19.7.2012 | 20:53
Markaðir gefa frat í Spán!
Það er nú svo, að spenna fylgir hverju einasta skuldabréfaútboði spænskra stjórnvalda, ástand sem vekur mikla "deja vu" tilfinningu með manni en ástand Spánar minnir mann sterkt á síðustu vikurnar og mánuðina áður en t.d. Portúgal neyddist til að óska aðstoðar.
Ríkisstjórn Spánar gaf einmitt út bréf, þessi útboð má kalla skilaboð markaðarins til stofnana evrusvæðis, aðildarríkja, sem og ríkisstjórnar Spánar - um það hvernig þeir meta framvindu Spánar.
Spains borrowing costs surge after sale
- "The Spanish Treasury sold bonds due in 2014 at an average yield of 5.204 per cent, compared with 4.335 per cent at an auction of similar maturity securities on June 7."
- "It sold five-year notes at 6.459 per cent, compared with 6.072 per cent on June 21, and"
- "seven-year bonds at an average yield of 6.701 per cent."
- "Demand for two-year debt was only 1.9 times the amount sold, compared with a coverage ratio of 4.26 last month,"
- "while the bid-to-cover for the 2017 securities was 2.06, compared with 3.44 in June, according to the Bank of Spain."
Takið eftir tveim skilaboðum:
- Hærri vaxtakrafa þvert yfir - sem segir að kaupendur meta áhættuna meiri en síðast.
- Færri kaupendur en síðast, er sennilega enn verri tíðindi - minnkandi eftirspurn er auðvitað hluti af ástæðu þess að krafan fer upp, ef eftirspurn minnkar þarf spænska ríkið að bjóða hærri vexti til að fá kaupendur. En þetta getur þítt að styttist í að ekki nægir kaupendur fáist.
- Útkoman er auðvitað - þumallinn niður frá markaðinum.
"Mr Searle at Citybank... said without a bond-buying programme by the European Central Bank, which seems unlikely at the moment, it was difficult to see what would stop Spanish bond yields drifting even higher."
Nákvæmlega, og það er akkúrat leikrit sem við höfum öll séð áður - a.m.k. þrisvar áður.
Nema að Spánn er mun stærri biti en Portúgal, Írland og Grikkland - samanlagt.
"In the secondary market, traders sold off Spanish bonds. The 10-year bond yielded 7.03%, according to Tradeweb, up slightly from Wednesday. The euro dipped Thursday afternoon to $1.2248 from $1.2283 Wednesday evening."
Svo eina ferðina enn er markaðurinn farinn að krefjast rúmlega 7% vexti af spænska ríkinu.
Þetta gerist, þrátt fyrir að samkomulag um lán til Spænska ríkisins hafi verið samþykkt í dag á þýska sambandsþinginu.
Og þetta gerist þrátt fyrir að ríkisstjórn Spánar hafi fengið spænska þingið til að samþykkja nýjar niðurskurðar aðgerðir.
German Lawmakers Back Aid for Spain
Spain Approves Austerity Plan as Bond Yields Soar
Málið er í reynd sára einfalt!
Framvinda Spánar er einfaldlega ekki trúverðug!
Núverandi aðferð mjög bersýnilega er ekki að ganga upp, og þ.e. afskaplega ólíklegt að hún eigi eftir að gera það.
Þess vegna, í stað þess að fyllast bjartsýni er þeir sjá nýlega samþykkt prógramm tengt Spáni vera komast til framkvæmda, þá senda markaðir fram ofangreind skilaboð til aðila.
Spurning hvort einhver er að hlusta?
Eða, hvort planið er bara að endurtaka sama hlutinn aftur í von um að í þetta sinn verði hlutirnir öðruvísi.
Niðurstaða
Málið með Spán er að það land þarf mikla aðstoð. Það getur ekki komist hjálparlaust í gegnum þá eldskýrn sem er framundan. Þó einhver segi ef til vill - - en þ.e. verið að aðstoða Spán. Þá er punkturinn sá, að sú aðferð - dugar ekki. Og þ.e. afskaplega ólíklegt að hún komi til með að gera það.
Spænska hagkerfið er einfaldlega svo herfilega skaðað eftir efnahagsbóluna sem sprakk þar 2009, að endurskipulagning þess og enduruppbygging - krefst utanaðkomandi fjárhagsaðstoðar.
Fræðilega getur þetta verið í formi lána - ef greiðsluskilmálar eru nægilega langir og kjör nægilega væg. Þá er ég að tala um atriði eins og, að greiðslur hefjist eftir einhver ár - að vextir verði niðurborgaðir t.d. á bilinu 3-4%.
Lánin yrðu þá að vera til mjög langs tíma - segjum svo að það taki a.m.k. tvær kynslóðir að endurgreiða.
--------------------
Eða Spánn þarf hreint gjaf-fé, einhverskonar Marshall áætlun, þá í formi fjárfestinga - sem myndu starta nýjum störfum, og koma hagkerfinu af stað.
Það þyrfti að vera mjög - mjög rausnarleg aðstoð.
Fræðilega væri einnig unnt, að láta Seðlabanka Evrópu prenta fé - og kaupa skuldabréf spænska ríkisins í það óendanlega, þá gegnt mjög lágum vöxtum.
Síðan væri einhverntíma seinna samið um að skuldabreyta öllu því dæmi, t.d. í 50 ára skuldabréf eða jafnvel, þ.s. Bretar hafa þrisvar gert - 100 ára.
---------------------
Svo lengi sem markaðurinn kaupir ekki að sú áætlun sem unnið er við - hafi raunhæfa möguleika á að virka, þá mun vaxtakrafa Spánar hækka jafnt og stöðugt.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 859351
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er hörmungar ástand hér á Spáni og með öllu óviðunandi að atvinnuleysi á landsvísu skuli vera u.þb. 25%.
Ég held að í stað þess að fylgja fyrirskipunum ESB um sífelldan niðurskurð og skattahækkanir þá ættu stjórnmálamenn hér að hafa kjark til þess að taka málin í eigin hendur og taka á því sem hefur drepið efnahagslíf þeirra í dróma og sprengt efnahag þeirra í tætlur það er að kasta EVRUNNI fyrir róða og taka upp sinn gamla gjaldmiðil pesetann á nýjan leik.
Slíkt myndi eflaust í fyrstu verða nokkuð sársaukafullt, því að sjálfssögðu myndi pesetinn falla um þetta 30 til 50% í fyrstu, en kæmi svo hægt og sígandi eitthvað til baka. En þetta myndi keyra hjól atvinnulífsins í gang á nýjan leik og fljótlega minnka atvinnuleysið svo um munaði.
Gunnlaugur I., 20.7.2012 kl. 08:45
Gunnlaugur - ef Spánn fær ekki aðstoð af því tagi sem ég lýsti að ofan, þá verður landið að yfirgefa evruna. En hættan er að sú ákvörðun verði tekin mjög seint í ferlinu, t.d. þegar atvinnuleysi er komið í 30% og ástand farið að nálgast einhvers konar almenna uppreisn.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 20.7.2012 kl. 10:48
Eru markaðirnir þar með ekki að gefa frat í Euroið? eru þeir ekki farnir að sjá í gegn um pólitísku lausnirnar þar sem það sem þeir kalla lausn á einu vandamáli skapar tvö ný.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 20.7.2012 kl. 19:53
Jæja... enginn vill lána spánverjum pening. Engin furða. Þeir eiga við að etja vandamál sem engar einfaldar aðgerðir eins og einhevr random niðurskurður getur lagað.
Mig grunar að öll evrópa eins og hún leggur sig verði bara að fá að fara á hausinn vegna heimsku kjósenda sinna.
Ásgrímur Hartmannsson, 20.7.2012 kl. 20:12
Ásgrímur, vandi Spánar er eiginlega mjög erfiður vegna þess er gerðist á undan, bólunnar. Það er úr stöðunni sem sú skapaði, sem mjög erfitt verður að komast. Vegna gríðarl. útbreiddra skulda - almennings, fyrirtækja sem skulda samanlagt rúmar 3 þjóðarframl., meðan ríkið skuldar í reynd minna en það ísl. sem hlutfall af þjóðarframleiðsu.
Það eru eiginlega skuldirnar sem gegnsýra hagkerfið sem gera þetta svo erfitt. Ríkið þarf eiginlega í slíku tilviki að ástunda hallarekstur árum saman.
Ef það er ekki unnt, þarf utanaðkomandi aðstoð - sbr. Marshall.
Ef sú er ekki á boðstólum er framtíðin gríðarl. dökk. En ef ríkið sker í slíku árferði á sama tíma, að ef ekkert fjármagn kemur inn á móti - til að vega upp allan niðurskurðinn annars staðar í hagkerfinu en við erum að tala um mjög mikið fjármagn sem þá þarf að koma inn á móti, þá spíralar það liklega hratt niður, í reynd með sívaxandi þunga - og skuldirnar verða hengingarólin; almennings, fyrirtækja og ríkisins.
En ég sé ekki Spán leika sama leik, er Svíþjóð og Þýskaland hafa getað leikið, að redda sér með útflutningi. En þá þyrfti Spánn að ná mjög öflugum viðskiptaafgangi og viðhalda í fj. ára.
Þó Spánn hafi betri fyrirtæki en t.d. Portúgal og Grikkland, sé ég ekki þó að raunhæft sé að útflutningur geti borið með sambærilegum hætti hagkerfið uppi.
Eins og ég segi að ofan, þá þarf mikla aðstoð - þess í stað. Þ.e. ekki lykilatriði á hvaða formi, en ódýr þarf hún að vera - mjög ódýr.
Vandi Spánv. er hvernig þeir geta bakkað úr því klúðri sem þeir eru komnir í. Gjaldþrot virðist líklegasta útkoman.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 21.7.2012 kl. 00:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning