29.6.2012 | 23:43
Er búið að bjarga evrunni?
Samkomulag Merkelar, Rajoy, Monti og Hollande á föstudagsmorgun, við fyrstu sýn virðist vera stór eftirgjöf fyrir Angelu Merkel. Þar sem, hún virðist hafa gefið eftir þann meginpunkt, að það megi ekki lána bönkum nema ríkissjóður viðkomandi lands taki ábyrgð á lánveitingunni.
Á hinn bóginn, er undanhald Merkelar ekki endilega eins stórt og fyrst virðist.
Því, skv. samkomulaginu, á ekki að veita þessa undanþágu fyrr en nýtt sameiginlegt bankaeftirlit er komið til skjalanna.
Og það skv. samkomulaginu skal taka til starfa - fyrir nk. áramót!
Undanþágan er þá veitt í krafti þess, að ríkið er þá ekki lengur - eftirlitsaðilinn með þeim bönkum.
En frá þessu á náttúrulega enn eftir að ganga!
Það getur margt gerst á þeim mánuðum.
Der Spiegel:
Italy and Spain Get Their Way at EU Summit
How Italy and Spain Defeated Merkel at EU Summit
Smart Concessions from a Seasoned Negotiator
FT:
Dublin hails eurozone game changer
Europe agrees crisis-fighting measures
Markets rebound after eurozone deal
WSJ:
Euro Zone Sees Single Bank Supervisor
Doubts Linger Despite Show of Euro-Zone Unity
Markaðir í Evrópu tóku stórt stökk!
- In London the FTSE 100 is up 78 points - 1.42pc - to 5371.15.
- In Frankfurt the DAX 30 rose 4.33pc to 6,416.28 points and
- Paris' CAC 40 soared 4.75pc to 3,196.65 points.
- Milan rocketed up by 6.59pc,
- Madrid by 5.66pc and
- Athens by 5.68pc.
- ...the Dow Jones has finished up 2.2pc, its second-biggest gain this year, to hit 12880.09.
- Olíuverð fór einnig upp.
- Evran hækkaði um 2% gagnvart dollar, endaði í 1.2692$
Svo markaðurinn tók stórt bjartsýniskast!
Kannski er Merkel hinn raunverulegi sigurvegari vikunnar!
Það er mjög áhugavert að björgunarsjóði evrusvæðis er nú ætlað að verða allsherjar reddari, án þess að nokkuð útlit sé fyrir að hann fái meira fjármagn en hann nú "fræðilega" ræður yfir þ.e. 500ma..
En ESM er ekki enn tekinn til starfa, en skv. Stjórnlagadómstóll Þýskalands, ætlar að skoða hvort reglur um hann, standist þýsku stjórnarskrána - sem mun tefja gildistöku hans a.m.k. nokkra hríð.
Spanish banks will be recapitalised directly by allowing a 100bn EU bailout to be transferred off Spains balance sheet after the European Central Bank takes over as the single currencys banking supervisor at the end of the year.
Relief for Spain was accompanied by a pledge to begin purchases of Italian bonds using EU bailout funds to reduce Italys borrowing costs with a lighter set of conditions, based on meeting Brussels fiscal targets rather than intrusive IMF oversight.
A promise was also made to examine the situation of the Irish financial sector offering possible relief to Ireland by relieving the government balance sheet debt burden.
The Spanish bank bailout, to be agreed on 9 July, will initially use the euros European Financial Stability Facility (EFSF) before it is transferred into a new permanent fund later this year."
Það er mikill kostur fyrir Spán, að losna við að bera ábyrgð á lánveitingum til banka - enda svo augljóst að spænska ríkið engan veginn getur staðið undir þeirri endurfjármögnun.
En auðvitað, áður en það getur raunverulega átt sér stað, er margt sem um þarf að semja!
- Einn stór vandi er að ESM eða nýi björgunarsjóður Evrusvæðis, er ekki sérlega stór þegar mið er tekið af umfangi þess vanda sem hann á að glíma við.
- En nú hann, auk þess að vera til taks ef aðildarlönd lenda í vanda með eigin skuldir.
- Að styðja við bankakerfi aðildarlanda.
- Og fara inn á markaðinn fyrir ríkisbréf, og taka upp afskipti af þeim markaði með beinum inngripum, ef útlit er fyrir að land er á leið í vandræði.
- Spánn er þarna augljósa dæmið!
Ég set aftur inn myndina sem Gavyn Davies hefur sett saman!
- Eins og fram kemur myndi það kosta cirka 3-falt það fjármagn sem nú er til í ESM, að halda Ítalíu + Spáni uppi í 3 ár!
- Fræðilega getur ESM þó aðstoðað Spán einan sér um nokkra hríð - með inngripum á markað, og með lánveitingum til spænskra banka!
- Það verður þá efnahagsleg framvinda Spánar næstu mánuði sem allir munu á horfa!
En Spánn er í versnandi efnahagskrýsu - og ekkert bendir til annars en að haldi áfram að versna!
- En Merkel vann einn mikilvægan sigur skv. frétt Der Spiegel, er hún átti fund með Hollande sl. fimmtudag, en þá samþykkti hann að staðfesta "Stöðugleika Sáttmála" Angelu Merkelar.
- Það getur því verið rétt, hjá þeim blaðamanni sem telur Merkelu vera sigurvegara vikunnar, að það hafi í reynd verið stærri sigurinn.
Því hinn er alls ekki raunverulega enn í öruggri höfn!
En sá sáttmáli er virkilega drakonískur - og ég hef ekki hugmynd hvernig í ósköpunum, Ítalía á að fara að því, að minnka á nokkrum árum skuldir í 60% út 120%, á sama tíma og Ítalía er í kreppu.
Öll S-Evrópa einnig. En sáttmálinn er einmitt að gera þ.s. ég átti von á, því skv. honum eru nær öll aðildarríki evrusvæðis, að framkvæma viðbótar niðurskurð ríkisútgjalda - beint upp í kreppuna.
Með öðrum orðum, hraðinn á niðursveiflu efnahagslífs landanna - er að aukast, því nær allir skera samtímis.
Og nær engin grið eru gefin!
Ekki að furða að Merkel segist ekki hafa gefið í reynd svo mikið eftir!
Hún ruddi einu hindruninni fyrir "Jafnvægissáttmálann" sinn, sem eftir var - sem skipti máli!
En hótun Hollande að eyðileggja þann sáttmála, var nánast eina takið sem hann hafði á Merkelu, og það virðist hann hafa látið eftir - fyrir mjög lítilfjörlegt samkomulag, um stuðning við hagvöxt.
En Merkel virðist raunverulega halda, að sá sáttmáli sé leið til björgunar - en ég held, að hann muni á endanum jarða evruna!
Hvað mun þá gerast?
Með gildistöku "Jafnvægissáttmálans" sennilega á næstunni, mun hann virkjast. Og spennitreyjan sem Merkel heimtar að fá, verður langleiðina komin á leiðarenda.
En fjöldi hagfræðinga hefur bent á hve varasamt það er, að skera niður beint á móti kreppu!
En sú hagfræði sem mest fylgi hefur innan Þýskalands, telur niðurskurð leið til hagvaxtar.
En það álykta þeir með oft mjög sérkennilegum túlkunum á raunverulegum dæmum, t.d. Brasilíu á 10. áratugnum "Program Real" og auðvitað það nýjasta - Eystasaltlöndin. Ekki gleyma, hvernig þeir mistúlka árangur þjóðverja á sl. áratug.
En lönd sem hafa náð með vel heppnuðum hætti að fylgja niðurskurðarstefnu, hafa að jafnan getað það - vegna þess að útflutningsatvinnuvegir hafa tekið upp slakann.
Þá sbr. Brasilíu og Þýskaland, hjálpaði hagstæð hagsveifla í alþjóða umhverfinu, mjög mikið. Þannig, að launalækkanir og annað aðhald, skapaði hratt flr. tækifæri til útflutnings.
Og auknar útflutningstekjur, báru uppi hagkerfið meðan ríkið var að draga sig til baka - ný störf komu í stað þeirra sem fóru.
- Vandinn er, að ytri aðstæður eru ekki hagstæðar!
- Að auki, man ég þess ekki dæmi að svo mörg og að auki stór hagkerfi, hafi ætlað að fylgja slíkri stefnu öll í einu samtímis.
- Maður veltir fyrir sér - hvar öll þessi lönd ætla að finna sér nýja markaði?
- Því samdráttaraðgerðir samtímis í nær öllum aðildarlöndum evrusvæðis, þíðir að sá markaður verður að vera annars staðar en innan Evrópu.
- Að auki, munu þær aðgerðir auka hlutfall skulda landanna sem hlutfall af hagkerfinu, vegna samdráttar einmitt hagkerfanna - - sbr. gjaldþrot. En sáttmálinn mun þá knýja á sífellt aukinn niðurskurð, eftir því sem samdrátturinn magnast vegna þessara áhrifa. Svo hraðinn á niðurspíralnum fyrir bragðið, magnast eftir því sem lýður.
- Ef ekki koma ný störf í stað þeirra sem fara - þegar ríkið dregur sig til baka, samtímis því að laun almennt lækka í hagkerfinu, fjárfestingar standa almennt í stað eða minnka því atvinnulíf og almenningur einnig er skuldum vafinn.
- Þá spíralar hagkerfið niður - og það sífellt meir, því lengur sem stefnunni er fram haldið.
- Atvinnuleysi mun þá stöðugt aukast og aukast sífellt hraðar. Munum að nasistar unnu stórann kosningasigur 1932 þegar atvinnuleysi náði rúml. 30% í Þýskalandi. Spánn getur náð því ástandi á nk. ári. Hættan á samfélagsóróa er augljós.
- Svo fóru nasistar í stórfellt eyðsluprógramm þ.e. hervæðingu. Minnkuðu atvinnuleysi með hraði. Urðu fyrir bragðið verulega vinsælir um tíma meðal þýsks almennings.
- Magnað að þýsk stjv. - einmitt þýsk stjv., sjái ekki þessa hættu.
Það sem mér virðist hafa gerst, er að evrusvæði hefur keypt sér meiri tíma!
En það einungis tryggir að "Stöðugleika Sáttmáli" Angelu Merkelar fær meiri tíma, til að vinna sína vinnu.
Í því, að magna upp kreppuástandið - þvert yfir evrusvæðið.
Þegar eru komin fram fyrstu teikn þess, að atvinnuleysi sé aftur á ný farið að aukast í Þýskalandi.
3 mánuði í röð hefur dregið úr pöntunum til þýskra iðnfyrirtækja.
Samdráttur hefur verið í iðnframleiðslu nú í Þýskalandi 2 mánuði í röð.
Miðað við það, getur verið að Þýskaland mælist með efnahagssamdrátt á öðrum ársfjórðungi.
Frakkland er pottþétt þar statt einnig - vitað er að Spánn og Ítalía munu vera með samdrátt fyrir alla 4 fjórðunga ársins.
- Það er því alltof snemmt að álykta að evrunni hafi verið reddað!
- En eftir því sem kreppan ágerist, þá mun sífellt meir fjármagn þurfa að renna út úr ESM.
- En þ.s. Þýskaland mun einnig vera komið í kreppu - þá munu þjóðverjar hafna öllum beiðnum, um aukið fjármagn í sjóðinn.
- Þá verður hann væntanlega þurrausinn einhverntíma snemma á nk. ári! Ekki mikið seinna en það. Má vera að það gerist fyrr.
Þá væntanlega þarf aftur að halda stórann neyðarfund - vart þá eftir annað úrræði en að beita Seðlabanka Evrópu.
Niðurstaða
Mér sýnist að með samkomulaginu, gefum okkur að því verði fylgt fram þannig að það á endanum taki fullt gildi; hafi Evrusvæði keypt sér gálgafrest. Héðan í frá verður áhugavert að fylgjast með sífellt dýpkandi kreppuástandinu innan Evrópu. En stefna Merkelar gerir sífellt dýpkandi kreppu fullkomlega óhjákvæmilega. Við það, mun þörfin fyrir fjármagn úr neyðarsjóðnum stöðugt aukast. En eftir því sem atvinnuástand heldur áfram að versna á Spáni, Ítalíu einnig - en nú loks er það einnig farið að versna innan Þýskalands. Þá mun markaðurinn aftur fyllast ótta. Og stöðugt meir fé mun þurfa að verja, til að halda Spáni og Ítalíu frá greiðsluþroti. Ekki má gleyma því, að flest bendir til þess að 3. björgunarprógramm Grikklands verði afgreitt í sumar, og að "önnur björgun" Portúgals og Írlands verði afgreidd einhverntíma nk. vetur fyrir jól. Það fé mun einnig renna út úr ESM. Svo hann mun hratt minnka nk. vetur.
Erfitt verður að tímasetja næsta "crunch" en mér sýnist algerlega pottþétt að sá tími kemur.
Þannig að 3-tilvistarkrýsa evrunnar muni koma upp.
Það getur mjög vel verið innan þess árs, svo að þær verði tilvistarkrýsurnar 3 fyrir evruna á þessu sama árinu.
En það getur verið - að friður verði um hríð!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 859312
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég fullyrði að evrunni verður EKKI bjargað með svona bráðabirgðareddingum, það verður að koma til heildarendurskoðun á öllu evrusvæðinu og það verður að endurskoða evruna alveg frá grunni. Það sem hefur verið gert með þessum aðgerðum gerir ekkert annað en að kalla á "björgunaraðgerðir" með reglulegu millibili....................
Jóhann Elíasson, 30.6.2012 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning