Neikvæðar fréttir frá Spáni!

Á þriðjudag, er það staðfest skv. spænskum stjórnvöldum, að Spánn hefur verið í efnahagssamdrætti þriðja ársfjórðunginn í röð. Skv. niðurstöðu, mældist 0,4% samdráttur á 3. fjórðungi sem miðað við 12 mánuði telst vera 1,3% samdráttur. Í júlí mældist mesti fjármagnsflótti frá spænskum bönkum, sem hefur hingað til mælst í kreppunni, minnkuðu innistæður um 4,7% að sögn Seðlabanka Spánar. Síðan hefur nú Katalóníuhérað formlega óskað eftir 5ma.€ neyðarlánalínu frá spænskum stjórnvöldum.

Catalonia to tap 5 bln eur of Spanish state funds

Spanish recession darkens as country mulls bailout

Catalonia heightens Spanish debt fears

 

Mynd sem sýnir þróun bankainnistæðna á Spáni!

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/spain_deposit_flight.jpg

  • Þetta er mjög forvitnileg mynd, en þarna sést hve bankakerfið á spáni virðist hafa bólgnað alveg hreint ótrúlega skarpt út síðan kringum 2000.
  • Þarna sjást síðan einnig greinileg merki um upphaf flótta innistæðna frá byrjun þessa árs. 

Ef einhver efaðist að það hafi verið bankabóla á Spáni, þarf vart að efast um það lengur. En þetta er afskaplega myndarlegur margfeldisvöxtur innistæðna á einum áratug.

---------------------------------------

  • Katalónía er hagkerfi á stærð við Portúgal, héraðsstjórnin þarf að standa skil á 13,5ma.€ á þessu ári, sem fellur á gjalddaga og þarf að endurnýja. Heildarskuldir héraðsstjórnarinnar um 42ma.€.
  • Katalónía er u.þ.b. 20% af heildarhagkerfi Spánar, svo það munar töluvert um efnahagsvanda þess héraðs.
  • Áður hafa Valensía og Mursía héröð, óskað formlega aðstoðar. Valensía er með um 8ma.€ útistandandi í ár, meðan hið mun smærra Múrsía hefur útistandandi um 800milljón.€.  
  • Þetta gerir þó fræðilega allt að 23ma.€ sem geta fallið á spænska ríkið í ár. Þó verið geti, að einungis hluti upphæðarinnar endi á spænska ríkinu.

Það hefur verið fremur stirt samband milli ríkisstjórnar Spánar og stóru héraðanna tveggja þ.e. Katalóníu og Valensía.

Í dag sagði talsmaður héraðsstjónar Katalóníu frekar fílulega, daginn er hún lagði inn formlega umsókn um aðstoð:

"Francesco Homs, spokesman for the regional government, said it would not accept additional political conditions over budgetary measures already agreed with Madrid “because the money is Catalan money”"

Þetta er áhugaverð afstaða - en sannarlega streymir hluti skatttekna af öllu spænsku landi til Spænska alríkisins.

Þ.e. áhugavert að krefjast aðstoðar, í nafni þess að það sé einungis verið að sækja til baka "okkar peninga."

Segja um leið snúðugt, að héraðsstjórnin samþykki engin íþyngjandi skilyrði fyrir slíkri aðstoð.

En fyrir liggur að t.d. spænska ríkisstjórnin krefst þess að öll héröðin lækki eigin hallarekstur í um 1,5% af eigin tekjum. Sem líklega krefst harkalegra niðurskurðaraðgerða héraðsstjórna.

Þessi 2 stóru héröð, eru undir stjórn stjórnarandstöðunnar á Spáni, sem getur a.m.k. verið hluti skýringarinnar fyrir skorti á samvinnu við stjv.

Stjv. Spánar þurfa að ná koma beysli á hallarekstur héraðsstjórna - - annars er borin von að þau geti náð niður að nægilegu marki, hallarekstri hins opinbera á Spáni.

Katalónía og Valensía eru það stór, að mjög verulega myndi muna um það - ef ekki tekst að fá þær héraðsstjórnir til að sýna stjv. samvinnu í þeim aðgerðum.

Það myndi að sjálfsögðu ekki gleðja fjárfesta né stofnanir evrusvæðis, ef kemur í ljós að stjórnvöld Spánar ná ekki yfirlístum markmiðum um minnkun hallarekstrar hins opinbera.

 

Niðurstaða

Það kemur að sjálfsögðu engum á óvart að niðurstaðan á Spáni var efnahagslegur samdráttur á 3 fjórðungi ársins. Það sem er forvitnilegt er myndin að ofan, sem sýnir ótrúlegan vöxt innistæðna í spænskum bönkum á sl. áratug. Það er sterk vísbending þess, að bankarnir hafi einnig þanist þarlendis út í nærri því sambærilegu margfeldi. Það var ekki bara Ísland sem hafði bankabólu.

Með þetta í huga er það sjálfsagt skiljanlegt að fjárfestar séu skeptískir á stöðu spænska fjármálakerfisins, eftir ofvöxt og síðan það hrun á húsnæðismarkaði sem átt hefur sér stað á Spáni - í kjölfar einnar mestu húsnæðisbólu sem sést hefur í hinum vestræna heimi.

Vaxandi flótti innistæðna er skýrt óttamerki.

En einnig hættumerki fyrir spænska fjármálakerfið. 

En það írska lagðist einmitt á hliðina á sínum tíma, einnig í kjölfar hruns húsnæðisbólu - eftir að flótti innistæðna hafði staðið yfir í nokkurn tíma og grafið enn frekar undan fjárhagslegri stöðu írska bankakerfisins.

Óttin um það að spænska ríkið þurfi að aðstoða eigin banka með mjög kostnaðarsömum hætti, síðan minnkar tiltrú fjárfesta á stöðu spænska ríkisins.

Í reynd er spænska ríkið og spænska fjármálakerfið eins og tveir drukknandi menn á sama rekaldinu, sem vita að annðhvort fljóta þeir saman eða sökkva saman.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar, Eru Spanjólarnir kannski að fara sömu leið og Írar og íslendingar?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 29.8.2012 kl. 12:19

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það er það sem menn óttast.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.8.2012 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband