28.6.2012 | 00:25
Angela Merkel ítrekaði enn eina ferðina, að það komi ekki til greina að samþykkja sameiginlega skuldir í nokkru formi!
Fundurinn stóri sem ekki má mistakast hefst á fimmtudag, og á að standa fram á föstudag eftmirmiðdag. Þó hann sjálfsagt geti dregist á langinn. Mario Monti hótaði á þriðjudag, að láta fundinn dragast fram á sunnudagskvöld - ef það gengur ílla að ná samkomulagi af því tagi, sem hann telur sig þurfa.
Mario Monti (þriðjudag) - "Itali's technocratic prime inister's frustration with Germany surfaced in a combative speec to parliament, saying he would not go to Brussels to rubber-stamp a pre-written document and was ready to extend the two-day summit undit Sunday night if needed to reach agrements before markets reopent on Monday."
Forsætisráðherra Spánar tjáði sig aftur á móti á miðvikudag, og hann sagði:
Mariano Rajoy - sjá - "We can't finance at current prices for too long," - "There are many institutions and financial entities that have no market access. It's happening in Spain, it's happening in Italy and in other countries, that's why this is a crucial issue." - "Mr. Rajoy said he would push for a euro-zone banking and fiscal union at a summit of European leaders on Thursday and Friday. But he added this wouldn't be enough unless the currency bloc agrees on emergency steps to ensure Spain and other troubled economies maintain access to debt markets at reasonable costs."
Rajoy er einfaldlega að segja frá ástandinu eins og það er, að Spánn er í herjans vandræðum, og stutt sé í greiðsluþrot - eins og hann lýsir. Spánn verði að fá aðstoð - hann er að segja HJÁLP!
Því miður verð ég að segja - að ekkert bendir til þess skv. nýjustu yfirlísingum, að leiðtogar evrusvæðis séu að nálgast.
Merkel gekk ekki eins langt í yfirlísingum á miðvikudag og á þriðjudag, en hún hélt ræðu á sambandsþinginu, þ.s. hún samt sem áður - hafnaði með öllu hverju nafni sem það nefnist, að leggja skattfé þýskra skattborgara að veði fyrir skuldir annarra landa, hvort sem það er til að tryggja stöðu bankakerfa eða til að tryggja stöðu einstakra aðildarlanda evru.
Merkel er að hugsa um hagsmuni þjóðverja, ekki heildarhagsmuni evrusvæðis!
Sem leiðtogi Þýskalands er afstaða hennar algerlega rökrétt - séð út frá frekar þröngri túlkun um það akkúrat hverjir þeir hagsmunir eru!
En mér sýnist þetta líklega leiða það fram, að hagsmunir evrusvæðis sem heild - tapa!
Merkel Blasts Euro Partners on Eve of Summit
Angela Merkel dismisses Spain and Italy's pleas for aid
Merkel dubs quick bond solutions eyewash
Merkel Rebuffs Rajoy Plea, Shuts Door to Euro Area Bonds
Merkel stands firm on euro bonds before EU summit
Merkel rebuffs pleas for debt action on summit eve
Svo það virðist óhætt að segja - að ríkisstjórn Þýskalands, afneiti algerlega:- Að gera skuldir sameiginlegar.
- Að beita sameiginlegum sjóðum, til að kaupa skuldir annarra landa - til að halda niðri þeirra lántökukostnaði.
- Og ekki síst, sameiginlegum innistæðutryggingum.
Ég sé þess engin teikn, að Merkel og ríkisstjórn Þýskalands - sé að "bluffa."
Þ.e. að þetta sé samningsstaða - til standi að ná sem mestum tilslökunum, og síðan komi peningurinn.
Heldur virkilega meini ríkisstjórn Þýskalands - að ofangreindir þættir komi ekki til greina.
Hvers vegna er hún svo ákveðin í "Nei"?
Eitt sem er áhugavert er að afstaða hennar er ennþá vinsæl innan Þýskalands. Og ein skýring er einfaldlega, að hún sé "vinsælda" pólitíkus - sem láti stjórnast af skoðanakönnunum, sem hver eftir annarri tjáir henni - að þýskur almenningur vill ekki taka á sig kostnað.
Hún sé ekki einn af þeim leiðtogum, sem skapi stórar sviðsmyndir og leitist við að leiða fólk þangað, heldur dæmigerður viðbragða pólitíkus - sem einskorðast af skammtímahugsun.
Við skulum ekki gleyma þegar jarðskjálftinn mikli varð í Japan á sl. ári, og það varð kjarnorkuslys þar af völdum risaskjálftans - þá söðlaði hún um á einni nóttu, og ákvað að loka kjarnorkuverum landsins, þó svo að ekki sé mögulegt að í Þýslalandi geti orðið sambærilegar náttúruhamfarir og ekki er ástæða að ætla, að Þýsk kjarnorkuver séu verri eða lélegri en þau japönsku. En allt í einu skapaðist óttabylgja, en í stað þess að útskýra - að ekki væri nokkur hætta á sambærilegri atburðarás í Þýskalandi, þá tók hún eftir breytingunni á almenningsálitinu, og tók skyndiákvörðun að fylgja því nýja almenningsáliti sem fram var komið. Þarna er skýrt dæmi, að Merkel söðli snögglega um, þegar vindur almenningsálitsins breytist skyndilega.
Germans back euro by small majority, poll finds
Nokkrar áhugaverðar niðurstöður:
- 43% þjóðverja styðja evruna.
- 41% vilja frekar markið.
- 51% þjóðverja eru hlynntir ESB aðild.
- 28% þjóðverja eru á móti ESB aðild.
- 64% þjóðverja telja evrukrýsuna mestu efnahagsógnina fyrir Þýskaland.
- 67% þjóðverja, telja að ríkisstjórm Þýskalands, sé líkleg að leiða þjóðina í rétta átt, þegar kemr að framtíð ESB og evrusvæðis.
Það er nefnilega hin áhugaverða staðreynd, að innan Þýskalands nýtur stefna Merkelar stuðnings almennings.
Og þ.e. einmitt þess vegna - sem Merkel mun ekki gefa litla fingur eða nöglina á litlu tá.
Þingkosningar eru eftir ár - - ég er 100% viss að Merkel mun tapa þeim, því þá verður Þýskaland komið í alvarlega efnahagskreppu.
Og Merkel verður kennt um hana!
En akkúrat núna - nýtur stefnan stuðnings heima fyrir, Merkel virðist traust í sessi.
Og hún með bæði augu á almenningsálitinu, læsir sig á þá stefnu er nýtur vinsælda heima fyrir.
Svo má ekki gleyma "hleypidómum" á grunni kolrangrar hagræði
En eitt sem vekur athygli er það orðalag sem hún notar um hugmyndir Mario Monti, og ímissra annarra.
"Our work must convince those who have lost confidence in the euro zone, not by self-deception and sham solutions but by fighting the causes of the crisis,"
Þannig afgreiðir hún þær hugmyndir - verð að segja, ruddalega!
"Joint liability can only happen when sufficient controls are in place. I would point out that neither the federal government and states in Germany nor countries like the United States or Canada have total joint debt liability for the bonds they issue."
Þetta með Bandaríkin er mjög villandi málflutningur hjá henni, en þ.e. sannarlega rétt að fylkin ábyrgjast ekki skuldir hvers annars. Í staðinn hafa Bandaríkin alríki og það sér um eitt og annað sbr. atvinnuleysisbætur sem greiddar eru af alríkinu, síðan eru það stuðningskerfi við aldraðra MedicCare og MedicAid, sem tryggja þeim sama stuðning hvar sem þeir búa. Þetta felur í sér mjög mikinn stuðning í reynd fyrir t.d. svæði með atvinnuleysi, en þá koma bæturnar utan frá en ekki af skattfé þess fylkis, og sama á við svæði þ.s. mikið er af gömlu fólki, að þá streymir þetta fé inn frá alríkinu.
Þetta felur í sér mjög mikinn stuðning við fátækari svæði. Að auki hafa Bandaríkin seðlabanka sem viljugur er til að beita sér að fullu, og sem má veita einstökum fylkjum neyðarlán ef þau komast í vandræði.
Alríkisstjórnin, hefur líka í tilvikum aðstoðað fylki í skuldavandræðum.
"What we need instead to develop a union of stability is more enforcement rights on the European level when budget rules are breached," she said. "I will sound out in Brussels whether other member states are prepared to go down such a path, including making the necessary treaty changes."
Þrátt fyrir 3 ár í krýsu - þá vill hún enn leiða löndin enn dýpra inn í sömu blindgötuna!
Það eina sem hún sér - er harðari beisli og axlabönd.
Elítan sem stýrir Þýskalandi, þverneitar að horfa á vandann með öðrum gleraugum, en þeim að þetta sé vegna ríkishalla og skuldasöfnunar.
Algerlega er horft framhjá því, að t.d. á Spáni hafa ríkisskuldir fram að þessu verið lægri en í Þýskalandi. Ítalía er með hærri afgang af frumjöfnuði ríkisreiknings, en Þýskalands sjálft - en vegna þess að skuldir eru 120% er greiðslubyrði það þung, að heildardæmið er í halla.
Á Spáni er raunverulegi vandinn skuldakreppa almennings og fyrirtækja, sem lamar hagkerfið - og leiðir síðan til vanda innan bankakerfisins, vegna gríðarlegra útlánatapa.
Að pína Spán mitt í slíkum vanda, til þess að fara í mjög harkalegan niðurskurð áður en hagkerfið er byrjað að rétta við sér - í aðstæðum, þ.s. allt hagkerfið er svo skuldum vafið þvers og kruss; mun frekar augljóslega framkalla mjög alvarlegt ástand efnahagshruns þar.
En spænska hagkerfið er eins og spilaborg þessa stundina - staðan mjög viðkvæm, þörf á nærgætni.
Hvað er þá unnt að gera?
Mér sýnist Þýskaland í reynd útiloka allar skammtímareddingar - hverjum nöfnum sem þær nefnast.
En hugmyndir Merkelar, að setja fyrst upp svokallaða sameiginlega hagstjórn - sem er ekki það sama og þ.s. Bandaríkin hafa, en Merkel er bara að tala um að setja mjög ströng beisli og axlabönd á aðildarríki evru.
Svo að ekki verði mögulegt að brjóta markmið um ríkishalla og skuldir - það verði sjálfvirkar refsingar, og Framkvæmdastjórnin geti kært ríkisstjórnir fyrir Evrópudómstólnum!
Galli við slíkt fyrirkomulag - að slík hagstjórn er gersamlega "pro cyclical" - áhugavert, í reynd mjög í takt við hagstjórn þá sem ríkti á 4. áratugnum, og sem Kanes gagnrýndi mjög fyrir að hafa gert kreppuna "verri."
Áhugavert að sagan þannig endurtaki sig. En "pro cyclical" hagstjórn, einmitt heimilar ríkinu að eyða þegar tekjur eru góðar því þá er nægur peningur, en síðan neyðir fram harðan niðurskurð þegar næsta kreppa skellur á.
Þetta gerir toppana hærri og dalina dýpri sbr. "pro cyclical."
--------------------------------------
Mér sýnist lokaúrræðið vera Seðlabanki Evrópu.
En Merkel hefur a.m.k. ekki tjáð sig að ráði um þá stofnun undanfarna daga.
Fræðilega getur hann haldið Ítalíu og Spáni á floti.
Rajoy er t.d. að biðja um annaðhvort stuðning þaðan eða frá aðildarríkjunum.
Merkel í reynd útilokar stuðning frá aðildarríkjunum - nema í formi svokallað "björgunarprógamms" en þau hingað til alltaf gera stöðuna verri.
Svo þá er bara hugsanleg beiting Seðlabankans eftir sem fræðilegur valkostur.
Því miður eru þjóðverjar líklegir einnig til að leitast við að hindra beitingu hans.
En mér sýnist þýska elítan sem er við stjórn - raunverulega halda, að lausnin liggi í því að aðildarríkin fylgi hörðum niðurskurði nægilega einarðlega!
Það er bent á Eystrasaltlöndin sem sönnun - þó mjög fljótlegt sé að sjá, að sambærilegur hagkerfis samdráttur og þau gengu í gegnum þ.e. á bilinu 20-25% myndi framkalla óleysanlega skuldakrýsu fyrir hver einasta land S-Evrópu.
Pælið aðeins í því, hvað gerist fyrir Ítalíu með 120% skuldir, ef skuldir sem hlutfall af þjóðarframleiðslu aukast um 1/5 - 1/4, vegna samdráttar hagkerfisins eins og sér.
Það yrði annar kostnaður, líklega endurfjármögnun bankakerfis - viðbótar halli á ríkissjóði.
Þetta er ekki minna augljóslega ófært fyrir Spán með þ.s. verður 90% skuld, eftir að hann tekur 100ma. björgunarlán fyrir bankana.
Ekki gleyma, að bæta við um 10% við atvinnuleysið. Sem þegar er um 25% á Spáni.
Heinrich Brüning í Þýskalandi sem var kanslari Þýskalands frá 1930-1932 fylgdi mjög harðri niðurskurðarstefnu, og árangur var rúmlega 30% atvinnuleysi og kosningasigur nasista 1932.
Þetta er leikurinn af eldinum!
Ég virkilega skil ekki - af hverju þýska elítan sér ekki hættuna!
Ps: Hvað gerðu síðan nasistar er þeir komust til valda? Þeir tóku upp gríðarlegt eiðsluprógramm - hervæðingu. Þannig minnkuðu þeir hratt atvinnuleysi. Þannig bötnuðu kaup og kjör alþýðu framanaf undir þeirra stjórn. Árin 1934 - 1938 var nasistastjórnin því mjög vinsæl.
Niðurstaða
Ég er gríðarlega skeptískur á útkomuna af leiðtogafundi aðildarríkja ESB sem hefst á fimmtudag, og er ætlað að standa fram á eftirmiðdag eða kvöld á föstudag. En má vera að standi lengur - sbr. hótun Mario Monti að láta fundinn standa fram á sunnudagskvöld.
Það virðist afskaplega ólíklegt að fundurinn leiði fram nothæfa niðurstöðu.
Miklu mun líklegra en ekki, að fárviðri muni ríkja á mörkuðum frá og með nk. mánudegi.
Ásamt því að flóðgáttir flótta fjármagns frá ríkjum S-Evr. munu þá væntanlega opnast fyrir alvöru.
Vegna þess hve þjóðvejrar kyrfilega loka á flestar lausnir - virðist mér einungis eitt spil vera mögulega eða hugsnlega eftir að spila.
Það er Seðlabanki Evrópu.
En þá þarf að nást samkomulag um að beita honum.
Án þess að fá slík skilaboð frá aðildarríkjunum - mun líklega ekkert stórt úspil þaðan koma heldur.
Og ef svo fer - þá stefnir virkilega sýnist mér, í brotthvarf evrunnar!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:28 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 857479
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er pólítík ekki að verða einn allsherjar populismi? sama hvort það er Merkel eða einhver annar, Stórir Stjórnmálamenn sem fá fjöldann til að fylgja sér og skeyta engu um skoðanakannanir virðast nánast útdauðir, kannski er þetta afleiðing af upplýsingatækni byltingunni. En einhvernveginn finnst manni að hinn almenni Þjóðverji sé ekkert sérstaklega hrifinn af því að skattfé hans sé að fara í það að kaupa upp Evrópu handa Brusselítunni.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 28.6.2012 kl. 07:58
Það virðist ljóst að stjórnmálamenn sem Þora að leiða - virðast nær hvergi að sjá hvert sem maður horfir. Getur verið að upplýsingatæknin sé að kalla meiri popúlisma. En, á móti - ef einhvern þorir að hafa eigin skoðun, á hún einnig að gefa stjórnvöldum tækifæri til að ræða við þjóðirna eða þjóðirnar á móti, leitast við að útskýra stefnu sem hún vill framfylgja.
Stjórnvöld ættu að geta haft áhrif á umræðuna, í stað þess að einungis fylgja henni.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 28.6.2012 kl. 10:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning