22.2.2012 | 22:25
Merkel ætlar að veðja á að niðurskurður sé atkvæðavæn stefna!
Der Spiegel er með grein um nýja stefnumörkun sem virðist á leiðinni frá ríkisstjórn Angelu Merkel. En það virðist ljóst að Angela Merkel ætlar ekki að fara að ráðum - engil saxneskra hagfræðinga. En þeir hafa lagt til að Þýskaland taki sig til, og eyði meira. Sem dæmi hefur OECD lagt það til, að Þýskaland beiti sér með slíkum hætti. AGS reyndar að auki.
- Ástæðan er sú að þær stofnanir hafa áhyggjur af því, hvað gerist ef fj. aðildarríkja evrusvæðis samtímis fer í niðurskurðar-aðgerðir.
- Ég er eiginlega sammála þessum ótta, þ.e. að niðurskurður samtímis í svo mörgum löndum innan Evrópu, muni skapa neikvæða hringrás þ.e. niðurspíral, því þá aukist samdráttartilhneygingar í þeirra hagkerfum samtímis.
- Ég skynja hættu á vixlverkun, þ.s. þau kaupa vörur af hverju öðru, þá þíðir það að minnkun eftirspurnar víxlverkar þá til næsta lands, og til baka frá næsta landi því þ.e. sennilega einnig að skera niður.
- Með öðrum orðum, viðskipti innan svæðisins muni skreppa saman, þannig sá gróði sem sameiginlegi markaðurinn hefur skapað ríkjunum fram að þessu, minnkar.
- Þetta magni upp þann samdrátt sem allur þessi niðurskurður muni skapa.
Mynd sýnir hve hratt stendur nú til að draga úr lántökuþörf ríkissjóðs Þýskalands.
Punkturinn er, að fræðilega er unnt að vinna slíkum samdráttartilhneygingum á evrusvæði, ef þau löndin innan svæðisins sem tiltölulega vel eru stödd - taka sig til og auka eyðslu sína. Þ.e. ábending AGS og OECD, og svokallaðra engil-saxneskra hagfræðinga, sem öfugt miðað við þ.s. sumir halda fram, vilja ekki evruna feiga.
Þá vegur eyðsla betur stöddu landanna upp samdráttinn frá hinum ríkjunum - og fræðilega væri þannig unnt að koma í veg fyrir að, svæðið sem heild myndi fara í samdrátt og/eða að það dragi úr heildar viðskiptum innan svæðisins.
Að auki, þá a.m.k. fræðilega myndi þetta flíta fyrir efnahagsbata ríkjanna sem eru í vanda, og þurfa að skera niður, því umframeyðsla betur stöddu landanna, skapar löndunum í vanda þá flr. tækifæri til að koma eigin varningi í verð á þeirra mörkuðum
Á mynd, Angela Merkel og Wolfgang Schäuble
En Merkel og Schäuble hafa ekki áhuga á hugmyndum af þessu tagi!
Sjá frétt: Merkel Bets Austerity Will Result in Re-Election
Mynd sýnir þau hin nýju sparnaðaráform sem standa fyrir dyrum í Þýskalandi.
- Sko, ef ekkert land á evrusvæði mun stunda aukna eyðslu -
- til að vega upp sífellt harðari samdráttaraðgerðir í fj. landa evrusvæðis -
- þá verður ekkert, nema hugsanleg aukin eftirspurn frá löndum utan Evrópu, til að sporna við því, að heildaráhrifin verði þau, að skapa stöðugt meiri samdrátt svæðisvítt!
Rétt er að halda til haga að skv. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, mældist efnahagssamdráttur á evrusvæði sem heild, síðustu 3 mánuði sl. árs.
Alveg eins og ég var reyndar búinn að spá fyrir - þegar í ágúst 2011.
Tölur um fyrsta fjórðung þessa árs, munu segja mikla sögu - þegar þær koma út, líklega seint í apríl eða snemma í máí.
Ef Þýskaland mælist þá hafa haft samdrátt, verður það annar fjórðungur Þýskalands í samdrætti, og Þýskaland skv. viðmiðunum Framkvæmdastjórnar í samdrætti.
Ítalía og Spánn eru þegar búin að vera 2 ársfjórðunga samfellt í samdrætti. Frakkland kom á óvart, og var með smávegis vöxt á 4. fjórðungi 2011, í stað samdráttar á 3. fjórðungi. En líklega mun það togast niður, ef Þýskalands togast niður og löndin fyrir sunnan verða öll samtímis í samdrætti áfram.
- Það verður þá ekki um annað að ræða, en að Mario Draghi auki prentun!
En Seðlabanki Evrópu hóf prentunaraðgerð í miðjum desember, og líkur eru þegar á því að hún verði stórfellt aukin á næstunni. En ef útlitið er eins og mér sýnist lengra fram eftir ári, þá mun sú prentun enn síðar verða aukin enn frekar, o.s.frv.
Þannig verður unnt að halda evrunni gangandi - bankakerfi Evrópu gangandi.
En einhverntíma mun gengi evrunnar klárt láta undan, og að auki spurning hvenær það fer að kræla á aukinni verðbólgu.
Niðurstaða
Mér lýst alls ekki á efnahagshorfur á evrusvæði, ef eins og útlit er fyrir, að ríkisstjórn Þýskalands eins og nú virðist útlit fyrir, fer í harðari niðurskurð útgjalda heima fyrir - samtímis því að öll ríki S-Evrópu + Frakkland + Belgía; eru samtímis að herða sultarólina.
Það merkilega er, að Merkel og Schäuble virðast alls ekki sjá þessa ógn.
Þvert á móti trúa þeirri einkennilegu kenningu, að niðurskurður leiði til hagvaxtar.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning