Er gagn af því að mótmæla framferði kínverja í Tíbet hér á Íslandi?

Þegar við íhugum gagnsemi mótmæla þá þarf eiginlega að spyrja sig þess - hver tilgangur þeirra er? Ef tilgangurinn er eingöngu sá að sýna sendirmönnum kínverja fram á það, að meðal almennings á Íslandi sé andstaða við framferði Kína í Tíbet, og meðferð þeirra á tíbetum. Þá virka mótmæli sem tjáningarmáti.

En ef tilgangurinn er að hafa áhrif á Kínastjórn, þá er mjög ólíklegt að mótmæli skili tilætluðum árangri.

 

Af hverju ætli Kína hafi tekið Tíbet?

Þetta kort er á þessum hlekk!

China Topography Map

 

Getið fundið þetta kort á þessum hlekk! En kortið er mun stærra þar, og hlutir sjást betur.

Topography of Xizang(Tibet) in China

  1. Eins og sjá má á myndunum, þá myndar Tíbet í reynd náttúruleg landamæri fyrir Kína sem heild, við Indland og Nepal. Risaríkið Indland þar í meginskurðpunkti. Þar sem um er að ræða hæsta fjallagarð í heimi sem skiptir þarna á milli, þá eru þetta mjög verjanleg landamæri.
  2. Seinna meginatriðið er "vatn" - en upptök mikilvægra fljóta sem renna í gegnum SA-hluta Kína til sjávar, er að finna á hálendi Tíbet. Þetta vatn skiptir mjög miklu máli fyrir mörg hundruð milljón kínverja sem búa meðfram Gulafljóti og þverám þess, öllu því vatnasvæði.
  3. Er auðvitað það, að kínverjar voru í stakk búnir að taka Tíbet yfir.

Stóru atriðin eru alveg örugglega - Vatnið / og Örugg landamæri.

Þessi 2 atriði í reynd eru það mikilvæg fyrir Kína að algerlega öruggt má teljast, að það sé gersamlega óhugsandi í augum kínverja og kínverskra stjórnvalda, að gefa eftir yfirráð yfir Tíbet.

Það skipti þá engu máli - alls engu, hve mikinn þrýsting Kína væri beitt.

Vesturlönd einfaldlega hafa ekki nægilega mikil áhrif lengur - til að geta beygt Kína.

Þetta í reynd þíðir að - það er engin von, alls engin, að Tíbet fái sjálfstæði.

Heimastjórn er einnig mjög líklega - mjög ólíkleg.

 

Hvað er þá hugsanlega raunhæft að fara fram á?

Það er vart annað en - bætt réttindi fyrir tíbeta innan tíbets undir kínverskri stjórn.

Að menning tíbeta - fái vernd, í stað þess að verið sé að skipulega ógna henni.

Að til tíbetar geti sent börn sín í skóla þ.s. kennt er á tíbesku.

Að börnin fái kennslu í siðum og hefðum tíbeta.

Heðbundin klaustur tíbeta fái að starfa í friði.

Menning tíbeta fái sambærilega stöðu eins og t.d. menning Walesbúa inna Bretlands, eða menning Baska innan Frakklands. Tilteknu hlutfalli skattfjár í Kína, verði varið til að styrkja menningu tíbeta.

Sjálfstæði sé algerlega óraunhæft - bendi á að Dalai Lama sjálfur hefur fallið frá þeirri kröfu fyrir löngu síðan, og er í dag einungis að biðja um bætt réttindi - atriði af því tagi sem ég nefni.

Umheimurinn getur hugsanlega beitt kínverja fortölum - um að mæta slíkum raunhæfum kröfum.

En kínverjar sjálfir þurfa að vilja stíga slík skref - umheimurinn getur ekki beygt Kína.

 

Lykilatriði er "raunhæfar kröfur"

Ef mótmæli snúast um að styðja kröfur sem algerlega öruggt er að aldrei ná fram að ganga, þá eru slík mótmæli í reynd algerlega tilgangslaus - því þau eiga enga möguleika á því að skila tilætluðum árangri.

Þá eru mótmælafundir fyrst og fremst, fyrir þá sem mæta á þá fundi - þ.e. samfélagslegt atriði hér á landi eða hvar annars staðar sem slíkir fundir eiga sér stað á vesturlöndum.

Áhugafólki finnst þá að með því að mæta - sé það að gera góðann hlut.

Slíkt eykur tilfinningalega vellíðun þess - þannig séð gerir því sjálfu gott.

Máski að ef til staðar er í samfélaginu hópur útlaga tíbeta - þá eykst þeirra vellíðan einnig að fá slíkt pepp frá samfélaginu.

En þá er gagnsemi funda af því tagi upp talin - þ.e. ef kröfurnar eru af því tagi sem aldrei ná fram.

Ef aftur á móti menn vilja gera raunverulegt gagn:

  1. Þá er unnt að fjölga útlaga tíbetum sem fá hæli hér.
  2. Einbeita sér að stuðningi við hugmyndir - sem hugsanlegt er að nái fram.

 

Eigum við að neita því að eiga samskipti við Kína?

Ég bendi á að við höfðum verslunarsamskipti við Austantjaldsríkin og Sovétríkin á tímum Kalda stríðsins.

Mér finnst einnig merkilegt - að þeir sem berjast fyrir tíbeta, virðast lítinn áhuga hafa á réttindum úhígúr fólksins í Synkiang. Má vera að það hafi e-h að gera við það, að þeir eru múslímar.

En þar er mjög svipaður vandi og sá sem tíbetar standa frammi fyrir.

Ég held að rétt sé að leggja að kínverjum að bæta réttindi minnihlutahópa innan Kína.

Ég sé engan mun á úhígúrum og tíbetum, eða fyrir það mongólum í Innri Mongólíu.

Kínverjar ættu að fara að fordæmi Evrópu þ.s. réttindi minnihlutahópa hafa verið stórfellt bætt sl. 30 ár eða svo.

En ég legg ekki til að við neitum samskiptum - eða verslun og viðskiptum.

Þvert á móti held ég, að aukin samskipti séu þvert á móti líklegri til árangurs, en eins og hinir og þessi vilja, að beita útilokun.

 

Niðurstaða

Ég er á því að við eigum að auka samskiptin við Kína. Heimila kínverjum að eiga hér viðskipti, eignast fyrirtæki - ferðast hingað í hópum. Í gegnum það, batni möguleikar okkar til að hafa áhrif á Kína. En fortölur er það eina sem líklegt er að hafa nokkur hin minnstu áhrif.

Kínverjar verða sjálfir að komast að þessu. En rétt er að benda þeim á góð fordæmi, þ.e. hvernig minnihlutahópar eru í dag verndaðir með margvíslegum hætti í Evrópu á seinni árum.

Sjálfstæði minnihlutahópa innan Kína er á hinn bóginn algerlega útilokað.

Heimastjórn er mjög fjarlægur möguleiki.

En það má vera, að raunhæft sé að kínverjar geti fengist til að bæta mannréttindi minnihluta.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband