12.2.2012 | 18:56
Þjóðþing Grikklands samþykkir skilyrði aðildarríkja evru, þannig að svokölluð 2-björgun Grikklands getur haldið áfram!
Samkvæmt nýjustu fréttum hefur meirihluti gríska þingsins samþykkt hina svokölluðu "2-björgun Grikklands" ásamt öllum þeim skilyrðum sem aðildarríki evru hafa sett, þ.e. 22% lækkun lágmarkslauna, um 300milljóna evra lækkun greiðsla gríska ríkisins til lífeyrisþega, og að ríkisstarfsmönnum verði fækkað um 150.000 á næstu 3 áum, þar af 15 þúsund strax.
Sjá: Athens passes austerity bill
Núverandi stjórnarflokkar verða auk þess að undirrita yfirlísingu þess efnis að þeir muni virða samkomulagið eftir kosningar.
Það skapar spennu um það hvað gerist í þeim kosningum, en 3 flokkar vinstra megin við gríska krata, þ.e. Sósíalistaflokk grikklands - PASPOK, hafa verið að mælast með samtals rúm 40% fylgi undanfarið í skoðanakönnunum.
Mér fynnst líklegt, að tafarlaus 22% lækkun lágmarkslauna á Grikklandi, muni sannfæra fj. kjósenda um að greiða þeim flokkum atkvæði, þ.e. "Lýðræðislegt Vinstri", "Róttækt Vinstri" og Kommúnistaflokkur Grikklands".
Kosningarnar í apríl geta orðið áhugaverðar, en líkur virðast umtalsverðar um það að þá myndis þingmeirihluti andstæðinga björgunar Grikklands - svokallaða.
Það ræðst í þingkosningunum í apríl hvort grískur almenningur kýs að halda þessu dæmi áfram, eða að fara leið tafarlauss gjaldþrots!
Forystugrein Financial Times í dag segir "Let Greece stand on its own feet.": Ég tek undir það sjónarmið. Mér finnst Financial Times að jafnaði hafa mjög heilbrigða ritstjórnarstefnu. En mér hefur oft fundist skrif ritsstjóra FT gróð. En ritstjóri FT segir núna að framtíð Grikklands sé í höndum Grikkja sjálfra. Að Evrópa eigi ekki að standa í vegi fyrir þeirri vegferð, sem grískur almenningur kýs að fara.
Hann bendir á, að þrátt fyrir allt hafi grísk stjórnvöld náð fram heilmiklum sparnaði í útgjöldum.
Sjá: Let Greece stand on its own feet
Það er upp á 8% af vergri þjóðarframleiðslu, sem hallinn á frumjöfnuði Grikklands hefur að hans sögn verið lækkaður um.
Hann bendir á að, ekki mikið vanti á úr þessu að þeir nái frumjöfnuði í jafnvægi - "Athens will soon reach primary balance, where the state's revenues suffice to pay for its expenditure apart from debt service. This changges the political calculus. It ends Athens' finacial dependence if it chooses to default. It leaves the eurozone with a stark choice: either continue treating Greece like a subjugated state or adobt an approach that leaves Greece a slim chance of meeting the demands of monetary union."
Ritstjórinn er í reynd segja, að með því að tiltölulega lítið vanti upp á að Grikkland geti rekið sig hallalaust án afborgana af skuldum, þá sé kominn mun meiri trúverðugleiki á bakvið þá hótun að neita að borga.
- Hann er í reynd að höfða til aðildarríkjanna, að koma betur fram við Grikki.
Að hætta þessari framkomu sem hefur verið ástunduð, að gera lítið úr grikkjum, að láta eins og þeir séu þau börn sem þurfi stranga föðurlega hönd sem segi þeim fyrir verkum - sbr. Patronize.
Framtíðin sé í hendi Grikkja - þeir hafi raunverulega valkosti:
A)Halda þessu áfram.
B)Hætta þessu, og yfirgefa evruna.
Ef Grikkir kjósi A, þá beri að koma betur fram við Grikki, þ.e. eins og hverja aðra aðildarþjóð. Ef þeir kjósa B, þá beri Evrópa a.m.k. hluta af sök, með því hvernig komið hefur verið fram við Grikki, hefur verið skapað ástand reiði og pyrrings, það algerlega að óþörfu. Í reynd hafi pólitíkusar í N-Evrópu verið að beita Grikklandi fyrir sig í innanlandspólitískum tilgangi. Þetta hafi verið skammsýni.
Ég bendi einnig á grein Gavyn Davies: Greek lessons for the eurozone
Hann er mælir með því að Grikkir haldi sig við evru. Er stuðningsmaður evrunnar. En hann er ekki einn af þessum blindu stuðningsmönnum, enda segir hann einnig eftirfarandi:
"Despite being widely crticized for failing to hit most of its previous targets, Greece has in fact improved its primary budget balance by about 8% of GDP since 2009, which is not exactly a negligible effort."
"Greece has so far refused to contemplate departure from the euro because that path is fraught with enormous difficulties. A large proportion of private savings would be wiped out by devaluation, debt defaults, and banking failures. The resulting recession would be immediate and extremely deep, much deeper than anything seen so far."
"The budget deficit after leaving the euro would probably still be several percentage points of GDP, because the primary deficit may rise in the recession, and some interest payments would still be dues on international debt. The only source of funds to cover thos deficit would be monetary creation by the Bank of Greece."
"That would prove highly inflationary, and it would come on top of wage increase to buy off discontent, and a currency depreciation of at least 50% against the euro. Greece might manage to avoid hyper-inflation, but the annual inflation rate would for a time be in tens of percentage points."
"In the linger term, growth would be restored, and inflation brought beck under control. The experience of countries which have defaulted and devalued in the past is actually very encouraging in that regard. Nevertheless, the near term costs of leaving the euro have been sufficiently daunting to deter most mainstream politicians in Greence since the crisis erupted. It is anyone's guess whether this orthodox approach will continue to command electoral support indefinitely."
- Ég tek undir það, að fyrstu áhrif stórrar gengisfellingar eru að raunverðfella laun í hagkerfinu stórt, auk þess að í Grikklandi lækka inneignir einnig að raunverðgildi og annað sparifé, þ.e. ef því hefur öllur verið skipt yfir í drögmur fyrst.
- Best væri að gríska ríkið myndi samstundis taka yfir bankana um leið og dragma er tekin upp, enda munu grísku bankarnir falla óhjákvæmilega. Þá getur ríkið einnig skipt lánum almennings í drögmur samtímis og inneignum er skipt í drögmur, og látið þannig lánin einnig raunverðfalla. Verður þó koma í ljós hvort grísk stjv. kjósa að verja almenning. En ef lánin falla í sama hlutfalli þá raskast ekki hlutfallið á milli. En stjv. Grikkl. munu þó ekki geta gert það sama við útibú í eigu erlendra banka. En myndu geta tekið yfir banka starfandi í landinu, sem væru skráðir sem rekstraraðilar í Grikklandi, þó þeir væru í eigu erlendra aðila. Ólíklegt væri að slíkir bankar haldi velli hvort sem er, þannig bréf þeirra væru verðlaus. Þó geta komið upp dómsmál við eigendur. En áhættunnar virði - myndi ég segja. Efa að gríska ríkið myndi þurfa að greiða skaðabætur.
- Líklega er rétt hjá Gavyn Davies að halli á frumjöfnuði (þ.e. jöfnuður áður en greitt er af lánum) myndi aukast eitthvað, því til skamms tíma myndu tekjur gríska ríkisins skreppa saman. Slíkann halla væri einungis unnt að bæta upp með verðbólguskapandi prentun. Á móti hættir gríska ríkið að þurfa lán fyrir því. En þetta væri til skamms tíma eingöngu, því hagvöxtur myndi hefjast tel ég innan árs að líkindum, þ.e. hið minnsta reynsla annarra þjóða, sjá hér hvað ég á við: Mjög áhugaverð nýleg greining frá "Bank of International Settlements" um efnahagslegar afleiðingar stórfellds gengishruns! BIS eða Bank of International Settlements byrtir mjög áhugaverða rannsóknargrein, einmitt á sögulegum afleiðingum stórra gengisfellinga. Þ.e. mjög áhugaverð lesning í þessu samhengi.
- Sennilega er einnig rétt, að verkalýðsfélög myndu líkindum knýja fram kauphækkanir sennilega í 2-stafa tölum, sem myndu stórum hluta fara í verðbólgu. Þetta þekkjum við vel hérlendis.
- En einnig þekkjum við vel hér, að ef tekst samstarf við aðila vinnumarkaðar um það, að flýta fyrir lækkun verðbólgu þ.e. aðilar vinnumarkaðar samþykki minni launahækkanir, á móti beiti ríkið aðhaldi og gæti sín í hækkunum gjalda; þá lækkar verðbólgan hratt, er að líkindum að mestu farin á 2 árum.
- Þetta er valkostir, en aðilar vinnumarkaðar geta valið að auka verðbólgu þ.e. fóðra hana eða að sameinast um að eyða henni sem fyrst. En okkar reynsla er að 2-stafa launahækkanir í reynd skila sér ekki. Snjallara er að taka litlar hækkanir, og láta bólguna hverfa sem fyrst.
Niðurstaða
2-björgun Grikklands svokölluð virðist í höfn. En meirihluti gríska þingsins núverandi samþykkti kröfur aðildarríkja evru, um þá áætlun seint í kvöld, sunnudagskvöld 12/2.
----------------------------------------
Grikkland hefur þá valið þann valkost að halda áfram með áætlunina, eða það hafa núverandi stjórnarflokkar gert sem hafa þingmeirihluta. En það kemur síðan í ljós í þingkosningum í apríl, hvort gríska þjóðin velur með sama hætti eða ekki. Það er gersamlega ljóst að ef Grikkland velur að halda áfram núverandi vegerð, er landið ekki komið á breiðu brautina með því samkomulagi sem verður kannski staðfest á gríska þinginu í kvöld. En flestir hagfræðingar erlendis eru á þeirri skoðun, að frekari afskriftir muni til þurfa áður en sá breiði vegur kemur. Einnig, að verulegar kauplækkanir muni þurfa að komast til framkvæmda, ef Grikkland á að geta snúið við til hagvaxtar. Annars verði samdráttur áfram næstu misserin.
Mér sýnist valið vera milli kreppa 2-3 ár til viðbótar a.m.k., eða snögg djúp dýfa en endurkoma hagvaxtar mjög líklega innan sama árs.
En þ.e. reynsla annarra þjóða að vöxtur í flestum tilvikum kemur aftur innan sama árs.
Sjá skýrslu BIS sem er að finna í gamalli bloggrein: Mjög áhugaverð nýleg greining frá "Bank of International Settlements" um efnahagslegar afleiðingar stórfellds gengishruns!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:29 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Munu raunlaun ná að lækka nógu mikið til að hagvöxtur snúi aftur? Hvernig hefur þróun nafnlauna verið í Grikklandi undanfarin misseri, veistu það? Hver er verðbólgan í landinu? Það væri nú stórkostlega hættulegt ef deflation færi að gera vart við sig í Grikkjalandinu en þá myndi raunlaun hækka, að öðru óbreyttu.
Bragi, 13.2.2012 kl. 11:22
Tölur sem ég hef heyrt er að laun hækkuðu sl. áratug 30% að hlutfalli umfram launahækkanir í Þýskalandi, það hafi stuðlað að miklum og vaxandi viðskiptahalla v. Þýskaland. Þetta þurfi að ganga til baka, sennilega gott betur.
Sennilega dugar ekki þessi 22% lækkun. Óháðir hagfræðingar tala um þörf á aðlögun sem jafngildi 50% gengisfellingu.
Fræðilega er það mögulegt með launalækkunum, en við erum að tala um mikið stærri breytingu en þ.s. Eystrasaltslöndin fóru í gegun og Írland, ég efast að svo stórar beinar launalækkanir hafi verið framkv. áður - enginn veit með vissu hvort nokkrar líkur eru á því að það takist eða ekki.
Það yrði hið minnsta mjög erfið barátta að ná slíku fram. Á meðan skreppur hagkerfið áfram saman, hlutfall skulda hækkar.
Sennilega þart a.m.k. eina skuldaniðurfellingu til viðbótar. Sumir tala um tvær.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 13.2.2012 kl. 18:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning