Seðlabanki Evrópu lokar á gríska banka / Vandi Spánar nær nýjum hæðum!

Meðan Spánn fær nær alla athyglina, er ný ríkisstjórn Grikklands að leitast við að semja um framhald mála, og þar er við mjög ramman reip að draga. Hvort sem það er til að auka þrýstinginn á grísku ríkisstjórnina eða vegna þess að sérfræðingar Seðlabanka Evrópu eru nú að afskrifa Grikkland í glatkistuna. Þá klárt eykur ákvörðun Seðlabanka Evrópu þrýstinginn á hina nýju ríkisstjórn.

ECB Adds To Pressure On Greece

ECB ramps up pressure on Greece

Og tilkynning ECB:

20 July 2012 - Collateral eligibility of bonds issued or guaranteed by the Greek government

"Due to the expiration on 25 July 2012 of the buy-back scheme for marketable debt instruments issued or fully guaranteed by the Hellenic Republic, these instruments will become for the time being ineligible for use as collateral in Eurosystem monetary policy operations.

In line with established procedures, the Governing Council of the European Central Bank (ECB) will assess their potential eligibility following the conclusion of the currently ongoing review, by the European Commission in liaison with the ECB and the IMF, of the progress made by Greece under the second adjustment programme.

Liquidity needs may be addressed by the relevant national central bank in line with existing Eurosystem arrangements."

Þetta virðist þíða að grískir bankar geta ekki lengur fengið neyðarlán beint frá Seðlabanka Evrópu - eða nánar tiltekið frá og með 25. nk., svo þá eru þeir háðir svokölluðu "ELA" eða "Emergency Luiqidity Assistance" sem þeir fá í gegnum eigin seðlabanka. En það fé, fæst einungis á ábyrgð gríska ríkisins, en fé sem endurlánað er í gegnum eigin seðlabanka sem starfar sem eining innan Seðlabanka Evrópu, er þarf að taka það fé að láni frá næstu seðlabanka einingu innan kerfisins, þá gegn því að láta þá seðlabanka-einingu fá skuldabréf á móti; er alls ekki ókeypis. Þó hugsanlega meðan gríska ríkið enn hefur fé til umráða frá neyðarlánakerfi evrusvæðis, er unnt að skaffa bönkunum á Grikklandi fé. Svo þeir eru þá líklega ekki að rúlla á allra næstu dögum. En ef t.d. Bundesbank myndi t.d. einnig neita að taka grískar skuldir sem gild veð? En sú seðlabankaeining innan seðlabankakerfis evrusvæðis, hefur verið meginuppspretta lausafjármagns, sem aðrar seðlabankaeiningar hafa getað útvegað sér með því að veita á móti skuldabréf á eigin ríkissjóð - svokallað "Target2" kerfi.

Þetta setur sem sagt Grikkland í mjög mikla klemmu, því peningarnir sem gríska ríkið hefur - geta vart enst mjög lengi, ef það fær ekki frekara lánsfé greitt út frá neyðarlánasjóði evrusvæðis.

En í næstu viku munu grísk stjv. funda með fulltrúum svokallaðrar ÞRENNINGAR (Seðlab.Evr., AGS og Neyðlarlánasjóður Evrópu - sem er í egu og rekstri á vegum meðlimaríkja evrusvæðis) og sérfræðingahópur ÞRENNINGARINNAR mun rýna í gegnum bækur grískra stjv., og skv. björgunarferlinu ber þeim sérfræðingahópi að meta það formlega - hvort Grikkland er að standa við áætlunina.

En miðað við það hve hlutir hafa tafist á Grikklandi vegna tvenna þingkosninga í sumar, og vegna þess hve þröngur tímarammi björgunarprógrammsins er; þá virðist manni afskaplega ólíklegt að mat sérfræðingahóps ÞRENNINGARINNAR verði það, að grísk stjv. hafi staðið við sitt.

  • Þá getur skapast eina ferðin enn - áhugaverður tími.
  • Ný grísk krýsa!

En ég á mjög erfitt að sjá, að stjórnvöld Grikklands séu fær um að standa við það sem þeim hefur verið uppálagt.

Svo kannski er Seðlabanki Evrópu ekki að setja pressu - heldur formlega að afskrifa Grikkand!

 

Vandi Spánar náði nýjum hæðum á föstudag!

Eitt af héröðum Spánar er gjaldþrota - þ.e. Valencia. En á föstudag óskaði héraðsstjórnin formlega eftir aðstoð spænskra stjórnvalda. En stjv. Spánar hafa búið til sinn eigin björgunarsjóð - sem héröð geta fengið aðgang að. En gegn ströngum skilyrðum. 

Þetta getur hafa verið eitt af því sem skapaði þann mikla óróa sem var á markaði sl. föstudag gagnvart Spáni: Spain spooks markets as Valencia requests aid from stricken state

Það er auðvitað nýr kostnaður þó fyrir spænsk stjv. ofan á að þurfa að redda bönkum, og setur eðlilega spurningamerki við stöðu annarra héraðsstjórna á Spáni.

"Spain’s 10-year bond yields rose to a high of 7.284 per cent on Friday, according to Bloomberg data, only slightly below the euro-era high of 7.285 per cent touched earlier in the crisis. Tradeweb, a rival data provider, said the 10-year yield touched a record of 7.309 per cent."

Spain’s borrowing costs hit near euro-era highs

Spanish Worries Feed Global Fears

  • Skv. þessu er nú vaxtakrafa 10 ára bréfa aftur komin í það far, er hún áður hæst fór.
  • En þetta er í fyrsta sinn að hérað lýsir sig gjaldþrota.
  • Og í því samhengi, met ég það svo, að Spánarkrýsan sé búin að finna nýtt hámark! 
  • Ég sé enga ástæðu af hverju, krafan ætti að lækka - á frekar von á að hún haldist áfram í 7% eða jafnvel vel rúmlega 7%. Sem talið er gersamlega ósjálfbært fyrir spænsk stjv. Frekar líklegt en að krafan lækki, að hún hækki frekar.
  • En stjv. Spánar sl. ár hafa einkum verið að selja skammtímabréf - sem er gölluð aðferð, því það þýðir að þá þarf stöðugt reglulega að endurnýja. Ef því er haldið áfram um hríð, stækkar stöðugt sú upphæð sem þarf að rúlla yfir næst.

Af þessu er ljóst að Spánn er í vaxandi vandræðum.

Sú aðstoð sem Spánn er að fá - skapar langt í frá trúverðuga stöðu, né trúverðuga framvindu.

Á sama tíma, grefur samdráttur hagkerfisins jafnt og þétt enn frekar úr þeim litla trúverðugleik sem eftir er - þetta virðist því ekki vera ástand sem líklegt er að enda vel.

 

Niðurstaða

Spennar er klárt stöðugt að safnast upp á evrusvæði. Það er ljóst að stríður peningaflótti er í gangi frá Spáni - sá virðist einkum vera til Frakklands. En vaxtakrafa franskra ríkisbréfa hefur allt í einu hrunið sl. 2 mánuði eða svo. Það er vísbending þess, að einhver skyndileg breyting hafi átt sér stað - sú líklegasta er að peningar séu að leita til Frakklands í stríðum straumi frá Spáni.

Hratt vaxandi peningaflótti frá S-Evr. til N-Evr. augljóslega grefur undan peningakerfi evrunnar.

Að auki magnar sá mjög samdráttinn í S-Evr. en kapítalismi þarf kapítal til að starfa.

Munum að írsku bankarnir hrundu vegna peningaflótta.

Þetta er að endurtaka sig - bara í miklu stærri stíl en þá.

Það er ekki af ástæðulausu að AGS ályktaði í mjög grimmri skýrslu í vikunni, að Seðlabanki Evrópu verði tafarlaust að hefja "peningaprentun" sbr. "QE."

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir greininguna, Einar Björn. Grikkland, Portúgal, Írland og Spánn (ásamt Kýpur) eru nú fallin í skuldagildru Troikunnar (ESB, IMF & ECB), komin í lás og lyklinum var hent. Franskir bankar eru langmest útsett fyrir skuldum þessarra ríkja og vextir eru langhæsti liðurinn á fjárlögum franska ríkisins, en uppgjör þess verður ekki fyrr en "Sameiningin mikla" verður, sú fransk- þýska en hún verður aldrei.

Athyglisverðasti möguleikinn núna er að Ítalía falli ekki í þessa sömu þrennugildru og verði fyrst til þess að fara úr Evrunni. Þá er ítalska ríkið líklegast til þess að bjarga sér og bönkunum, þar sem Evrusamstarfið er hvort eð er liðin tíð.

Ívar Pálsson, 21.7.2012 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 856011

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband