21.12.2011 | 22:19
Bankabjörgun Seðlabanka Evrópu!
Sl. þriðjudag og miðvikudag, hefur aðgerð Seðlabanka Evrópu verið megin fréttin á mörkuðum. En hún snýst um nýtt tilboð ECB um allt að 3. ára neyðarlán gagnvart einungis 1% vöxtum. Auk þess að ECB hefur slakað verulega á kröfum um gæði þeirra eigna sem veitt eru á móti sem veð.
ECB er sem sagt til í að taka enn verra rusl nú en áður!
- Niðurstaða vikunnar er sú að 524 evrópskir bankar tóku samtals lán upp á 489ma..
- ECB virðist þó hafa millifært megnið af fénu milli reikninga, þ.e. 298,5ma..
- Nettó aukning fjármagns sé því 191ma..
Fyrst í stað voru viðbrögð markaðarins mjög jákvæð, veruleg hækkun var á þriðjudag:
- "The Dow Jones is up 2.85pc,
- the S&P 500 rose 2.98pc and
- the Nasdaq climbed 3.19pc."
- "The FTSE 100 was up 1.02pc,
- the CAC climbed 2.73pc and
- the DAX rose 3.11pc."
Framan af virtist miðvikudagurinn ætla að vera endurtekning, en viðsnúningur niður varð seinni part dags.
- "The Dow Jones was up 0.03pc,
- the S&P 500 was 0.19pc higher and
- the Nasdaq was off by 0.99pc."
- "After initial gains, the Stoxx Europe 600 index closed 0.5pc;
- the German Dax dropped 1pc and
- the French CAC slid 0.8pc.
- In London bank shares rose but the FTSE 100 index fell 0.6pc."
Enginn veit sosum akkúrat af hverju - en einn möguleiki er eftirfarandi frétt:
"Italian GDP contracted by 0.2pc in the third quarter. Previous quarter saw 0.3pc growth." - "Figures signal that the country may have entered its fifth recession since 2001 as the government adopts new austerity measures that will further weigh on growth."
- En þ.e. mjög neikvætt að það lítur út fyrir að nú sé staðfest að Ítalía sé komin í kreppu.
- En vart er við því að búast að 4. ársfjórðungur sé betri - en skv. þess hefur Ítalía verið komin í kreppu þegar í haust.
"10.12 Italian banking association ABI sees country's debt at 121.3pc of GDP in 2011, 120.8pc in 2012 and 117.4pc in 2013. And deficit at 3.8pc of GDP in 2011, 1.5pc in 2012 and 0.1pc in 2013."
Þetta þykir mér óheyrileg bjartsýni, í ljósi þess að landið er nú statt í kreppu, og niðurskurðaráætlunin mun hafa þau áhrif að dýpka þá kreppu - hagkerfissamdráttur mun valda frekari halla v. minnkandi skatttekna, eins og reynslan var af Grikklandi.
Að auki þarf landið að snúa við viðskiptahalla í afgang - og "internal devaluation" þ.e. launalækkanir og aðrar samdráttaraðgerðir, munu minnka hagkerfið - sem mun hækka hlutfall skulda per landsframleiðslu.
Ég myndi frekar reikna með kringum 130% a.m.k. - sama hve mikið er skorið niður.
Bendi á aðvörun Nouriel Roubini sem benti á að niðurskurður geti einmitt verið "dept negative" með þeim hætti sem ég nefni - að minnkun landsframleiðslu hækki hlutfall skulda per landsframleiðslu, meir en nemur minnkun skulda með niðurskurði.
Þannig hefur það verið á Grikklandi.
Annað sem getur hafa valdið óróleika markaða er einfaldlega, hve há upphæðin var sem bankarnir tóku að láni og hve margir bankar tóku sér neyðarlán:
- Með þessu stækkar umfang slæmra eigna á efnahagsreikningi ECB enn meir - en öfugt við US Fed er ECB undir beinni ábyrgð ríkissjóða aðildarlanda evru. En það þíðir að kaup ECB auka skuldir hvers og eins af aðildarríkjunum, aukning þeirra skuldbindinga getur hugsanlega virkað neikvætt á sýn markaðarins á sjálfbærni skuldastöðu tiltekinna aðildarríkja.
- Síðan er það auðvitað slæm frétt að 523 bankar hafi talið sig knúna til að taka slík neyðarlán, það þíðir að þetta margir bankar telja sig í vandræðum með lausafjár fjármögnun - að líkindum.
- Að lokum, er það ekki heldur gott, hve mikið fé eða 489ma. þeir þurftu. Það sýnir svart á hvítu þ.s. markaðurinn vissi, að fjármögnunar hola evrópskra banka er orðin mjög umtalsverð.
Bætir þetta stöðuna?
Að því leiti, að þeir bankar sem tóku þessi lán, hafa væntanlega bætt lausafjárstöðu sína - eru því í minni líkum á að lenda í lausafjárhremmingum á næstunni.
Það var því ekki undarlegt að hlutabréf evr. banka hækkuðu nokkuð við fregnir um aðgerð ECB.
Á hinn bóginn er þetta einungis plástur á sárið - þ.e. vandinn sem hefur verið að skapa fjármögnunarholu innan bankanna þ.e. skuldakrýsa aðildarríkja evru, er enn jafn óleyst og áður.
Meðan hún grasserar enn, þá verður evr. bankakerfið undir álagi - og undir tortryggni.
Þess vegna held ég að mjög ólíklegt sé að bankarnir muni endurtaka leikinn frá 2009 er þeir keyptu mikið af skuldabréfum S-Evr. ríkja - en þó svo á borði líti þau áhugaverð þ.e. á bilinu rúml. 5% vextir upp í um 8% vextir, á móti 1% vöxtum - þá held ég bankarnir séu það meðvitaðir um taphættu af völdum skuldakrýsunnar, að þeir muni sjá að slík kaup í dag væru mjög óskynsamleg.
En Sarkozy frakklandsforseti - benti á þetta í sl. viku, að gæti verið góður díll fyir bankana.
- Þess í stað held ég, að bankarnir muni nota lánin til endurfjármögnunar, sem sagt til lækkunar á eigin fjármögnunarkostnaði, og til að bæta lausafjárstöðu.
- Smá möguleiki að þetta minnki það magn eigna sem þeir bankar munu selja í náinni framtíð - í skyni öflunar lausafjár. Þannig að sú brunaútsala bankaeigna sem virst hefur framundan, getur reynst minni en margir hafa verið að spá - fyrir tilstuðlan þessara lána. Það hjálpar því þá verður verðfall bankaeigna minna í Evrópu.
- Að auki, má vera að bankarnir minnki minna útlán sín á næstunni, en annars hefði verið reyndin, þannig að hagkerfissamdráttur vegna slíks samdráttar útlána verði þá ef til vill ívið minni en annars hefði verið.
Hjálpar - það verður samt kreppa, og krýsan mun geysa enn.
En bankakerfið er þá ekki í eins bráðri hættu alveg á næstunni og annars leit út fyrir!
Niðurstaða
Aðgerð Seðlabanka Evrópu (ECB - European Central Bank) er gagnleg, en mun ekki bjarga evrunni. Kaupir þó eitthvað aukinn tíma, með því að lina þjáningar bankakerfis Evrópu a.m.k. um sinn. En þá er hættunni vegna hugsnlegs yfirvofandi bankahruns ítt fram í tímann. Slíkt er þá ekki bráðahætta um sinn.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:40 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ásrarbréfaviðskipti?
Guðmundur Ásgeirsson, 22.12.2011 kl. 04:39
Akkúrat - eitt sem ég las í gær sem ég nefni nú, er að með þessari viðbóta kvá slæmar eignir sem ECB hefur bætt í eignasafn sitt vera orðnar litlar 800ma.€ sl. 6 mánuði. Engin smá upphæð það.
Þar á undan, hafði ECB víst aflað sér slæmra eigna samanlagt v. stuðnings v. bankakerfi landa í vandræðum, og v. kaupa skuldabréfa landa í vandræðum, upp á cirka 1.000ma.€.
Ef þetta heldur svona áfram verða slæmar eignir keyptar v. evrukrýsunnar síðan apr. 2010 komnar yfir 2.000ma.€ á fyrri hluta næsta árs.
Já mér sýnist að fjárhagsl. áhætta aðildarríkja evru, en þau bera ábyrð á ECB, sé sannarlega orðin veruleg. Vart lengur unnt að treysta á bök ríkja eins og Ítalíu, Spána, Portúgals, Írlands og Grikklands. Sem þíðir að hlutur hinna ríkjanna eykst, sennilega hluturur Þýskalands kominn vel yfir 20%.
Sá hækkar síðan áfram eftir því sem flr. ríki sigla í vanda, og ríkjum sem standa að baki kerfinu fækkar. Ég hef velt möguleikanum fyrir mér, að þeir jafnvel lendi með allann pakkann á sínum herðum - en fall Ítalíu myndi sennilega þíða einnig fall Frakklands, sennilega Austurríkis að auki. Svo þá væri ekkert stórt hagkerfi eftir sem stoð og stitta.
Þessar bakábyrgðir geta því reynst a.m.k. ekki minna varasamar en bakábyrgð ríkissjóðs Íslands reyndist vera á Seðlabankanum okkar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 22.12.2011 kl. 08:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning