4.1.2012 | 19:02
Grikkland verður greiðsluþrota í mars nk.
Þetta er haft eftir engum öðrum en forsætisráðherra bráðabirgðaríkisstjórnar Grikklands, Lucas Papademos. En þarna er hann sennilega m.a. að hífa upp þrýsting á evr. banka, sem Grikkland á nú í mjög viðkvæmum og erfiðum samningaviðræðum við, en leitast er við að fá þá til að samþykkja það að afskrifa 50% af virði grískra ríkisskulda - sem þeir eru eigendur að.
Að auki er ekki búið að ganga ennþá frá svokallaðri "annarri björgun" Grikklands, þ.s. til stendur að veita Grikklandi viðbótar lán, gegn því þó að tilteknum markmiðum verði náð í því að skera niður halla á gríska ríkinu, en mun hraðari samdráttur hagkerfisins en áætlanir hafa verið um hefur grafið undan þeim tilraunum, þ.s. tekjur hafa skroppið saman og þannig markmiðið fjarlægst - þrát fyrir mikinn niðurskurð útgjalda.
Spurning hvort gríski ríkissjóðurinn getur yfirleitt náð í skottið á sjálfum sér með þessari leið.
Lucas Papademos: "n mid-January, talks begin with the troika which focus on shaping a credible economic adjustment plan for 2012 to 2015 [...] The implementation of the agreement to reduce the debt and continuation of financing of the country depends on that. Without this agreement with the troika and subsequent financing, Greece in March faces the immediate risk of a disorderly default."
Síðan hvatti Papademos gríska launamenn til að sætta sig við launalækkanir á næstunni. En vandi Grikklands er ekki síður viðskiptahallinn sem er varla að ráði lægri v. lok sl. árs en hann var fyrir þrem árum síðan. Sem segir að fram að þessu hefur nær algerlega mistekist að ná fram þeim launalækkunum, sem þarf ef á að vinda ofan af þeim mikla viðskiptahalla - enn um 8%.
- Að auki þarf eins og á Íslandi afgang af viðskiptum, ef á að vera unnt að borga niður skuldir í eigu aðila utan landamæra Grikklands - skiptir engu máli að þær skuldir séu í evrum.
Svo þ.e. ekki nóg að færa halla í jafnvægi, heldur þarf umtalsverðann afgang - svo við erum að tala um mjög miklar launalækkanir, sem til þarf ef gríska hagkerfið á að geta náð samkeppnihæfni á ný, svo grískur útflutningur geti á ný farið að aukast, eftir að hafa verið í nær stöðugum samdrætti um árabil.
- Nú er hann ekki nema rétt rúml. 20% af heildarhagkerfinu - sem er skelfilega lítið þegar haft er í huga, hve mikið Grikkland skuldar aðilum utan Grikklands.
Lucas Papademos: "If we want to secure our countrys most important achievement, then we must accept cuts in our income in the short-term, to the degree that is necessary to regain competitiveness and create conditions for higher employment and economic activity [...] Well have to accept limited sacrifices to avoid a catastrophic scenario, give up a little so we dont lose a lot."
Að auki er eftirfarandi haft í dag eftir grískum embættismönnum:
Greece 'out of euro' if bail-out fails :""The bail-out agreement needs to be signed otherwise we will be out of the markets, out of the euro. The situation will be much worse.""
Þessar yfirlísingar eru samt alveg örugglega hluti af tilraun ríkisstjórnar Grikklands til -
- að auka þrísting á banka sem ríkisstjórnin er að semja við -
- að auka þrísting á innlenda aðila og launamenn, um það að samþykkja verulegar launalækkanir -
- að auka þrísting ekki síst á ríkin sem eru að íhuga að lána Grikklandi meira fé.
Það þarf samt ekki að efast um það, að Grikkland raunverulega stendur frammi fyrir gjaldþroti og því að hrapa út úr evrunni.
Niðurstaða
Helsti gallinn við það, að ef Papademos tekst að herja í gegn verulegar launalækkanir, er að við það minnka efnahagsumsvif í Grikklandi enn eina ferðina. Að sjálfsögðu er núverandi staða ósjálfbær með öllu, lífskjör þurfa að fara niður - alltof mikill viðskiptahalli segir einmitt það.
Punkturinn er sá, að við það eykst einnig enn eina ferðina hlutfall skulda gríska ríkisins miðað við landsframleiðslu. Því hraðar sem skorið er niður, því hraðari verður niðurspírallinn á gríska hagkerfinu.
En samt er engin leið önnur, en að það minnki að heildarumsvifum - því það þarf að ná a.m.k. því að stöðva upphleðslu nýrra skulda, þ.e. viðskiptahalla niður í jafnvægi. En efnahasumsvif þau sem byggjast á innflutningi umfram tekjur, eru hvort sem er ósjálfbær.
En þá er ekki búið að búa til borð eða afgang, svo unnt sé að greiða niður skuldir. Ég sé ekki annað en að það þurfi að afskrifa skuldir Grikkland að mjög háu hlutfalli, þ.e. enn hærra en 50%. Óháðir hagfræðingar tala nú um 70% afskrift.
Þær afskriftir sem nú er verið að ræða um, ganga alltof skammt til þess að enn sé raunhæft að Grikkland snúi við og skapi sjálfbært ástand. Þannig að þó svo allar viðræður nú í gangi komi til að skila öllu sem till stendur að þær skili, þá er Grikkland samt eftir allt það - ósjálfbært enn sem fyrir.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:05 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning