15.1.2012 | 20:12
Er brekkan nú framundan - niður á við?
Þessu heldur hann Wolfgang Münchau skríbent hjá Financial Times fram, nú sé lokafresturinn hjá evrusvæðinu liðinn, einungis brekkan framundan - niður. Þetta er dökk sýn hjá honum.
Wolfgang Munchau - After the downgrades the downward spiral
Það verði sem sagt sparnaður, sem framkalli frekari samdrátt og skuldir hækki sem hlutfall af landsframleiðslu, síðan frekari lækkun lánshæfismats - þá enn á ný frekari sparnaðar aðgerðir og enn frekari samdráttur; og sagan endurtaki sig.
Munchau - "The conclusion of the fiscal treaty, which is a top priority of EU politics right now, is at best an irrelevant distraction".
- Boðskapur Angelu Merkel bendir til að Münchau hafi ef til vill rétt fyrir sér.
Angela Merkel sagði eftirfarandi: France Downgrade Creates Pressure for Merkel
""We are now challenged to implement the fiscal compact even quicker ... and to do it resolutely, not to try to soften it."" - ""We have taken note of this decision," she said. Merkel also noted, however, that "S&P is just one of three ratings agencies.""
- Merkel telur sem sagt, að boðskapur markaðarins sé sá - að ríkin eigi að skera enn hraðar niður og enn meira.
- En þetta er ekki réttur skilningur - markaðurinn veit vel af áætlun Angelu Merkelar, "Stability Pact" og hann er að segja, að sú áætlun sé ekki trúverðug lausn.
- Enda tekur sú áætlun ekki á því vandamáli sem mestu máli skiptir - þ.e. viðskiptaójafnvæginu sem ríkir milli aðildarlanda Evrusvæðis.
- En þ.s. Þjóðverjar vilja ekki sjá, er að viðskiptahalli þeirra við löndin í vanda, er stór eða jafnvel stærsti hluti vandans, en grundvallar atriði er að ef land á að geta greitt niður skuldir við aðila utan landamæra, þarf það land nægann viðskiptaafgang fyrir þeim.
- Annars hækka þær skuldir stöðugt - geta ekki annað. Skuldastaðan verður ósjálfbær.
- Markaðurin er að segja við evrusvæðið, leiðtoga þess ekki síst Merkel - staðan er ósjálfbær, og þær lausnir sem þið ítið að okkur, eru prump (Fræðilega getur Þýskaland að vísu í staðinn, veitt þeim sömu löndum beina fjárhagslega styrki fyrir þá sömu fjárhæðir og nemur viðskiptahagnaði Þýskalands nettó við þau lönd. Slíkt gæti þá orðið varanlegt ástand).
- Ef Merkel vill bjarga evrunni, þá þarf að vinda ofan af viðskiptaójafnvæginu sem allra fyrst. Þjóðverjar eiga mun auðveldara með það, að framkvæma slíka aðgerð. Hækkun launa í Þýskalandi - gæti dugað. Þannig að neysla aukist, útfl. jöfnuður hætti að vera jákvæður - fari í jafnvægi. En ég er ekki að tala um annað, en að eyða upp gróðanum.
- En iðnaðinum í Þýskalandi, líkar að hafa lág laun svo neysla sé lág, og útfl. afgangur nægur, svo peningar streymi inn í landið, sem þeir geta gamblað með í gegnum bankastarfsemi, sem einnig er umsvifamikil í Þýskalandi. Mér sýnist að þeir aðilar í reynd ráði stefnu Þýskalands í þessum málum, stjv. séu í reynd þeirra málpípa.
Ef ekki er nokkur leið til að fá þýsk stjv. til að skilja þetta meginvandamál - þá hlítur evran nú fljótlega að gengisfalla - og það hressilega.
En fræðilega séð, getur evran gengið upp ef hún gengisfellur nægilega mikið, svo að Ítalía og Spánn, ná fullri samkeppnishæfni í verðum á þeirra útflutningi til þriðju landa.
Það er, ná fram alþjóðlegri samkeppnishæfni.
Spurning hvort einmitt þetta stóra gengisfall - er framundan?
Frank Schäffler, the finance policy spokesman for the Free Democratic Party (FDP): - "The downgraded rating for Austria alone, he told the financial daily Handelsblatt, would mean that "Germany would no longer just have to carry 40 percent, but close to 75 percent (of the burden) to ensure the euro bailout fund EFSF retained its AAA rating." - ""Over time, that will also impose a burden on the German rating," the FDP politician warned, saying that the "socialization of losses" through the bailout fund could not go on forever.
- Þetta er hárrétt hjá Schäffler, það að Frakkland og Austurríki misstu "AAA" lánshæfi sitt sl. föstudag, þíðir að öllu óbreyttu að Þýskaland ber meginábyrgð á ESFS (Neyðarlánasjóði Evrusvæðis), hlutfallið gæti vel verið 75% eða jafnvel enn hærra.
- Eins og ég úskýrði á föstudag, þá virkar ESFS þannig að hann á ábyrgðir frá aðildarríkjunum. Fram að þessu hefur verið venjan, að nota aðeins ábyrgðir 3-A ríkja, svo að skuldabréfa útgáfa sjóðsins sjálfs hafi 3-A einkunn. Annars verða lánin sem sjóðurinn getur veitt - dýrari.
- En sjóðurinn þarf að selja skuldabréf út á veittar ábyrgðir, svo hann hafi fé til að lána. Verðin sem hann fær fyrir bréfin, víxverka þráðbeint við þau lánskjör sem hann getur veitt.
- Nú er einungis Þýskaland, Holland, Finnland og Lúxembúrg - eftir með 3-A lánshæfi.
- Þar af Þýskaland eina landið með raunverulega vikt.
Þetta veikir mjög neyðarlánakerfið hjá evrusvæði - á versta tíma.
Að auki, getur það endað svo að Þýskaland sitji uppi með svarta pétur.
Smá yfirlit yfir hvað gerðist sl. föstudag
Ef einhver var staddur á plánetunni Mars eða lengra í burtu. Þá var lánshæfi 8 aðildarríkja evrusvæðis fellt sl. föstudag, sjá: Gjaldþrot Grikklands yfirvofandi? 9 aðildarlönd evru felld í lánshæfi!
Sama dag hrundu samningaviðræður grískra stjv. og einkabanka, um niðurskurð skulda Grikklands um 100ma., sem þíðir að allt í einu er komin 100ma. hola í björgunaráætlun Grikklands, þ.e. svokallaða "Aðra björgun Grikklands" sem gengið var frá seint í nóvember 2011.
Sú áætlun lifði í sem sagt 2 mánuði. Nú þarf að taka hana upp - eða ákveða að það sé "bæ bæ Grikkland".
Evrusvæði hefur 3 vikur til að ákveða sig.
---------------------------
Ef þetta er ekki nóg, þá er "standoff" í gangi milli Victor Orbán forsætisráðherra Únverjalands og AGS, en fulltrúi AGS og ráðherra ríkisstj. Orbán áttu með fund sl. föstudag. Eftir fundinn sagði fulltrúi AGS að það verði að vera "concrete steps" þ.e. þeir krefjast enn að tilteknar nýlegar lagabreytingar sem Orbán framkv. séu teknar burt, áður en til greina komi að ræða við Úngverja um frekari neyðarlán.
Ástæða þess að það mál er áhugavert - er að austurískir og ítalskir bankar, eiga mjög mikið af útlánum einkum húsnæðislánum með fasteignaveðum í Únverjalandi, og vegna þess að fórintan úngverska fellur nú hratt er að verða sambærilegt misvægi milli tekna úngversks almennings og skulda þeirra í evrum - sem við hér könnumst við af biturri reynslu.
Þetta skapar þann óvænta möguleika að vandræði Úngverjalands - þ.e. gjaldþrot sem vart getur löng bið verið eftir ef Orbán gefur sig ekki, skapi alvarlegt fjárhagslegt tjón fyrir ítalska og austurríska banka.
Bankahrun í Austurríki eða Ítalíu, eða báðum löndum - gæti bundið enda á tilvist evrunnar.
Svo Victor Orbán alveg óvænt, hefur ef til vill líf hennar í sínum höndum.
Niðurstaða
Óvissu stigið virðist nú stórfellt aukið. Á nk. þrem vikum ræðst hvort Grikkland fer í þrot. En ég tel líkur að svo verði nú stórfellt auknar - vegna þess að Frakkland og Austurríki ekki lengur hafa "AAA" lánshæfi. Sem veikir björgunarkerfi evrusvæðis.
En hækkun björgunarpakka úr 130ma. í 230ma. er enginn smá biti. Að auki er prógramm Grikklands í vandræðum, þ.s. eina ferðina enn er ríkishalli meiri en miðað var við. Í þetta sinn 9,5% í stað 9%. Svo eina ferðin enn, munu koma upp kröfur til Grikkja um enn fekari niðurskurð - en 1ma. er víst cirka það sem þessi umframhalli er upp á.
Ég reikna fastlega með verulegri lækkun gengis evrunnar þegar á mánudag er markaðir opna.
Ps: Greeces creditors seek end to deadlock
Tók eftir þessari frétt á vef Financial Times. Það virðist sem að þeir aðilar sem stóðu að tilraun til þess, að búa til samning milli ríkisstjórnar Grikklands og einka-aðila, um afskriftir einkaaðila á hlutfalli skulda Grikklands í þeirra eigu, vilji fá Angelu Merkel og Nicolas Sakozy að samningsborðinu með þeim. Vonast er eftir að unnt sé að bjarga málum, fyrir lok vikunnar.
Tók eftir þessari setningu: "Our aim is to reach an outline deal ... before the meeting of the eurozone finance ministers on January 23." - "Those whou would expect private investors to take unreasonable losses on the coupon don't understand the nature of voluntary deal." - "People close to the negotiations said much of the agreement had been set in place for several weeks, but that final deal had stalled over the coupon payment for new 30-year bonds to be issued by the Greek state." - "Greek debt managers had agreed with bondholders on coupon just below 5%..." - "Germany proposed a 2-3% coupon that would increase bondholders' losses from 60% to more than 80% in net present value terms."
Skv. þessu stendur hnífurinn í kúnni þegar kemur að þeim vöxtum sem skuldabréf þau eiga að bera sem ríkisstj. Grikklands á að gefa út í staðinn fyrir þau skuldabréf sem eigendur skulda eiga að afskrifa.
Aðilar vilja því Merkelu og Sarkozy að borðinu með þeim, svo unnt sé að ná fram samkomulagi um þau vaxtakjör.
Þau eru að leitast við að spara eigin skattgreiðendum sem mest - með því að neyða sem mestann kostnað á einka-aðila. En það er raunveruleg takmörk fyrir því, hve mikið er unnt að ná fram út úr samkomulagi, sem eftir allt saman á að vera "frjálst og óþvingað".
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.1.2012 kl. 08:19 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Enda hikstaði og stamaði Þorvaldur Gylfason þegar Egill spurði hann út í umsókn okkar að ESB. En hann lét lygina teyma sig áfram. Hann hlýtur að vita betur. Bara spurning um hvaða hvatir liggja að baki, á hann von á einhverjum bitlingi fyrir vikið? Eins og hinir sem berja hausnum við stein? Það hvarflar að manni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.1.2012 kl. 23:02
Þetta er vandinn við hina sannfærðu, að ekkert hristir upp í þeim en það að það sem þeir trúa á, raunverulega hrynji til grunna.
Meira að segja alger hrun dugar ekki í öllum tilvikum. En þeir sem ekki geta einu sinni fallið frá sannfæringu við slíkt - eru alltaf fáar sálir.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.1.2012 kl. 00:25
Fróðlegir pislarnir þínir,skyldu ráðherrar hér fylgjast með,. Þeir hljóta að vera í sambandi við höfuðstöðvarnar,annað hvort væri það nú,Esb.trúboðið á Íslandi.
Helga Kristjánsdóttir, 16.1.2012 kl. 03:45
Það verður forvitnilegt að sjá hvort þeim tekst að endurvekja þessa tilraun, til að fá einka-aðila til að afskrifa skuldir. Verður ljóst undir lok vikunnar.
Fyrstu viðbrögð markaða við opnun eru fall, en ekki neitt risahrun heldur. Kannski að menn setji vonir við þessar tilraunir, og bíði með róttækari viðbrögð þar til síðar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.1.2012 kl. 08:24
Blessaður Einar.
Smá forvitni.
Ef evran fellur svo efnahagur Spánar og Ítalíu verður samkeppnishæfur, verður þá ekki Þýskaland í sömu sporum og Kína, það er með alltof lágt skráðan gjaldmiðil??'
Gengur slíkt ekki aðeins upp í ríkisstýrðum efnahag???
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.1.2012 kl. 12:04
Góð spurning - mig grunar að vegna lífskjaraskerðingar sem sú gengisfelling myndi valda innan Þýskal., myndu laun sennilega hækka á móti - fljótlega. Hagnaður þeirra af viðskiptum við evruríkin í Suðri skreppa saman.
En ef aðilar vinnumarkaðr myndu geta blokkerað slíkar hækkanir, myndu þeir geta haldið viðskiptahagnaðinum innan Evrusvæðis - svo tækifæri Ítala eða Spánv. væri fyrst og fremst út á við, af gengislækkun evrunnar.
Þetta er ein af hinum fjölmörgu óvissum. Það væri óneitanlega betra - ef laun myndu hækka í Þýskalandi á móti gengislækkuninni. Ella gæti gengislækkun evrunnar þurft hugsanlega að vera ívið stærri - en sú sem ég hef verið að velta upp sem möguleika.
Þá verður hugsanleg spurning um úthald Þjóðverja innan slíks gjaldmiðils - ef það stefnir í gengisfellingar á gengisfellingar ofan og hugsanlega verulega verðbólgu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.1.2012 kl. 12:38
Með öðrum orðum, það leitar allt að jafnvægi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.1.2012 kl. 14:21
Ef gengisfall eurosins yrði "dekkað" með stórum kauphækkunum í Þýskalandi, sem þyrftu í raun að vera þá 20 til 30% á fáum árum, er ég hræddur um að verðbólgan færi hressilega af stað í Þýskalandi. Það er fátt sem Þjóðverjar óttast meira en verðbólga, þannig að ég held að sú leið sé ekki vænleg til vinsælda hjá Þjóðverjum.
Staðreyndin sem blasir við, er að það er engin góð leið út. Að læsa sig inni í sameiginlegri mynt er ávísun á vandræði fyrr eða síðar. Ef myntin á að vera sameiginleg þarf að sameina flest annað, líklega hefur það staðið til í "Sambandinu" og stendur til enn. En það er eiginlega ómögulegt að selja það pólískt. En hver veit þegar ástandið heldur áfram að vinda upp á sig.
G. Tómas Gunnarsson, 16.1.2012 kl. 15:26
Það er rétt, en hitt að láta lífskjör rýrna einnig í Þýskalandi, er þá hinn valkosturinn.
Þannig séð, má vera það bæti samkeppnisstöðu gagnvart Asíu fyrir Þýskaland. Einnig gagnvart Bandaríkjunum, og víðar. Það gæti skilað útfluntningi á móti þeim sem tapast hjá þeim innan Evrópu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.1.2012 kl. 21:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning