Þýskaland virðist fljóta um á rósrauðu skýi!

Í ljósi þess að það geysar mjög alvarleg efnahagskrýsa á evrusvæði, er áhugavert hve bjartsýn glæný skýrsla AGS er - um þ.s. þeir telja líklega framvindu þýskra efnahagsmála!

GERMANY - 2012 ARTICLE IV CONSULTATION

Sjá einnig stutta samantekt - German Economy Fares Well But Reform Agenda Still Unfinished

Þetta er einnig áhugavert: Transcript of a Conference Call on Germany Article IV Consultation

Frétt FT: Germany ‘pivotal’ to rebalancing eurozone

 

AGS gerir ráð fyrir eftirfarandi!

Þessi skýrsla miðar út frá því, að mál á evrusvæði fari nú smám saman að lagast - lönd muni ná stjórn á eigin fjármálum, smám saman dragi úr samdrætti, tiltrú snúi til baka rólega. Síðan muni betri tíð hægt og rólega koma á ný.

Ég tek fram, að ég hef ekki séð svo jákvæðar væntingar um framvindu efnahagsmála á evrusvæði í allnokkurn tíma.

Grunar að afstaða eða sýn aðila innan þýska stjórnkerfisins, liti þessa niðurstöðu umtalsvert.

En þjóðverjar virðast sjálfir trúa því, að sú spennitreyja sem þeir hafa sett evrusvæði í, muni raunverulega skapa forsendur næsta viðsnúnings.

En hver er framvinda Þýskalands miðað við þessar "bjartsýnu forsendur"?

Bendi fólki að skruna á bls. 34 í skýrslu AGS. Þar kemur fram spá AGS um hagvöxt.

Hann er ekkert gríðarlegur, eða 1,3% að meðaltali nk. ár.

Markast af því, að AGS telur ekki mögulegt fyrir Þýskaland almennt séð að vaxa hraðar - vegna þess að Þýskaland er samfélag sem er að eldast mjög hratt, þ.e. því ekki lengur fjölgun á vinnumarkaði og þ.e. einmitt einn meginpunktur AGS, að þeir vilja hvetja hærra hlutfall þjóðverja til að vinna en sem nú það gera, svo unnt verði að hífa mögulegann vöxt í cirka 1,4%.

Þá þarf væntanlega að fá eitthvað af fólki á eftirlaunum til að taka hlutastarf.

Að auki vilja þeir að stjv. Þýskalands, standi ekki í vegi fyrir hækkunum launa, svo neysluaukning sem sést hefur stað, geti haldið áfram.

 

Hvað segir svo AGS að geti gerst?

Það er reyndar mjög litlu púðri varið í útlistanir á þ.s. ég myndi kalla raunhæfari spá um framvindu mála á evrusvæði.

En AGS nefnir að, ef mál fara verr- getur Þýskaland lent í snöggri, snarpri kreppu.

Þó er ekki teiknuð nein kreppu-sviðsmynd, en fram kemur að yfirvöld í samtali töldu slíkt afskaplega ólíklega útkomu, slógu á að þörf væri fyrir að undirbúa einhverjar sérstakar aðgerðir til að bregðast við því sem hugsanlega getur gerst.

Þetta sýnir þ.s. ímsir óháðir hagfræðingar hafa bent á, að þýska stjórnkerfið er svífandi á bleiku skýi - með allt, allt aðra sýn á líklega framvindu mála á evrusvæði, en t.d. hagfræðingar eins og Stiglitz.

En þeir sjá "Stöðugleika Sáttmálann" sem góðann hlut.

Nú sé loks verið að taka á málum.

Og það er bjartsýni um að, það muni skjótlega framkalla endurkomu tiltrú á hagkerfum Evrópu, og síðan endurkomu hagvaxtar innan árs héðan í frá.

Mér virðist alveg ljóst - að hin líklega útkoma að "Stöðugleika Sáttmálinn" sé að íta Evrópu inn í hratt versnandi kreppu; sé alls ekki þ.s. stjv. Þýskalands eiga von á.

 

Ég veit ekki hvað þarf til að rjúfa það rósrauða ský!

Allar hagtölur innan Evrópu sýna vaxandi samdrátt. Fyrir utan örfá lönd sem enn eru í hagvexti, að þá hægir á. 

Skv. þessari AGS skýrslu, mun Þýskaland sleppa við kreppu þetta ár, og mjög líklega skýn þarna í gegn afstaða þýska embættismannakerfisins - sem starfsm. AGS unnu þessa skýrslu í samvinnu við.

En þó skv. tölum sl. mánaðar, varð aukning á atvinnuleysi í Þýskalandi í fyrsta sinn um nokkurn tíma.

Sl. tvo mánuði hefir dregið úr iðnframleiðslu í Þýskalandi.

Síðan vekur athygli mikill samdráttur í pöntunum til þýskra iðnfyrirtækja í júní, sem er vísbending að júlí verði enn slakari - þ.e. enn meiri samdráttur iðnframleiðslu en í júní.

Þetta er svokölluð Pöntunarstjóra Vísitala: Tölur fyrir júní!

  • Undir 50 er minnkun, yfir 50 er aukning, jafnt og 50 er kyrrstaða!
  1. Ireland 53.1 14-month high
  2. Austria 50.1 6-month low
  3. Netherlands 48.9 2-month high
  4. France 45.2 2-month high
  5. Germany 45.0 36-month low
  6. Italy 44.6 2-month low
  7. Spain 41.1 37-month low
  8. Greece 40.1 4-month low

Skv. þessu er 5% samdráttur í pöntunum iðnfyrirtækja í Þýskalandi.

Takið eftir því, að þessar tölur eru þær verstu fyrir Þýskaland í 36 mánuði.

Miðað við þetta er það bjartsýnt að telja Þýskaland líklega vera með jákvæðann hagvöxt á öðrum ársfjórðungi þessa árs.

Mig grunar sterklega, að það sem við séum að sjá - sé þ.s. ég hef reiknað með síðan "Stöðugleika Sáttmálinn" var undirritaður snemma á þessu ári, að hann sé einmitt að dýpka kreppuna á evrusvæði.

Ástæður eru:

  1. Hann hefur knúið fram viðbótar sparnaðar aðgerðir ríkissjóða nær allra aðildarríkja evrusvæðis.
  2. Þetta telja þjóðverjar vera "að taka á sínum málum" - en þar virðist sýnin afskaplega einföld, að ef þ.e. halli, skera niður - ef það eru of miklar skuldir, skera meir niður og greiða þær niður.
  3. Vandinn við þetta sem ég tel þjóðverja ekki taka nægilega tillit til, er að ekki síst í Evrópu sunnanverðri fer saman við skuldavanda ríkissjóða, ásamt útgjaldavanda þeirra - að sjálf þjóðfélögin þ.e. almenningur er skuldum vafinn eftir fjárfestingabólu sl. áratugar og er sjálfur að draga saman seglin, leitast við að greiða niður sín lán, og það sama á við um atvinnulíf, að það er einnig að rifa seglin og greiða niður skuldir.
  4. Það veldur vanda fyrir markmið "Stöðugleika Sáttmálans" vegna þess, að við slíkar aðstæður er almenningur ekki líklegur til að auka neyslu - eða fyrirtæki að auka fjárfestingar; þegar ríkissjóðirnir einnig ákveða að rifa segl, draga úr eyðslu.
  5. Það er, þegar allt þetta þrennt fer saman - skuldavandi fyrirtækja, skuldavandi almennings og síðan ríkisstjórna; að þegar allir rifa seglin í einu. Hefst fullkominn stormur.
  6. Ég get ómögulega séð hvernig þetta getur haft aðra afleiðingu en þá, að hagkerfin þá spírala niður. Skuldirnar verði síðan hengingaólin - sameiginlega, það sem þá lætur undan fyrir rest, sé bankakerfið í ríkjum S-Evr. þegar slæm lán fara yfir krítískann þröskuld, og bankarnir byrja að rúlla.
  7. Að sjálfsögðu þá magnast atvinnuleysi, en þegar einkahagkerfið getur ekki komið inn í staðinn, ekki almenningur heldur; þá óhjákvæmilega bælist eftirspurn enn frekar, og ríkið þarf sífellt að framkvæma endurteknar nýjar niðurskurðaraðgerðir þegar hagkerfið lætur undan síga, og tekjur ríkisins minnka hratt. Þetta ferli sáum við á Grikklandi. Eins og tölurnar að ofan sýna, er atvinnulíf á Spáni að stefna í grískan samdrátt sbr. tölur yfir minnkun pantana á Spáni og Grikklandi.

Ég á von á því að þjóðverjar muni uppskera harða lendingu á seinni hluta árs.

Vegna þess að enn er það svo, að rúml. 40% af þeirra útflutningi fer til annarra Evrópuríkja.

Hrun eftirspurnar hlýtur að ná í skottið á þýskum hagvexti.

Þ.s. ég les úr skýrslunni er - að Þýskaland virðist sofandi fyrir þessari hættu.

 

Niðurstaða

Þessa dagana eru markaðir dálítið fljótandi á rósrauðu skýi eftir útkomu helgarinnar, þ.s. Angela Merkel virtist hafa veitt mikilvæga eftirgjöf. Markaðir hafa hækkað mikið í þessari viku, mesta hækkun síðan á fyrstu mánuðum ársins. En sú eftirgjöf er sýnd veiði ekki gefin.

Því málið er í reynd algerlega ófrágengið. Ríkisstjórnir Hollands og Finnlands hafa t.d. báðar lýst yfir andstöðu við samkomulagið. Andstaða þeirra er þó ekki nóg, þ.s. reglur ESM eða hinn nýja björgunarsjóð evrusvæðis eru aðrar en gilda um ESFS þ.e. þann sjóð sem enn er starfar, en tafir hafa orðið á gildistöku ESM sem taka á við af ESFS. En skv. reglum ESM geta eigendur cirka 90% fjármagns, krafist atkvæðagreiðslu og þá ræður sá stækkaði meirihluti. Svo Finnland og Holland geta ekki stöðvað málið.

Á hinn bóginn, á eftir að ganga frá því -- akkúrat hvaða bankastofnanir í Evrópu, geta fengið lán frá ESM, miðað við samkomulag þess efnis að ESM megi lána bönkum beint milliliðalaust.

Samtímis, hefur fjármagn til ESM ekki verið aukið. Þ.e. einungis 500ma.€ meðan kostnaður við uppihald Spánar í 3 ár, er í kringum þá fjárhæð - ef Spánn þarf á björgun að halda. Svo, ef Spánn kemst í vandræði, cirka verður sjóðurinn þurrausinn.

Eða, ef vandræðin á evrusvæði, kalla eftir mun meira fé út úr sjóðnum, til að halda bankastofnunum í S-Evr. á floti, þá getur sjóðurinn einnig tæmst frekar hratt.

------------------------------------

Ég er á því að framvindan á evrusvæði, verði sú - að kreppan haldi áfram að magnast upp.

Sem þýði, að slæmum lánum mun áfram fjölga - þannig að bankar í S-Evr. muni í stöðugt meira mæli þurfa á aðstoð að halda.

Og ef þeirri aðferð verður beitt, að þess í stað að láta Spán í björgunarprógramm, verði ESM peningum varið í kaup á útgefnum skuldabréfum spænska ríkisins.

Þá verður það spurning - hvort ESM dugar í heilt ár, eða hvort hann verður þurrausinn hraðar en það.

Ef það er "hraðar" þá getur aftur verið spenna á evrusvæði þegar nálgast nk. áramót.

Ekki má heldur gleyma því, að líklegt er að Írland þurfi björgun 2, sama á við um Portúgal. Sennilega næsta haust eða fyrir jól, og það fé mun einnig fara úr ESM.

Síðan þegar á seinni hluta ársins mig grunar ljóst verður að Þýskaland einnig verður komið í samdrátt.

Þá held ég að þjóðverjar verði mjög tregir cirka við nk. áramót eða á fyrstu mánuðum nk. árs, til að bæta við frekara fjármagni í björgunarsjóðinn.

Nk. áramót eða fyrstu mánuðir nk. árs, getur þá verið nk. "crunch time."

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar þeir detta niður úr rósrauða skýinu verður það þá ekki frjálst fall í orðsins fyllstu merkingu?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 4.7.2012 kl. 11:54

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það getur orðið snögg og hörð lending, að auki töluvert stórt fall. En á hinn bóginn, hafandi í huga að löndin í kring munu einnig hafa fallið, að auki að þeir munu enn búa að þeim fínu útflutningsfyrirtækjum sem þeir hafa, auk mjög góðs samgöngu kerfis; þá verður ekki endilega hlutfallsleg staða þeirra innan Evrópu að ráði verri.

Þannig að þegar Evrópa á endanum réttir við sér, sem mun gerast einhverntína, þá verða þeir væntanlega einna fremstir í þeim viðsnúningi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.7.2012 kl. 13:04

3 Smámynd: Ómar Gíslason

Þeir hljóta að hafa verið að reykja eitthvað ólöglegt með öllu sýnu bjarnsýni. Að hagvöxtur væri aðeins 1,3% 2017 (bls 34 í skýrslu) sýnir það að esb er að hrynja innan frá og öll tækifærin eru fyrir utan esb.

Ómar Gíslason, 4.7.2012 kl. 20:37

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Já Ómar, Evrópa er að eldast. Þess vegna minnkar mögulegur vöxtur stöðugt, þegar horft er fram á við næstu ár og áratugi. Ekki síst þess vegna, er svo bagalegt að lenda nú í skuldaklemmu, því hagvöxtur framtíðarinnar er svo dapur - sem klárt seinkar því að þær þjóðir geti haft sig út úr þeirri súpu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.7.2012 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband