Sjá nýtt uppkast - "International Treaty On A Reinforced Economic Union" - fyrra uppkast - "International Agreement On A Reinforced Economic Union".
- Takið eftir að nú heitir þetta "sáttmáli / treaty" en ekki lengur "samkomulag / agreement".
- Þetta er vísbending um það, að í þróun/gerjun er verið að færa sig upp á skaftið.
Samkomulagið hefur samt sem áður ennþá sömu vandamálin og það fyrra:
- Óvíst að það skipti nokkru hinu minnsta máli í því að ráða við vanda evrusvæðis, enda er enn sama grunnsýnin ráðandi, að vandi evrusvæðis sé "útgjaldavandi ríkissjóða".
- Svarið, að ríkissjóðir eigi að spara - draga út útgjöldum.
- Enn sem fyrr, er viðskiptaójafnvægi innan evrusvæðis lítill gaumur gefið, þó það sé einmitt lykilvandinn.
- Að auki, er óvíst/ óljóst að hvaða marki stofnanir ESB munu raunverulega geta beitt sér, í hlutverkum sem þeim er ætlað innan hins nýja sáttmála. Enda starfa þær stofnanir skv. sáttmálum ESB sjálfs - í besta falli á gráu svæði að ætla þeim að taka þátt í sáttmála sem ekki er hluti af lögum - reynslu eða sáttmálum sambandsins. Ætti í reynd ekki að vera hægt.
- Á hinn bóginn eru stofnanir ESB líklegar til að leita leiða til að staka þátt í hinum nýja sáttmála, því annars gætu þær misst spóna úr sínum aski, ef ríki hins nýja sáttmála verða að búa til nýjar stofnanir.
- Hvort unnt er að framfylgja ákvæðum hans, er í besta falli óljóst.
Fyrir neðan eru ímiss ákvæði sem vísað er til:
Article 273 : The Court of Justice shall have jurisdiction in any dispute between Member States which relates to the subject matter of the Treaties if the dispute is submitted to it under a special agreement between the parties.
Protocol 12 - - Article 121 - - Article 126 - - Article 136
Article 8: Hins nýja sáttmála vekur nokkra athygli. En henni hefur verið breitt í nokkrum atriðum.
Ákæran sem nefnd er í fysta lið, er þá í samræmi við ofangreinda, Grein 273 í Sáttmálanum um ESB. Eins og bera að skilja er sú kæruleið - veik leið, þ.s. hún krefst fyrirfram samþykkis beggja ríkja - þ.e. þess ríkis sem telur annað ríki brotlegt, og þess ríkis sem talið er brotlegt af því hinu.
Það sem nýtt er - að nú er unnt að kæra brot skv. allri Grein 3 hins nýja sáttmála. Þessi sama víkkun nær einnig til Framkvæmdastjórnar ESB, sem á að fylgjast með því að aðildarríkin hegði sér í samræmi v. reglur, beita þá "Article 126" - sjá hlekk að ofan.
Skv. textanum, þá er það hlutverk Framkvæmdastjórnarinnar, að fylgjast með slíkum málum og gefa upp álit sitt - þegar hún telur slíkt brot vera í gangi, vísað í Article 126 laga ESB.
Enn er allt á huldu með það hvort unnt verður að beita stofnunum sambandsins með þessum hætti, við það að framfylgja sáttmála sem ekki er hluti af lögum né sáttmálum ESB. Einungis Evrópudómstóllinn sjálfur getur úrskurðað um, hvort hann hafi lögsögu eða ekki. En ég á persónulega erfitt að sjá hvernig það má vera.
Framkvæmdastjórnin, mun þó sennilega vera viljug til að beita sér, þó svo Bretar hafi hótað að beita neitunarvaldi, en strangt til tekið ætti að þurfa að gefa út sérstaka heimild til Framkvæmdastjórnarinnar, sem öll aðildarríki ESB þyrftu þá að samþykkja. Þetta er umdeilt atriði. Enn allt á huldu hvort Bretar hafi virkt neitunarvald þarna eða ekki. En ljóst að til stendur að reyna að komast framhjá því.
- "Any Contracting Party which considers that another Contracting Party has failed to comply with Article III may bring the matter before the Court of Justice of the European Union.
- The European Commission may on the behalf of Contracting Parties, bring an action for an alleged infringement of Article III before the Court of Justide of the European Union.
- The judgmentof the Court of Justice of the European Union shall be binding on the parties in the procedure, which shall take the necessary measures to comply with the judgment within a period to bedecided by said Court.
- The implementation of the rules put in place by the Contracting Parties to comply with Article 3(2) will be subject to the review of the national Courts of the Contracting Parties."
Nokkrar aðrar breytingar:
- Í Article 1 nýja sáttmálans, er nú talað um að meðlimir sáttmálans skuldbindi sig til að auka samræmingu hagstjórnar - og til að stefna að dýkun samstarfsins um innra markaðinn.
- "Article 9: Building upon the economic policy coordination as deflned in the Treaty on the Functioning of the European Union, the Contracting Parties undertake to work jointly towards an economic policy;
- fostering the smooth functioning of the Economic and Monetary Union and economic growth, through enhanced convergence and competitiveness.
- In this context, particular attention shall be paid to all developments which, if allowed to persist, might threaten stability, competitiveness and future growth and job creation.
- To this aim, they will take all necessary actions, including through the Euro Plus Pact"
- Þarna er eini votturin sem ég gef fundið um, að gerð sé einhver nálgun að því grunnvandamáli sem skekur evrusvæðið - þ.e. viðskiptaójafnvægið milli aðildarríkjanna, það hve þau hafa í reynd þróast í sundur fremur en nær hverju öðru.
- En viðskiptaójafnvægið fellur nákvæmlega undir lið 2. Það gerir einnig þróun bóluhagkerfa er átti sér stað, á sl. áratug t.d. Spáni og Írlandi.
Þetta er þó mjög óljós orðað, eins og að verið sé að leitast við að taka á máli sem má ekki nefna beinum orðum. Í reynd ekkert bit í þessu ákvæði.
Meðan brot á fjárlagahalla, hafa skilgreindar kæruleiðir.
- Article 14 hins nýja sáttmála. Áhugaverðast þar er ákvæði nr. 6 þ.s. talað er um að, gera atlögu að því að fella þennan nýja sáttmála inn í sáttmála ESB, innan nlk. 5 ára frá því að þessi nýji sáttmáli tekur gildi.
- Breyting á ákvæði 2, en nú tekur nýji sáttmálinn gildi, með samþykki og staðfestingu 15 aðildarríkis hans, í stað 9 áður. Þetta sýnir sennilega að menn hafa áttað sig á því að Spánn og Ítalía verða að vera með. En gefið er þarna líklega undir fótinn með að Grikkland og Portúgal verði það ekki endilega.
Er þetta lausn?
Það er sannarlega virðingarvert markmið sem slíkt, að stefna að hallalausum fjárlögum. En það tryggir ekki að land sé ekki að sigla í vandræði, né það að land lendi ekki í vandræðum, né heldur að land geti ekki snögglega lent í aðstæðum þ.s. gjaldþrot blasir við sem raunveruleg hætta.
- Ísland er augljóst dæmi - en hér var afgangur af fjárlögum hvert ár meðan bóluhagkerfið ríkti. Ríkisskuldir voru komnar niður í kringum 20% af þjóðarframleiðslu. Í reynd var stjórnun skuldamála skv. reglum algerlega til fyrirmyndar, sem og fjármálastjórnun.
- Spánn - er eiginlega sama dæmið og Ísland, en skuldir Spánar enn eru ekki nema milli 60-70% og skv. því ekki í íkja slæmum málum. Þar eins og hérlendis á sl. áratug - en á Spáni var einnig efnahagsbóla - var skv. reglum stjórnun til fyrirmyndar, ríkið rekið með afgangi hvert ár.
- Írland - það er einnig sama dæmið og Ísland, þ.e. bóluhagkerfi stóð yfir á sl. áratug, þar var einnig skv. reglum haldið vel á spöðunum, ríkið rekið með afgangi - skuldir vel innan við lágmark skv. "Protocol 12".
- Á 10. áratugnum lenti Bretland í hagsveiflu sem hrakti það út úr Evrópska Gjaldmiðla Samstarfinu sem þá var og hét, en þá eins og frægt er veðjaði George Soros gegn pundinu og græddi heilann helling af peningum. En fram að því efnahagshruni, hafði um nokkurt árabil verið afgangur af rekstri ríkisins - en þar hafði skapast efnahagsbóla sem sprakk með hvelli. Og Bretland lenti í efnahagsvandræðum um nokkur ár. Pundið féll verulega í kjölfarið, náði sér síðar.
- Þessar stóru hagsveiflur koma aftan að mönnum, ef þeir einblína um of - á fá atriði.
- T.d. ef þú telur það algert meginatriði að reka ríkið sem slíkt, telur á sama tíma að einkahagkerfið eigi einfaldlega að sjá um sig sjálft án nokkurra afskipta eða eftirlits, þá getur stórt áfall sbr. bankabóluna hérlendis, húsnæðisbólurnar á Spáni og Írlandi; komið aftan að stjórnvöldum. Ef þau eru ekkert að spá í það, að uppgangur getur orðið að bólu.
- Hrunið hér, á Írlandi, á Spáni - þarf að kenna okkur, að einkahagkerfið getur komið stjórnvöldum um koll, ef stjórnvöld eru ekki að fylgjast nægilega með hagsveiflunni - þ.e. hvort hún er sjálfbær eða þá ekki.
En það er auðvitað fleira - Viðskiptajöfnuðu:
Ekki síður stórt atriði en jafnvægi í atvinnulífinu og jafnvægi í ríkisfjármálum; er staða jöfnuðar landsins er gagnvart útlöndum.
Það var útbreidd lenska á sl. áratug, að líta svo á að jöfnuður við útlönd væri ekki mikilvægt atriði innan evrusvæðis, þá í því tilviki við önnur lönd innan svæðisins - en slíkt afstaða er kórvilla eins og ég útskýri: Þýskaland sjálft er einn helsti grunnvandi evrunnar
Eins og ég útskýri, tel ég þetta vera í dag meginorsök stöðugt minnkandi trausts erlendra fjárfesta á sjálbærni skulda aðildarríkja í vanda, og að auki hluta af ástæðu fyrir minnkanid trausti á stöðu Frakklands og Belgíu. En þau lönd ásamt Ítalíu, Spáni, Portúgal og Grikklandi; hafa öll viðskiptahalla sem hefur varað nú samfellt i nærri því áratug.
- Ég sé ekki enn sé til staðar nægur vilji til að vinna bug á þeim vanda.
- Ég tel að svo lengi sem sá vandi er til staðar - verði evran óhjákvæmilega í stöðugri krýsu.
- Að löndin í vanda, geti ekki endurreist traust með fjárlaga niðurskurði einsömlum, heldur þurfi að auki - innri kostnaðar aðlögun sbr. launalækkanir sbr. "internal devaluation" sem verði mjög örðugt að framkv.
- Við það muni skuldastaða þeirra óhjákvæmilega hækka sem hlutfall af landsframleiðslu, því "internal devaluation" minnkar umfang viðkomandi hagkerfis.
- Að auki, mun þá viðkomandi ríkissjóður skv. reglum, þurfa viðbótar niðurskurð - þ.s. minnkun hagkerfisins vegna þessa auðvitað minnkar tekjur ríkissjóðs, eykur halla.
Svo er það bráða lausafjárvandinn!
En ef það á að framkv. slíka innri kostnaðar aðlögun, þurfa þau ríki að geta fengið neyðarlánsfjármögnun á viðráðanlegu verði, yfir nægilega langt tímabil sem þarf því aðgerðirnar taka tíma, svo að auki þau þurfi ekki að leita til markaða á meðan - sem væri alltof dýrt.
- Þetta er lykilatriði - en þetta kallar á neyðarfjármögnunarsjóð af nægilegri stærð.
- Það fjármagn sem er til - dugar ekki einu sinni út hálft árið 2012.
- Allar tilraunir til að skapa trúverðuga slíka baktryggingu á sl. ári, mistókust.
Meðan slíkur sjóður er ekki til staðar - þurfa markaðir stöðugt að reikna með möguleika á lausafjárþurrð viðkomandi landa á árinu í ar. Þ.e. greiðsluþroti.
Sem þíðir, að þeir samtímis gera einnig ráð fyrir möguleikanum á bankahruni.
Á meðan enginn nothæf lausn á þessu tiltekna máli hefur verið fundin - er umræða um ofangreint samkomulag - frekar tilgangslítil.
- En ég er viss um að í Fjármálaráðneyti Hitlers Þýskalands um áramótin 1944/45 var unnið að fjárlögum nk. árs - eins tilgangslítil og þau þá voru orðin.
Verður þetta samkomulag eins "pointless"?
Niðurstaða
Mín skoðun er að gerð þessa stöðugleika-sáttmála hafi lítinn tilgang, nema að bætt sé inn í hann mikilvægum atriðum.
- Það mikilvægasta væri að ná fram einhverskonar samkomulagi um aðgerðir sem væru skilgreindar í liðum, til að stemma stigu við þeim vanda viðskiptaójafnvægi sem til staðar er, og grefur stöðugt undan sjálfbærni þeirra hagkerfa sem búa við viðskiptahalla.
- En best væri að vinna á þeim vanda, ef löndin með halla og löndin með afgang, það gera í sameiningu.
- Fram að þessu hafa löndin sem græða á ástandinu, ekki sínt neinn markverðann vilja eða áhuga.
- Einn möguleiki væri, að taka upp sameiginlega skattheimtu - en það var lausn á sambærilegum vanda, sem kom upp rétt eftir stofnun Bandar. En fyrst eftir formlega stofnun, var ekki enn til staðar sameiginleg skattheimta né sameignleg fjárlög. Þegar tiltekin fylki lentu í skuldavandræðum, var lausnin fyrir rest að taka upp sameiginlega skattheimtu og fjárlög, svo alríkið myndi geta tekið á sig skuldbindingar - og aðstoðað fylkin í vanda. Sem gert var, vandinn leystist.
- Þetta finnst mér þó ólíklegt að gerist.
- En það er unnt að skapa sjálfbært ástand, þó svo til staðar sé viðskiptaójafnvægi, ef sameiginleg skattheimta er tekin upp og alríkið beitir stefnumótun sambærilegri við byggðastefnu þ.s. svæði sem hallar á eru styrkt.
- Annar möguleiki væri að löndin með viðskipta-afgang, myndu sjálf samþykkja að greiða fé inn í millifærslusjóði, að sambærilegu verðmæti við þann viðskiptahagnað sem þau hafa við aðildarlönd með viðskiptahalla.
- Þá væri unnt að jafna hallann út með millifærslum að sama verðmæti.
- Þriðji möguleikinn að löndin með viðskiptahalla halla, skeri niður - þ.e. beiti sig hörku um árabil - þetta er sú leið sem Þjóðverjar vilja að sé farin.
- Þess vegna var stöðugt verið að reyna að skapa baktryggingarsjóð fyrir lönd í vanda, því sú leið krefst slíks sjóðs.
- En ef slík leið á að hafa nokkurn hinn minnsta möguleika til að virka, þurfa lönd sem taka á sig slíkann niðurskurð - að fá skjól frá alþjóðlegum skuldamörkuðum skv. því sem óháðir hagfræðingar telja, um 3 ára tímabil.
- Talið kosta um 2.000ma. ef sjóður á að duga fyrir öll líkleg vandamál innan þess tíma.
Ef ekki er tekið á viðskiptaójafnvægis vandanum með trúverðugum hætti, þá er ég viss um að evran mun stöðugt áfram halda að vera í krýsu - vegna þess að það mun næsta ólíklegt vera að ríkin í vanda muni geta náð fram sjálfbærni.
Þau eru það ekki meðan þau enn búa við umtalsverðann viðskiptahalla, og það að útríma þeim halla innan evru, er mjög - mjög erfitt. Að auki, munu allar slíkar aðgerðir auka á skuldavanda viðkomandi ríkja - vegna þess að launalækkanir, minnka efnahagsl. umsvif, sem stækkar hlutfall skulda per landsframleiðslu.
Þetta höfum við séð í Grikklandi. Engin ástæða til þess að sömu aðferðir ef beitt við hin ríkin, muni ekki hafa sömu áhrif, þau áhrif sem rökrétt er að þær aðferðir hafi.
Meðan ekki örlar á trúverðugum hugmyndum til lausnar viðskiptaójafnvægis vandanum, þá heldur áfram - tel ég - að grafa undan stöðugleika evrunnar sem og stöðu aðildarríkja evrusvæðis í vanda, og að auki heilsu fjármálakerfis evrusvæðis og Evrópu.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:30 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.12.): 23
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 358
- Frá upphafi: 857843
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 258
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning