24.7.2012 | 04:05
Spánn er að renna framaf bjargbrúninni!
Eins og kom fram í öllum fjölmiðlum á mánudag, varð mikil "eitrun"/"contagion" í tengslum við Spán þann dag. Stórt verðfall varð á bæði verðbréfamörkuðum, sem og að vaxtakrafa Spánar og Ítalíu hækkaði. Samtímis féll vaxtakrafa landa sem njóta ívið meira trausts.
Sýnir að fjármagn var að leita úr óöryggi í "öryggi."
Þannig að verð bréfa þaðan sem fé er á flótta, þau féllu.
En verð bréfa, þar sem öryggi er enn talið ríkja að einhverju leiti, þau hækkuðu.
Evran verðféll.
Verðfall á mörkuðum!
Evran féll gagnvart dollar, og virðist hafa endað daginn á 1.2130$.
Og eftirfarandi markaðir féllu:
- Breski FTSE 100 -2.1pc.
- Franski CAC -2.9pc.
- Þýski DAX -3.2pc.
- Spánski IBEX -1.1pc.
- Ítalski MIB -2.8pc.
Verðfall spánskra og ítalskra ríkisbréfa, en krafan fór í 7,56% fyrir 10 ára spönsk bréf, en þ.s. talið er enn verra, að krafan fyrir 2 ára fór í 6,53%.
En þegar minnkar bilið milli langtímaskulda og skammtíma, er það talið sýna að skammt sé í að markaðir lokist alfarið fyrir bréf viðkomandi ríkissjóðs.
En þetta er klassísk vísbending frá hagsögunni, að bilið kostnaðarlega milli langtíma og skammtímaskulda minnki, að viðkomandi land sé við það að verða gjaldþrota.
Investor fears rise over Spain:"The dominant European clearing house for settling bond trades, LCH.Clearnet raised the margin, or extra deposit, it requires from clients to hold some Spanish and Italian government debt..."
Þetta er enn ein vísbendingin að skammt sé eftir - en LCH Clearnet er markaðsráðandi fyrirtæki í sinni grein, með kringum 50% markaðshlutdeild í Evrópu innan sinnar sérgreinar.
Það þíðir að LCH stýrir verðum í reynd - þegar það hækkar þóknun sem það tekur fyrir að fullvinna færslur fyrir aðila á markaði, þegar í hlut á viðskipti með bréf tiltekins aðila sem talinn er há-áhættu.
Þá sýnir reynslan frá hruni Írlands, Grikkland og Portúgals - að fjárfestar velta þeim kostnaði í verðlag fyrir þau tilteknu bréf.
Þetta á því eftir að hækka kröfuna fyrir spænsk bréf - enn frekar.
Verður forvitnilegt að fylgjast áfram með hvað gerist í þessari viku.
En krafan fyrir 10 ára, gæti farið að klifra í átt að 8%, hugsanlega jafnvel alla leið þangað fyrir vikulok.
Spánn er að renna hratt í átt að bjargbrúninni!
Spænsk yfirvöld eru á barmi örvæntingar!
Eftir hádegi í gær, settu spænsk yfirvöld á bann við svokölluðum skortsölum, sem kemur í veg fyrir að aðilar á markaði geti tekið stöður gegn bréfum Spánar.
Við það hífði markaðurinn sig eitthvað upp gagnvart Spáni - var sem sagt kominn enn lægra um tíma, en ofangreindar tölur sýna.
Á hinn bóginn, að ef aðilar á markaði geta ekki nýtt sér stöðutökur af slíku tagi, til að lækka áhættu sína - þá líklega selja þeir sín bréf frekar í auknum mæli.
Bréfin falla einnig í verði, ef markaðurinn er að selja.
"Wolfgang Schäuble, Germanys finance minister, will meet Luis de Guindos, his Spanish counterpart, in Berlin late on Tuesday, but ministry officials would not comment except to say they would talk about the future in Spain."
Það væri gaman að vera fluga á vegg, þegar þessir tveir fjármálaráðherrar ræðast - en Guindos er líklegur til að ítreka beiðni um það, að ríkisstjórn Þýskalands heimili Seðlabanka Evrópu að hefja massív kaup á ríkisbréfum Spánar.
Það er einnig til staðar þrýstingur frá ríkisstj. Ítalíu um svipuð kaup á ítölskum ríkisbréfum.
Hingað til hafa þýsk yfirvöld staðið þver gegn slíkum hugmyndum.
Moody's tilkynnti síðan undir lok dags að kjarnaríki evrusvæðis hefði verið færð yfir á neikvæðar horfur!
Germanys Aaa Outlook Is Changed to Negative With Netherlands by Moodys
Einungis Finnland af aðildarlöndum evrusvæðis er nú á stöðugum horfum. Áhugavert það.
"Germany, the Netherlands and Luxembourg had the outlooks for their Aaa credit ratings lowered to negative by Moodys Investors Service, which cited rising uncertainty about Europes debt crisis."
Moody's bendir á að hættan á brotthvarfi Grikklands úr evru hafi aukist.
Samtímis fari hættan sívaxandi á því, að kjarnaríki evrusvæðis neyðist til að grípa til kostnaðarsamra aðgerða, til að halda Ítalíu og Spáni á floti.
Svo Moody's metur að þeirra horfur séu ekki lengur stöðugar - en Finnland virðist njóta afstöðu sinnar ríkisstjórnar, sem hingað til hefur verið gallhörð á því að þverneita að samþykkja nokkurn hinn minnsta kostnað fyrir finnska skattgreiðendur.
Markaðir eiga sjálfsagt eftir að bregðast neikvætt við þessum fregnum á þriðjudag.
---------------------------
Að lokum á mánudag koma yfirlísing frá þýskum yfirvöldum, að ekki komi til greina að lána Grikklandi meiri peninga.
Því er hafnað að til greina komi að slaka í nokkru hinu minnsta á kröfum til grískra yfirvalda um niðurskurð útgjalda.
Ég sé ekki Grikkland framkvæma þann niðurskurð.
Svo ég á von á að nú raunverulega sé Grikkland að stefna í þrot!
Niðurstaða
Þannig var mánudagurinn, vaxandi hræðsla og paník. Það eina sem ég get mælt með, er að fólk veiti fréttum áfram fyllstu athygli. Svo það missi ekki af syrkusnum.
En ef það verður ekki mjög fljótlega einhvers konar yfirlísing um aðstoð við Ítalíu og Spán - sem markaðir eru til í að kaupa.
Þá fara hlutir fyrir bæði löndin að líta afskaplega ílla út, og eru þeir nú þegar ansi ljótir. En vont fer hratt versnandi.
Maður virkilega vildi nú vera fluga á vegg, þegar fjármálaráðherrar Spánar og Þýskalands hittast. En Spánn þarf að beita einhverju meira en fortölum, ef á að takast að fá Þýskaland til að beyja svo mikið sem nöglina á litla fingri.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:13 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 857479
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eru ekki þarna farin að takast á hin ósamræmanlegu efnahagskerfi norður og suður Evrópu? Syðstu ríkin eru með allt niður um sig en nyrsta ríkið Finnland heldur sínum horfum vegna þess að að Finnar hafa ekki viljað dragast inn í þessa hringiðu, munu Þjóðverjar ekki herðast enn frekar þegar þeirra horfur eru orðnar neikvæðar?
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 09:32
Þjóðverjar hafa hingað til verið mjög gætnir um það að samþykkja stærri skuldbindingar en þeir telja sig ráða við. Það er ekki óliklegt að þeir verði enn tregari en ella eins og þú segir.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 24.7.2012 kl. 11:40
Sæll Einar, nú berast þær fréttir að Katalónía þurfi að leita eftir fjárhagsaðstoð frá Spænska ríkinu, það lítur út fyrir að það sé að styttast í hengiflugið hjá Spáni.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 18:09
Katalónía stærsta og ríkasta héraðið. Það er stór biti ofan á bankabjörgun.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 24.7.2012 kl. 22:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning