Er ekki til betri leið en að setja upp bláar sorptunnur hjá okkur öllum?

Mér lýst eiginlega ekki á þá hugmynd, þó hún hafi ótal erlendar fyrirmyndir, að krefjast þess að Reykvíkingar flokki pappír í sérstakar tunnur fyrir utan hjá sér, sem þýðir að fjölga þarf tunnum. Ég á ekki einungis við að víða er ekki endilega pláss fyrir aðra tunnu. Heldur, að þó svo þessi leið hafi verið farin í miklum fjölda borga í Evrópu, þá tel ég vera til staðar önnur og mun snjallari aðferð.

Sjá tilkynningu á vef borgarinnar: Meira val í endurvinnslu hjá Reykjavíkurborg

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/blar_sorptunna.jpg

Hvað legg ég til í staðinn?

Bendi á að kostnaður hlýtur að vera umtalsverður, þó nefndur sé meintur sparnaður - þá kostar að kaupa allar þessar tunnur, síðan mun vera lagður kostnaður og óþægindi á almenning, við það að gera þær breytingar sem þarf svo flr. tunnum sé viðkomið þ.s. ekki er gert ráð fyrir plássi fyrir flr.

Svo er það viðurlögin sem krefjast eftirlits - ekki bara með sorptunnum almennings, heldur með sorpmeðferð í sorptílát borgarinnar víða dreif um borgarlandið.

Ég legg til að sleppa öllu þessu dæmi:

  1. Engar bláar tunnur.
  2. Engin sorplögga.
  3. Ekkert nýtt eftirlit með viðurlögum.
  4. Umtalsverður sparnaður fyrir almenning.
  • Setjum skilagjald á pappír!

Að hafa skilagjald á gosdósum og öðrum endurnýtanlegum drykkjarílátum hefur virkað mjög - mjög vel, og fjöldi fólks hefur tekjur af því að tína þær úr sorpílátum borgarinnar.

Og að auki, almenningur og fyrirtæki sjá sér hag af því, að safna slíkum ílátum og mæta með á söfnunarstað.

Það sama er mjög vel unnt að gera fyrir pappír.

Að setja á hann skilagjald - en líklega væri hentugast að borga skv. kílóverði.

  1. Í stað þess að skapa óþægindi og kostnað fyrir almenning, setja upp dýrt eftirlitskerfi á vegum borgarinnar.
  2. Er skapað sambærilegt umhverfi og rýkir um gosdrykkjarílát, þ.s. fjöldi sjálfstæðra aðila sér hag í því, að safna og mæta með þ.s. safnað hefur verið á söfnunarstað, gegn greiðslu.
  • Það er ekki nokkur minnsta ástæða að ætla að þetta fyrirkomulag myndi ekki virka eins vel.
  • Eftirlit, boð og bönn verða óþörf; því það mun stórfellt minnka eins og á við um gosílát að þeim sé hent; þó eitthvað verði um það.
  • En þá í staðinn, má reikna með því að þeir sem safna úr sorptunnum borgarinnar, fari þá einnig að hirða úr þeim pappír.


Niðurstaða

Ég held að borgarfulltrúar séu örlítið að vaða blint í að fylgja erlendu fordæmi, án þess að íhuga hvort ekki sé til betri leið. En fjölgun sorptunna er alls staðar þ.s. þeirri aðferð er beitt - umdeild. Þó sannarlega njóti sú leið víða hvar umtalsverðs samþykkis íbúa á móti. Þá sýnist mér líklegt að þetta sé bara fyrsta skrefið. Næst verði bætt við brúnni síðan kannski bleikri. Í sumum borgum í Evr. eru menn jafnvel með 3-5 tunnur.

Í staðinn tel ég mun heppilegra að setja skilagjald á pappír.

Hann hækkar þá eðlilega eitthvað í verði - þ.e. skilagjaldið verður hluti af kaupverði á pappír hverju sinni alveg eins og á við um þegar fólk kaupir sér gos.

En skilagjaldsaðferðin hefur reynst vel - sannarlega er ekki hirt 100%, en hlutfallið hérlendis hefur verið harla gott, og ég sé ekki ástæðu til annars en að fólk myndi sjá sér hag í því, að safna pappír og mæta með og fá pening í staðinn; eins og reynslan hefur verið með hirðu gosíláta.

Þetta fyrirkomulag er einnig miklu mun minna íþyngjandi fyrir almenning.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sandy

Hjartanlega sammála þér Einar, og er líka sannfærð um að þetta gengi mun betur en auka tunnur alsstaðar. Mín tilfinning er hinsvegar sú að þá séum við ekki í samræmi við ESB og samkvæmt hugmyndafræði núverandi ráðamanna gengur það ekki.

Sandy, 8.7.2012 kl. 08:29

2 identicon

þetta er auðvitað eina rétta leiðin, það er athyglisvert að sjá borgirnar í Bretlandi þar er ekkert skilagjald á drykkjarumbúðum og mér þótti það sérstakt þegar ég var úti í Edinborg að sjá dósir og flöskur út um allt og enginn að hirða þetta upp, hér á íslandi sést þetta ekki vegna skilagjaldsins. 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 8.7.2012 kl. 10:16

3 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Þakka þér fyrir Einar Björn.

Það er ekki oft sem komið er með góðar tillögur þegar verið er að gagnrýna það sem fyrir er, eða það sem á að koma samkvæmt valdboði.

Hið versta við tunnufjöldan er það sem þeim fylgir, viðurlög og sorpverðir með sektarmiða. Það er ekki hugnanleg framtíðarsýn.

Hélt að myndirnar frá Sovétríkjunum sálugu væri ekki svo aðlaðandi að þeim yrði komið á þegjandi og hljóðalaust hér á vesturlöndum.

Á maður að trúa því að ESB blokkin sé orsakavaldur í þessu máli?

Hvort heldur sem er þá styð ég þína tillögu og vil minni umsvif sekta og eftirlitsmanna með sektarheimildir.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 8.7.2012 kl. 10:22

4 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Leiðin sem farin er núna er sú alvitlausasta sem hægt er að fara, um leið og þú ferð að neyða fólk til að gera eitthvað þá virkar það aldrei.

Það er til önnur leið, sem hvetur fólk til að flokka ruslið hjá sér og það er afsláttur á ruslagjaldi ef menn flokka það, þarna virkar að hafa bláu tunnuna en það er hvatning að flokka ruslið þar sem þú borgar minna ef þú gerir það.

Leiðin sem þú talar um er mjög flott upp á það að ekki fyllist allt að tunnum og ekki þarf að fara margar ferðir til að tæma hverja og eina týpuna fyrir sig.

Einnig gætu íþróttafélög safnað pappír á sama tíma og þau safna flöskum þá 8)

Halldór Björgvin Jóhannsson, 8.7.2012 kl. 12:46

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Takk fyrir innlitið!

Sandy, málið er að þetta er mjög algengt fyrirkomulag í Evrópu, og nú er dálítið í tísku að sækja sér þangað fyrirmyndir til þeirra landa frekar svona gagnrýnislítið.

Kristján - því get ég vel trúað, en þegar er ekki skilagjald, þá henda menn á víðavangi, og engin sorplögga getur hindrað slíkt.

Sigurður - einmitt, þ.e. ljóður á ráði margra sem gagnrýna að koma ekki fram þá með tillögur í staðinn, veikir málstað viðkomandi.

Halldór - já ég held einnig að þetta sé sísta leiðin í boði.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.7.2012 kl. 15:53

6 Smámynd: Sólbjörg

Takk Einar Björn fyrir góðan pistill, tillaga þín er mun skilvirkari en sú sem borgarstjórn leggur fram.

Það má búast við að viðbrögð fólks við auknum þvingunum og gramsandi ruslatunnulöggu verði harkalegri en margan grunar. Mótmæli þeirra hörðustu yrðu hugsanlega fjúkandi pappírsrusl um götur. Margir munu koma sér upp miða á bréfaalúgur sínar : "Engan auglýsingapóst eða ókeypis dagblöð" Við það má búast við að Fréttablaðið og Fréttatíminn og fleiri ókeypis blöð verði að taka upp gjaldtöku eða pakkað saman. Það eru ekki gott fyrir atvinnulífið að fréttir og auglýsingar komist ekki til neytenda. Eftirlit yrði væntanlega ein lögga á hvern ruslabíl eða gengið verði í hús og skoðað í tunnur að eigendum viðstöddum. Hvað með sönnunarbyrði eða nágranna sem vilja spara og kasta pappír í annarra manna tunnur? Allavega undarlegt að borgarstjórn virðist ekki hafa rætt um afleiðingar þess að koma á fót pappírslöggu.

Sólbjörg, 8.7.2012 kl. 17:31

7 Smámynd: Einar Steinsson

Það getur verið að þetta sé einhverstaðar í Evrópu en alls ekki allstaðar og engar "Evrópureglur" í gangi um þetta. Þar sem ég bý (Efra-Austurríki) er ein sorptunna fyrir heimilissorp og síðan er hægt að panta "Bio" tunnu fyrir lífrænan úrgang en margir eru með eigin moldargerð og þurfa þá tunnu ekki. Síðan eru sveitarfélögin með gáma fyrir pappír, gler og málma miðsvæðis í hverfunum.

Maður getur ráðið hvort tunnan er tæmd á 3 eða 6 vikna fresti og maður verður að sjá um að tunnan sé út við götuna þegar sorpið er sótt annars er tunnan ekki tæmd.

Einar Steinsson, 8.7.2012 kl. 17:34

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Breskir voru að ræða sín tunnuvandamál fyrir 4 árum og svo vill til að ég á úrklippu úr Daily Mirror ds. 16.6.2008.

Fyrirsögnin er: "Your bins will soon be emptied once a month."

"Philip Ward, director of the Waste Resources Action Programme, claimed that with material such as paper, bottles and cardboard removed from black bins "there will be hardly anything left."

"Eric Pickles, local government spokesman said: "The pest control industry has warned cuts to bin collections have already boosted vermin.  As temperatures rise in summer, uncollected rubbish will pose a serious health risk." "

"It was also revealed yesterday that householders who refuse to let council inspectors "investigate" their bins will face fines of up to GBP:5000."

Skyldu sektarupphæðirnar freista yfirvaldsins?

Kolbrún Hilmars, 8.7.2012 kl. 18:09

9 identicon

Já, þetta er hugmynd. En eins og með allar hugmyndir má gagnrýna þessa, líkt og þú bendir á. Mér finnst hugmyndin ágæt ef enginn myndi svindla á henni. Sá aragrúi möguleika til að gera það finnst mér gera hana illframkvæmanlega. Ég gæti alveg séð fyrir mér hóp af fólki elta uppi fréttablaðsdreifara, símaskráar"gjafastaði", fara í bónus og safna saman kössunum ofl. ofl. og fara svo með og fá skilagjald á þeim. Hugsanlega gætirðu sagt að það þyrfti að hafa eftirlit með því en þá værirðu kominn í sömu gryfjuna og þú bentir sjálfur á, kostnaðinum við eftirlitið.

Það er búið að vera í boði að flokka rusl ærið lengi. Hægt er að fara með þetta í sorpuna eða kaupa sér græna/brúna tunnu (sem mér finnst að ætti að vera ókeypis). Það að það kosti að endurvinna er ekki beint hvetjandi heldur letjandi. Þegar þetta er orðið ókeypis er búið að taka út einn hamlandi þáttinn. Hver vill borga fyrir að endurvinna. Vinnan sjálf er nóg. Stykkishólmur hefur gert þetta og gengur eins og í sögu. Jú það er kostnaður að standa í þessu fyrir sveitarfélagið, en eins og með svo margt annað er þetta metið eftir krónum sem hægt er að telja. Það gleymist held ég að taka með í reikninginn minni vinna við að urða, minna land sem fer til spillis, ólykt og ónæði, ofl. Af hverju er ekki rætt um ávinninginn? Söluverðmæti, atvinnusköpunina, verndun jarðarinnar? Læt þetta duga í bili, en fagna umræðunni!

Kv

gunnar

Gunnar Páll Leifsson (IP-tala skráð) 8.7.2012 kl. 22:11

10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Gunnar - að sjálfsögðu yrði að vera skilagjald á allan pappír. En þ.e. eftir allt saman tilgangurinn að safna honum öllum - ekki satt? Svo ekki er ástæða að hafa sumar pappírstegundir utan við skilagjald, eins og sum plastdrykkjarílát eru undanskilin.

Mér finnst reyndar fyrir utan allt í lagi, að menn séu að koma með allskins "vafasaman pappír" þá þíðir það, að þeir sem eiga fara að gæta hans eins og annarra eigna.

Móttökustaðir taki einfaldlega allt sem til þeirra er komið með.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.7.2012 kl. 22:44

11 identicon

Sæll Einar. Ég held að þú sért að misskilja mig. Í bláu tunnuna fer allur pappír, þ.e. pappírsmál, mjólkurfernur, pappi, bylgjupappi. Ég er ekki að tala um að það sé e-r vafasamur pappír sem hægt væri að safna saman. Allt of margir halda að þeir séu mjög umhverfisvænir ef þeir henda blöðunum sínum í pappírsgáma en gleyma öllu hinu. Í því felst m.a. hugarfarsbreytingin. Ef þú ert að tala um að skilagjald ætti bara að vera á blöðum, þá ferðu á mis við ansi stóran þátt pappírsendurvinnslunnar sem yrði þá væntanlega ekki endurunninn.

Gunnar Páll Leifsson (IP-tala skráð) 8.7.2012 kl. 22:59

12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Gunnar - er eitthvað í því sem ég sagði, að skilagjald ætti að vera á allan pappír, sem mögulegt er að misskilja?

Þ.e. þ.s. á átti við - ég hélt að það væri alveg nægilega skírt?

Þ.s. ég er að tala um, er að skilvirkasta leiðin að því markmiði, sé líklega sú skilagjaldsaðferð sem ég legg til.

En, veistu um nokkra öflugari hvatningu hafandi mannlegt eðli í huga, en þá að viðkomandi hafi pening sem sagt græði á því, að safna viðkomandi þætti eða hlut sbr. pappír?

Ég veit ekki um nokkurt sem getur verið virkara, sem leið að þessu markmiði - en boðvald er að mínu viti, í eðli sínu mun minna skilvirk leið. Því ef gróða hvatninguna vantar, þá kemur þú ekki í veg fyrir að fólk sé hirðulaust með pappír í daglegum athöfnum.

En ef pappír er allt í einu orðin einhvers virði fyrir viðkomandi, þá er það allt breitt - þá fer viðkomandi að hugsa um hann, og sá hættir að henda honum á víðavagi eða er mun minna líklegur að gera slík. Því allt í einu er peningur í pappír.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.7.2012 kl. 01:48

13 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það er ekki til nokkur leið sem hefur öflugari áhrif á mannlegt eðli, mannlega breitni - en að gera verðmæti úr þeim hlut.

Þ.e. stóri punkturinn.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.7.2012 kl. 01:50

14 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hugarfarsbreyting er eina færa leiðin.

Í Noregi er sem betur fer flest fólk með rétta hugarfarið, og flokkar rusl samkvæmt því.

Mér fannst skrýtið að koma aftur til Íslands, þar sem ábyrgðarlausa hugarfarið gráðuga var í fornaldarformi ennþá árið 2006.

Ég er ekki enn búin að jafna mig á sjúklegri spillingu og stöðnun í íslensku samfélagi.

Það eru ekki bara hernaðar-flóttamenn annarra heimsálfa sem vilja komast frá spillta Íslandi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.7.2012 kl. 13:25

15 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.s. ég legg til er einmitt ágætis leið til þess. En íslendingar hugsa töluvert öðruvísi í reynd en Skandínavar - tja, eins og þú veist.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.7.2012 kl. 00:19

16 Smámynd: Sólbjörg

Tel að íslendingar hugsi í reynd ekkert öðruvísi en skandinavíuþjóðir í þessum málum ef okkur yrði boðið upp á jafngóða samvinnu og yfirvöld hafa þar með íbúum . Gott aðgengi er yfirleitt að flokkunargámum, vel merktum í öllum hverfum. Hlýtur að vera árangursríkara og ódýrara en eftirlitsmenn, bréfaskriftir, pex og sektir, nema eins og Kolbrún nefnir að sektargróðin freisti yfirvalda.

Fólk fæðist ekki með "rétta" hugarfarið eftir hvað hentar yfirvöldum eða samfélaginu heldur er það afleiðing af samvinnu þar sem gagnkvæm virðing og sameiginlegir hagsmunir eru vel kynntir, ræddir og síðan framkvæmdir. Líklegast er það meinið þegar við skoðum hvernig þessi tillaga borgarstjórnar er kynnt og áætluð í framkvæmd. Dæmi um slæm og ófagleg vinnubrögð.

Sólbjörg, 10.7.2012 kl. 10:36

17 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég held við séum raunverulega smávegis öðruvísi, sennilega vegna þess hvernig lífsbaráttan mótaði okkur hér í gegnum aldirnar, að auki vantaði hérna borgarsamfélag lengst af - sem er á gömlum merg hjá þeim. Það gerir okkur um sumt líkari Ameríkönum. En ég sé ekkert að því, þó við séum ekki alveg eins og skandínavar.

Ég er þó sammála því, að fólk fæðist ekki með "rétt hugarfar" - ég held að sú leið sem ég sting upp á myndi henta okkur betur.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.7.2012 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 856029

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband