Merkel og Sarkozy segja við Grikki, gerið þ.s. ykkur er sagt eða þið fáið engann pening!

Grikkland virðist komið í nær óleysanlega klemmu. En vandinn er ekki síst sá að á Grikklandi eru þingkosningar í apríl nk. Nú er febrúar. Ekki nema 2 mánuðir til kosninga. Og flokkarnir eru skiljanlega mjög tregir til að ganga að skilyrðum svokallaðrar "Þrenningar"/Troika. Sem er Seðlabanki Evrópu, AGS og Neyðarlánasjóður Evrusvæðis - sem er undir stjórn aðildarríkjanna.

Á sama tíma, er ekki nema mánuður í gjaldþrot! Þ.e. 20 mars nk. þarf gríska ríkið þarf að greiða upp 14,5 milljarða evra lán sem fellur á gjalddaga. Það mun ekki vera mögulegt, án peninga frá aðildarríkjunum, í gegnum Neyðarlánssjóð Evrusvæðis eða "ESFS".

Hver eru þessi skilyrði?

  1. 25% launalækkun opinberra starfsm. Fram að þessu hafa óverulegar launalækkanir orðið hjá ríkisstarfsm.
  2. 15% lækkun lífeyris til fyrrum opinberra starfsm. Sennilega gegnumstreymiskerfi.
  3. Lokað sé tafarlaust 100 opinberum stofnunum, þannig að um 15þ. ríkisstarfsm. missi vinnuna.
  4. Sett sé þegar í stað, dagsetning hvenær sala ríkiseigna hefst. En það dæmi hefur stöðugt dregist, og slík sala er ekki enn hafin.
  • Merkel og Sarkozy sögðu í dag, að Grikkir verði að ganga að skilyrðum, ella fái þeir ekki pening!

Merkel Demands that Greece Take Quick Action

Germay, France and EC increase pressure on Greece

Angela Merkel: "We want Greece to stay in the euro zone," Merkel told reporters in Paris. But, she then added, "I want to make clear once again that there can beno deal if the troika proposals are not implemented. They are on the table, time is of the essence. Something needs to happen quickly."

Nicolas Sarkozy: "Our Greek friends must fulfil their responsibilities," Sakorzy added. "They have no choice."

  • Tek fram að það er engin skilda hinna aðildarríkjanna, að halda Grikklandi uppi.
  • En þ.e. einnig réttur Grikkja, að ákveða að fara ekki að þeim skilyrðum sem þeim eru sett á móti.
  • Sem þíðir auðvitað greiðsluþrot - en mín skoðun er að úr því sem komið er, sé það sennilega skárra.
  • Það þíðir mjög líklega drögmuvæðingu, en ég held ekki að það þíði að Grikkland fari úr ESB. Ég held þvert á móti að lending verði sú, að Grikkland verði áfram meðlimur. Eftir að dragman hefur fallið stórt kannski allt að 80%, geti Grikkland fengið aðild að ERM II. 

 

Nýjar hugmyndir að nálgun að því, hvernig haldið verði utan um greiðslur til Grikklands!

Merkel Demands that Greece Take Quick Action

Greece bail-out funds could be split

Assembling the pieces for a Greek resolution

  • Hugmyndin er sú að ef prógrammið um Grikkland heldur áfram, þá verði peningaframlög greidd inn á sjóð - sem sagt búinn til nýr sjóður.
  • Sá sjóður eyrnamerki peninga til tiltekinna kröfuhafa, þannig að tryggt sé að þeir fái alltaf greitt. Sjóðurinn sér þá um þær greiðslur, en grísk stjv. koma aldrei nærri þeim pening. Þannig sé kröfum Þjóðverja um tryggar greiðslur mætt, að kröfuhafar hafi forgang.
  • Á sama tíma, sé einnig tiltekið fé eyrnamerkt gríska ríkinu. Því verði unnt að halda eftir, án þess að skapa þá hættu að það verði "credit event" þ.e. að kröfuhafar fái ekki greitt.
  • Þannig, verði með auðveldari hætti, unnt að halda svipunni að grískum stjv. - svo þau haldi sér við sitt verkefni, eins og þeim er uppálagt. Samtímis er því sleppt að búa til stórfellt drama á fjármálamörkuðum.

Tilfinningin sem maður fær af þessu, er að Grikkland sé komið í hlutverk ódæls krakka sem er í skammarkróknum, í augum hinna aðildarríkjann, og fullorðna fólkið sameinast um að ala krakkann upp hvort sem krakkinn vill það eða ekki. Á ensku er þetta kallað "patronizing." Þykir ekki endilega góð framkoma.

 

Merkel ætlar að taka þátt í kosningabaráttu Sarkozy!

Crisis Desperation Drives Merkel to Campaign for Sarkozy

Þetta er svo magnað, að ég varð að bæta þessari frétt inn!

  • En ég hef aldrei nokkru sinni heyrt dæmi þess áður, að leiðtogi annars ríkis gangi til liðs við leiðtoga ríkis og aðstoði hann í kosningabaráttunni.
  • En það virðist sem að til standi að Merkel fari um Frakkland með Sarkozy.

Lesið grein Der Spiegel!

 

Niðurstaða

Nú loks getur það verið að dramað um Grikkland sé að nálgast endapunkt. En mér sýnist erfiðleikastigið hafa aukist töluvert síðan síðast. En nú er krafist verulegra beinna launalækkana, auk umtalsverðra beinna lækkana á lífeyrisgreiðslum, stofnunum sé lokað svo fj. mann missi vinnuna. Ekki beint gott veganesti í kosningabaráttu.

Þessi grísku drömu eru nú búin að vera reglubundnir atburðir. En þ.s. bætir nú í, eru þingkosningarnar í apríl. En þ.e. viðbótar þrýstingur á gríska stjórnmálamenn, sem ekki hefur fram að þessu verið fyrir hendi.

Mig grunar að kosningarnar einmitt umtalsvert minnki líkurnar á því, að í þetta sinn eins og áður komist Grikkland yfir hindrunina, þannig að gríska prógrammið haldi áfram.

Áhugavert tvist er að Papademos forsætisráðherra, gaf í dag skipun til fjármálaráðuneytis Grikklands, að teikna upp líklega atburðarás um það hvað gerist ef Grikkland verður greiðsluþrota.

"Mr Papademos asked the ministry: to record accurately and realistically all the consequences of the country’s exit from the eurozone."

"according to Panos Beglitis, spokesman for the socialist Pasok Party, who told Radio 9: It’s an important initiative because the Greek people should know exactly what consequences a bankruptcy and eurozone exit would have and thereby take their responsibility."

Mig grunar að því verði einkum ætlað, að skapa viðbótar þrýsting á gríska stjórnmálaforingja, svo í því plaggi verða afleiðingar líklega málaðar mjög dökkum litum.

Ég á sem sagt ekki von á því að þetta verði hlutlaus skoðun!

---------------------------

Hvet fólt til að fylgjast með fréttum!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ísland á ekki að bíða eftir að verða sett sömu skilyrði og Grikkjar, end margt líkt með hugmyndafræði þessar ríkja.   Raunvirði allra [vsk] vöru og þjónustu eininga heims til innbyrðis viðskipta milli ríkja [bak veð og greiðslur] eru reiknuð á sama mælkvarði, hvort þættir í einingu séu huglægir eða efnislegir [hráefni og orka á meðal heimsmarkaðum verðum síðasta árs], það sem leggast ofan er vinnslukostnað í meðalprósentu, og sölukostnað í meðaprósentu, t.d. á því sem 80% meðalneytenda spyrja eftir um allan heim.  

Það sem fæst fyrir gjaldmiðil á markaði ]hverfi , borg, þorp , ríki þetta skiptir ekki máli]  ákveður gengi hans.   Þess vegna þýðir ekki að hækka eingöngu álagningu á markaði í prósentum til að hækka alþjóða raunvirði sölu á mælkvarða CPI eða PPP.  Að því er virðist frá 1994 þá hækkaði álagning hér í krónum innland á öllum sem tilheyrir vsk. 5 verflokkur til dæmis er að raunvirði ódýrari en 1 verflokkur og þess vegna getur álagnin verð lægri upphæði í krónum. Hjá alþjóðgengismarkaði er það vegið meðal tal að öllum álagningum sem skiptir máli, til að "fair traite" ríki. 

Ég veit frá fyrstu hendi að Íslendingar skilja ekki þetta samhengi þegar þeir eru að reyna skilja gengis hrunið hér, og botthvarf Mac Donalds t.d.

Ískýslæu AGS 2005 fyrir veðmádmál Íslands, kemur fram að kostnaðverð á nýbyggingarfermetra hér innlands frá 1994 til 2004 hafði hækkað 40% meira en erlendis, ekki nóg með það fasteigna verð á eldra húsnæði hafði hækkað um sömu prósentu, á uppgefnum raunverðum hér staðgreiddum.    Ég fór á bókahlds náskeið um dagin og í dæmum um álagni þá hafa hún hækkaði um tugi prósenta á Íslandi frá því fyrir 30 árum. Þatta er skýring á afhverju Seðlabankar EU, UK og USA, endureiknuð PPP fyrir Ísland og skráð hér gengi meira í samræmi við gengi í öðrum ríkjum sem selja hliðstæð gæði. Hagfræðingar á Íslandi og víðast annarstaðar vegna orðforða eiga mjög erfit með skilja hvernig raunvirði er fundið út PPP.  Hér er á Íslandi er mörg hugtök sem eiga að vera þýðingar á erlendum skilgreingum í raun eins og svör nemenda á prófi sem svarar vitlaust.  Það gera ágætis nemdur frá fæðingu eins og ég ekki , stefnan er alltaf 9 til 10.

Ef þú er með pakka 4 tómatar allir heilir á 100 dollara , þá er raunvirði tómat um 25 dollara.  Nú lækkar verð á pakka niður í 90 dollara , en ein tómatur er skemmdur, þá hækkar raunvirði PPP ekki á tómat, heldur kastar ein tómatur 30 dollara í þessu ríki.   Gengið dollars er veikara í þessu ríki.  Brjálæðir hagfræðingar segja að ekki sé samhengi milli raunvirði  og söluverðs pakkningar. Ílendingar eru heimskir. Evra er líka veik á Íslandi í dag í samanburði þegar allur neytanendapakkin er keyptur. Hinvegar geta ferðmenn valið sértækt og það getur verið í augum sumra ferðmanna raunviðri þeirra gjaldeyris.


Það er verið að leiðrétta Gríksku elítuna. Aðal greiðlur frá þeim er rúgmjöl og sigarettur fyrir allt hitt sem þeir fá í skiptum vegna aðildarinnar.  Grikkir uppskera eins og þeir sá. Frakkar og þjóðverja er ekki mömmurr sem geta haft hin ríkin á brjósti. EU er hernaðar og viðskiptabandalag fyrst og fremmst samkvæmt eigin skilgreiningu, þess áhersla var lítið rædd með á útvíkkun stóð, skiljanlega. Þeir sem lesa ekki reglurnar og spyrja hvað er best fyrir mig, eiga von á góðu. Tamningin getur tekið 20 ár í viðbót.

Júlíus Björnsson, 7.2.2012 kl. 04:49

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Einar.

Er ekki sá að hóta sem á allt undir að Grikkir láti undan????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.2.2012 kl. 07:33

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ómar, enginn veit í reynd hvað akkúrat gerist ef eða þegar grikkir segja bæ, bæ við evru. En töluvert magn peninga verður þá að afskrifa af ríkisstjórnum og bönkum, en bankar eru sennilega þó þegar búnir að gera ráð fyrir miklu tapi af því fé en ekki endilega 100%, meðan ríkissjóðirnir láta enn sem svo að allt innheimtist.

Sumir segja að áhrifin verði ekki íkja mikil, benda á að Grikkl. sé bara cirka 3% af heildarhagkerfi evrusvæðis, meðan ímsir aðrir telja að mjög umtalsverð boðaföll verði.

Við erum bara áhorfendur hér. VIð komumst sennilega fljótlega að því hvað verður.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.2.2012 kl. 11:58

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Líklegast en er það ekki mesta áhættan fyrir evruna að Grikkir rétti úr kútnum með samkeppnishæfan gjaldmiðil???

Ég fylgist með í gegnum pistla þína.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.2.2012 kl. 15:12

5 Smámynd: Bragi

Stefnir ekki nú í að einhvers konar samkomulag verði undirritað?

Bragi, 7.2.2012 kl. 15:59

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það er verið að vinna að samkomulagi, sannarlega. Hvort það verði, er allt annað mál. En skv. eftirfarandi frétt FT: Greek leaders inch towards austerity deal.

Er haft eftir Papademos að hann sé búinn að leggja fyrir formenn flokkanna, lokaútgáfu að uppkasti að þeim skilyrðum sem Grikklandi er uppálagt að samþykkja.

Síðan segir Papademos vera bjartsýnn á að samkomulag náist í nótt, þannig að unnt sé að ganga frá málinu formlega á ríkisstjórnarfundi í fyrramálið.

Hvort þetta þíði að grísku flokkarnir séu raunverulega e-h nær því að jánka skilyrðunum, er annað mál.

Eina sem ég get sagt, fylgjast með fréttum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.2.2012 kl. 18:22

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Kannski tókst Papademos að ná fram einhverjum minniháttar tilslökunum í þeim símafundum sem hann átti í dag og í gær við yfirstjórn AGS og aðila inna stofnana ESB.

Þannig geti verið um lokauppkast að ræða. Von hans sé að flokksforingjarnir samþykki þá skilyrðin með þeim smábreytingum, fái þannig pólit. "cover" eða skjól til að samþykkja á grunni þess, að allt hafi verið reynt.

Hver veit. Ég ætla ekki að kasta líkum á að það verði í reynd samkomulag.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.2.2012 kl. 19:21

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Grikkland fer ekki langt þótt það segi sig úr EU, þá er líka spurning fyrir Grikkji hverning þeir ætla að losna við grunn útflutning og tryggja sér hráefni og orku til að viðhalda raunvirði heildar þjóðarveltu [PPP] í samanburði við nágranna ríki í það minnsta.

Elítan í Grikklandi ræður sjálf hvernig innri tekjuskipting er milli geira eða tekju hópa innan Grikklands, hinsvegar getur það ekki fengið meira raunvirði úr öðrum ríkjum EU en það tryggði sér á sínum tíma.  Það gildir það um öllu Meðlima ríki, að til að auka sínar raunþjóðartekjur til skiptanna, þá gera þau það inn á sínum eigin aðlaðandi smásölu hávirðisauka mörkuðum. Ríkjum er frjálst að auka tekjur annarra ríkja inn á þeirra aðlaðandi smásölu neytenda mörkuðum.  Sameiginleg markmið eru að á sameinginlegum stöðuleika grunni [1 og 2 þrep vsk] þar sem grunni fylgir við inngöngu og framtíðar skipting í grunninn, rúgmjöl fyrir fisk,...  þáeru markmiðinn að lækki við kostnaður við grunni í heildina þá skili það sér hlutfallslega jafnt til allra ríkja  og líka ef kostnaður hækkar.  Þau hafa komið sér saman um að láta Brussell hafa yfirráð um tryggja hráefni og orku í grunninn þega kemur að ríkjum utan áhrifasvæðis EU. Hagnaður og tap af þessari utríkja þjónust til að viðhalda heildar genginu skiptist svo hlutfallslega jafnt í samræmi við hlutfallslega skiptingu Meðlima gengjanna. Það er ríki sem vanrækja sína eigin markaði uppskera lækkun á gengi í samræmi og þannig minni gróða eða tap af sameiginlegum markmiðum í umsjá Brussell.

Tillögur Þjóðverja og Frakka eru í full samræmi við stjórnaskrá EU.  Siðvillingar [þeir sem kunna ekki að lesa, þroskaða texta] skilja ekki stjórnarskár greinlega og vilja hafa skoðanna fresli , þeir hæfust lifa.

Júlíus Björnsson, 7.2.2012 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband