29.8.2012 | 15:28
Efa við næðum nokkru sinni inn í evrun þó við reyndum okkar ítrasta!
Það er eiginlega sprenghlægilegt hve margir aðildarsinnar stórfellt vanmeta hve erfitt það er að komast inn í evruna. Sannarlega náði nokkur fjöldi ríkja inn í hana á sl. áratug. En þá voru hagkerfisaðstæður í umhverfinu sérdeilis hagstæðar. Það er - stöðugur uppgangur, sem einfaldaði hagstjórn, flýtti fyrir lækkun skulda, gerði mun auðveldar að ná þeim markmiðum sem krafa er um gerð.
------------------------------------------------------------
Convergence Criteria:
1. Inflation rates: No more than 1.5 percentage points higher than the average of the three best performing member states of the EU.
2. Government finance:
- Annual government deficit:
- The ratio of the annual government deficit to gross domestic product (GDP) must not exceed 3% at the end of the preceding fiscal year. If not it is at least required to reach a level close to 3%. Only exceptional and temporary excesses would be granted for exceptional cases.
- Government debt:
- The ratio of gross government debt to GDP must not exceed 60% at the end of the preceding fiscal year. Even if the target cannot be achieved due to the specific conditions, the ratio must have sufficiently diminished and must be approaching the reference value at a satisfactory pace.
3. Exchange rate: Applicant countries should have joined the exchange-rate mechanism (ERM II) under the European Monetary System (EMS) for two consecutive years and should not have devalued its currency during the period.
4. Long-term interest rates: The nominal long-term interest rate must not be more than 2 percentage points higher than in the three lowest inflation member states.
------------------------------------------------------------
Ísland á sl. áratug nokkrum sinnum uppfyllti nokkur ofangreindra skilyrða, þ.e. ríkisskuldir voru komnar niður í milli 20-30%, ríkið var rekið með afgang í góðærinu, og ríkið var með hagstæð lánskjör.
Erfiðasta skilyrðið er án vafa nr. 3, að halda gengi gjaldmiðils föstu, þá meina ég algerlega föstu - engar hreyfingar, í 2 ár.
En ekki skal vanmeta heldur skuldastöðu ríkisins upp á tæp 100%. Enn er halli.
Það verður einnig vandi að koma verðbólgu niður í það stöðuga ástand sem krafið er - ekki útilokað krefst mjög stífs aðhalds, þ.e. engar verulegar launahækkanir en alltaf hluti af þeim fer í verðlag, má ekki vera of mikill hagvöxtur - ekki of mikil eftirspurn, því hvort tveggja eykur verðbólgu.
- Ástæða að gengisfestu skilyrðið er erfitt, er að íslenska hagkerfið er stöðugt að sveiflast af mörgum ástæðum:
- Það veiðist meir eitt árið, minna það næsta.
- Verðlag á afurðum er gott eitt árið, verra það næsta. Þessi atriði geta farið saman eða á misvíxl.
- Ef stéttarfélögin neyða fram verulegar launahækkanir, hækkar það alltaf verðbólgu.
- Ef þ.e. öflugur hagvöxtur, þá skapar aukning eftirspurnar verðbólgu.
- Síðan getur verðbólga komið að utan, ef það t.d. hækkar olía, eða matvörur.
- Að lokum, eru það blessuðu gengissveiflurnar - en margir láta sem það sé eina ástæðan.
- Allir þessir þættir þurfa að hitta vel á samtímis. Heppni þarf að spila inn í.
- Að auki þarf þá krónan að vera fljótandi, þ.e. búið að losa um höftin áður en Ísland fær aðild að ERM II. Þannig, að þá er nauðsynlegt að hafa stórann gjaldeyrisvarasjóð til að verjast - öllum tilraunum markaðarins til að sveifla genginu.
- Það skapar sennilega stærstu hættuna - nefnilega þá, að krónan verði skotmark óprúttinna. En mér sýnist sérstakt tækifæri vera til að veðja gegn krónunni, þegar Ísland er að leitast við að halda genginu algerlega föstu í 2 ár.
- Þá neyðist Seðlabanki Íslands, til að beita uppsöfnuðum gjaldeyrisvarasjóð, til að verjast öllum slíkum atlögum, og í því felst einmitt hættan - að óprúttnir aðilar veðji gegn henni, til að ná til sín akkúrat þeim sjóði.
- Það er nefnilega afskaplega ólíklegt að unnt verði að safna svo digrum sjóð, að Ísland algerlega pottþétt varist öllum atlögum - - en fræðilega, getur það fengið lánsfé frá Seðlabanka Evrópu, í því skini að verjast slíku.
- Þá bætist það við sem hætta, að menn freistist til að ekki einungis verja öllum gjaldeyrisvarasjóðnum til að ná takmarkinu, heldur einnig til að skuldsetja ríkið - til að ná því.
- Og ef það bregst samt, óprúttnir ná af okkur hvoru tveggja lánsfénu og uppsöfnuðum sjóð. Og síðan félli krónan atlagan gegn henni tækist fyrir rétt. Þá sætum við eftir með sárt ennið - málið tapað a.m.k. í bili, landið aftur skuldsett.
- (Ath. Seðlabanki Evrópu ver einungis +/-15% vikmörk, ríkin sjálf verða að standa í kostnaðinum við að halda genginu algerlega föstu.)
Þörf á að endurtaka margra ára baráttu, þ.e. safna nýjum sjóð, og greiða að nýju niður skuldir.
Þess fyrir utan, að í annað sinn getur farið með sama hætti.
Svo má ekki gleyma, að til stendur að herða skilyrðin um inngöngu í evru!
Niðurstaða
Ég skrifaði þetta vegna þess að ég fékk eina af þessum "heiladauðu athugasemdum" sem var eittvað á þá leið "Göngum í ESB og málið er dautt." Mjög margir virðast halda að evran nánast fylgi með í pakkanum um aðild. Enda er umræðan þannig - ganga inn, taka upp evru. Fjöldi fólks virðist hafa tekið upp þá ranghugmynd. Að stóra skrefið sé aðild, hitt komi einhvern veginn af sjálfu sér.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jamm - en til hvers að taka upp evru ? Hér er fín grein: http://www.economonitor.com/lrwray/2012/08/29/minsky-and-mmt-in-the-news/
Hólmsteinn Jónasson, 29.8.2012 kl. 15:53
Yrðum við ekki óttaleg hornkerling í þessu Esbéi hvernig sem á það er litið?
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 29.8.2012 kl. 17:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning