23.1.2012 | 21:52
Er hafin stýring á markaðinum með evruna, og skuldabréf tiltekinna aðildarríkja evru? Markaðsmisnotkun?
Dálítið sérstakt evru-"rallý" hefur verið í gangi í janúar 2012. Þvert á væntingar hefur evran verið að styrkjast verulega undanfarnar 2 vikur. Síðan í sl. viku hefur evran hækkað gagnvart dollar um 2,6%. Eftir að hafa farið mjög lágt fyrstu vikuna í janúar.
Samtímis hafa útboð skuldabréfa hjá Spáni - Frakklandi og Ítalíu, gengið betur á nýárinu en síðustu mánuði sl. árs. Það þrátt fyrir að neikvæðar horfur í þeim löndum um efnahagsmál, séu nú staðfestar.
Þetta gerist sem sagt þvert á margíslegar neikvæðar fréttir. En yfir sama tímabil, hafa verið að berast staðfestingar þess efnis, að eftirfarandi lönd hafi verið með efnahagssamdrátt mánuðina - okbóber, nóvember og desember 2011:
Spanish central bank warns of double dip recession
- Þýskaland,
- Frakkland,
- Spánn,
- Ítalía.
- Auk þess að í ljós kom, að niðurstaða sama tímabils var verri fyrir Grikkland en áður var reiknað með.
Tölur komnar fram í dag - þriðjudag 24/1:
"Eurozone manufacturing data are out. PMI was 48.7 in January, versus 47.2 the previous month and an expected figure of 46.9." - "Eurozone industrial orders fell 6.8pc in the three months to November - steepest fall since March 2009." - "French manufacturing figures are out. The PMI fell to 48.5 in January from 48.9 previously." - -"German manufacturing figures are out. In January the PMI rose to 50.9 versus a previous figure of 48.4"
Pantanir til stórra iðnfyrirtækja "PMI" hafa sem sagt verið samfleitt í samdrætti í nokkra mánuði á evrusvæði. Þó fall milli mánaða minnki frá des. til jan., þá er það samt minnkun frá des. til jan. Þ.e. tölur innan v. 50 eru minnkun.
Áhugavert að smávegis aukning hjá þýskum iðnfyrirtækjum eftir samdrátt í desember. Á sama tíma eru skýr merki um samdrátt handan landamæranna Frakklandsmeginn, og meiri samdráttur eftir því sem farið er lengra suður innan Evrópu.
---------------------------------------------
Sem sagt, heilt yfir - sterkar vísbendingar um að, efnahagssamdráttur sé raunverulega hafinn á evrusvæði.
Nokkrar jákvæðar fréttir koma á móti, þrátt fyrir allt:
- En í sl. viku, barst inn óvænt að mæling á viðhorfum þýskra fyrirtækjarekenda um framtíðina, sýndi aukna bjartsýni á nýárinu. Svo engin spá um slæma tíma í augum þýskra atvinnurekenda (ath. væntingar ekki raunveruleiki).
- Að auki hefur komið í ljós að 4. ársfjórðungur 2011 var betri en reiknað var með í Bandaríkjunum. Það er meiri hagvöxtur, meiri vöxtur iðnframeiðslu og eftirspurnar, en átt var von á.
- Kína virðist einnig líta smávegis betur út, en fyrstu spár höfðu reiknað með - og dregið í bili úr hræðslu við svokallaða harða lendingu.
- Hugsanlegt er að bjartsýni þýskra atvinnurekenda tengist eitthvað Mario Monti áhrifum, en í janúar fór hann í vel kynntar opinberar heimsóknir til Þýskalands, þar sem hann talaði um öll þau sparnaðarúrræði sem hann ætlar sér að beita, sagði mönnum að Ítalía myndi verða í lagi - úrræðin myndu duga. Hugsanlegt að Þjóðverjar raunverulega trúi því að niðurskuður og endurskipulagnin ein og sér, dugi - fyrst að það er Monti sem stýrir. Á sama tíma hefur vaxtakrafa á ítölsk bréf lækkað töluvert, en er þó enn í rúmum 6% - en hefur lækkað um cirka prósent. Svo einhver Mario Monti áhrif virðast í gangi. Spurning hve lengi þau duga, þegar bæði Seðlabanki Ítalíu og AGS spáir efnahagssamdrætti á Ítalíu þetta ár, auk þess Alþjóðabankinn og OECD gera það einnig.
- Í dag sagði Angela Merkel, að hún væri til í að ESM eða framtíðar björgunarsjóður Evrópu verði tekinn í notkun 6 mánuðum fyrr en til stóð áður, sem þíðir að hún gefur undir fótinn um að þjóðverjar muni leggja fram nýtt fjármagn, en þá aðeins inn í nýja sjóðinn. Til þess að fá aðgang að því fé, verði ríki að undirrita og staðfesta "Stöðugleika Sáttmála" þann sem Merkel vill troða evrusvæðisríkjunum inn í, að auki innleiða í lög eða stjórnarskrá þær reglur sem þeim sáttmála fylgir. Nýr gildistími verði í júlí. Með þessu aukist það fjármagn sem björgunarkerið ráði yfir í að sögn 750ma.. Sem kannski þíðir að þeir peningar duga ef til vill langleiðina út árið - nema menn auðvitað trúi því að Ítalía bjargi sér hjálparlaust. En einungis þeir sem trúa því, geta trúað því að þessir peningar dugi í reynd. Berlin ready to see stronger firewall
- Síðast en ekki síst, eru það hin nýju 3 ára neyðarlán Seðlabanka Evrópu, sem hafa lyft nokkuð brúnum, aukið bjartsýni. Þ.e. samt hægt virkilega að sjá það á tvennann veg. En 489ma. neyðarlán tekin af 521 bönkum, sjálfsagt þíðir að um hríð hið minnsta dregur úr hættu á falli þeirra stofnana - en á móti eru það einnig slæmar fréttir, að svo margir bankar töldu sig þurfa að tala slík neyðarlán. En fjárfestar virðast þessa stundina vera að sjá glasið sem hálf fullt fremur en hálf tómt - eða hvað?
En við það tengi ég vangaveltur um markaðsmisnotkun!
En Nicolas Sarkozy kom fram með hugmynd í desember, að bankar myndu nota ný 3 ára neyðarlán Seðlabanka Evrópu, til þess að kaupa skuldabréf ríkja í vandræðum.
Þau eru boðin á 1% vöxtum, og fræðilega skapast þá verulegar tekjur vegna vaxtamunar ef bankarnir kaupa bréf ríkja í vandræðum, ekki síst Ítalíu - með vaxtakröfu á milli 6-7%, eða nokkuð lægra á skemmri tíma bréfum.
Það hefur vakið eftirtekt að síðan Seðlabanki Evrópu, lánaði 489ma. til 521 banka, að eftir það hefur verið góður gangur í útboðum Spánar - Ítalíu - og Frakklands á nýárinu. Portúgal virðist ekki njóta þess.
En þetta "maikar sens" svo maður tali lélega íslensku, en þessi 3 ríki eru lykilríki - með þeim stendur eða fellur evran.
Spurning? Er verið að framkv. sama hlutinn og ísl. bankarnir framkv. er þeir lánuðu starfsmönnum sinum til þess að kaupa hlutabréf í ísl. bönkunum, til að þannig halda uppi virði þeirra?
Eins og þekkt er, voru bankarnir sjálfir fyrir rest algerlega ráðandi með markaðinn með eigin béf.
Þá velti ég fyrir mér, hvort sambærileg "dýnamík" sé að skapast á evrusvæði, en ný útgáfa 3. ára neyðarlána kemur fram í byrjun febrúar.
Þannig, að plottið sé að Seðlabanki Evrópu dæli peningum til tilekinna bankastofnana - sem leynilegt samkomulag er við, að kaupi í staðinn bréf Ítalíu, Spánar og Frakklands - og að auki geri sér far um að nýta nokkuð af því fé, til að halda uppi verðinu á evrunni?
Þetta er íll hugsun sem skaut upp í mér - þegar ég fór að velta fyrir mér hinu undarlega rallýi á evrunni, sem staðið hefur sl. 2 vikur.
En ef þetta er svo að Mario Draghi er byrjaður á peningadælu aðgerð, til tiltekinna lykilaðila þ.e. stærri banka á evrusvæði, og auðvitað mun aldrei verða sagt frá því ef eitthvert leynisamkomulag er í gangi; en afleiðingin getur þó orðið sú hin sama, að þessir kaupendur sem fjármagnaðir eru af Seðlabanka Evrópu - eins og hér gilti með markaðinn með bréf ísl. bankanna þ.s. bankarnir okkar fjármögnuðu sjálfir kaup á eigin bréfum - eignist í reynd nokkurn veginn markaðinn allann með bréf Spánar og Ítalíu, þannig í reynd Seðlabanki Evrópu í gegnum þá milliliði.
Þannig, að verið geti að óbeint - geti Seðlabankinn stýrt verðum á ríkisbréfum þessara tilteknu tveggja landa.
En það breytir samt ekki því - að þau eru á leið í efnahagssamdrátt.
Og ef verðum verður þannig stýrt, þá verða þau í vaxandi mæli algerlega á skjön við veruleikann - og erfitt verður að fela hvað er í gangi.
Þannig að ef ílli grunur minn er réttur, kaupir þetta í mesta lagi einhvern tíma.
Alveg eins og með ísl. bankana, er ekki unnt að "faika" veruleikann í raun og veru.
Meginspennan þessa stundina er út af Grikklandi
Samningaviðræður milli grískra stjv. hafa verið brokkgengar. En þ.e. verið hætt, hafist aftur, verið hætt, hafist aftur. Nú síðast gáfu fulltrúar bankastofnana út yfirlísingu, að þeir væru búnir að ganga eins langt og framast væri unnt. Það væri mótaðila að samþykkja eða hafna.
Þessa stundina virðist markaðurinn reikna með að samkomulag muni klárast í vikunni eða þeirri næstu, þrátt fyrir að fulltrúar banka segi að 4% vextir á hin nýju 30 ára skuldabréf sé þeirra lokatilboð, og mótaðilar þ.e. AGS og Seðlab. Evr. telji vextir megi ekki vera hærri en 3,5%.
Síðan virðist vera ný deila að skapast milli AGS og stofnana ESB, sem virðast ekki sammála um hver efnahagsl. framvinda Grikklands líklega verði næstu misserin, og fá því ekki sömu útkomu úr mati á greiðslugetu Grikklands: Athens pressed to revamp debt deal
En samtímis, eru komnar nýjar kröfur fram frá aðildarlöndunum um frekari niðurskurð af hálfu Grikkja - atriði sem ekki kemur á óvart, þ.s. niðurstaða lokauppgjörs sl. árs, er að halli er meiri en reiknað var með og gert var ráð fyrir. Svo krafa er um viðbótar niðurskurð.
Að auki vilja þeir frekari tryggingar fyrir því, að aðgerðir sem Grikkir voru búnir að samþykkja að framkv. og gert er ráð fyrir, raunverulega komist til framkv.
Niðurstaða
Getur það verið, að Seðlabanki Evrópu sé farinn í beina stýringu á markaðinum með bréf Spánar og Ítalíu, í gegnum hin nýju 3 ára neyðarlán á 1% vöxtum?
En margir í dag velta fyrir sér, þessu óneitanlega sérstaka "rallýi" á evrunni sl. 2 vikur. Og að auki, hve vel útboð hafa verið að ganga á nýárinu - þrátt fyrir nú staðfestar vísbendingar um slæma og versnandi framvindu efnahagsmála, í tilteknum lykilríkjum evrusvæðis.
------------------------------------
Margvíslegir hlutir eru annars í gerjun. Fyrir utan þessa "speculation" myndi ég kalla þetta tímabil vissa biðstöðu. En spár liggja fyrir um samdrátt á Spáni og Ítalíu. Staðfestur samdráttur á 4. ársfjórðungi sl. árs. Þjóðverjar halda því fram að þýska hagkerfið muni sýna lágmarksvöxt á fyrsta fjórðungi þessa árs, þ.e. 0,1%. Þannig að Þýskal. sé ekki komið sjálft í samdrátt, þrátt fyrir að hafa degist saman um 0,3% á 4 ársfjórðungi 2011.
Niðurstaða um Grikkland getur haft sitt að segja um það, hvort þetta "rallý" fær staðist - eitthvað áfram.
En eins og ég benti á efst, eru mjög skýrar vísbendingar um samdrátt til staðar. Og slíkur samdráttur ætti eiginlega að vera að skapa svartsýni.
Þess vegna kalla ég þetta "rallý" dálítið sérstakt - eða á ensku "counter intuative". Finnst það ef til vill smá grunsamlegt, í ljósi nýlegrar nútímasögu okkar íslendinga.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.1.2012 kl. 11:50 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning