5.12.2011 | 23:53
Standars&Poors setur evrusvæðið á neikvæðar horfur
Þetta er mögnuð frétt sem datt inn í kvöld. En S&P hefur bætt 15 evrusvæðisþjóðum við svokallaðann neikvæðann athugunarlista þ.s. íhugað verður að fella svokallað lánshæfismat.
Þetta virðast viðbrögð S&P við fréttum dagsins í dag, sem eiginlega segir að mat sérfræðinga fyrirtækisins, sé að horfurnar fyrir Evrópu séu verri skv. niðurst. dagsins en áður var.
Þeir segjast ætla að vera fljótir með matið, eins fljótt eftir nk. helgi og mögulegt er, sem má segja að magni upp þrýsing á leiðtoga Evrusvæðis að standa sig á fundinum þann 9. des nk.
Sjá hlekk: Standard & Poor's has tweeted a link to the full statement.
Stóra málið er að ef þetta gerist - verður engin aðildarþjóð eftir á evrusvæði með lánhæfið 3-A.
Það er verulega afdrifaríkt - því þá fellur óhjákvæmilega einnig lánshæfi björgunarsjóðs Evrusvæðis einnig úr lánshæfinu "AAA".
- Það getur síðan vart annað en haft neikvæð áhrif á horfur þess, að aðildarþjóðir evrusvæðis geti boðið bréf ESFS sem góðann fjárfestingarkost!
- Minnkar verulega líkur á að sú aðferð að stækka sjóðinn með því að breyta honum í afleiðu, skili tilætluðum árangri.
Ég veit ekki hvað á til bragðs að taka - en sú hugmynd að skuldsetja hann, bjóða fjárfestum að kaupa hlut í honum, gengt því að fyrstu 20% þess fjár sem þeir leggja til verði ábyrgt - með því fé sem þegar er þar fyrir. Getur vart lengur gengið upp, jafnvel í villtustu óráðsdraumum.
Eina leiðin eftir - tel ég vera prentun, ef öll ríkin eiga að vera með áfram! Fræðilega getur Þýskaland yfirgefið evruna, þannig bjargað henni sem gjaldmiðli fátæku ríkjanna- en hún verðfellur verulega ef þeir fara. Þriðja leiðin, að taka hana af með öllu!
Þetta er hreint mögnuð frétt!
"FRANKFURT (Standard & Poor's) Dec. 5, 2011--Standard & Poor's Ratings Services today placed its long-term sovereign ratings on 15 members of the European Economic and Monetary Union (EMU or eurozone) on CreditWatch with negative implications."
Pælið í þessu. 2 ríki höfðu áður verið felld. Nú er restinni þ.e. 15 bætt við, sett undir neikvæðar horfur, þ.s. skoðað verður að fella þau öll með tölu.
"Today's CreditWatch placements are prompted by our belief that systemic stresses in the eurozone have risen in recent weeks to the extent that they now put downward pressure on the credit standing of the eurozone as a whole."
Takið eftir, þeir taka þessa ákvörðun mjög líklega í ljósi atburða dagsins í dag. Þeir eru í reynd að segja, að niðurstaða Merkozy hafi ekki bætt ástandið.
"We believe that these systemic stresses stem from five interrelated factors:
- Tightening credit conditions across the eurozone;
- Markedly higher risk premiums on a growing number of eurozone sovereigns, including some that are currently rated 'AAA';
- Continuing disagreements among European policy makers on how to tackle the immediate market confidence crisis and, longer term, how to ensure greater economic, financial, and fiscal convergence among eurozone members;
- High levels of government and household indebtedness across a large area of the eurozone; and
- the rising risk of economic recession in the eurozone as a whole in 2012.
Currently, we expect output to decline next year in countries such as Spain, Portugal and Greece, but we now assign a 40% probability of a fall in output for the eurozone as a whole."
Eins og þeir segja, þá hefur ástand bankakerfis Evrópu farið hríðversnandi, en eftispurn eftir skuldabréfum banka hefur fallið stórfellt, samtímis sem einnig þ.e. orðið örðugt fyrir þá að fá skammtímalán gegnum aðrar leiðir. Þetta leiðir til þess, að bankarnir eru að draga úr útlánum, því þeir verða að halda í allt lausafé sem þeir geta náð í, þ.s. skuldabyrði þeirra er mikil og skuldirnar þeirra bíða. Að auki er reiknað með mikilli sölu eigna af hálfu evr. banka, einnig í því skini að afla sér lausafjár. Í stuttu máli - evr. bankakerfið er í miklum og vaxandi vandræðum, þ.e. orðið að mjög hættulegu ástandi fyrir evr. hagkerfið.
Sannarlega eins og þeir segja, hefur vaxtakrafa tiltekinna ríkja farið hækkandi þetta ár, reynd hefur krafa markaða gagnvart þeim öllum hækkað, en krafa sumra hefur hækkað mun meir en annarra þ.e. Ítalíu og Spánar. Þetta ástand skapar einnig mikla hættu fyrir framvindu evr. efnahagsmála.
Einmitt, það hefur verið uppi hver höndin á móti annarri, þegar kemur að því að stýra evrusvæðinu í einhvern tiltekinn farveg. Þjóðir hafa verið verulega ósammála um leiðir. Niðurstaða Merkelar og Sarkosy eða Merkozy í dag, er einmitt ein vísbending um að þær deilur hvergi nærri hafa verið kveðnar niður. Þetta hefur hamlað leit að útleið fyrir lönd álfunnar úr núverandi vanda, og einmitt þetta ósamkomulag er sjálfstæð efnahagsleg áhætta fyrir svæðið í heild.
Að auki eins og þeir segja, er mjög útbreidd meðal almennings alvarleg skuldastaða, og fj. þeirra sem búa við alvarlega skuldastöðu hefur verið að aukast, að auki fj. þeirra sem ekki geta staðið við sitt. Þetta er slæmt fyrir efnahagslegar horfur því það þíðir að eftirspurn innan Evrópu næstu árin, verður fyrir bragðið slök.
Að síðustu, er það einnig hárrétt að efnahagshorfur fyrir svæðið allt hafa verið á niðurleið - reyndar alveg samfellt síðan í maí. En þá hófst sá niðurspírall er staðið hefur alveg samfellt síðan. Enn er ekkert lát á þeim niðurspíral. Hann eins og þeir benda á, er að sjálfsögðu sjálfstæð hætta fyrir efnahags svæðisins alls.
Tekið saman stendur Evrusvæðið frammi fyrir mikilli efnahagslegri ógn - ég er alls ekki hissa á að lánshæfisfyrirtækin grípi til þess bragðs, að fella aðildarlönd evrusvæðis.
Ég reikna með að S&P sé bara það fyrsta að ríða með þessum hætti á vaðið. Hin muni fylgja á eftir.
"Our CreditWatch review of eurozone sovereign ratings will focus on three of the five key factors that form the core of our sovereign ratings methodology: the "political," "external," and "monetary" scores we assign to the governments in the eurozone (see "Sovereign Government Rating Methodology And Assumptions", published June 30, 2011).
- Our analysis of "political dynamics" will focus on both country-specific and eurozone-wide issues that appear to us to be limiting the effectiveness of efforts to resolve the market confidence crisis.
- Our analysis of "external liquidity" will focus on the borrowing requirements of both eurozone governments and banks.
- Our analysis of "monetary flexibility" will focus on ECB policy settings to address the economic and financial stresses the countries in the eurozone are increasingly facing.
We expect to conclude our review of eurozone sovereign ratings as soon as possible following the EU summit scheduled for Dec. 8 and 9, 2011.
Þær ætla að vera snöggir að þessu. Þeir verða kannski búnir að þessu fyrir lok nk. viku.
Depending on the score changes, if any, that our rating committees agree are appropriate for each sovereign,
Our ratings on Greece (Hellenic Republic; CC/Negative/C) are not affected by today's actions, as a 'CC' rating under our rating definitions connotes our belief that there is a relatively high near-term probability of default."
- we believe that ratings could be lowered by up to one notch for Austria, Belgium, Finland, Germany, Netherlands, and Luxembourg, and
- by up to two notches for the other governments.
Skv. þessu skipta þeir svæðinu upp í 2 hópa.
Hópurinn sem stendur sig vel - tiltölulega - fær sennilega lækkun um eitt prik.
Hinn hópurinn fær lækkun um 2 prik - þ.e. restin!
- Stóra fréttin er að með þessari ákvörðun verður ekkert aðildarríki Evrusvæðis lengur með lánshæfið "AAA".
- Það þíðir að björgunarsjóður Evrusvæðis - mun einnig missa sitt "AAA" lánshæfi.
- Það þíðir að vaxtakrafa ESFS mun hækka - þ.e. kaupendur munu krefjast hærra verðs fyrir bréfin þegar ESFS býður þau til sölu.
- Þá hækkar lántökukostnaður ESFS, og því verður sjóðurinn að hækka vextina á þeim neyðarlánum sem hann veitir.
- Eins og þið sjáið - þessi ákvörðun ef verður, en hún líklega verður, mun hafa verulega afdrifaríkar afleiðingar
Með þessu þá líklega hrynur björgunaráætlun evrusvæðis eins og hún leggur sig!
Hérna fyrir neðan má sjá listann eins og þeir setja hann upp!
Long-term ratings on CreditWatch negative- Austria (Republic of) Sovereign Credit Rating AAA/Watch Neg/A-1+ AAA/Stable/A-1+
- Belgium (Kingdom of) Sovereign Credit Rating AA/Watch Neg/A-1+ AA/Negative/A-1+
- Finland (Republic of)Sovereign Credit Rating AAA/Watch Neg/A-1+ AAA/Stable/A-1+
France (Republic of) Sovereign Credit Rating AAA/Watch Neg/A-1+ AAA/Stable/A-1+ - Germany (Federal Republic of) Sovereign Credit Rating AAA/Watch Neg/A-1+ AAA/Stable/A-1+
- Luxembourg (Grand Duchy of) Sovereign Credit Rating AAA/Watch Neg/A-1+ AAA/Stable/A-1+
- Netherlands (The) (State of) Sovereign Credit Rating AAA/Watch Neg/A-1+ AAA/Stable/A-1+
Long- and short-term ratings on CreditWatch negative
- Estonia (Republic of) Sovereign Credit Rating AA-/Watch Neg/A-1+ AA-/Stable/A-1+
- Ireland (Republic of) Sovereign Credit Rating BBB+/Watch Neg/A-2 BBB+/Stable/A-2
- Italy (Republic of) Sovereign Credit Rating A/Watch Neg/A-1 A/Negative/A-1
- Malta (Republic of) Sovereign Credit Rating A/Watch Neg/A-1 A/Stable/A-1
- Portugal (Republic of) Sovereign Credit Rating BBB-/Watch Neg/A-3 BBB-/Negative/A-3
- Slovak Republic Sovereign Credit Rating A+/Watch Neg/A-1 A+/Positive/A-1
- Slovenia (Republic of) Sovereign Credit Rating AA-/Watch Neg/A-1+ AA-/Stable/A-1+
- Spain (Kingdom of) Sovereign Credit Rating AA-/Watch Neg/A-1+ AA-/Negative/A-1+
Short-term ratings on CreditWatch negative, long-term ratings still on CreditWatch negative
- Cyprus (Republic of) Sovereign Credit Rating BBB/Watch Neg/A-3 BBB/Watch Neg/A-3
Niðurstaða
Það má segja að það sé nú loka - loka frestur fyrir leiðtogana að koma fram með e-h bitastætt á fundi aðildarríkja Evrusvæðis þann 9. des nk.
Mér sýnist líklegt að matsfyrirtækin hafi ákveðið í dag, að evran væri endanlega dauðvona. En ef þ.e. niðurstaða þeirra skv. þeirra mati á því hvað Merkozy ákváðu, þá er ég í reynd ekki hissa.
En sú hugmynd að lögfesta upphaflegu skilyrðin um evruna þ.e. 3% ríkishalla og 60% hámarkskuldir, sem þeirra svar við því hvað þau telja líklegt til að bjarga evrunni.
Einfaldlega var ekki rétta svarið. Greining Merkelar er kolröng.
Þetta snýst ekki um það að tilteknar þjóðir hafi rofið 3% múrinn, en þegar þetta er sagt þá gleyma Frakkar og Þjóðverjar að þeir sjálfir voru fyrstir til að rjúfa þá reglu á sl. áratug. En, vanalega er verið að vísa til nýlegra dæmis, þ.e. sérstaklega Grikklands, en einnig Ítalíu.
En málið er, að Írland og Spánn - svo tekin séu önnur dæmi, þau lönd voru með afgang allann sl. áratug. Ríkisskuldir Spánar eru lægri en Frakkl. og Þýskalands. Vandi Spánv. og Íra, var ekki vegna ríkishalla - heldur vegna bólu sem varð til innan einkahagkerfisins. Þær bólur sprungu, og allt í einu voru löndin 2 í vanda. Í reynd er þeirra vegferð mjög lík okkar hér á landi. Punkturinn er, að þessar reglur voru algerlega blindar á þ.s. orsakaði þeirra vanda. Þær verða ekki minna blindar, þó þær séu leiddar í lög.
Vandi Írl. og Spánar getur því vel endurtekið sig - þó svo að ofangreindar reglur séu lögfestar.
Að auki, er vandi Grikkja - Portúgala - Ítala, að stærstum hluta af öðru tagi, sem einnig innleiðing þeirra regla mun lítt duga á, þ.e. viðskiptaójafnvægi sem varð til innan svæðisins. Þ.e. þjóð A lánaði þjóðum B til að kaupa af A. Þjóðir B söfnuðu á meðan skuldum v. þjóð A. Þetta gat ekki gengið til lengdar, því engin þjóð getur endalaust safnað skuldum, svo sú veisla hlaut að taka enda fyrr eða síðar - með vissum hætti má vera Grikkjum þakklátur eins og við hér á landi getum verið Lehmans bankanum þakklát fyrir að falla, því eins og Lehmans tók niður bankana okkar áður en þeir gátu orðið enn stærri, þannig valdið enn stærra tjóni - þá tók Grikkland niður þetta bóluhagkerfi þegar það var orðið með öllu ósjálfbært fyrir margt löngu en annars hefði það einnig haldið áfram að stækka þenjast út og valdið ef e-h er enn verra tjóni.
Punkturinn - lausn Merkozy var gagnslaus!
Mig grunar að matsfyrirtækin taki þessa ákvörðun eftir að niðurstaða Merkozy liggur fyrir - eftir að hafa komist eins og ég að þeirri niðurstöðu.
Niðurstaða fundar Merkelar og Sarkozy!
Endurtek, síðasti séns fyrir Evrusvæðið að koma fram með lausn þann 9. des nk.
Ps: Bendi á mjög áhugaverða grein: S&P has no choice: Euroland risks bankruptcy on currrent policies
Evans-Pritchars er greinilega með aðgang að frekari gögnum varðandi ákvörðun S&P. Það gerir grein hans mjög merkilega. En þar kemur skýrt fram að S&P er mjög óánægt með niðurstöðuleysi í reynd Angelar og Sarkozy í gær.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.12.2011 kl. 15:12 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
er ekki S&P þar með að ýta dómínóhraðlestinni af stað?
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 11:22
Það getur vel orðið "trigger" atburður, sjálfsagt fara samsæriskenningar á flug við þetta, en þ.s. ég held að hafi ráiðið er einfaldlega að S&P er með hnattrænann bissness, og þarf að passa upp á orðstýr sinn - mér finnst þeir hafa reyndar beðið eins lengi og þeir gátu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 6.12.2011 kl. 12:38
Baráttan stendur milli Evrópu og Bandaríkjanna, og Standards and Poor er hér að blanda sér í pólitík.
Við stöndum frammi fyrir dyrunum á eftirfarandi:
Þýskaland verður sjálfstætt, og þarf þaraf leiðandi ekki að greiða gyðingum 4 myljarða á ári ... nú verð ég sjálfur að fara varlega um hvað þetta í raun hefur í för með sér. En í raun er þetta málið .... Hér er kjarni málsins ...
Spurningin er hvað Merkel og Sarkozy gera nú. Mun þetta verða til þess að skapa Euro, eða kemur það í veg fyrir að Euro verður til.
Þegar við tölum um Euro, þá erum við ekki að tala um myntina, heldur um "eitt land", sem nær frá þýskaland/póllandi og alla leið til spánar. Stór Evrópu ... þetta er það sem verið er að keyra í gegn, og hér hafa Bandaríkin verið að blanda sér inn í málið ... og þetta er kjarni "örðugleikanna".
Ég gef ekki hundskít í verðgildi S&P ... spurningin er, hvort Merkel "þorir" að taka skrefið til að gera Þýskaland/Frakkland að fullvalda ríki ...
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 14:32
Dálítið sérstök sýn. Nei Þýskal. er sjálfst, og verður það óháð því hvort evran lifir eða dey, ESB lifir eða deyr.
Spurningin er frekar um sjálfst. Frakkl., en niðurst. fundarins um daginn var m.a. að Sarkozy hafnaði að leggja það af, og gerast leppríki Þjóðv. En, öll kurl um það eru ekki enn komin til grafar, má vera að í desperation samþykki Sarkozy seinna meir, að ganga að kröfu Merkelar.
Þá er ekki verið að búa til sameinað ríki Evr. - heldur nýtt þýskt "dominion" þá án þess að skotum sé af hleypt, sem verður mjög merkil. niðurs.
En ég held ekki að það verði af því, að það gangi eftir - heldur reikna ég með því að evran falli, og að dæmið flosni upp í 3 ríkjahópa.
Tel það líklegri niðurst. - þá verðu Þýskal. ríkjandi yfir tilteknum hóp ríkja, og mun ganga tel ég í banda. með Rússum.
Frakkl. mun ráða mestu innan þá S-ríkjahópsins, og sá sennilega mun fara í lausl. banda. v. Tyrki.
Svo verður það Bretl. + Skandínavía, sem ég reikna með að muni mynda mjög lausl. hóp utan um andst. v. banda. Rússa og Þjóðv, og drottnun þess yfir norður hl. Evr. að verul. leiti.
Bretar munu taka sinn gamla stíl, að styrkja þá veiku gegn þeim sterku. Bretar í augum Skandínava þó fyrir utan Finnl, munu telja mikilvægara að viðhalda sjálfst. gagnv. bandal. Þjóðv. og Rússa. Sameiginlega muni löndin styðjast v. Bandar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 6.12.2011 kl. 15:05
Nei, Einar Björn, þýskaland er ekki sjálfstætt..
http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_United_States_Army_installations_in_Germany
Hérna sérðu lista yfir herstöðvar bandaríkjamann í þýskalandi, sem enn eru í gangi.
http://www.spiegel.de/international/world/0,1518,523846,00.html
Ég er hissa á því, að maður eins og þú lesir þig ekki almennilega til. Þú þarft að skoða aðstæður kringum málin betur, því það er ekki alltaf sem hlutirnir eru bara "evra". Þýskaland er bundið eftir síðari heimstyrjöld, og eina leiðin fyrir þá að komast út úr ánauð er með ESB.
Nú ætla ég ekki að segja hverjir standi að baki hvorri hliðinni, því þegar maður kemur inn hér ... verður það töluvert flóknara.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 18:19
Veit vel af þessum herstöðvum, en þú áttir þig ekki á að þær eru í dag upp á náð og miskunn Þjóðverja ekki öfugt. Þú virðist ekki átta þig á því hve Bandar. hafa veikst hastarlega sl. ár - það fylgir þessum stöðvum ekki sú valdastaða sem þú heldur. Þvert á móti virkar þetta á hinn veginn, að Þjóðverjar hafa tak á könum vegna þeirra herstöðva, enda þurfa Bandaríkin á þeim að halda, til að geta rekið stríð í Miðausturlöndum, Afghanistan og víðar.
Þjóðvejrar geta hvenær sem er sagt þeim að fara heim - og Bandar. ættu engann annan úrkosti.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 6.12.2011 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning