Laun lækka treglega í Bandaríkjunum, skv. rannsókn starfsmanna San Fransico útibús Seðlabanka Bandaríkjanna!

Datt niður á þessa áhugaverðu rannsókn, sjá: Why Has Wage Growth Stayed Strong?. Það sem þessar rannsóknarniðurstöður sýna fram á, er að laun lækka treglega í Bandaríkjunum, í þeim greinum sem hafa lent í vandræðum í kreppunni núverand.

Þetta er áhugavert - því vinnumarkaður telst skv. flestum sérfræðirannsóknum í gegnum árin, vera sveigjanlegri í Bandaríkjunum en í Evrópu.

Og löndin í S-Evrópu standa öll með tölu frammi fyrir þörf á því að lækka "hrein" laun og það verulega, eitthvað í kringum 30% á Grikklandi, en kringum 20% á Spáni og á Ítalíu.

Og ef laun lækka treglega í Bandaríkjunum í vandræðagreinum eða vandræðasvæðum, hvaða von eiga löndin í S-Evrópu til að feta leið launalækkunar út úr vandræðum?

 

Samkvæmt mynd 1 virðist raun-launalækkun eiga sér fyrst og fremst stað í Bandaríkjunum, með þeirri aðferð að verðbólga raunlækki laun!

----------------------------------------------------------------

Figure 1
Inflation and wage growth through business cycles

Inflation and wage growth through business cycles

----------------------------------------------------------------

Takið eftr línunni "core inflation" en þegar verðólga er í nokkrum prósentum, geta atvinnurekendur "raunlækkað" laun, með því einu að frysta nafnvirðis-hækkanir á launum. 

Launafrysting virðist hafa skilað töluverðum raun-launalækkunum á 9. áratugnum, í þeirri umtalsverðu verðbólgu sem þá var í Bandaríkjunum.

En í kreppunni frá og með 2008, virðast mjög litlar raunlaunalækkanir eiga sér stað, en þó hefur verið verulegt atvinnuleysi í Bandaríkjunum í þessari kreppu - - en verðbólga eins og sest hefur verið lág.

Í lágri verðbólgu fæst mun síður fram raunlaunalækkun með því að frysta nafnvirðisthækkanir launa.

 

16% launþega skv. könnun, sýna enga breytingu á nafnvirði launa!

---------------------------------------------------------------- 

Figure 2
Distribution of observed nominal wage changes

Distribution of observed nominal wage changes

----------------------------------------------------------------

Rannsakendurnir vekja sérstaka athygli á súlunni sem gnæfir yfir á "0" punktinum.

Grafið er tekið árið 2011, og sýnir skv. upplýsingum "vinnumálastofnunar Bandaríkjanna" hafi það ár, 16% launþega verið í launafrystingu þ.e. engar nafnvirðis hækkanir launa.

En takið eftir því, lági staflinn fyrir aftan súluna, sýnir að lítill fj. launþega hefur orðið í reynd fyrir sára litlum launalækkunum - þ.e. rétt fyrir neðan "0%."

 

Mynd 3 sýnir þróun yfir tímabil í hlutfalli launa breytist ekki!

----------------------------------------------------------------

Figure 3
No wage changes: Hourly and nonhourly workers

No wage changes: Hourly and nonhourly workers

----------------------------------------------------------------

Takið eftir því hve hlutfall launa sem breytast/hækka ekki hefur rokið upp í kreppunni núna!

 

Laun háskólamenntaðra sýna einnig aukningu á ósveigjanleika!

----------------------------------------------------------------

Figure 4
No wage changes by education level

No wage changes by education level

----------------------------------------------------------------

Þessi mynd sýnir að aukinn ósveigjanleika launa gætir óháð menntun!

Skýring getur verið að kreppan er í fjármálaheiminum ekki síst í dag, og þar er hátt hlutfall háskólamenntaðra starfsm. - sem getur verið ástæða þess að laun þeirra séu undir þrýsingi.

 

Ósveigjanleiki launa eftir iðngreinum!

---------------------------------------------------------------- 

Figure 5
No wage changes by industry

No wage changes by industry

---------------------------------------------------------------- 

Eins og sést mælist aukning í ósveigjanleika í öllum greinum atvinnulífsins.

 

Hvað þíðir þetta?

Ég hugsa það komi mörgum á óvart að laun séu ósveigjanleg niður í Bandaríkjunum. En við nánari umhugsun ætti þetta ekki að vera svo óvænt. 

Ég mynni á þá atburðarás sem átti sér stað í kringum gjaldþrot General Motors og Crysler. En ástæða þess að farin var leið gjaldþrotsferlis var ekki síst sú, að ekki náðist samkomulag við samtök launþega í iðnaðinum, um nægilega miklar lækkanir kjara - svo þau fyrirtæki gætu borið sig.

Ekki síst var vandinn tengdur eftirlaunaþegum, en venjan í Bandaríkjunum er sá að fyrirtæki sjá sjálf um eigin eftirlaunasjóði - oft í samvinnu við launþegafélögin. Þessi kostnaður var orðinn mjög íþyngjandi fyrir GM og Crysler.

En ítrekaðar tilraunir til að fá sérstaklega eftirlaunaþega til að samþykkja lækkanir, mistókust.

Svo farin var sú leið að setja fyrirtækin í gjaldþrotsferli - þannig láta launþega og eftirlaunaþega standa frammi fyrir þeirri bjargbrún, að hætt yrði að greiða inn í sjóðina - sem voru og eru undirfjármagnaðir og hinsvegar að störfin myndu einfaldlega hverfa.

Ekki fyrr en aðilar stóðu á brún hengiflugsins náðist samkomulag sem gerði GM og Crysler það mögulegt, að halda starfsemi áfram í Bandaríkjunum.

-------------------------

Þ.s. þetta segir okkur er að launþegar eru einnig í Bandaríkjunum virkilega mjög tregir til að samþykkja lækkanir kjara með beinum hætti.

 

Niðurstaða

Niðurstaða þessarar rannsóknar bendir sterklega til þess að laun virkilega séu mjög treg-lækkanleg með beinum aðgerðum.

Það eru mjög slæmar fréttir fyrir S-Evrópu þ.s. beinar launalækkanir eru eina leiðin út úr núverandi kreppu, ef halda á evrunni.

Ef maður íhugar GM og Crysler vandræðin, þá gæti það verið ákveðin fyrirmynd fyrir framtíðina, þ.e. gefið vísbendingu þess efnis, að slíkur "brinkmanship" verði ef til vill algengur þegar stjórnendur eru að leitast við að knýja fram lækkanir launa.

---------------------------

Heildarafleiðing sem mig grunar

  1. að í lág-verðbólgu umhverfi eins og innan evrunnar þá sé ekki raunlækkun launa með frystingu, í reynd fær þ.e. að láta verðbólguna éta þau.
  2. Ef GM og Crysler dæmið er vísbending um vandann, þá verði hugsanlega slíkur "Brinkmanship" milli stjórnenda og launþega algengur.
  3. Mig grunar að auki, að algeng útkoma verði að fyrirtæki hætti störfum - störfin glatist, eða að þau hætti störfum, en nýir aðilar taki við en bjóði mun lægri kjör - en þá eru fyrri samningar ógildir.
  4. Það má meira að segja vera að gjaldþrot verði megin aðferðin til þess, að knýja fram raunlaunalækkanir.
  5. Þ.s. einhvern tíma tekur fyrir nýja aðila að endurreisa fyrri starfsemi, ekki víst þeir haldi sömu sölusamningum, eða öllum mikilvægum starfsmönnum - - þá sé hreint tjón fyrir hagkerfið töluvert.
  • Þ.s. komi þá í staðinn fyrir möguleikann á gengisfellingum, og því að verðbólgulækka laun.
  • Sé dýpri kreppur þegar þær verða, hærra hlutfall atvinnulausra, mun hærra hlutfall gjaldþrota.

Ef þetta er rétt hjá mér, þá í reynd eru þeir sem eru með fjármagn ekki endilega augljóst öruggari með sitt fjármagn í kerfi án gengisfellinga og mun lægri verðbólgu.

Því ef hrein töp verða verri í kreppum, þá finna þeir einnig fyrir því.

T.d. sjóðir eins og eftirlaunasjóðir, í stað þess að verða fyrir því að sjóðirnir skerðist í verðbólgu eða eignir þeirra það geri, fái í staðinn afskriftir þ.e. hreinar afskriftir þegar kreppur koma, og hlutafé verði verðlaust - en reikna má með því að hlutfall á tapinu lendir pottþétt á þeim.

Það kaldhæðnislega er - - að það má vera að þetta kerfi sé í reynd, minna stöðugt!

  • Það er, kreppur verði dýpri - atvinnuleysi meira, en á móti verði uppsveifla eftir kreppu sennilega einnig kröftugari.
  • Nettó útkoma einfaldlega sú - að í stað ókostanna verðbólgu og gengisfellinga - koma aðrir ókostir í staðinn; niðurstaða nokkurn vegin - - > jafnstaða hvað öryggi peninga varðar.

Þ.e. tap aðila sem eiga peninga verði heilt yfir í reynd nokkurn veginn það sama, og ef aðferðin við leiðréttingu væri áfram verðbólga og gengisfelling.

Launþegar verði ekki heldur neitt öruggari, því í staðinn fyrir raunlaunalækkanir með verðbólgu, komi meira atvinnuleysi og minna starfsöryggi að meðaltali.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband