim löndum að valda samdrætti í þeim hagkerfum, sem fækkar störfum í verslun t.d., þó svo að það megi ef til vill álykta að þau hafi verið orðin of mörg innan þeirrar greinar, eftir neyslubólu sl. áratugar. 
  3. Þessi hagkerfi þurfi einmitt á því að halda, að störf færist frá geirum sem snúast um innflutning yfir í geira sem snúast um útflutning - - en punkturinn sem verður að muna, er að meðan sú breyting á sér stað, þá eru nettó áhrifin "samdráttur" meðan störfum er að fækka í greinum sem var kominn ofvöxtur í, og útflutningur er farin að eflast, eflist hann ekki strax nægilega hratt til að stöðva að um heildarsamdrátt sé að ræða.
  4. Fræðilega - ef almenningur í S-Evr. hefur nægilegt umbyrðarlyndi fyrir aukningu atvinnuleysis, á grundvelli þeirrar vonar að ný störf séu farin að verða til í útflutningi, þannig að með tíð og tíma muni sú þróun styrkjast, aukinn útflutningur á einhverjum tímapunkti ná að framkalla viðsnúning. Þá má vera að aðferðin sem þjóðverjar halda að þjóðum S-Evr. gangi upp.

En sennilega erum við að tala um a.m.k. 2-3 ár til viðbótar í samdrætti í löndum í innlendri eftirspurn, það má vera að fyrstu merki um hagvöxt hefjist áður samdráttur í eftirspurn innanlands nær að klárast þannig að lífskjör haldi áfram að skreppa saman a.m.k. heilt ár eftir að fyrstu merki hagvaxtar gætir.

Það er einmitt stóra spurningin, hvað gerist?

  • Hefur almenningur þá þolinmæði að bíða meðan að þessi innri aðlögun fer fram?

Á Spáni finnst mér hugsanlegt að atvinnuleysi nái 30% áður en það fer að minnka.

Það mun örugglega enn bætast við nokkur prósent í atvinnuleysi í hinum löndunum, áður en einnig í þeim löndum, það getur farið að minnka.

Meðan lækka verð á eignum - því kaupmáttur minnkar - - > sem er ekki síst ástæða þess að menn óttast um stöðu bankanna í S-Evr.

Að auki fjölgar lánum í vanskilum örugglega a.m.k. um nk. 2 ár, jafnvel 3.

Ekki síst, samdrátturinn eykur fjárlagahalla ríkissjóða þessara landa.

Til að halda fjármálakerfinu í S-Evrópu uppi, til að brúa bilið - - verði að prenta peninga!

En einnig til að aðstoða við fjármögnun ríkissjóða S-Evr. landa, muni verða nauðsynlegt að prenta peninga.

Þeir ríkissjóðir - verði að fá að auka skuldir. En ef þeir eru knúnir til að leitast við að minnka þær, samtímis að hagkerfið er í miðjum klíðum að aðlaga sig - - þá lætur e-h undan fyrir rest.

 

Niðurstaða

Ég skil sosum að menn séu að leita eftir "von." Menn þurfa þá að gæta hófsemis í þeirri leit. Að viðskiptahalli hafi minnkað um helming, þíðir ekki að stutt sé í góðæri. Heldur að hinn helmingur viðskiptahallans á enn eftir að hverfa, en ekki einungis það - heldur þarf að auki að skapa nægilega stóran viðskiptaafgang. 

Öll löndin sem á sl. áratug á evrusvæði höfðu viðskiptahalla, og söfnuðu skuldum við aðila utan eigin hagkerfa með þeim halla á sl. áratug.

Þurfa á þessum áratug að ná fram a.m.k. jafnverðmætum afgangi, við þau verðmæti sem þau lönd sönkuðu að sér í skuld. Þ.s. að skuldir bera vexti, þarf afgangurinn í reynd að vera ívið stærri heldur en halli sömu landa var á sl. áratug.

Það er langt í frá að endimörk samdráttar í S-Evr. sé rétt handan við hornið, þau lönd eins og ég sagði eru í besta falli að nálgast "hálfleik."

Spennusagan - um það hvort almenningur í þeim löndum mun halda áfram að umbera versnandi atvinnu- og efnahagsástand; er langt í frá komin að niðurstöðu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Líklega fer ekkert að lagast í Suður Evrópu fyrr en neðri og mið millistétin verði að mestu horfin. Suður Evrópa hefur ekkert upp á að bjóða í framtíðinni nema ódýrt vinnuafl fyrir Evrusvæðið og þá hellst á pari við Kína.

Það er á hreinu að flest Evrulönd Suður Evrópu hafa ekkert að bjóða í formi hráefna, tækni og iðnaðarframleiðslu sem gæti réttlætt sömu lífskjör og Norður Evrópa.

Eggert Sigurbergsson, 31.8.2012 kl. 09:53

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það er alveg ljóst að ekki er grundvöllur fyrir sömu lífskjörum í S-Evr. og Norður. En ég myndi ekki rökstyðja það með þessum hætti. Málið er að mínu viti einfaldlega það, að út frá náttúrunnar hendir er S-Evr. mun fátækari. Þ.e. mun minna gjöfult landbúnaðarsvæði, einnig dýrara í rekstri. Mun minna af verðmætum hráefnum. Síðan vantar skipgengar ár - sem enn þann dag í dag Þýskaland og Frakkland njóta góðs af, en flutningar á ám og vötnum er enn ódýrasta flutningaaðferðin. Minni flutningskostnaður þíðir meiri samkeppnishæfni. Gjöfulli landbúnaðu viðheldur fjölmenni, en þ.e. pottþétt ástæða þess að N-Evr. er fjölmennari, það er einnig hluti af ástæðu fyrir meiri hagkerfisstyrk.

Sem sagt, nokkrar samhangandi aðstæður.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 31.8.2012 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband