11% atvinnuleysi á evrusvæði! Vandamál evrunnar farin að skaða hagvöxt í heiminum!

Stóra fréttin á föstudag var án nokkurs vafa slæmar fréttir frá Bandaríkjunum. En það eru nú greinileg merki þess að hægi nú hressilega á hagvexti innan Bandaríkjanna. Í apríl virðist hafa orðið aukning í atvinnuleysi þar vestra - ástandið er samt þrátt fyrir allt skárra en í Evrópu.

Fréttir hafa einnig borist af því, að vísbendingar eru uppi um að hagvöxtur í Kína sé einnig að dragast verulega saman, en alls ekki er óhugsandi að það sé í samhengi við kreppuna í Evrópu. En hún er einn af meginútflutningsmörkuðum Asíuþjóða, ásamt Bandaríkjunum. Það eru nú skýr ummerki innan Evrópu um samdrátt í neyslu og minnkun í eftirspurn. Það hefur örugglega áhrif einnig á eftirspurn eftir vörum frá Kína.

Að auki kom í ljós að Brasilía, að þar mælist sára lítill hagvöxtur fyrstu 3 mánuði þessa árs, þrátt fyrir að Dilma forseti hafi varið verulegum upphæðum til að örva hagkerfið af almannafé, svokallaður "stimulus." En Brasilía er mjög öflugt í margvíslegri hrávöru, og slíkur útflutningur því miður - eins og við Íslendingar höfum oft komist að, er mjög háður eftirspurn á heimsmarkaði. Ef hún dalar, verð fara að lækka, er skammt í efnahagsvandamál af klassísku tagi - í okkar tilviki vanalega gengislækkun. En allir hrávöruútflytjendur óháð stærð hvort þ.e. Brasilía eða Ástralía, eða þá litla Ísland - finna alveg um leið fyrir því, þegar fer að draga úr hagvexti í heiminum. Því þá fellur verð hrávara.

 

Samkvæmt EuroStat mælist atvinnuleysi á evrusvæði 11%

Sjá: Euro area unemployment rate at 11.0%

  1. "Eurostat estimates that 24.667 million men and women in the EU27, of whom 17.405 million were in the euro area, were unemployed in April 2012." 
  2. "In April 2012, the youth unemployment rate was 22.4% in the EU27 and 22.2% in the euro area."
  3. In April 2012, 5.462 million young persons (under 25) were unemployed in the EU27, of whom 3.358 million were in the euro area. 
  4. In April 2012, the unemployment rate was 8.1% in the USA and 4.6% in Japan. 

 

Því miður var þessi þróun algerlega fyrirsjáanleg - en þegar Angela Merkel fékk svokallaðann Stöðugleika Sáttmála samþykktann af nær öllum aðildarríkjum ESB snemma á þessu ári, og Írar voru einmitt að staðfesta hann í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá neyddi hann aðildarríkin til að framkvæma margvíslegar viðbótar niðurskurðaraðgerðir ofan í þæt aðgerðir sem þau höfðu áður ákveðið, og áhrif þeirra viðbótar aðgerða eru einmitt að koma í ljós nú um mitt árið.

Þið getið séð dæmi um hvað ég sagði í febrúar sl. um stefnu Angelu Merkelar og líklegar afleiðingar hennar, eftir því sem á þetta ár myndi líða:

Merkel ætlar að veðja á að niðurskurður sé atkvæðavæn stefna!

  • Það var algerlega fyrirsjáanlegt að "Stöðugleika-Sáttmáli" Angelu Merkelar myndi skila versnandi kreppu á árinu 2012, verri því lengra sem lýður á árið.
  • Ég get ekki betur séð en að þær væntingar mínar séu að standast fullkomlega.
  • Stundum væri kostur að hafa rangt fyrir sér :)

 

Slæmar efnahagsfréttir frá Bandaríkjunum!

Dismal data confirm stalled US recovery

Það urðu ekki til nema 69.000 ný störf í Bandaríkjunum í maí - sem er cirka helmingi minna en hagfræðingar á evrum ríkisstjórnar Bandaríkjanna voru að vonast eftir.

En þeir vonuðu að tölur frá því apríl sem einnig voru lélegri en reiknað hafði verið með, hefðu verið skammtíma sveifla, og hagkerfið væri í maí aftur á sömu siglingu og í janúar - febrúar og mars.

En þess í stað, hafa meira að segja tölurnar frá apríl reynst enn lélegri en áður, en skv. endurskoðun urðu ekki til 115.000 störf í apríl sem þá var talið áfall, heldur einungis 77.000.

Útkoman er því, að atvinnuleysi eykst í 8,2% úr 8,1%. Slæmar fréttir fyrir Obama forseta, sem var að vonast eftir því að það myndi minnka.

Þó þetta sé nú samt hátíð sbr. v. ástand mála í Evrópu.

En þetta þykja afskaplega slæmar tölur innan Bandaríkjanna, og í samhengi bandar. stjórnmála.

Þessi niðurstaða leiddi til umtalsverðs verðfalls á mörkuðum:

Grim Job Report Sinks Markets

  • The British FTSE 100 slumped 1.14pc,
  • the German DAX tumbled 3.42pc and
  • the French CAC lost 2.21pc.
  • "The Dow Jones Industrial Average notched its worst showing of the year Friday, falling 274.88 points, or 2.2%, to 12118.57."

Þetta mun óhjákvæmilega skaða Obama, og Romney var ekki seinn að nota málið - "The president's policies and his handling of the economy has been dealt a harsh indictment this morning,"

Romney getur nánast ekki fengið betri gjöf - heldur en að það hægi á bandar. hagkerfinu.

 

Spurning hvort evrukrýsan er farin að hafa á ný hemlandi áhrif á hagvöxt heiminn vítt?

Global data raise fear of downturn

Eitt áhugavert sem gerðist á föstudag - er að nú getur ríkissjóður Þýskalands selt skuldabréf, nánar tiltekið 2-ára bréf, og fengið borgað með þeim. 

Ekki að grínast, vaxtakrafan er komin í -0,005% eða var það við lokin markaða á föstudag.

Skv. þessu borga fjárfestar þýskum stjv. fyrir að fá að eiga þeirra skuldir.

Þó enn séu bréf til lengri tíma en 2-ára með vexti ofan við "0" þá lækkaði einnig krafan þvert yfir línuna, sem virðist gefa vísbendingu um að slæmar hagtölur frá Bandar. hafi einnig víxlverkað til baka, á sýn markaðarins á ástand mála innan Evrópu.

Vaxtakrafa bandar. ríkisbréfa lækkaði einnig, en var þá þegar orðin sú lægsta síðan 1946, svo allar frekari lækkanir eru nýtt met síðan þá.

Að auki lækkaði krafan á bresk ríkisbréf enn frekar - en er þegar komin í sögulegt lágmark eða mjög nærri því að vera í sögulegu lágmarki.

  • Lækkuð krafa þíðir að fjárfestar eru að auka kaup sín á viðkomandi bréfum - þannig að þeir bjóða þau upp, þ.e. því lægri sem krafan er, því hærra verð eru þeir að bjóða fyrir bréfin.
  • Þetta er talið öruggt óttamerki, að fjárfestar séu að koma peningum undan í skjól - séu í staðinn til í að hafa litlar sem engar tekjur af þeim peningum á meðan, jafnvel í íktum tilvikum greiða fyrir ómakið að fá að varðveita fé í skuldum viðkomandi lands.

Svo lækkaði olíuverð á alþjóða mörkuðum - en það sýnir að markaðurinn væntir að dragi úr eftirspurn, en slíkt gerist gjarnan þegar hægir á í heimshagkerfinu.

Brazil stimulus fails to boost growth

Einungis 0,2% hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi 2012 þrátt fyrir að Dilma Rousseff hafi varið töluverðu skattfé, til að örva hagkerfið.

Sunset in the east: emerging worries

Í þessari fréttaskýringu kemur fram að í mái hafi verðbréfamarkaðir lækkað:

  1. Um 6% í Bandaríkjunum.
  2. Um 7% í Evrópu.
  3. Um 8% í Asíu.

Það er ljóst að Evrópa nánar tiltekið evrurkýsan hefur verið í algerum forgrunni varðandi áhyggjur manna í heiminum af framtíð efnahagsmála.

 

Niðurstaða

Það er að afhjúpast enn á ný, að evrukrýsan er lang-lang mesta ógnin sem hagþróun í heiminum stendur frammi fyrir. Það virðist mjög raunveruleg hætta á því, að vaxandi óvissa tengd evrunni skaði ástand efnahagsmála heiminn vítt það alvarlega, að það kreppi jafnvel að á ný - heiminn vítt.

Þetta er atriði sem evrópskir ráðamenn finna mjög vel fyrir í dag, en hvert sem þeir fara er meginumræðuefnið - efnahagsvandamál ríkja evrusvæðis.

Það sé meira að segja erfitt að koma nokkru öðru að.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 857482

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband