Angela Merkel heldur fast við hina þýsku helstefnu á Davos ráðstefnunni. Engin eftirgjöf, engin miskunn!

Fyrir neðan eru nokkrir punktar úr ræðu Angelu Merkel, sem fréttamaður Daily Telegraph tók niður. Svipaða punkta má sjá hjá fleiri fréttavefjum. 

  • En athygli vekur skýr höfnun hennar á kröfu AGS sem kom fram þegar ný hagspá AGS fyrir heiminn var byrt á þriðjudag, þess efnist að brýn þörf væri á verulegri styrkingu björgunarsjóða kerfis evrusvæðis - - sem var krafa um meira fjármagn frá Þýskalandi.
  • Hitt sem vekur einna helst athygli, er að það er ekkert útspil frá henni, heldur endurtekur hún þá stefnu sem ríkisstjórn hennar hefur haldið á lofti; að niðurskurður sé leið til hagvaxtar.

Í engu er svarað gagnrýni á þá stefnu!

Sjá áhugaverða skoðun:

Luxembourg's Foreign Minister -Merkel's Fiscal Pact a 'Waste of Time and Energy'

Merkilegt reyndar að ráðherra frá Lúxembúrg sé þetta opinskár, kallar sáttmálann ónothæfann.

 

Þjóðverjar virðast almennt sáttir við stefnu stj. Angelu Merkel

Um það þarf ekki að efast, að þjóðverjar virkilega telja stefnu Angelu Merkel vera hina réttu, en það sýna skoðanakannanir teknar seinni part sl. árs, en hversu undarlegt sem það má hljóma, bendir flest til þess að stefna Merkelar sé mjög lítt gagnrýnd innan Þýskalands. 

  • Að auki, virðist flestir fréttaskýrendur raunverulega halda, að slík stefna sé líkleg til að virka.

Þó nánast ekki nokkur maður utan Evrópu, tja ef þú talar við Asíumenn t.d. kínv. sem ef eitthvað er eru stærri Kaynes-istar en bandar.menn en ekki síst í Asíu horfa menn á evrusvæði með nánast skelfingar-glampa, eða bandar. hagfræðinga, breska, S-ameríska o.s.frv. - trúi á að slík stefna sé líkleg að verða annað, en efnahagslegt stórslys.

  • Það er eins og Þjóðverjar, raunverulega séu staddir á annarri plánetu - svo gerólíkt sjá þeir hlutina fyrir sér.

Þessi tiltrú sést ekki síst á tölum sem fram komu á miðvikudag, þess efnist að bjartsýni þýskra iðnrekenda hafi aukist á nýárinu, en þó voru desember tölurnar áhugaverðar einmitt fyrir sýn þýskra iðnrekenda þess efnis, að engin efnahagsvandamál væru framundan.

German business confidence remains bullish

  • Bjartýni mældist sem sagt 108,3 vs. 107,3. 
  • Tölur yfir 100 sýna fleiri bjartýna en svartsýna.

Þetta er allt önnur útkoma en t.d. í Frakklandi, þ.s. sambærileg mæling sýnir að fleiri eru svartsýnir meðal atvinnurekenda en þeir sem eru bjartsýnir, og að svartsýni fer vaxandi. 

Áhugavert, að sama niðurstaða fæst nú í Bretlandi. Og ekki kemur á óvart að í Belgíu, Ítalíu og Spáni að auki, dregur einnig úr bjartsýni.

Meðan Þýskir atvinnurekendur, telja enga kreppu framundan í Þýskalandi, er öfugt farið um atvinnurekendur í ofannefndum öðrum Evrópulöndum.

  • Hafa ber í huga, að samanlagt er Ítalía + Spánn stærri markaður fyrir þýskar vörur en Bandaríkin.

Ég virkilega fæ ekki séð að Þýskaland muni komast hjá kreppu, vegna þess hve háð það er einmitt neyslu almennings í aðildarlöndum evru, sem bæði AGS og Alþjóðabankinn, eru sammála um að munu vera í kreppu út þetta ár að flestum líkindum.

En sá samdráttur hlýtur að draga úr pöntunum frá Þýskalandi frá neytendum í þeim löndum, sem getur ekki annað en minnkað hagvöxt í Þýskalandi; svo þ.e. einfaldlega spurning um það hve djúp sú kreppa á Ítalíu og Spáni verður - hvort Þýskaland einnig lendir í samdrætti.

  • En stór hluti ástæðu mikillar tiltrúar þýskra atvinnurekenda, virðist vera að þeir virkilega trúa á áætlun Merkelar, að samdráttar-aðgerðir leiði til hagvaxtar.
  • Þannig, að þeir sem sagt, trúa því að með því að smala Evrusvæði hvort sem það vill eða ekki, inn í stórfelldar niðurskurðar aðgerðir - þíði að kreppan verði stutt, og viðsnúningur til vaxtar muni koma fljótt aftur.

Þannig að Þýskaland geti haldið áfram að flytja út til Evrópu nánast viðstöðulaust eins og það hefur gert undanfarin ár, þó það þíði að fj. aðildarlanda evru hafi viðskiptahalla við einmitt Þýskaland; og samtímist sé verið að krefja þau lönd um að lækka laun, auka sína samkeppnishæfni, sem eiginlega hlýtur að hafa þveröfug áhrif, að draga út innkaupum að utan því slíkar aðgerðir lækka lífskjör sem virkar eins og gengisfelling að minnka kaupmátt.

  • Mér sýnist sem sagt, e-h stórt vanta í þessa heildarsýn! 
  • Veruleikatengingu!

Með öðrum orðum, sýnist mér sjálfsblekkin vera útbreidd, sú þægilega trú að útfl. þjóðverja til hinna landanna, langt umfram kaup þjóðverja af þeim sömu löndum, sé ekki vandamál fyrir þær þjóðir - þó það þíði að það er þá til staðar stöðugt nettó fjárstreymi til Þýskalands frá þeim sömu löndum.

Og hitt, að niðurskurður og sparnaður, sé snögg leið til viðsnúnings; þannig að veislan geti haldið áfram eins og lítt hafi í skorist.

 

Ég er sammála George Soros um eitt!

Hann er einnig á Davos ráðstefnunni. 

Hann sagði stefnu Þjóðverja geta leitt til niðurbrots Evrópusambandsins.

Soros: European debt crisis could destroy the EU

En öfugt við þýska hagfræðinga og fréttaskýrendur, þá telja flestir hagfræðingar a.m.k. utan Evrópu, að ef stór hluti aðildarlanda evrusvæðis fer samtímis í harðar sparnaðar aðgerðir; þá muni það íta Evrópu niður í spíral vaxandi efnahagssamdráttar.

Vegna þess að - ekki að ástæðulausu - það er tilfinning þjóða í S-Evrópu ekki síst, að það eru þjóðverjar sem eru að íta álfunni inn í það dæmi.

Séu miklar líkur á því, eftir því sem efnahagsástand fer versnandi, og ég býst ekki við öðru en þjóðverjar verði mjög seinir að fatta að þetta er "helstefna."

En þeir eru ekki enn að fatta slíkt í tengingu við Grikkland.

Að þegar lífskjör verða komin í harkalegann niðurspíral víða um Evrópu, verði einhverskonar uppreisn almennings í þeim löndum; og meðal þeirra radda verði mjög mikil reiði gagnvart Þjóðverjum og þeim þjóðum N-Evrópu t.d. hollendingum, finnum, og austurríkismönnum - sem hafa verið að styðja stefnu þjóðverja.

  • Það verði sem sagt rof milli S-/N-Evrópu, sem miklar líkur séu á að geti skapað klofning ESB.
  • Það verði harkan, sem muni framkalla kloninginn því sú harka, muni framkalla antítesu í formi reiði gagnvart stefnunni og þrengt þjóðum inn í hana.

 

Punktar úr ræðu Angelu Merkel:

Angela Merkel: "Merkel says there is a "very clear erosion of confidence" in Europe's strength around the world." - "What is at the foreground of discussions is quite often the problem of public indebtedness. We have difficulties and weaknesses as regards competitiveness, and that's even more difficult to combat." - "The financial and economic crisis that started in America left a deep imprint on Europe and we are still working on the fallout from this."

"it's not only austerity measures... this is not only in and of itself of the essence, but also structural reforms that lead to more jobs. We all now this takes longer than 12 months or 18 months to achieve. We still have to convince each other that this is necessary."

"Those jobs are needed for the sake of young people in the eurozone, who are at risk of disillusionment caused by rising unemployment:" - "It's really, urgently necessary that particularly young people can have the experience that there is progress. I don't think it's a great miracle that you've seen many, many young people convinced that Europe isn't a good option for them."

"Merkel is now talking about how Europe is viewed by the rest of the world. Not well, she says:" - "Let me tell you, I know that we're labelled the big economic headache of the global economy, but if one is honest we're probably not the only headache the global economy has. We all have our work cut out for ourselves and will be kept busy for the next few months."

"We have said right from the start that we want to stand up for the euro, but what we don't want is a situation where we are forced to promise something that we will not be able to fulfill."

 

Niðurstaða

Það er mögnuð þessi helstefna sem þjóðverjar reka í dag, og virðast fullkomlega blindir fyrir að sé "helstefna". Málið er að einmitt sú stefna, er sennilega helsta hættan við sameiningu Evrópu.

En mér sýnist langlíklegast, að með því að þröngva þjóðum S-Evrópu inn í stefnu sem getur ekki gengið, og mun valda að langflestum líkindum efnahagslegu stórslysi, sem mun ekki bara bitna á þeim þjóðum heldur heiminum öllum; þá skapi sú stefna á einhverjum tímapunkti slíkt rof í samskiptum þjóða S-/N-Evrópu að líklega í kjölfarið muni Evrópusambandið klofna.

Það er hreint magnað að þjóðverjar virðast enn fastir í þeirri ranghugmynd, að viðskiptahagnaður þeirra sjálfra sé alls ekki vandamál fyrir hinar þjóðirnar, og virðast halda að veislan geti haldið áfram viðstöðulítið - bara ef hinar þjóðirnar fylgja þeirra efnahagsplani.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Angela er enginn asni.

Svo sú spurning hlýtur að vakan hvort hú vilji ekki í raun að Sambandið klofni.

Það yrði allavega best fyrir þjóðir suður Evrópu ef EU klofnar í suður norður bandalag með tvo gjaldmiðla. Evru fyrir sunnan og Mark fyrir norðan.

Þá geta þjóðverjar líka haldið áfram að flytja inn ódýrt vinnuafl þegar þeim hentar.

Svo mundi evran falla eins og steinn og leysa skuldavanda suðurríkjanna.

Allir glaðir.

Ég get ekki séð aðra lausn á þessu skuldamáli.

Sigurjón Jónsson, 26.1.2012 kl. 15:12

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þetta er möguleiki.

Ef N-þjóðirnar fara, þá myndi evran með þeim þjóðum sem eftir væru, hríðfalla. Sem væntanlega dygði S-þjóðunum, til viðsnúnings.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.1.2012 kl. 21:21

3 Smámynd: Gunnar Sigfússon

Ég verð að viðurkenna að ég er sammála Merkel upp að vissu marki. Betra að taka skellinn strax með aðhaldi og sparnaði en að lengja í hengingarólinni. Bankar og fjárfestar vilja bara ekki sætta sig við að þurfa að afskrifa 70-80% af skuldum Grikkja og það strax. Einnig er ég mótfallinn evruskuldabréfum því að það er bara í raun vafningur með A, C og D bréfum. Það kæmi bara ný bóla. Hins vegar er ég mótfallinn því að viðskiptaplús þjóðverja sé notað til að lækka skuldir þýska ríkissins eins og stendur. Það á að nota þetta beint í björgunarsjóðinn eins og það leggur sig eins og staðan er núna

Gunnar Sigfússon, 27.1.2012 kl. 18:53

4 Smámynd: Gunnar Sigfússon

Og þá meina ég í gegnum AGS en ekki evrópska björgunarsjóðinn

Gunnar Sigfússon, 27.1.2012 kl. 18:55

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Gunnar, lestu þetta:

Another excellent paper by Simon Tilford from the Centre for European Reform.

Simon Tilford rökstyður af hverju þetta getur ekki mögulega gengið.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.1.2012 kl. 23:07

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Gunnar, skv. Kayne er viðskipta-afangur eitt af hættulegustu fyrirbærum í veröldinni. Því þú getur ekki haft afgang nema annar hafi halla. Skoðun Kaynes var að viðskipta-afgangur væri því mjög varasamur fyrir alþjóðakerfið, grafi undan stöðugleika þess.

Svo lengi sem S-Evr. hagkerfin hafa viðskiptahalla er skuldastaða þeirra algerlega ósjálfbær, burtséð frá því þó við séum að tala um evrur. En meira að segja 51% skulda Ítala er í eigu aðila utan Ítalíu. Það þíðir að Ítalía þarf viðskipta-afgang til að standa undir 51% skulda sinna, en afgangur af ríkisrekstri dugar þá fyrir 49%.

Ítalía þarf sem sagt, að snúa við tveim höllum. Það þarf restin af S-Evrópu. 

Lestu lýsingu Simon Tillford.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.1.2012 kl. 23:11

7 Smámynd: Gunnar Sigfússon

Góð ábending en Simon kallinn virðist hafa gleymt einu sem skiptir miklu máli fyrir viðskiptahalla og það er viðskiptakarfan, þ.e. samsetning þeirra gjaldmiðla sem viðkomandi land borgar/hefur í tekjur . Með öðrum orðum ef stór hluti útgjalda (hrávörukaup t.d.) er í dollurum hjá Evrulandi þá munu fyrstu áhrif falls gjaldmiðils vera aukinn viðskiptahalli. Þetta á sérstaklega við um Grikkland. Í tilfelli Ítalíu myndi aukinn útflutningur bæta þetta upp með tímanum, en ekki í tilfelli Grikklands. Þekki ekki samsetningu Spánar reyndar. Ég er sammála Keynes (gamla) að viðskiptaafgangur sé hættulegur ef honum er ekki eytt. Þjóðverjar vilja fara þá leið (sem er kosningavæn heima til) að greiða niður skuldir ríkissins. Það er mín skoðun hins vegar að það væri betra að færa þetta í björgunarsjóð sem hefði líka dollara upp á að bjóða

Gunnar Sigfússon, 29.1.2012 kl. 13:53

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég held að Grikkland verði að yfirgefa evruna. Það er rétt að gengisfall evru myndi lítt gagnast grikkjum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 30.1.2012 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband