Merkel og Sarkozy hafa bæði tvö rangt fyrir sér!

Vandinn er sá að S-Evrópuríkin eru gjaldþrota, sá vandi er einnig bakgrunnur vanda bankakerfis Evrópu, þ.s. verðfall skuldabréfa landa í vandræðum býr til fjárhagslega holu innan bankakerfa Evrópu, með sambærilegum hætti algerlega og er verðfall afleiða er innihéldu húsnæðislán verðféllu í Bandaríkjunum 2008 þegar svokölluð "undirlánskrýsa skall á" og það skapaði samskonar holu innan Bankakerfis Bandar. - Bretl. einnig - sem og Evr.; og allsherjar endurfjármögnunaraðgerð varð að framkv.

  • Eins og ég hef útskýrt áður, er bakgrunnur evr. fjármálakrýsunnar tilurð þess sem ég kalla "evrópska bóluhagkerfið" sem myndaðist innan Evrusvæðis.
  • Það virkaði svipað og Kín-Ameríku bóluhagkerfið hefur verið að virka, þ.e. A lánar B til að kaupa vörur af A. B fyrir bragðið safnar skuldum við A. Á einhverjum tímapunkti verður B óhjákvæmilega fyrir því að skuldastaðan verður ósjálfbær - þá glatar markaðurinn tiltrú á stöðu B og kreppa hefst hjá B.
  • Þetta er gömul saga og ný. þesskonar atburðarás hefur gerst áður, og alltaf leiðir þetta til þess að land eða lönd sem safna skuldum í gegnum viðskiptahalla, lenda í vandræðum. Þar hefst kreppan.
  • Einhvern veginn voru menn á sl. áratug innan evrunnar fullkomlega blindir fyrir þessu, að vaxandi viðskiptahalli S-Evrópuríkja v. Þýskaland væri hættuleg þróun.
  • En slík blinda er því miður einmitt dæmigerð - það verður einhvers konar "euphoria" eða veislustemming, og allir sjá bara góða framtíð og betri, enginn hlustar á neikvæðar raddir - leiðindaseggi. Við sáum þetta hér, gengum í gegnum okkar eigin bólu.

Vandinn er síðan þegar bólan er loks sprungin - ef aðilar eru tregir til að horfast í augu við sannleikann.

Það er erfitt oft fyrir fólk að viðurkenna að það gerði rangt - eða hafði rangt fyrir sér, var sjálft blint.

Það er einmitt þ.s. ég les út úr ræðum Merkelar og Sarkozy - þ.e. BLINDA!

Sjá umfjöllun the Economist:

One problem, two visions

  1. Merkel telur allt vera í lagi, ef reglum ESB verði breytt þannig að samskonar mistök verði ekki endurtekin - þá skv. hennar sýn á það hver þau mistök voru. En hennar sýn er að mistökin hafi verið að ríkisstj. hafi eytt um efni fram. Hún sem sagt horfir ekki að vandann sem snýr að viðskiptajöfnuði þeirra v. Þýskaland sem enn er kolöfugur, sem að mínu mati er raunverulegi vandinn. Þ.e. þeirra hagkerfi geti ekki verið sjálfbær meðan þau hafa kolöfugann viðskiptajöfnuð. Þær geti ekki greitt upp skuldir v. aðila utan eigin landamæra, meðan það ástand varir. Að meðan Þjóðverjar eru enn að græða á kolöfugum viðskipajöfnuði við þær þjóðir, er viss réttlætiskrafa í því að þær fái þá peninga til baka í gegnum endurdreifingu, að Þjóðverjar skili til baka gróða sl. áratugar a.m.k. að hluta, með því að afskrifa að hluta þær skuldir sem þær hafa safnað upp við þá. Það sem ég sé er skort á því að sjá bjálkann í eigin augum - Merkel og Þjóðverjar sjá S-Evrópuþjóðirnar með þeim hætti að vandinn sé þeim að kenna, neita að horfa á þann part sem þeir eiga að sök.
  2. Sakozy er einnig blindur, bara með öðrum hætti. Hann telur að Frakkland hafi ekkert gert af sér, þó svo að enginn hafi neytt Frakka til að hafa halla á ríkisreikningum mér skilst samfellt sl. 30 ár, né að kaupa meir inn árum saman en þeir flytja út - þ.e. viðskiptahalli, sem þeir einnig hafa verið að safna skuldum í gegnum árum saman. Síðan hefur Frakkland hleypt bönkunum sínum upp í stærðina 440% af þjóðarframleiðslu, þó það sé minna en umfang okkar banka per þjóðarframleiðlsu, er það samt stærð sem er meiri en svo að franski ríkissjóðurinn ráði við - þannig að frönsku bankarnir eru of stórir til að þeim verði bjargað af frönskum stjv. Þar fyrir utan að þeir eiga mjög mikið af ítölskum skuldum - því í mikilli fallhættu þegar Ítalía færist nær bjargbúninni. Frakkland er því líklegur byrjunarreitur næstu bankakrýsu.

Þetta er það lið sem á að semja um lausn á vanda Evrópu í næstu viku:

  • Bæði tvö blindir eins og kettlingar, þó svo nú sé 1. mínúta í 12 fyrir evruna.
  • Þetta gefur ekki góðar vonir um að þau geti komið fram með nothæfa lausn.

En þ.s. þarf til er verulegar afskriftir skulda S-Evrópuríkja þ.e. um 30% fyrir Ítalíu, um 50% fyrir Portúgal, og cirka 70% fyrir Grikkland.

Að auki þurfa þau síðan þaðan í framhaldinu aðstoð árum saman - þ.s. viðskiptajöfnuður allra ríkjanna er kolöfugur enn, og 3 árum eftir að kreppan hófst hefur þeim ekki enn tekist að snúa jöfnuðinum við.

Það þíðir að þær munu á ný byrja að safna upp skuldum, vegna þess öfuga jöfnuðar. Þá er ákveðið réttlæti að sú þjóð sem nýtur að mestu hagnaðarins af þeim öfuga jöfnuði, styrki þær þjóðir nokkurn veginn fyrir það fé sem þangað inn streymir í gegnum viðskiptahagnað þeirrar þjóðar við akkúrat þær þjóðir.

En Þjóðverjar vilja ekki heyra minnst á "transfer union". En viðskipta-afgangur þeirra við þær þjóðir á sl. áratug var jafn ósjálfbær og viðskiptahalli þeirra þjóða var við þá. 

Ég held að best sé að líta á allann hagnað þeirra af þeim viðskiptum við þær þjóðir sem "for-fate" eða glataðann eða í reynd að hann hafi aldrei verið raunverulegur hagnaður - þannig að Þjóðverjar einfaldlega afskrifi hann pent.

Þ.s. virðist í gangi er að elítan í Þýskalandi hefur aldrei útskýrt hvernig málin hafa gengið fyrir sig, fyrir eigin þjóð!

Almenningur á götunni í Þýskalandi veit ekki að Þjóðverjar hafa að umtalsverður leiti verið að lifa á þeim þjóðum á undanförnum áratug, að sá hagnaður hafi verið sýndarhagnaður - sem Þjóðverjar muni ekki geta haldið.

Þeir muni óhjákvæmilega tapa honum - betra því að afskrifa hann nú þegar og kannksi þannig koma í veg fyrir gjaldþrot S-þjóðanna, en að sá hagnaður afskrifist með þeirra gjaldþrotum.

En þær munu aldrei endurgreiða þær skuldir - þetta verður að skiljast.

  • Því miður sýnist mér ekki að elítan í Þýskalandi sé að átta sig á þessu, eða sé líkleg til að skilja þetta í tæka tíð.
  • Enn er hamast á því að þjóðirnar eigi að endurgreiða - að þær eigi að skera niður hjá sjálfum sér, þá verði allt í lagi, hlutir muni reddast.

En þetta mun ekki ganga - hlutirnir munu ekki reddast án þess að neitt sé afskrifað eða gefið eftir.

En mér sýnist þýska elítan skorta kjart til að viðurkenna fyrir eigin Þjóð hver sannleikurinn er.

Hættan er því augljós - að samkomulag leiðtoga Evrópu á nk föstudag verði eina ferðina enn, fullkomlega gagnslaust.

Ef svo er - verður verður vart úr þessu löng bið eftir hruninu mikla.

 

Niðurstaða

Miðað við ræður og ummæli Angelu Merkelar og Sarkozy forseta, er ekki mikil ástæða til að reikna með því að innan Evrópu verði fundin sú lausn á vandanum sem dugar.

Í mesta falli gæti verið að fundin verði ný leið - til að íta vandanum áfram eitthvað aðeins lengur.

En ein hugmyndin hefur verið að lána AGS 200ma.€ svo AGS síðan endurláni það fé til Evr. - þannig geti verið unnt að komast hjá því banni sem ríkir um að Seðlab. Evr. veiti ríkjum í vanda neyðarlán alveg þráðbeint. 

Sú leið ef af verður getur keypt einhvern tíma. En einungis lítinn tíma.

Því hagkerfin eru að spírala nú niður á fullu blússi. Bankakerfi Evr. er nú þegar í alvarlegri fjármögnunarkrýsu sem fer hratt versnandi - sem skapar mikla sjálfstæða hættu: 

Það langhættulegasta við stöðuna á evrusvæði, er staða bankakerfisins

Það eina sem við getum gert er að fylgjast með fréttum nk. viku.

En fátt getur manni ástæðu til bjartýni!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott grein hjá þér Einar Björn, er þetta ekki sama sagan og hér hjá okkur stjórnmálaelítan hér reynir alltaf að rangfæra og fegra sannleikann, en á endanum stendur Gosi með óralangt nef.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 4.12.2011 kl. 22:52

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Já, og það findna er að sumir vilja aðild vegna þess að þeir vilja að fólk sem þeit telja að kunni að stjórna taki hér yfir og komi skikk á mál. Svo sér maður nokkurn veginn það sama gerast þarna úti eins og var í gangi þegar Solla og Geiri stýrðy hér, þ.e. vandamálum sópað undir teppi og vonast til þess að þetta reddist einhvern veginn.

Ég held að það sé eftir allt saman heilmikið til í því sem sumir erl. fjölmiðlar sögðu um Ísl. fyrst eftir hrunið - þ.e. líkingin um kanarífuglinn í kolanámunni, hvað kom fyrir okkur hafi verið aðvörun.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.12.2011 kl. 01:36

3 identicon

Nú verður þú að staldra aðeins við vinur, því að þetta stenst ekki alveg hjá þér.  Hvað átt þú við, með "viðskiptahalla".  Þetta kemur út hjá þér, eins og þú sért að tala um að ástæða bankahrunsins á Íslandi, sé neikvæður viðskiptahalli milli norðurlands-eystra og suðurlands-vestra.  Þú ert að tala um evro-ríkin hér, og það er engin "viðskiptahalli" inni í dæminu.  Ef þú ert að tala um hið fasta "verðgildi" á gömlu D-Mark og öðrum gjaldmiðlum, þá er það annað mál.  En slíkt er leyst með mismunandi verði á vörum, í mismunandi umdæmum.

Í evru-landi, góðurinn, er Grikkland bara umdæmi ... ekki "land" með "viðskiptahalla".  Heldur "umdæmi", með "eyðslu-seggi" sem eru að bruðla með það fé, sem Brussel veitir þeim, til styrktar samfélagsins.  Merkel hefur rétt fyrir sér ... við erum að tala um þjóðir, sem hafa fengið triðljarða í reiðufé, frá þýskalandi ... en hafa ekkert gert til að auka iðnað í landinu.  Það sama á við um Frakkland og önnur lönd Evru-svæðisins.  Þýskaland er hérmeð, að tryggja að þessi lönd hlýði "umdæmis" skipulagi og hætti að hugsa í "stök lönd" farvegininum, semþú sjálfur ert fastur í.

Næstu "krísu" svæði, eru Danmörk og Svíþjóð.  Danir eru búnir að leika sér á borðinu, meða kötturinn er ekki heima og spila með spilavíti, meðal annars eru danir stórskuldugir yfir hruninu sem varð á Íslandi.  Þeir stunduðu það, með hjálp "góðvilaðra Íslendinga" að rægja Íslensk viðskipti, með neikvæðum áhrifum fyrir Ísland.  Ykkur væri nær, að "hætta" að velta ykkur í "frænda" heimskunni.  Svíar, eru búnir að missa allt ... og hafa ekkert að búa til.  Þeir eru ennþá með kerlingapólitík í landinu, og eru að herða sultarólina og landið smám saman að verða "lausafé"-laust.   Kaninn er búinn að selja bæði Volvo og Saab.  Saab fer úr landi, og Volvo alla vega að hluta ... þetta þýðir alveg rosalegt fall í Sænsku samfélagi.  Og enginn björg ... peningarnir verða fljótir að ausast upp í "verkefni" sem ekki gefa neitt af sér.  Svíðar eru ennþá fastir í "Grikklands" kerfinu.  Þeir eru að borga sjálfum sér bónusa, fyrir asnastrikin.  Refsa útlendingum, og eru að reyna að bola þeim burtu í "nasista" stíl ... svona á bak við tjöldin, og leyna þessu með því að segja að Reinfelt sé að berjast á móti SD ... 

Þar, er næsta hrun í deiglunni ... nema þjóðverjar bjargi þeim á bak við tjöldin.  Enda er Sænskur aðall þýskur og ekki norrænn, alveg eins og danski aðallinn.  En slíkt kemur okkur hinum, ekkert sérstaklega vel ...

Nei, mér finnst þú eigir að hugsa málið aðeins betur ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 5.12.2011 kl. 09:57

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne - þetta er helber þvættingur hjá þér um að Grikkl. sé bara umdæmi og hallinn sé aukaatriði.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.12.2011 kl. 12:16

5 Smámynd: Elvar Eyvindsson

Málið hlýtur að vera að þeir sem ætla að hafa sameiginlega mynt, verða að hafa sameiginlega fjármálastýringu og samhjálp og ætla sér að fara saman í gegnum þykkt og þunnt.  Því er það eina leiðin núna að sameina meira og minna ríkissjóði og fjármálakerfi eða að splitta samstarfinu upp á nýjan leik.  Mér finnst fólk misskilja gersamlega það hlutverk sem gjaldmiðlar hafa og á það ekki síður við þá sem ráða ferðinni.  Gjaldmiðlar í heilbrigðu umhverfi sveiflast í styrkleika og veikleika og ná þannig að dreifa hagnaði og skapa tækifæri þar sem þeirra er þörf.  Þetta er alls ekki galinn mekanismi og er kannski þegar grannt er skoðað, eitt mesta jafnaðartæki sem um getur, bæði milli þjóða og eins innan efnahagskerfa.

Elvar Eyvindsson, 5.12.2011 kl. 15:19

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Elvar - málið er að eins og evrusvæðið er upp byggt, er í reynd enn hættulegra en ef þú hefur þinn eiginn gjaldmiðil að hafa viðskiptahalla við önnur lönd innan svæðisins vegna A) No bailout. B) Hverju landi úthlutað takmörkuðu fjármagni. C) Sjálfvirki leiðréttarinn eiginn gjaldmiðill er fjarlægður - í staðinn kom ekki neitt.

Ef þ.e. viðskiptaójafnvægi innan sama gjaldmiðils þarf eitthvað að leiðrétta á móti.

Það getur verið "transfer union" þ.e. að veik svæði séu styrkt, nokkurn veginn í sama hlutfalli og viðskiptahalli þeirra er v. kjarnasvæði. Þá hnignar ekki jaðarsvæðum. Annars hnignar þeim óhjákvæmilega.

Það er auðvitað valkostur B þ.e. "mobility" að fólk flytjist milli landa þangað sem vinnuna er að fá, og það fækki á jaðarsvæðum í hlutfalli við efnahagslega hnignun þeirra.

Leið jaðarsvæða til að viðhalda samkeppnisstöðu er eiginn gjaldmiðill - þ.e. að hann sé lægri skapi þannig samkeppnisstöðu. Þau geta lifað af innan heildar ef þau fá styrki í staðinn. 

Hinn valmöguleikinn er að fólkið greiði atkvæði með fótunum. Ef hvorugt lenda þau í fátæktargildu nær óhákvæmilega - þ.e. einmitt þ.s. er að koma fyrir Grikkland.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.12.2011 kl. 15:28

7 Smámynd: Elvar Eyvindsson

Það er nákvæmlega málið.  Ég held að þessi stefna og líka sú sem ESB sinnar hafa hér að koma okkur í skjól Evru sé leið til að setja ákveðna hópa á kaldan klaka til að aðrir þurfi ekki að skerða sig neitt.  Fólk verður þá að flytja milli landa til að bjarga sér, eins og þú segir (sem leiðir ekki til batnandi fjárhags landsins sem í vandræðum er) eða vinna ókeypis til að bæta samkeppnisstöðuna (sem er ólíkleg niðurstaða).  Þeir sem eru í góðum málum, hins vegar, halda sínu fullkomlega.  Það eru ríkisstarfsmenn, eignamenn o.fl.  Framleiðslugreinar ná sér hægt á strik, eða alls ekki því ekkert hefur verið gert til að bæta samkeppnisstöðuna.  Séu menn með eigin gjaldmiðil þurfa allir að taka á sig skell í formi gengisfalls og viðkomandi land nær sér mun hraðar og fær í raun aðstoðina frá hinum í formi eftirspurnar eftir vörum og þjónustu auk þess sem verðlag innflutnings hækkar og minnkar.  Þetta finnst mér mun vænlegra kerfi þótt ekki sé það gallalaust.

Elvar Eyvindsson, 5.12.2011 kl. 15:47

8 Smámynd: Guðmundur Jónsson

_""Almenningur á götunni í Þýskalandi veit ekki að Þjóðverjar hafa að umtalsverður leiti verið að lifa á þeim þjóðum á undanförnum áratug, að sá hagnaður hafi verið sýndarhagnaður - sem Þjóðverjar muni ekki geta haldið.

Þeir muni óhjákvæmilega tapa honum - betra því að afskrifa hann nú þegar og kannski þannig koma í veg fyrir gjaldþrot S-þjóðanna, en að sá hagnaður afskrifist með þeirra gjaldþrotum.""

Þetta er hluti vandans Einar.

Fólkið (eins og til dæmis hann Bjarne Ö) er gersamleg grunlaust um hvað raunverulega er að gerast. S evrópubúar og S evrópskir stjóramálamenn trúa því að þeir hafi verið að eyða um efni fram og þeir eigi bara skilið að svelta og á sama hátt trúa þjóðverja því að þeir hafi verið að gera þessum S evruþjóðum greiða með því að lána þeim evrur.

Stóri vandinn er hinsvegar sá að þjóðverjar verði ekki endilega að afskrifa skuldir S evruþjóanna. Þeir geta gengið að veðunum. Þessar skuldir eru ekki sama eðlis og erlendu skuldir íslensku bankanna fyrir hrun, þar sem veðin voru bólur í gírauðu eiginfé og húsnæðislán í krónum sem lækka við ágang í veðin. Þetta er eru að miklu leiti skuldir með veðum í raunverulegum eignum í þessum löndum og veðin þurfa að standa undir verði í evrum.

Þetta þýðir að í reynd er engin raunhæf leið út fyrir s evrópubúa því við gjaldþrot þurfa þeir að afhenda lönd og eignir. (ekki bara hætta að borga af og fá ekki meira lánað í bili eins og gerðist hér)

Í þessu liggur í raun hættan á stríði í evrópu. Eins og Merkel talar virðist hún annað hvort ekki nógu greind til að sjá stóru myndina í þessu eða hún skilur stöðuna og stefnir einfaldlega á að þjóverjar eignist evrusvæðið í gegn um bankana jafnvel þó það kosti stríð.

Ég held (og vona) að hún sé ekki nógu greind.

Guðmundur Jónsson, 5.12.2011 kl. 16:11

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Guðmundur - þ.e. reynd merkilegt að það stefnir í að Evrusvæði verði "Deutche Mittel Europa" - reikna með að þú þekkir það hugak.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.12.2011 kl. 16:30

10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Elvar Eyvindsson, -  einmitt, þ.e. gríðarl. misskilningur þeirra sem segja að gengisfall sé tilræði við launafólk.

Það byggist á mjög þröngri sýn á það hvernig hlutirnir ganga fyrir sig, eins og þeir viðkomandi treysti á að þeir persónulega verði í liðinu sem þá vinnur.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.12.2011 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband