5.4.2012 | 14:53
Evrukrýsan snýr til baka!
Á útmánuðum þessa árs hefur orðið eitt magnaðasta hækkunarskeið á mörkuðum sem sést hefur lengi, en frá og með cirka annarri viku í janúar hafa markaðir verið í nær samfelldu hækkunarferli í Evrópu. Á sama tíma, lækkaði vaxtakrafa bæði fyrir Spán og Ítalíu.
Bjartsýni hefur aukist á ný, og sumir meira að segja hafa verið að ganga svo langt, að halda því fram að evrukrýsan sé leyst - grikklandskrýsan sé frá vilja sumir meina, markaðir hafi róast í seinni tíð o.s.frv.
Í Þýskalandi var bjartsýnisbylgjan ekki síst sterk, þ.s. hver mælingin eftir aðra á sýn atvinnurekenda á framtíðina, hefur mælt hærri tölur um bjartsýni - þýskir atvinnurekendur alls ekki að spá kreppu.
Innan Þýskalands hafi þeirri sýn skotið rótum, að sú formúla sem þar hafi verið haldið fram, sé raunveruleg lausn á vanda evrunnar, að síðustu mánuðir séu einmitt vísbending um það að mál séu á uppleið á ný.
Ekki er allt sem sýnist!
Margir óháðir hagfræðingar benda á, að lækkun vaxtakröfu fyrir Spán og Ítalíu, sé líklega að stórum hluta að þakka 1% neyðarlánum Mario Draghi Seðlabankastjóra Evrusvæðis veitt til 3 ára.
Tveir slíkir lánapakkar hafa verið veittir, samtals upp á rúmlega 1.000 milljarða evra, og mörg hundruð evópskir bankar í hvort skipti þ.e. desember og febrúar, öfluðu sér slíkra lána.
Skv. tölum þá var í kjölfarið veruleg aukning í eign bæði spænskra og ítalskra banka í formi ríkisskulda eigin lands, rúml. 20% aukning hjá spönskum bönkum skv. tölum frá fyrri hl. febrúar, og nokkru lægra hlutfall hjá ítölskum bönkum.
Ekki liggur enn fyrir hve mikið spanskir og ítalskir bankar keyptu af ríkisbréfum eigin landa í mars. En það má reikna með því að einnig í þeim mánuði hafi verið aukning á eign þeirra í ríkiskuldum.
------------------------------
Punkturinn er sá, að það virðist sem það sé raunverulega svo, að lækkun ávöxtunarkröfu á spænsk og ítölsk ríkisbréf, sé stórum hluta vegna útgáfu 3. ára neyðarlána Seðlabanka Evrópu á 1% vöxtum.
Þetta fé hafi að hluta farið í kaup á ríkisbréfum Spánar og Ítalíu.
Lækkun vaxtakröfu þessara landa geti því reynst - - tímabundin.
Þ.e. að hún gangi til baka, um leið og bankarnir verða orðnir uppiskroppa með það fé.
Spurning hvort einmitt þetta er farið að gerast?
Þetta hafi með öðrum orðum ekki verið vegna aukins trausts á Ítalíu og Spáni.
Bæði Ítalía og Spánn séu nú skv. öllum tölum í efnahagssamdrætti - og það ætti að hafa þveröfug áhrif, að draga úr trausti, hækka ávöxtunarkröfu á þeirra ríkisbréf.
Fjarar undan Mario Monti!
Að auki, virðist sem farið sé nokkuð að fjara undan Mario Monti, en hann er kominn í vandræði með breytingar á reglum, sem er ætlað að auka sveigjanleika á vinnumarkaði - - þ.e. öll ítalska verkalýðshreyfingin hefur risið upp á afturfæturna, andstaðan fer hratt vaxandi.
En Mario Monti vill leggja af reglu í lögum, sem í reynd bannar fyrirtækjum að reka fastráðna starfsmenn - en starfsm. geta áfríjað málinu til dómstóla og á meðan halda þeir fullum launum, og þar þarf fyrirtæki að verja það fyrir dómstóli að það þurfi að segja upp viðkomandi.
Þetta er e-h sem fæst fyrirtæki leggja í, svo á Ítalíu eru starfsm. í reynd æfiráðnir, um leið og þeir hafa fastráðningu.
Það þarf varla að taka fram, að fyrirtæki nýta sér mikið að ráða fólk í hlutastarf, en skv. reglum eru störf sem eru til 6 mánaða undanþegin þessum reglum, svo mjög mikið af fólki er ráðið til 6 mánaða í senn.
Þ.e. í reynd litill minnihluti starfsm. sem nýtur þessara frýðinda, nokkurs konar elíta vinnumarkaðarins, en þetta er samt bagalegt að geta ekki haft fólk í vinnu nema 6 mánuði í senn, þ.e. skapar óvissu bæði fyrir starfsm. og fyrirtæki.
En þetta ákvæði er varið með kjafti og klóm nú af ítölsku stéttarfélögunum. Skv. nýjustu fréttum, eru komnar vöflur á herra Monti, hann er farinn að bakka i málinu.
En þessi deila er nú búin að standa yfir í nokkrar vikur - og vísbendingar um hækkanir á vaxtakröfu Ítalíu sl. daga, getur gefið vísbendingu um það, að markaðurinn sé farinn að efast um það að Mario Monti nái að framkvæma þá umtalsverðu hagræðingu sem til stóð - Monti softens labour proposals.
Skv. nýjustu fréttum frá Ítalíu, eru ítalskir vinnuveitendur einnig komnir í fílu við herra Monti - Employers attack Italys labour reforms - en þ.e. vegna nýs frumvarps texta, þ.s. virðist að Monti hafi útvatnað fyrri tillögur um endurbætur á vinnumarkaðs löggjöfinni, sbr.:
"The government decided to revise its original plan,,,under the final draft, judges would have the possibility of ordering reinstatement if those economic justifications were found to be "manifestly baseless." A fast-track legal process would be established to deal with such cases."
Í staðinn fyrir að leggja af ákvæði 18. í vinnumarkaðslöggjöfinni, sé því breytt svo að slík dómsmál gangi hraðar fyrir sig og dómarar séu síður líklegir til að dæma fyrirtækið til að halda viðkomandi starfsm.
Ég skil alveg fílu vinnuveitenda, því skv. þessu verður áfram ákaflega erfitt að reka starfsm. með fulla ráðningu.
Sú skilvirkni sem til stóð að skapa, næst ekki fram nema að einhverjum litlum hluta.
- Eftir að hafa heyrt þessar fréttir getur mjög vel verið - að markaðurinn sé að verðfella væntingar sínar um framvindu Ítalíu!
Síðan brást útboð á ríkisbréfum fyrir spönsk bréf á miðvikudag:
Spanish bonds hit by poor auction
Eftirspurnin reyndist ekki vera næg þ.e. 1 milljarð evra vantaði upp á fulla sölu.
Þetta hristi töluvert uppi í markaðinum, veruleg hækkun varð á vaxtakröfu Spánar og er að nálgast hæðir sem hún var í á sl. ári.
"The (Spanish) budget was pretty credible, but the international investors who have left the Spanish bond market will probably not come back," said Justin Knight, head of European rates stategy at UBS. "If this auction means that Spanish banks are running out of LTRO money and therefore stop buying as well, it could be serious news for the market."
Spanish yields rise to multi-month highs
"Spanish...10-year bond yields jumped to 5,81%, the highest since December 12...Spanish 10-year yields are up more than 7% this week, the worst since the week ending on January 6....They are also at fresh high since the ECB launched the first of its two three-year loan injections at the end of December. The ECB has pumped more than 1tn. into the region's financial system in the two loan tenders each of three years."
"Italian yealds...also jumped, sparking fears that the effects of the central's bank's emergency action, which triggered a powerful rally in the eurozone debt markets, is fading.
"Italian 10-year yields rose to 5,49%, meaning yields have jumped 6% this week, the worst since the end of November."
Athygli vekur samt að þetta er að gerast vikunni eftir að Mariano Rajoy kynnir til sögunnar - harðann niðurskurðar pakka.
- Það virðist ljóst að niðurskurðarpakkinn sé ekki að auka trúverðugleika Spánar!
Harðlínumenn í Þýskalandi og innan stofnana ESB, munu sjálfsagt halda því fram að pakkinn hafi skort trúverðugleika - vegna þess að ekki sé nógu mikið skorið niður.
En Rajoy hvarf frá áður samþykktu viðmiði um halla þ.e. 4,4%, stefnir að 5,3% markmiði þetta ár í staðinn, þetta gerist í kjölfar þess að halli fór í 8,5% á sl. ári þegar tölur voru teknar saman um sl. áramót, og stefnir líklega í rúm 10% ef ekkert væri að gert þetta ár, vegna efnahagssamdráttarins sem nú er hafinn á Spáni.
5,3% viðmið felur því í reynd í sér mjög harðann niðurskurð - en harðlínumennirnir vilja meina að með því að bakka frá 4,4% viðmiðinu þó svo miklu mun erfiðar sé að ná því í ljósi þess sem síðan hefur gerst; sé Mariano Rajoy að gengisfella Spán á mörkuðum - en harðlínumennirnir virðast einungis skoða dæmið út frá ríkishalla og skuldasöfnun, ekki það að þau atriði séu óveruleg að mikilvægi þá eru þau ekki einu atriðin sem máli skipta.
Það þarf einnig að íhuga áhrif sjálfs niðurskurðarins á framvindu mála í spænska hagkerfinu.
En meðal niðurskurður ráðuneyta og stofnana spánska ríkisins er víst kringum 17%, sem mér finnst ekki lítið - Spains bullfight with austerity.
- Ég vil meina að niðurskurðarstefnan sjálf sé kolröng - en megin vandi Spánar sé ekki ríkishallinn heldur samdráttur í hagkerfinu.
- Vegna þess að á Spáni ríkir efnahagssamdráttur - þurfi að fara mjög varlega í niðurskurði.
- Því niðurskurður geti til skamms tíma ekki annað en aukið á þann samdrátt - sem auki atvinnuleysi sem þegar er rúml. 23%, og hækki að auki skuldir spænska ríkisins sem hlutfall af tekjum þess.
- Skuldir spænska ríkisins eru enn innan við 70% af þjóðarframleiðslu, í reynd minni sem hlutfall þjóðarframleiðslu en skuldir þýska og franska ríkisins eru.
- Punkturinn er sá, að með því að auka samdrátt - þá mun niðurskurðurinn a.m.k. framan-af, í reynd hækka skuldir sem hlutfall af landsframleiðslu, þó svo að það dragi úr hækkun þeirra skulda þegar miðað er við upphæðirnar sjálfar.
- En það verður að muna eftir gjaldþroti argentíska ríkisins 2000. Þegar kreppan í Argentínu hófst voru erlendar skuldir argentíska ríkisins ekki nema rúml. 50% af landsframleiðslu. En Argentíska hagkerfið féll um 25% eða þar um bil í kreppunni sem þá kom, og þá verður helmings aukning í virði erlendra skulda miðað við þjóðarframleiðslu, þ.e. 50% verður að 75-80%.
- Það mun taka nokkrun tíma fyrir jákvæð áhrif af aðgerðum sem ætlað er að auka skilvirkni atvinnulífs að skila sér - sem útskýrir það af hverju OECD og AGS vara við mjög harkalegum niðurskurði í mjög þröngum tímaramma.
- Um 70% skuldastaða, getur auðveldlega umhverfst í rúml 100%, án nokkurrar viðbótar við sjálfa upphæð skuldar - ef spænska hagkerfið lendir í sambærilegri hrignun og argentíska hagkerfið.
- En þ.s. þ.e. halli, þá væntanlega aukast upphæðirnar einnig, svo að sambærileg minnkun spænska hagkerfisins, myndi geta skilað skuldastöðu spænska ríkisins upp í allt að 120%.
- Það án þess að íhuga þá hina hugsanlegu hættu, að spænska bankakerfið geti riðað til falls, ef spænska hagkerfið fer í hratt dýpkandi kreppuástand.
- Þannig að spænska ríkið geti neyðst til að koma því til aðstoðar - eins og írska ríkisstjórnin neyddist til að aðstoða írska banka.
- Þetta er hrollvekja - því á Spáni var á sl. áratug síst minni húsnæðisbóla en á Írlandi, og óttast margir að mikið sé af slæmum skuldum innan spænska bankakerfisins - að þau kurl séu langt í frá öll komin til grafar.
- Þá getur spánska ríkið sokkið mjög auðveldlega og það með ógnarhraða í mjög djúpu feni.
Mér sýnist því þessi niðurskurðarstefna vera ákaflega áhættusöm!
Spænska hagkerfið sé spilaborg - og það þurfi varfærna hönd á stýri til að leiða það út úr vanda.
Ég er á því, að spænska ríkið eigi að fara varlega í niðurskurð, en einbeita sér að því að auka skilvirkni hagkerfisins - þ.e. vinnumarkaðs aðgerðir - breytingar á skattalöggjöf og reglum, aðgerðum til að stuðla að nýfjárfestingum og hagvexti.
Harður niðurskurðir verði að bíða - þoli bið út þetta ár og það næsta.
Og það getur einmitt verið áhættan í tengslum við hina ný kynntu stefnu, sem markaðurinn er að tjá spönskum stjórnvöldum.
Ef þ.e. svo, þá mun vaxtakrafan sennilega halda áfram í hækkunarferli - þangað til að spönsk stjv. sannfæra markaðinn um það, að þau séu að beita sér fyrir hagvexti að nægilegum krafti.
Það mun einnig eiga við, ef spænskir bankar eru orðnir uppiskroppa með peningana frá Mario Draghi, og treysta sér ekki til að halda áfram að kaupa spönsk ríkisbréf skv. tilboðinu frá Seðlabanka Evrópu um peninga á 1% vöxtum.
Niðurstaða
Evrukrýsan hefur verið í lægð undanfarið, sá friður virðist fyrst og fremst hafa verið búinn til með aðgerðum Mario Draghi þ.e. 3 ára neyðarlánum á 1% vöxtum, sem mikill fj. evr. banka hefur nýtt sér í desember 2011 og febrúar 2012.
Áhrif þessara aðgerða eru augljóslega tímabundin, nema auðvitað Draghi haldi áfram að gefa út 3 ára lán á 1% vöxtum, t.d. að það verði 3 útgáfa slíkra í apríl.
Þá framlengjast áhrifin - en atburðarás sl. viku og þessarar, getur bent til þess að áhrif hins svokallaðar "LTRO" sé að fjara út.
Sérstaklega ætti útboð á spönskum bréfum sl. miðvikudag sem brást, að lyfta brúnum.
Áhugavert einnig, að það kemur í kjölfar þess að ríkisstjórn Spánar kynnti ný fjárlög sl. föstudag.
Hvað um það - - evrukrýsan minnir á sig, segir halló - hér er ég.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:24 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 857483
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessu til áréttingar skal þess getið að undanfarið hefur orðið nokkuð MIKIÐ fall á evru gagnvart dollar en það staðfestir þetta mat þitt á að erfiðleikar evrunnar eru síður en svo að baki.
Jóhann Elíasson, 6.4.2012 kl. 08:21
Tók eftir því. Við skulum halda áfram að fylgjast með fréttum. En ég sé ekki að samræmd niðurskurðarstefna sú er Angela Merkel er að knýja fram leiði til annars en samræmdrar kreppu.
Áhugaverð hagfræði tilraun, þannig séð.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 6.4.2012 kl. 12:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning