31.5.2012 | 00:37
Paník stigið á evrusvæði aldrei hærra!
Þetta sést á umróti á mörkuðum sem átti sér stað á miðvikudag. En tilteknar útkomur benda til nýs og enn hærra en jafnvel en kringum sl. áramót paník stig. Þetta kemur fram í fréttum Financial Times:
Demand falls short at Italy debt auction
Rush for havens as euro fears rise
Það sem virðist vera komið aftur - er upplifunin að vera á barmi örvæntingar, að dæmið geti fallið á hliðina þá og þegar.
Skýr merki um peningaflótta:
- Vaxtakrafa fyrir 10 ára bandarísk ríkisbréf, féll niður í 1,46% sem kvá það lægsta síðan 1946. Við erum að tala því um algerlega nýtt ástand í verðlagi bandar. ríkisbréfa miðað við áratugina sem síðan hafa liðið. En þetta sýnir flótta fjármagns inn í öryggið.
- Vaxtakrafa 10 ára þýskra ríkisbréfa fór í 1,26 sem einnig er ný lægð í verði, og dönsk ríkisbréf fóru í dag á einungis 1,09% en það land er utan evru.
- Bresk ríkisbréf lækkuðu í 1,64.
Vaxtakrafa Spánar og Ítalíu hækkar:
Ítalía seldi ríkisbréf þ.e. en sú sala er ekki síst hafa skapað umrótið, en það reyndist ekki næg eftirspurn eftir öllu því sem yfirvöld Ítalíu ætluðu að selja, og verðið var hátt.
- 10 ára bréfin fóru á 6,03% og eftirspurn var eftir 5,73ma. en það stóð til að selja 6,25ma..
- Vantaði eftirspurn eftir 520 milljón evrum.
Við þetta hækkaði meðalkrafan á mörkuðum fyrir ítölsk 10 ára bréf í rétt rúml. 6%. Er því aftur komin yfir 6% múrinn, en var áður á þeim slóðum í fyrstu vikunni í janúar.
Krafan fyrir 10 ára spönsk bréf fór í rúmlega 6,7%. Virðist hratt nálgast þessa dagana 7%.
Óttinn við yfirvofandi hrun er aftur kominn!
Það var eins og að yfirvöld á evrusvæði væru ekki alveg búin að átta sig á hve hratt snjóboltinn virðist vera að hlaðast upp. En sem dæmi á að halda næsta leiðtogafund aðildarríkja Evrusvæðis ekki fyrr en eftir að þingkosningar hafa farið fram í Grikklandi þann 17. júní nk.
En krýsan virðist virkilega í hröðu spinni núna - raunveruleg hætta á stjórnlausri atburðarás.
Á sama tíma virðist manni aðilar innan stofnananna vera að hreyfa sig og hugsa, á allt - allt öðru tempói.
Á miðvikudag gaf Framkvæmdastjórn ESB út leiðbeiningar til aðildarríkja um framtíðar hagvöxt, svokallaða 2020 áætlun - sbr.: Europe 2020
Svo er unnt að klikka á einstök ríki fyrir neðan og fá fyrirmæli Framkvæmdastjórnarinnar fyrir hvert eitt þeirra, áhugavert að virkja hlekkinn fyrir Spán: Spain.
Eftir því sem ég best fæ séð - þá er Framkæmdastjórnin söm við sig miða við hegðun hennar í tilviki Grikklands, Portúgals og Írlands. Það er, þegar kreppir að á Spáni nú, er lausnin meiri niðurskurður "consolidation" en skriffinnar Framkæmdastj. virðast telja hann allra meina bót, svona eins og læknar töldu á miðöldum allra meina bót að taka fólki blóð. Það sé rétta leiðin til hagkerfislegs viðsnúnings, til þess að endurreisa tiltrú.
Það virðist engin leið að koma því til skila, að þetta sé þegar búið að þrautreyna í Grikklandi, Írlandi sé i reynd ekki að ganga alltof vel með sömu aðferðir.
Olli Rehn gaf út áhugaverða yfirlísingu um Spán!
EU gives Spain more time, nudges France on deficit
""We are ready to consider proposing an extension of the deadline for Spain to meet its deficit target by one year, to 2014,"" - - Risastórt útspil ekki satt :)
Til þess að fá þetta "hugsanlega" þarf ríkisstjórn Spánar að:
- "Madrid needs to submit by July a "solid" plan for 2013-2014 explaining what they will do to reach the three-percent deficit target in 2014, down from almost nine percent last year."
- "The other condition is for Spain to "effectively control excessive spending at regional level."
Dálítið sérstakt að lesa "EU-Observer" því þessi fjölmiðill er inni í svo gersamlega allt öðru hugsanasamhengi en t.d fjölmiðill eins og FT. En þ.e. látið eins og að, það að íhuga að veita Spáni eitt extra ár til að ná niður halla í 3% þegar spænska hagkerfið er farið að hrynja saman af vaxandi hraða, sem verður að segjast að er smá skondið - á grátbroslegann hátt.
Takið samt eftir - að þetta eru öll viðbrögðin frá yfirmanni efnahagsmála innan Framkvæmdastjórnar ESB, Spánn virðist hratt nálgast alvarlegt hrun ástand - og hann ætlar að taka tillögu um að gefa Spáni eitt ár enn til að ná halla í 3% fyrir næsta leiðtogafund Evrusvæðis, sem er seint í júní eftir kosningarnar í Gríkklandi.
Ég er barasta ekki viss að Olli Rehn hafi þann tíma.
Því svo hratt hefur snjóboltinn verið að vinda upp á sig þessa dagana, að ég held að það þurfi neyðarfund ekki síðar en í næstu viku.
Og sá þarf að gefa út einhverja stóra yfirlísingu - sem róar ástandið!
- Það öflugasta væri að heimila Seðlabanka Evrópu að framkvæma þegar í stað - stóra prentunaraðgerð, en slík aðgerð þolir nú nánast enga bið.
- Mér sýnist ástandið orðið a.m.k. eins eldfimt og hættulegt, það varð orðið seint í desember sl. er Seðlabanki Evrópu hóf prentun. Prentaði svo aftur í sl. febrúar. Svo ekki söguna meir hingað til.
Það er ekki síst þetta bil eða gjá milli viðbragða opinberra aðila á evrusvæði, og þess hve ástandið versnar hratt - sem er sjálfstæð ástæða vaxandi hræðslu!
Að lokum áhugaverð frétt Financial Times: Euros survival remains the big bet
"Investors are increasingly betting on deflation as the outcome - not inflation. The German bond market is priced for inflation of just 1,3% over the next decade, lower than last autum's pricing."
Þetta þykir mér áhugavert, að markaðurinn sé að lesa það út úr líklegum viðbrögðum stjórnenda á evrusvæði - - að það verði ekki farið í prentun.
Þannig - engin verðbólguleið.
Ég get ekki séð nokkra aðra útkomu - en hrun ef markaðurinn hefur rétt fyrir sér.
Þá má vel vera jafnvel, að það hefjist áður en grísku kosningarnar fara fram.
En ástand á mörkuðum er það eldfimt að því virðist, að stórfelldur fjármagnsflótti frá Spáni og Grikklandi, sem myndi smita út frá sér til Ítalíu.
Virðist geta hafist þá og þegar.
Ef markaðurinn hefur rétt fyrir sér, að nýjar prentunaraðgerðir séu ólíklegar, þá fer ég að hallast að því að evran verði stödd í hrunferli við sumarlok.
Niðurstaða
Mér sýnist stjórnendur evrusvæðis vera að leika sér að eldinum. Ef markaðurinn hefur rétt fyrir sér að prentun þ.e. verðbólguleið sé ekki að verða ofan á. Heldur hjöðnunarleið - sem ég get einungis séð eina útkomu út úr, þ.e. hrun.
Þá er eins gott að fólk fari sem fyrst að koma peningunum sínum í gott skjól.
Það er ekki nema smá kaldi í gangi núna á mörkuðum, miðað við þann storm sem getur skollið á.
Ef ekki er gripið mjög ákveðið inn í þróun mála, ekki eftir mánuð.
Heldur sem allra - allra - fyrst.
Ps: bendi á grein eftir Ambrose Evans-Pritchard: Spain faces 'total emergency' as fear grips markets
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Annað hvort verður gripið inn í á endanum eða ekki. Ef ekki verður gripið inn í endar þetta með falli evru. Ef það verður gripið inn í vakna fullt af spurningum upp af hverju ekki hafði verið gripið inn í áður, því þessar "litlu" tímabundnu bjarganir hafa kostað sinn skildinginn og einungis veitt tímabundinn frið uns nýtt ástand varð verra en ástandið var fyrir litlu bjarganirnar?
Af hverju þrást Þjóðverjar svona mikið við ef óbreytt ástand leiðir til falls evru?
Getur verið að Þjóðverjar viti hreinlega að hvað sem verður gert, þá fellur evran hvort sem er, en svo lengi sem litlar bjarganir eru til staðar er einhver tími keyptur? Maður veltir þessu fyrir sér vegna þess að ef evran hryndi, þá myndi útflutningur þeirra til annarra Evrópulanda hrynja, en meðan ástandið er svona (þ.e. fastgengi milli evruþjóða) þá halda Þjóðverjarnir áfram að flytja út. Kannski kostnaðurinn við þær "litlu" bjarganir sé minni en virði útflutnings þeirra?
Án þess að ég hafi hugmynd um það en velti því fyrir mér, hvaða áhrif hefur fjármagnsflótti til Þýskalands? Það er að segja, það fjármagn sem flýr til Þýskalands, er það hærri upphæð en hlutfallsleg ábyrgð þeirra í gegnum Target2 kerfið? Skiptir það einhverju máli ef svo er?
Þetta eru furðulegir tímar. Það liggur hreinlega við að maður bíði eftir einhverri risasprengju sem setur allt hrunið af stað. Þó veit maður aldrei.
Bragi, 31.5.2012 kl. 22:37
Bragi - þ.e. hugsanlegt að þjóðverjar séu með í bakhöndinni einhvers konar kostnaðarreikning á því annars vegar hvað það myndi kosta að láta evruna gossa vs. hins vegar hvað það kostar þá að halda henni í gangi áfram.
Það er sjálfsagt ekki útilokað að þeir séu að nálgast það mat, að ódýrara sé að láta gossa.
-----------------------
Ef þetta stóra hrun verður - þá er það sennilega ekki minna en þ.s. átti sér stað 1931 í kjölfar hruns Kredit Anstalt í Austurríki. En á nokkrum vikum urðu nær allir bankar í Evrópu gjaldþrota, svo barst hrinan til Bandar. og þar urðu einnig fj. gjaldþrot banka.
Hrunið 1929 er eins og kettlingur sbr. hrunið 1931. Þá er það þegar kreppan varð verulega djúp.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 1.6.2012 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning