Þetta er skilningur hagfræðingsins Gavyn Davies á því sem hefur verið að gerast síðan Mario Draghi lánaði evrópskum 521 evópskum banka alls 489ma. til þriggja ára á 1% vöxtum, samtímis því að slakað var mjög á reglum um gæði þeirra eigna sem bankar veita sem veð á móti slíkum neyðarlánum.
Sjá: Fear and greed in the eurozone
- Athygli hefur vakið að í janúar hafa evrópskir bankar verið að varðveita á reikningum sínum sambærilegar upphæðir í Seðlabanka Evrópu.
- Sumir hagfræðingar litu á þær tölur, og töldu að útspil Seðlabanka Evrópu væri ekki að minnka, þ.e. tölurnar sýndu að bankarnir væru að leggja sömu peningana inn, í stað þess að nýta þá.
- En Mario Draghi fullyrti snemma í janúar, að það væru ekki sömu bankarnir sem hefðu tekið 3. ára neyðarlán, og þeir bankar sem væru að leggja sambærilegar upphæðir inn á reikninga í Seðlabanka Evrópu.
- Gavyn Davies út frá ofangreindu ályktar, að þetta þíði í reynd að millibankamarkaðurinn í Evrópu liggi niðri. Að Seðlabanki Evrópu sé í dag, millibankamarkaðurinn eins og hann leggur sig. Þeir bankar sem hefðu verið að lána þeim sömu bönkum sem Seðlabanki Evrópu veitti 3. ára neyðarlán, þess í stað kjósi að leggja það fé inn á reikninga sína í Seðlabanka Evrópu.
- Þetta sýni því í reynd það algera rof á trausti sem ríkir milli bankastofnana innan Evrópusambandsins.
Hvað með framhaldið?
Mario Draghi, the Latin Blocs monetarist avenger
Ambrose Evans-Pritchard veltir fyrir sér hvað gerist ef þetta heldur svona áfram. En hann bendir á að kröfur Seðlabanka Evrópu hafi forgang. Það geti ógnað stöðu venjulegra kröfuhafa eftir því sem frá líður, og Seðlabanki Evrópu á stöðugt hærra hlutfall krafna í bankastofnanir í S-Evrópu.
Hugsanleg áhrif slíks eru þau að gera þessa banka stöðugt háðari fjármögnun Seðlabanka Evrópu, enda eftir því sem Seðlabankinn á hærra hlutfall, því minna söluvænlegar verða þeirra útgáfur skuldabréfa - því Seðlabankinn á alltaf fyrsta veðkall.
Á einhverjum tímapunkti verði þeir algerlega háðir seðlabankanum um alla fjármögnun. Þ.e. hver einasti banki í S-Evrópu.
Niðurstaða
Mér sýnist að álykun Davin Gavies sé líklega hin rétta. Að Seðlabanki Evrópu hafi í reynd komið í stað millibanka markaðarins innan Evrópu, sem sé algerlega botn frosinn. Þetta sjáist af tölum um veitt neyðarlán. Þetta sjást samtímis af tölum sem sýna evópska banka leggja sambærilegar upphæðir inn á reikninga, sem þeir eiga í Seðlabanka Evrópu.
Það er í gangi mjög alvarleg fjármálakrýsa í Evrópu.
Neyðarlán Draghi líklega komu í veg fyrir að það yrði mjög alvarlegt fjármálahrun í janúar.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:07 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Verður hrunið þá febrúar Einar Björn? Er svona aðgerð ekki bara frestun á vandanum? Seðlabanki Evrópu að lána bönkunum peninga sem í raun eru ekki til heldur bara millifærslutölur svo þeir geti feikað stöðuna uppávið eins og þeir Íslensku gerðu fyrir hrunið. Bankarnir fá lánaðar tölur hjá seðlabanka Evrópu sem þeir síðan leggja inn í seðlabanka Evrópu, er þetta ekki fölsun á raunstöðunni?
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 30.1.2012 kl. 19:23
Eitt í þessu er að bæði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Alþjóðabankinn eru sammála um að evrusvæði verður í efnahagssamdrætti í ár. Sjá: Dökk hagspá AGS fyrir Evrusvæði!
Það ætti að hafa þá afleiðingu að virði eignasafns bankanna, haldi áfram að skreppa saman. Þannig að þeir þurfi enn frekari neyðarlán.
Síðan er Grikkland mjög bersýnilega við það að hrynja, loksins. En fundurinn á evrusvæði í dag, endaði án nokkurrar lausnar á vanda Grikklands. Það er ljóst að enginn samkomulagsgrunnur var til staðar milli aðildarríkjanna, um það hvað skal gera.
Þjóðverjar hafa sett fram sína kröfu: Grikkland skal sett í skuldafangelsi skv. kröfu þjóðverja!
En greinilega voru hin ríkin ekki til í að ganga þetta langt - enn a.m.k.
Meðan S-evr. hagkerfin skreppa saman, þynnist undan því sem heldur dæminu uppi.
En tímasetning hruns þ.e. erfitt.
Sjálfsagt er það hugsanlegt að það verði í febrúar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 30.1.2012 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning