17.5.2012 | 02:34
Getur Grikkland hrakist út úr evrunni fyrir 17. júní?
Það er nefnilega brostið á flóð flótta fjármagns út úr grísku bönkunum, sem virðist hafa hafist sl. mánudag þegar ljóst var að ekki yrði mynduð ný stjórn í Grikklandi, og ljóst að stefndi í kosningar þ.s. líkur virðast miklar á því, að flokkar sem eru andvígir björgunaráætlun Grikklanda komist til valda.
Hingað til frá því að evrukrýsan hófst virðist sem að þrátt fyrir allt hafi ekki nema 30% innistæðna í grískum bönkum verið farin - áfall en ekki hrun.
En síðan á mánudag hafa 3ma. flúið út úr bankakerfinu gríska þ.e. 2% á 3 dögum.
Útflæðið rúmlega 700 milljónir evra per þessa 3 daga.
Þetta kemur fram í The Economics:
Sjá einnig: Debt crisis: Greek euro exit looms closer as banks crumble
Þetta er algerlega rökrétt hegðan innistæðueigenda!
Þeir sjá fram á það að innistæður þeirra geti orðið í einu vetfangi á bilinu 50-80% minna virði, svo það er gersamlega rökrétt að taka þá evrurnar sínar út og varðveita undir kodda, ef þær hafa ekki verið fluttar í banka í öðru landi.
Vandinn sem þetta skapar fyrir Seðlabanka Evrópu er, að grískir bankar eiga ekki lengur nein nothæf veð, gegnt neyðarlánum.
Á sama tíma er ljóst, að þetta aukna fjárútstreymi þíðir að grísku bankarnir, sækja sér meira fé til Seðlabanka Evrópu.
Sem magnar upp fyrirséð tap Seðlabankans þegar - ekki ef - Grikkland verður gjaldþrota.
Það getur farið að reyna á viljann innan stofnunarinnar, til þess að moka sífellt auknum flaumi af pening inn í gríska fjármálakerfið - ef eins og virðist hæsta máta líklegt að það muni spyrjast út, meðal almennings á Grikklandi að fólk sé farið að taka peningana sína út, sem þá hvetur enn flr. til að gera það hið sama.
"Runaway" paník ástand getur myndast mjög hratt - ef þessu fer fram sem horfir, það má því vera að Grikkland muni hrekjast út úr evrunni, áður en að 17. júní kemur.
En ef gríska bankakerfið dettur um koll, sem það mun gera ef Seðlabankinn heykist um að dæla stöðugt fé inn á móti þ.s. líklega getur nú á næstu dögum þróast upp í allsherjar flótta peninga, þá á gríska ríkið engan valkost annan.
En að hefja prentun eigin peninga án tafar - en það væri eina mögulega leiðin fyrir gríska ríkið, að tryggja almenna fjármálaþjónustu í landinu, ef Seðlabanki Evrópu heykist á einhverjum tímapunki á næstu dögum, svo að bankakerfið gríska fellur um koll.
Þá um leið - gengur í gegn sú atburðarás sem menn hafa verið að íta á undan sér, þ.s. þá fellur sá nýi gjaldmiðill óhjákvæmilega stórt móti evrunni.
Og Grikkland mun eiga engan annan úrkosti, en að lýsa sig greiðsluþrota - enda munu allar skuldir 2-faldast í andvirði á móti hinum nýja gjaldmiðli, og sennilega jafnvel gott betur.
Þetta færir aukna spennu í þá daga sem líða nú fram að 17. júní
Skv. frétt Financial Times eru uppi samantekin ráð allra helstu stjórnenda stofnana ESB, og ríkisstjórna aðildarríkja evru fyrir utan Grikkland - að stefna að því að vinna sigur í kosningunum á Grikklandi 17. júní nk. - með þá stefnumörkun að kosningarnar séu um evruaðild eða ekki.
En grískur almenningur er enn upp til hópa fylgjandi því að vera í evrunni - líklega ekki almennur skilningur á því, hvað það þíðir að ef Grikkland verður gjaldþrota.
Svo stefnan er að setja málið fram með mjög skýrum hætti - standa við greiðslur af skuldum, standa við niðurskurðaráætlun og halda evru; eða sleppa henni, verða gjaldþrota.
Og þjóðinni verður sagt - að gjaldþrot þíði fátækt og vonarvöl! Efnahagslegur djúpfrystir.
Greeks urged to run poll as euro vote
"Senior European leaders are attempting to turn Greece's repeat mational election next month into a referendum on the country's membership of the euro, a high-stakes political gamble that officials believe can win back voters disillusioned by the tough bailout conditions but eager to stay in the single currency."
"José Manuel Barroso, president of the European Commission: We want the Greece to remain part of our family, of the European Union, and of the euro." - "This being said, the ultimate resolve to stay in the euro area must come from Greece itself."
"Senior European officials said the position was agreed after meetings this week, including a lunch on Monday between Barroso and other heads of EU institutions, including Mario Draghi, president of the European Central Bank, Herman Van Rompuy, the president of the European Council, eurozone finance ministers. It was also discussed at Monday's night's meeting of Mr Juncker's eurogroup."
"The next election is going to be a sort of a referendum election," said one eurozone finance minister. "We are going to convey very clearly to the Greek people that if there is no stable government to implement the conditions of the programme then we are going to have difficulties and are going to have to adopt plan B."
Formaður Syriza flokksins hefur verið að vara kjósendur sína við því, að allt verði reynt að hálfu stofnana ESB, og annarra áhrifaaðila innan evrusvæðis - að mála það mjög dökkum litum, framtíð Grikkland og grísks almennings, ef grískur almenningur styður hann og hans flokk til valda, þannig að í reynd verði áætlun evrusvæðisríkja um Grikkland hafnað í annað sinn af kjósendum.
Það er ljóst að áróðursstríðið er að hefjast fyrir virkilega alvöru.
Niðurstaða
Ef miklar úttektir úr grísku bönkunum sl. mánudag, þriðjudag og miðvikudag; sýna að allsherjar flóðbylgja úttekta út úr gríska bankakerfinu, er farin af stað.
Þá óneitanlega, bætir það ástand enn á spennuna - fram að kosningum á Grikklandi þann 17. júní nk.
Á sama tíma, eru stofnanir ESB og aðrir áhrifaaðilar á evrusvæði, að hnykla vöðvana fyrir áróðursstríðið mikla, sem mun dynja á grískum kjósendum næstu vikurnar fram að 17. júní nk.
Spurning hvort maður muni naga neglurnar niður í kjúku á næstunni?
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
Nýjustu athugasemdir
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Þó ég muni ekki fyrir hvað Obama fékk friðarverðlaun Nóbels Þá ... 18.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Huh? Nei, flóttamannastraumurinn er hluti af Cloward-Piven plan... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Grímur Kjartansson , - það hefur verið sannað að HAMAS hirti dr... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: USAID gat á engan hátt gert grein fyrir hvert allir þessir fjár... 17.2.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.2.): 4
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 520
- Frá upphafi: 860915
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 467
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hverjir eiga þessa peninga í Grikklandi það er spurning hvort ekki sé meirihluti sem á lítið sem ekki neitt og er nákvæmlega sama um Evruna og eru búnir að átta sig á því að ástandið getur bara versnað með Evruna og er til í að taka slaginn með Alexis.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 17.5.2012 kl. 07:49
það er spurningin hvernig Alexis Tsipras text að stappa stálinu í Grikki, Hann er þegar farinn að senda Merkel og ESB tóninn. Við skulum ekki gleyma sögunni um Davíð og Golíat, risar hafa tilhneigingu til heimsku.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 17.5.2012 kl. 08:03
Eins og ég sagði, spennandi.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 17.5.2012 kl. 11:35
Áhugavert kort, FOREX, yfir gengi evru vs. dollar. Gengi evru er nærri því lágt í dag eins og það var í fyrstu vikunni í janúar:
http://uk.advfn.com/p.php?pid=qkchart&symbol=FX^EURUSD
Euro vs US Dollar Forex Chart
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 17.5.2012 kl. 11:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning