30.7.2012 | 22:07
"Ný von" - hefur einkennt síðustu 3 virka daga á evrusvæði!
Það virðast allir vera að bíða eftir "aðgerð" seðlabanka Evrópu, eftir að Mario Draghi sagði sl. fimmtudag:
""Within our mandate, the ECB is ready to do whatever it takes to preserve the euro. And believe me, it will be enough," ." - ""To the extent that the size of the sovereign premia (borrowing costs) hamper the functioning of the monetary policy transmission channels, they come within our mandate.""
En nk. fimmtudag er komið að næsta vaxtaákvörðunardegi, og þessi orð hafa vakið upp vonir á mörkuðum sem hafa nú í 3 virka daga samfellt hækkað verulega - heilt yfir mikil hækkun.
Sl. föstudag virtust einnig ímsum að Merkel og Hollande væru að taka undir með Draghi er þau sögðu í yfirlísingu:
"France and Germany are fundamentally tied to the integrity of the euro area. They are determined to do everything to protect it." - "European institutions ... must fulfil their obligations,"
Hvað svo sem þau áttu við með síðustu orðunum, hafa ímsir túlkað þau sem hvatningu til Seðlabanka Evrópu að standa sig nk. fimmtudag.
Síðan á mánudag sagði yfirmaður svokallaðs Evruhóps:
"Jean-Claude Juncker, head of the eurogroup of eurozone finance ministers, added to the sense of urgency by warning the eurozone had reached a decisive point and has no time to lose."
Ég tek alveg undir hans orð - að það sé enginn tími sem megi fara til spillis úr því sem komið er.
Þessi orð má einnig taka sem hvatningu til Mario Draghi.
Svo, kannski á að túlka viðbrögð undanfarinna daga - bjargaðu okkur Draghi!
Ég held að um ákvörðunardag Seðlabanka Evrópu gildi að fæst orð bera minnsta ábyrgð, en mikil umræða er í fjölmiðlum um það hvað hugsanlega Seðlabankinn gerir.
En svo alvarleg er staðan á evrusvæði orðin, að þetta hreinlega má ekki klikka.
Það hefst sennilega nærri um leið, hraður fjármagnsflótti frá Spáni, ef upplifun markaðarins er að útspil Draghi sé ekki það sem dugar til að halda málum á floti a.m.k. e-h lengur.
Á sama tíma er drama í gangi á Grikklandi!
Fulltrúar svokallaðrar "Þrenningar" hafa verið á fundi með ríkisstjórn Grikklands nú í nokkra daga, og útlit er fyrir að samþykkt verði allur sá niðurskurður sem fram á að fara skv. fyrirmælum þrenningarinnar.
En skv. nýjustu fréttum, er þó enn svo að vinstriflokkarnir tveir eru að hanga á að Grikkland þurfi meiri tíma - að algeru lágmarki. Formenn PASOK og Lýðræðislegs Vinstri tala um að dreifa niðurskurðinum yfir 2 ár til viðbóta.
Greece Pushes for Extension as It Works on Cuts
En það myndi krefjast fekari lána frá aðildarríkjum evrusvæðis, í reynd að búin væri til "Björgun 3."
Ekki t.d. lét Wolfgang Schäuble líklega að eftirgjöf væri í boði - eftirfarandi var haft eftir honum sl. föstudag:
"Asked about Greek hopes to renegotiate the terms of its 130bn rescue package, he said the programme was already very accommodating. I cannot see that there is any room for further concessions."
Skv. frétt Telegraph: ECB could take haircut on Greek bonds in 'last chance' plan - er farið að ræða hvort Seðlabanki Evrópu skuli afskrifa að hluta skuldabréf Grikklands í eigu bankans. Ekki veit ég þó hvað eða hvort nokkuð er hæft í því.
En þ.e. augljóst að Grikkland þarf frekari afskriftir.
Þar sem opinberir aðilar eiga nú megnið af skuldum gríska ríkisins í eigu aðila utan Grikklands, þá er ljóst að það eru einmitt hinir opinberu aðilar sem þá þurfa að afskrifa.
Mér sýnist of snemmt að segja neitt frekar um málið að sinni.
Bresk stjv. halda t.d. fram að Grikkland geti orðið greiðsluþrota í september, ef meiri peningur kemur ekki til.
Það væri mjög áhættusamt fyrir evrusvæði að heimila gjaldþrot Grikklands - því það myndi rjúfa regluna um það að ekki sé unnt að yfirgefa evruna.
Þá er evran allt í einu - einungis vel skorðað gjaldmiðilssamstarf.
Varasamt fordæmi sem það myndi búa til - þ.e. ef maður hugsar út frá hagsmunum evrunnar.
Niðurstaða
Mér finnst skýna í töluverða örvæntingu í þeirri vonarbylgju sem nú gengur yfir, er enn í gangi. En ef ákvörðun Seðlabanka Evrópu telst ekki vera næg, til að lyfta upp ástandinu a.m.k. um sinn, tryggja framtíð evruna a.m.k. á næstunni. Þá held ég að fyrst hefjist örvæntingin fyrir alvöru.
Evran er komin mjög nærri einhvers konar atburðarás sem ekki getur verið unnt að stöðva, ef fer af stað.
Ef það verða vonbrigði nk. fimmtudag má jafnvel svo vera, að evrusvæði brotni upp inna örfárra vikna þaðan í frá.
Svo ég skil að menn býði nú í ofvæni og séu a.m.k. eitthvað vongóðir í ljósi sterkra ummæla Draghis frá því um daginn.
------------------------
Bendi á áhugaverða grein á vef Der Spiegel, en skv. því er langt í frá einhugur að baki stefnu Draghi innan Seðlabanka Evrópu, þannig að vel hugsanlegt er að hann nái ekki fram því sem hann hefur í huga:
ECB Divided over Efforts to Save Euro
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.7.2012 kl. 10:53 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 857479
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er eitthvað svakalega stórt í uppsiglingu. Hvort það verði jákvætt eða neikvætt verður að koma í ljós.
Sjá http://soberlook.com/2012/07/did-draghi-act-on-his-own.html og http://www.spiegel.de/international/business/mario-draghi-s-new-euro-rescue-plans-sow-strife-in-ecb-council-a-847129.html
Bragi, 30.7.2012 kl. 23:54
Já, líklega verður stór atburður á næstunni á annan hvorn veg.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 31.7.2012 kl. 01:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning