Verður lokahálmstráið, að gera tilraun til að stofna nýtt ESB utan um evruna?

Þegar ég skrifa þetta aðfaranótt þriðjudags, þá liggur fyrir að fundur fjármálaráðherra evrusvæðis endaði án nokkurs sjáanlegs árangurs - fyrir utan að fyrir virðist liggja samþykki flestra þeirra fyrir því, að Spánn fái til 2014 að lækka ríkissjóðs halla í 3% - í stað árið 2013 sem er skipunin sem almennt gildir, og önnur aðildarríki þau sem undirritað hafa "Stöðugleika Sáttmála" Angelu Merkelar segjast ætla að standa við.

Spain given extra time to cut deficit

Spanish bailout talk returns as bond yields leap

Euro Zone to Ease Budget Demand on Spain

ECB pledges action as southern Europe buckles

Fjármálaráðherrarnir ætla aftur að funda á þriðjudag 10. júlí, en þá skal gerð atlaga að því að ná fram samkomulagi sem ekki tókst að ljúka, þ.s. formlega er gengið frá því að Spánn fái til 2014.

Svo fundurinn á mánudag, gat ekki einu sinni gengið frá þessu atriði.

Öll önnur mál virðast í háa lofti - og samkomulagið frá föstudeginum vikuna á undan, reddingin sem átti að halda Spáni á floti - - er greinilega hrunið. Verður líklega ekki bjargað úr þessu.

 

Skýrar vísbendingar um aukna paník á mörkuðum komu því fram!

Allt í einu hefur vaxtakrafan á ríkisbréfum Frakklands hrunið - þetta hefur verið að gerast sl. tvær til þrjár vikur.

En talið er að, þetta beri merki að flóðbylgja flótta-fjármagns frá Spáni til Frakklands sé hafin, og þeir sem séu að færa peninga til Frakklands, telji sig vera komnir í hlutfallslegt öryggi.

En í núverandi ástandi, er "öryggi" mjög afstætt hugstak.

Franska ríkið seldi bréf á mánudag, og þau fóru á verði sem hingað til hefur bara sést á þýskum ríkisbréfum - að vaxtakrafan falli svona skyndilega fyrir Frakkland, sýnist mér sýna að paník stigið er komið á nýtt og óþekkt stig.

France sells treasuries at negative yield : "The weighed average yield of the six-month bills was minus 0.006 per cent...The three-month bills were sold at a negative 0.005 yield and the one-year bills returned 0.0013 per cent."

  1. Eins árs bréf fóru á -0,0013%.
  2. 6 mánaða bréf fóru á -0,006%.
  3. 3 mánaða bréf fóru á -0,005%.

Svo þessir fjármagnseigendur sem eru að flýja inn í hlutfallslega öruggara Frakkland, eru til í að borga fyrir þau herlegheit, að eiga frönsk skammtímabréf.

"Germany paid an average yield of -0.0344pc to get an auction of six-month debt away this morning. This compares with a yield of 0.007pc at a similar auction in June.

In January, it sold six month debt at an average yield of -0.00122pc."

Svo þýsk ríkisbréf eru einnig komin dýpra inn í neikvæða vexti, og takið eftir, þeir eru hærra neikvæðir en í janúar. Svo það staðfestist aftur, að vaxtakrafan fyrir þýsk bréf sýnir einnig hærra óttastig fjárfesta.

Að þeir séu tilbúnir að greiða þýska ríkinu enn meir fyrir að fá að eiga þess skuldir.

-------------------------------

Svo fór vaxtakrafan fyrir 10 ára spönsk ríkisbréf, aftur í rétt rúmlega 7%.

Ítölsk 10 ára eru í rétt rúml. 6%.

 

Ræða Mario Draghi var skemmtilega hysterísk!

Introductory Statement by Mario Draghi, President of the ECB, Brussels, 9 July 2012

Hann útlistar mjög fegraða mynd af stöðu mála finnst mér, hvað varðar stöðu ríkja annars vegar í björgunarprógrammi og hins vegar stöðu Spánar og Ítalíu.

Eins og hann setur þetta fram, sé það trygging fyrir því að löndin nái að snúa til baka til hagvaxtar, að innleiða af krafti - allan þann niðurskurð og launalækkanir sem þeim ber að innleiða skv. aðgerðaáætlun.

Hann setur mál sitt fram að því er virðist með sannfæringarkrafti, að ef prógramminu er fylgt út í æsar, þá komi hluti til með að lagast.

"Since financial assistance can only be temporary, the quality of the reforms and their implementation are absolutely essential. It is this quality that ultimately determines the success of a programme."

Hann getur ekki sagt það skýrar - árangurinn snýst um gæði innleiðingarinnar.

Þetta er þ.s. maður er ítrekað búinn að sjá sbr. gríska prógrammið, að skýringin er alltaf - að ekki sé nóg að gert. 

Ef hlutir ganga ekki nægilega vel, er ekki verið að skera nægilega ákveðið niður.

---------------------------------

"The design and monitoring of programmes in the euro area is done jointly by the European Commission, the ECB and the IMF. The ECB provides input through its expertise, not least with respect to the financial sector but also with regard to country surveillance. Our experience with this set-up has been very good, and the cooperation with the Commission and the IMF has been excellent."

Ég held að einhverjir séu ósammála hans lýsingu á þeirri aðferð, sem fylgt hefur verið þ.e. "björgun."

-----------------------------------

"A critical success factor is ownership of the programmes by governments, parliaments and ultimately the citizens of the countries concerned. An essential precondition for ownership is that policy-makers communicate clearly about the economic rationale for adjustment..."This process has started. Increasingly, national policy-makers make the case for reform strongly. They point to past developments in explaining the background of adjustment and now highlight the many beneficial elements of reforms."

Ríkisstjórnirnar eiga sem sagt, að tala við fólkið af sannfæringarkrafti, segja því að ef farið er eftir áætlun hinna vitru spekinga, muni hlutir einhverntíma verða betri.

Ég velti fyrir mér, hve vel sá boðskapur mun ganga í spánverja á nk. ári, þegar atvinnuleysi verður sennilega að nálgast 30%?

----------------------------------- 

Áhugaverðasti hlutinn, er sennilega þar sem hann útlistar - hvað þarf til að evran lifi af!

  • In my view, the core of the report submitted by President Van Rompuy is the identification of four building blocks:
  1. "First, a financial market union that elevates responsibility for supervision of banks to the euro area level."
  2. "Second, a fiscal union that reinforces oversight of budgetary policies at the euro area level and also provides some fiscal capacity to support the functioning of the currency area."
  3. "Third, an economic union with sufficient mechanisms to ensure that countries can achieve sustained prosperity without excessive imbalances."
  4. "And finally a political union that strengthens the legitimacy of EMU among euro area citizens and deepens its political foundations."
  • "In my view, three issues deserve particular attention:"
  1. "First, we need to move towards a further sharing of sovereignty in the fiscal, financial and economic domains. There can be no shortcuts in establishing a sound and stable EMU."
  2. "Second, EMU is an integral part of the Treaty. This calls on all relevant bodies and actors to engage constructively on improving its functioning, not only at Union but also at national level. To call for an impeccable application of the Treaty and at the same time refuse closer union mentioned in Article 1 of the Treaty is inconsistent, to say the least."
  3. "Third, we need to accompany deeper euro area integration with significant progress on democratic legitimacy and accountability. There is no doubt that you and your colleagues – the members of the European Parliament, the directly elected representatives of the citizens of Europe – will continue to play a central role in the steps towards political union."


Það er í reynd ekkert nýtt í ræðu Draghi, þetta er allt áður komið fram. Varðandi þau skref sem hann talar um, þá hafa t.d. pólitíkusar bæði hægra og vinstrameginn í Hollandi, sagt algerlega á móti frekari eftirgjöf fullveldis.

Ákveðin andstaða hefur komið fram í Þýskalandi, við það að gefa eftir yfirumsjón þýskra banka til sameiginlegra stofnana, og þýskir stjórnmálamenn taka ekki í mál - að leggja eigin skattgreiðendur að veði á móti bankakerfum hinna landanna.

Það er nefnilega málið, að þ.s. er að gerast sl. daga er, að andstaðan hefur verið að gjósa upp á yfirborðið við hvert þessara markmiða sem hann nefnir.

Og þau eru þess eðlis, að þau geta ekki náð fram innan samhengis núverandi sáttmála, nema að allir samþykki.

Fullkomlega virðist augljóst - að það getur ekki náðst fram.

Þá er einungis eftir einn fræðilegur möguleiki, að búa til nýjan sáttmála, nýtt samband - sjóða saman sáttmála með þeim löndum sem raunverulega eru til í að taka öll þessi skef.

Það gæti verið loka atlagan að því að bjarga evrunni, að reyna að búa í reynd til nýtt samband utan um hana.

 

Niðurstaða

Það er ljóst að spennandi tímar eru uppi. Mario Draghi kemur fram eins og einhverskonar æðsti páfi, flytur boðskap sinn til þeirra sem vilja trúa. En mig grunar að í stað þess að róa markaðinn.

Sannfæri ræða hans markaðinn enn frekar um það, að mál séu á leið til andskotans.

Því öflug andstaða er nú komin fram við hvert eitt og einasta þeirra atriða, sem Draghi tók fram að væru nauðsynleg.

Meira að segja Þýskaland vill ekki gefa suma af þeim mikilvægu þáttum eftir.

Fræðilega er unnt að búa til nýtt ESB, þá með færri ríkjum. Þá nýr sáttmáli með öllu því sem hann er að tala um.

En sá myndi líklega ekki innihalda nein af meðlimaríkjum við Miðjarðarhaf.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 856029

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband