Evran er orðin að hengingaról fyrir Evrópusambandið!

Ég rak mig á litla frétt á eyjunni, sbr. : Samningsafstaða Íslands í gjaldmiðilsmálum kynnt ESB og verður opinber á næstunni. Þar kemur fram að búið er að móta kröfugerð samninganefndar Íslands þegar kemur að hugmyndum um upptöku evru í stað krónu sem allra - allra fyrst. Skemmtilegt einnig að Már Guðmundsson fer fyrir hópi sem mótar þær hugmyndir. Áhugavert í ljósi þess, að Seðlabankinn á víst að vera ópólitísk stofnun, að Seðlabankastjórinn komi svo mikið að svo hápólitísku máli. Sem er svo mikilvægur þáttur í stefnumótun ríkisstjórnarinnar.

Það sem er þó áhugaverðast í þessu er tímasetningin!

  • En evrukrýsan hefur aldrei verið verri.
  • Ekkert bendir til að hún batni á næstunni.
  • Mun meiri líkur en minni virðast í þá átt, að mál versni frekar en hitt.
  • Mjög sýnilega rýkir vaxandi örvænting meðal evrusinna á meginlandi Evrópu.
  • En einhvern veginn, ætla íslenskir evrusinnar að halda áfram sínu striki.
  • Greinilegt að þeir kjósa að trúa því að núverandi vandi - sé tímabundinn.
  • Hann verði leystur!

Ljóst er að þeir eru ekki búnir að skipta um skoðun á evrunni - þrátt fyrir allt sem hefur á gengið!

 

Evran er hið mesta furðuverk!

Einfalt mál - flest bendir í dag til þess að það hafi verið mistök, stórfelld mistök, að setja evruna á stofn. Auðvitað er ástæða þess hve mál eru slæm, að stjórnendur ríkja gerðu mistök. En síðan er klárt einnig, að mjög margvísleg mistök voru gerð af þeim sem stýrðu peningamálum á evrusvæði á sl. áratug. Ríkin hefðu öll þurft að reka sig á sambærilegum standard og tja, Þýskaland. En hvað um það, meðlimaríki í vanda tóku ekki upp þýska hagstjórn, þess fyrir utan að það geta ekki allir haft jákvæðann viðskiptaafgang, eða hvar eru þeir markaðir - Plútó, Merkúr?

Það hefði þurft að vera regla um viðskiptajafnvægi, en það er ekki víst að henni hefði verið fylgt, skuldsetning landa sem voru og hafa verið með halla er að reynast sú hengingaról sem evran sennilega hrynur á. En hvað um það, við erum stödd þar sem við erum stödd.

Útkoman virðist vera - að betra hefði verið fyrir Evrópu - betra hefði verið fyrir ESB - betra hefði verið fyrir heiminn allan, að ef evran hefði aldrei verið sett af stað, að það hefði verið hætt við evruna á sínum tíma - að ekkert hefði orðið af henni.

Einfalt mál - að vegna þess ástands sem skapast hefur, er sjálft Evrópusambandið í stórhættu.

Vandinn á evrusvæði er ekki einungis að grafa undan hagkerfi Evrópu, skapa hættu á fjöldagjaldþrotum aðildarríkja evru - - heldur getur í kjölfarið sjálf hugmyndin um ESB liðið undir lok.

Þetta er meira að segja viðurkennt af sjálfum Jacques Delors - sem ásamt Helmut Schmidt skrifar formála að mjög merkilegri nýlegri skýrslu, þ.s. allt er viðurkennt:

Completing the Euro - A road map towards fiscal union in Europe

"Today, the members of the “Tommaso Padoa-Schioppa Group” consider that the European social contract is at risk. A break-up of the euro area can no longer be excluded. We are concerned that a possible process of monetary disintegration, once started, could prove impossible to stop and would therefore run the risk of leading to the process of political and economic disintegration in the euro area and the European Union." - bls. 1 í skýrslu.

Delors er enginn smá karl, var sennilega áhrifamesti framkvæmdastjóri Framkvæmdastjórnar ESB nokkru sinni, sá sem var framkvæmdastjóri þegar Evrópubandalagið varð að Evrópusambandinu, þegar svokallaður Maastricht sáttmáli um ESB var gerður - 4 frelsinu var formlega hleypt á stokk.

Undir Delors voru stór skref stigin - og hann sér fram á, að vegna evrunnar, geti allt það verið unnið fyrir gýg.

 

Ég bendi einnig á mjög merkilega skýrslu AGS sem kom fram í vikunni, þ.e.: 

Greiningarskýrsla AGS á ástandi mála á evrusvæði! .

"50. The financial and economic environment continues to deteriorate. Investors are
withholding funding from member states most in need, moving capital to safe havens and driving risk premiums to new records. Demand is weakening and unemployment increasing across the euro area. Lower growth and heightened market stress are compounding the difficulties in reducing debt burdens. The risk of stagnation and long-term damage to potential growth will increase as unemployed workers lose skills and new workers find it difficult to join the active labor force."

Þarna kemur fram að evrukrýsan heldur áfram að stöðugt vinda upp á sig, það kemur skýrt fram í skýrslu AGS að ástandið er orðið mjög varasamt - að hreinlega allt heimshagkerfið er undir. En þeir vara við því, að ef allt fer á verri veg - skellur á heimskreppa.

Evran er því einnig við það - að leggja peningahagkerfi heimsins í rúst.

En það hefur ekkert upp á sig - að verja evruna á þeim grunni, að allt hefði verið í lagi ef fjöldi aðila hefði ekki gert mistök, þau voru gerð - og ekkert sérstakt bendir til þess að þau væru ekki gerð aftur, ef unnt væri að færa klukkuna aftur um áratug.

Önnur tilvitnun úr skýrslu Tommaso Padoa-Schioppa hópins.

"During the first decade of the common currency,

  • price differentials in the euro area were more persistent than initially foreseen.
  • As a consequence, the interest rate set by the European Central Bank was “one size fits none”:
  • it had adverse and even self-enforcing pro-cyclical effects on most Member States.
  • This led to excessive cyclical divergences and imbalances.
  • The real exchange rate effect did not trigger a sufficient degree of price convergence and thus failed to stop the imbalances.

Allt það sem evran átti að stuðla að gekk ekki eftir sbr.:

  • Að hagkerfin færðust nær hverju öðru, það öfuga gerðist að munurinn milli þeira óx.
  • Verð áttu að verða líkari milli landa, þess í stað færðust þau í sundur munur milli verðbólgu óx frekar en hitt miðað við áratuginn á undan, þannig að svæðisbundin verðbólga viðhélst lækkaði ekki, sem setur allar fullyrðingar evrusinna nokkurn veginn á haus.
  • Evran skóp mikla aukningu á efnahagslegu ójafnvægi milli aðildarlandanna, en fram kemur í skýrslu AGS, að ójafnvægið hafi orðið svo ristastórt að nam 40% af heildarþjóðarframleiðslu svæðisins þ.e. samanlagður viðskiptahalli innan svæðisins er hlóðst upp 20% og auðvitað viðskiptaafgangurinn einnig 20% - - þetta er ekkert annað en efnahagsbóla. Í dag er þetta skv. AGS skýrslunni minnkað um helming þ.e. 10% á móti 10%, lagt saman 20%. Það þarf einnig að hverfa, skv. því er samdrátturinn cirka hálfnaður. En í reynd þarf hann að vera ívið meiri, þ.s. skuldirnar sem upp hafa hlaðist bæta við framtíðar kostnaði sem þarf að greiða. Nema auðvitað að þau lönd - verði einfaldlega nett gjaldþrota, sem alls ekki er ólíkleg útkoma úr því sem komið er.
  • Þegar tekið er tillit til efnahagsbólunnar á evrusvæðinu sem búin var til með viðskiptaafgangi vs. viðskiptahalla sem fjármagnaður var ósjálfbært með skuldsetningu landanna með hallann, hverfur alveg hinn meinti aukni hagvöxtur sem átti að fylgja evrunni, en ég bendi einnig á mjög merkilega skýrslu OECD frá 2010:  OECD economic survey 2010. Mjög skemmtileg myndræn framsetning OECD á bl. 8. En skírsla OECD er mjög áhugaverð, þess vegna setti ég bookmark á hana á sínum tíma, en hún er einnig áfellisdómur yfir hagstjórn evrusvæðis á sl. áratug. Skv. myndinni á bls. 8 þá voru raunstýrivextir að meðaltali neikvæðir fyrir: Írland, Ítalíu, Grikkland, Portúgal og Spán. Einmitt ríkin í vanda.
  • Þegar tekið er tillit til upphleðslu skulda, en megnið af viðskiptahallanum innan svæðisins var tekin upp á krýt, og löndin sem voru með afganginn á sl. áratug eiga megni til einnig þær skuldir; þá eru efnahagleg áhrif evrunnar klárt NEIKVÆÐ.
  • En þessar skuldir íta nú löndunum sem tóku lánin, niður fyrir þá efnahagslegu stöðu er þau voru í, áður en evran var sett á fót.
  • En málið er að, mjög líklega munu löndin hinum megin við línuna, þau sem eiga skuldirnar, einnig lenda á verri stað fyrir rest en áður en evran var upp tekin, því það er svo ljóst nú að löndin í skuldavanda stefna mjög raunverulega í gjaldþrot - í því hruni sem þá kemur, munu löndin í N-Evr. einnig verða fyrir miklu efnahagslegu höggi. Líklega vera sjálf knúin til að koma eigin bönkum til bjargar - sjálf líklega að lenda í skuldavanda, ekki öll - en t.d. Þýskaland.


Í sl. viku varð ljóst að Spánn er ekki að bjargast! Grikkland er aftur í vandræðum! Sennilega "terminal."

Vaxtakrafa fyrir spönsk ríkisbréf er aftur orðin eins há, og hún fór hæst áður en tilraun var gerð fyrir skömmu síðan, að sjóða saman einhvers konar útfærslu að björgun Spánar. Því miður síðan að það samkomulag var gert, hafa krytur komið upp um hvað það samkomulag akkúrat þíðir. Angela Merkel o.flr. virðast hafa dregið í land - í reynd kom í ljós að skv. túlkun forseta Frakklands, þá braut hún þýsku stjórnarskrána. En hún má ekki samþykkja skuldbindingu á eigin þjóð vegna skulda annarra, nema að þýska sambandsþingið samþykki formlega áður - skv. úrskurði Stjórnarskár Dómstóls Þýskalands frá sl. hausti.

  • Klárt er að framvinda Spánar algerlega gersamlega skortir trúverðugleika.

En annað gerðist einnig, að á föstudag tilkynnti Seðlabanki Evrópu, að hann myndi loka á Grikkland. Nú um helgina liggur fyrir - að AGS mun ekki frekar taka þátt í tilraunum til að bjarga Grikklandi. Grikkland er því á leiðinni loksins í þrot - sennilega í lok sumars, eða snemma í haust.

Seðlabanki Evrópu lokar á gríska banka / Vandi Spánar nær nýjum hæðum!

Eins og kemur fram í færslunni minni frá því á laugardag, þá mun Seðlabanki Evrópu frá og með 25. júlí nk. loka á neyðarlán til grískra banka - en skv. tilkynningu ECB þá munu grísk ríkisbréf ekki lengur vera gild veð. Í staðinn eru þá grísku bankarnir háðir ELA (Emergency Liquidity Assistance) en það er í reynd á kostnað eigin ríkissjóðs - en það virkar svo að í gegnum "Target2" millifærslukerfi Seðlabanka Evrópu, getur t.d. Seðlabanki Grikklands sem starfar sem eining innan seðlabankakerfi Evrusvæðis, fengið lán frá þeim seðlabanka innan kerfisins sem á lausafé, sá tekur þá við skuldabréfi á gríska ríkið á móti. En það má vel vera, að "Bundesbank" sem hefur verið helsta uppspretta slíks fjármagns - taki einnig þá ákvörðun að loka á Grikkland. Þá lokast einnig sú leið grísku bankanna að fá fé í gegnum ELA.

Þetta þíðir einfaldlega að Grikkland stendur nú loks fyrir hruninu sem við höfum svo lengi verið að bíða eftir.

  • Og það er engin smá hætta - en menn segja gjarnan, að evran geti lifað af hrun Grikklands.
  • Sumir hugsa þetta svo, að gera "example of Greece" þ.e. að láta Grikkland hrynja, geti sýnt þjóðum innan evrunnar fram á, afleiðingar þess - að gera ekki þ.s. þeim er uppálagt. Hugmyndin að Grikkland verði svipa.
  • En það væri grundvallarbreyting á eðli evrunnar - ef Grikkland fer út, því að sjálfsögðu fer Grikkland ekki út úr ESB. En þá er rofin og það að sjálfsögðu endanlega reglan að ekki sé unnt að yfirgefa evruna.
  • Það skapar fordæmi - sem ég held að sé mun hættulegra að búa til, en að í staðinn að taka þá ákvörðun að semja við Grikki um mildun svokallaðrar björgunaráætlunar.

En sú freisting hlýtur að vaxa að fylgja í kjölfar Grikkja - en að sjálfsögðu verður Grikkland þá ekki að efnahagslegum gíg, við sáum það mjög vel hér á Íslandi að Ísland varð ekki hið nýja tínda Atlantis af völdum hrunsins í október 2008.

  1. Meðan á öllu þessu gengur, magnast fjármagnsflótti frá S-Evr. til N-Evr. stöðugt, mjög merkileg breyting hefur átt sér stað sl. 2 mánuði, að mjög mikil lækkun hefur orðið á vaxtakröfu Frakklands.
  2. En Frakkland nýtur ekki allt í einu aukist trausts. Það sjálft verður gjaldþrota ef Spánn og Ítalía verða það. Svo þarna er eitthvað annað í gangi. Erlendir fjölmiðlar sem sérhæfa sig í fréttum af mörkuðum. Telja að fjármagn sé sl. 2 mánuði að leita í miklum mæli frá Spáni til Frakklands.
  3. Það þíðir einfaldlega að það sem við sáum síðustu mánuðina fyrir hrun írska bankakerfisins er að endurtaka sig í mun stærri stíl á Spáni. Að fjárfestar vita af því, sést á þróun vaxtakröfunnar fyrir spænsk ríkisbréf.
  4. Það stefnir bersýnilega í sambærilegt hrun í spænska bankakerfinu, og þá er Spánn orðinn að Írlandi í nokkrum veldum - en með mun meira atvinnuleysi og mun minna skilvirkt hagkerfi.
  • Það getur því orðið mjög freistandi fyrir Spán að fara þá leið, að taka upp á ný eigin gjaldmiðil.
  • Evrusinnar munu hnussa, að það sé úrelt leið að leysa mál með verðbólgu, en þeir virðast hafa sett verðbólgu á stall með verstu hlutum sem geta orðið við hlið á drepsóttum og styrrjöldum.
  • En nýr Pesó með fullu seðlaprentunarvaldi, getur gert spænskum stjv. það mögulegt með gersamlega sama hætti og gert var í Bandaríkjunum af "Federel Reserve" og í Bretlandi af "Bank of England" að endurfjármagna bankana. Í gegnum fjármögnun með prentun. Kostnaður sannarlega er einhver verðbólga - - en berum það saman við djúpa kreppu í stíl við kreppuna miklu á 4. áratugnum, sem Spánn annars stefnir þráðbeint inn í, ásamt vaxandi hættu á félagslegum öfgum og jafnvel upplausn. Já auðvitað - allt er skárra en verðbólga :(
  • Spænsk stjv. verða greiðsluþrota út á við, því verður ekki forðað úr þessu - hvort sem er!

Ítalía mun líklega lenda í vandræðum mjög hratt í kjölfar þess að ljóst verður að Spánn mun ekki ná að höndla sinn vanda innan samhengis evrunnar.

Ítalía getur því einnig fljótlega í kjölfarið yfirgefið evruna! Sem einnig þíðir gjaldþrot út á við.

Þá verður Frakkland einnig gjaldþrota. Öll S-Evrópa þá verður það. Belgía einnig.

Mesta og langsamlega dýrasta þjóðargjaldþrotahrina heimssögunnar! Í boði evrunnar!

 

Niðurstaða

Það sem pólitíkusar á evrusvæði ættu að ræða á nk. fundi, er hvernig með sem skilvirkustum hætti og með sem minnstu tjóni - verður evran slegin af. En ljóst virðist að vilji er ekki til staðar að feta þau spor sem bæði AGS og Delors segja nauðsynleg til að bjarga evrunni.

Þá einfaldlega bjargast hún ekki - en á sama tíma er ljóst, að stjórnlaust endanlegt hrun hennar er dýrara, en að ef hún væri tekin niður í samkomulagi og undir stjórn aðildarríkjanna.

Það getur verið einfaldlega þannig, að aðildarríkin á einhverjum stórum neyðarfundi þ.s. allir eru á staðnum, taka ákvörðun um - -  að setja á höft á fjármagnshreyfingar innan svæðisins.

Á sama tíma - er hverju landi fyrir sig heimilað að prenta evrur, sem þá verða sérmerktar með merki hvers lands fyrir sig.

Þá munu þessar evrur fljótlega  hafa mjög mismunandi verðgildi.

Að auki verði samþykkt á sama fundi, að hvert land greiði af sínum skuldum með þeim evrum sem það býr til - - það verður form skulda-afskrifta, því þá verðfalla þær skuldir hressilega sem eru við ríki í vandræðum.

Að lokum, að bankareikningar í hverju landi fyrir sig, verði héðan í frá í evrum hvers lands fyrir sig.

Þá er eins og hendi sé veifað - kominn einn gjaldmiðill fyrir hvert land. En evra X,Y,Z er ekkert annað en nýr gjaldmiðill.

Síðan þegar hverri þjóð hentar, er nýr gjaldmiðill prentaður.

--------------------------------------

Hér er mjög merkilegt plagg sem ég hvet alla til að lesa:

Disastrous bond yields

Þessi ritgerð kemur með mjög merkilega greiningu á tengingunni milli skuldatryggingaálags og þróunar vaxtakröfu skuldabréfa ríkissjóða.

Niðurstaðan er að þegar skuldatryggingaálag nær rúmlega 300 punktum, fari þaðan í frá vaxtakrafan hækkandi eftir því sem sýn á gjaldþrotshættu verði ríkjandi faktor í augum fjárfesta.

"Spanish and Italian government bonds became positively correlated with their respective equity markets around the time of the first Greek bailout in 2010." - "Correlation between French bonds and equities switched to positive in 2012 as default probability rose." 

Ennþá er vaxtakrafa Frakklands þó lág, en þessi greining sýnir fram á að það sem ég sagði að ofan er rétt, að hættan tengd Frakklandi hefur síst minnkað.

Í reynd fer hún vaxandi, en akkúrat þessa stundina í samhengi Spánar og Ítalíu, lýtur Frakkland skárr út. En það getur breyst mjög - mjög skyndilega.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar. Er þetta ekki að stefna í það að verða stjórnlaust? eru ekki að verða síðustu forvöð fyrir stjórnendur Evrunnar að sigla henni í controlled crash, er ekki að verða hætta á því ef það eru reynt að klína fleiri pólitískum skóbótum á þetta allt saman að það afskræmi draslið enn meira og uncontrolled crash verði ennþá dramatískara? 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 22.7.2012 kl. 15:46

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sæll Kristján, lestu plaggið sem ég var að finna á netinu, og bætti við neðst að ofan.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.7.2012 kl. 15:59

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Skyldi hann Már Guðmundsson hafa hugsað út í allt þetta?

Jón Valur Jensson, 22.7.2012 kl. 16:36

4 Smámynd: Ómar Gíslason

Er ekki evrunni best líst sem úldið kjöt - ef þú borðar það færðu niðurgang!
Lengra nær nú ekki þessi frábæra mynt, ef mynt skildi kalla.

Ómar Gíslason, 22.7.2012 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 845416

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband